Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983. Iþróttir Bjarni Ag. Friöriksson. Bjarni fékk gullíLundi íopnasænska meistaramótinu í júdó Júdókappinn Bjarni Ág. Friðrlksson úr Ármanni stóð slg mjög vel á opna sænska meistaramótinu í júdó, sem fór fram í Lundi um sl. helgi. Bjarni tryggðl sér guilverðlaun í sinum þyngdarflokki — 95 kg flokki — lagði alia keppinauta sina með miklum glæsibrag. Bjarnl keppti tii úrslita gegn Bretanum N. Kokoltaylo og lagði hann á „ippon” sem er fulinaðarsigur. Níels Hermannsson úr Armanni tók einnig þátt í mótinu — 78 kg. flokki, en hann komst ekki í úrslit. ■SOS Heimskeppnin íEnglandi Heimskeppni félagsliða i knattspyrnu, sem fer fram í fyrsta skipti 1985, verður háð í Englandi. Eins og við höfum sagt fré þá taka þátt i keppnlnni tóif af frægustu félagsliðum heims — í þeim hópi er Anderlecht sem Arnór Guðjohnsen lelkur með. -SOS. Þjálfari rekinn A-Þjóðverjar hafa látið landsliðsþjálf- arann í knattspyrnu, Peter Storf, hætta eftir að Ijóst er að þeir komast ekki í úr- slitakeppni EM i Frakklandi. Storf tók við landsUðinu i janúar 1982 eftir að fyrrum iandsiiðsþjáifari A-Þýska- lands var rekinn — vegna þess að A-Þjóð- verjar komust ekki í HM á Spáni. -SOS. Fulham komið á skrið Nokkrir leikir fóru fram í ensku knatt- spyrnunni í gærkvöldi — og urðu úrsUtin þessi: 2. deild: Barnsley-Grimsby 3-1 C. Palace-Portsmouth 2—1 Fulham-Middlesbrough 2-1 Oidham-Chariton 0-0 3. deild: Bolton-Burnley 0-0 Bournemouth-Bristol R. 0-1 Hull-Wimbiedon 1—0 Newport-Preston 1-1 Plymouth-Scunthorpe 4—0 Sheff.Utd.-Bradford 2—0 Leikjum Brentford-Rotherham og Orient- GUlingham var frestað vegna veikinda og meiðsla ielkmanna Ilðanna. 4. deild: Aldersbot-Swindon 2-1 Blackpool-Mansfield 2-0 Bristoi C.-Reading 3-1 Chesterfieid-Hereford 0-0 Darlington-Bury 1-2 Doncastle-York 2-2 Hallfax-Northampton 2-2 Rochdale-Hartlepooi 2-0 -SOS. íþróttir íþróttir íþróttir Eyjamönnum hefur verið vísað úr l.deildarkeppninni: „Ekki skemmti- legt að kveða upp svona úrskurð” — en hann er samkvæmt starfsreglum aganefndar, segir Sigurður Hannesson, formaður aganefndar KSÍ „Vestmannaeyingum er visað úr keppni 1. deUdar árið 1983 og gert að greiða sekt tU KSÍ að fjárhæð kr. 5000.00.” Þannig hljóðar úrskurðsorð aganefndar KSÍ sem kom saman í gær. Þar eru Vestmanneyingar ekki lengur í 1. deUd eins og svo margir ótt- uðust. — Það er ekki skemmtUegt að kveða upp svona úrskurð, sagði Sigurður Hannesson, formaður aganefndar KSI. — Við vinnum eftir starfsreglum og þar segir i 6. grein 8. tölulið aö visa beri félagi sem notar leikmann sem er Dlego Maradona. í leikbanni — úr keppni, sagði Sigurður Hannesson. — Nú, þegar búið er að vísa Eyja- mönnum úr 1. deildarkeppninni. Þurfa þeir að byrja upp á nýtt og sækja um inngönguí4.deUd? — Það er ekki í verkahring aga- nefndar að dæma um það. Það kemur í hlut aðalstjómar KSI aö ákveða fram- hald málsins, sagði Sigurður. Þess má geta að Eyjamenn geta ekki áfrýjað úrskurði aganefndarinnar þar sem í 4. grein starfsreglna nefnd- arinnar, segir: Urskurðum aganefnd- ar verður ekki áf rý jað. Þriggja leikja bann A fundi aganefndar 13. september var Þórður Hallgrimsson, fyrirliði Eyjamanna, úrskurðaöur í þriggja leikja bann: r---------------------------------- • a) Einnleikurvegna 10refsistiga. • b) Tveir leikir vegna brottvísun- araf leikveUi (ítrekun). Eyjamönnum var sent skeyti þess efnis 13. september kl. 18.30 og tóku þeir við skeytinu (nr. 11/143) kl. 18.50 þann 15. september. Skeytið var svo- hljóðandi: „Þórður HaUgrimsson er dæmdur í eins leiks bann vegna tíu refsistiga og tveggja leikja bann vegna brottvísun- ar af leikveUi (ítrekun). Samtals þrir leikir. Aganefnd”. Eins og sést á þessu, þá sést að það fer ekki á miUi mála, að Þórður, sem lék með Eyjamönnujm gegn Breiða- blik, var í leikbanni í þeim leik þar sem hann hafði verið úrskurðaöur í þriggja leikja bann. -SOS --------------------, ára í Aberdeen Sigurður Jónsson — knatt- spyrnukappinn ungi og efnUegi frá Akranesi, sem mörg fræg félög í Evrópu hafa verið á höttum eftir undanfarin ár, héit upp á 17 ára afmælisdaginn sinn i Aberdeen í gær. Mikið hefur verið skrifað um Sigurð í blöðum í Skotlandi undan- farna daga og í gær birtust þar myndlr af honum og greinar í blöðum — Islendingurinn sem aU- irvUjafá. Sigurður hefur ákveðið að láta ÖU hin f reistandi atvinnutUboð lönd og leið að sinni. Hann kemur heim með Skagamönnum — ætlar að stunda nám á Akranesi i vetur og leika með AkranesUðlnu næsta sumar. -SOS Meiðsli Maradona hafa vakið mikla athygli: „Kominn tími til að stöðva ofbeldi” á knattspyrnuvöllum, segir Luis Menotti, þjálfari Barcelona Það er um fátt meira talað á Spáni þessa dagana heldur en meiðsU knatt- spyrnukappans Diego Maradona frá Argentínu — en brotið var gróflega á honum i leik um sl. helgi þannig að hann ökkiabrotnaði og liðbönd slitn- uðu. Maradona þarf að llggja á sjúkra- húsi í viku og verður frá keppni í minnst þrjá mánuði. Margir eru hræddir um að knattspyrnuferUl hans sé jafnvel á enda. j Síminn hefur ekki stoppaö í her- ibúðum Barcelona — áhangendur Barcelona og aðdáendur Maradona í, |Argentínu hafa hringt á nóttu sem jdegi. Blöð á Spáni segja að meiðsli Maradona séu meiðsli ársins. Það var varnarleikmaðurinn Andoni Goikoetxea frá Bilbao sem braut á Maradona, en hann hefur fengið viðurnefnið „Slátrarinn frá Bilabo” vegna þess hvað hann leikur fast. Það var einmitt hann sem fót- braut V-Þjóðverjann Bernd Schuster í leik fyrir tveimur árum, þannig að Schuster var frá keppni í marga mánuði. • Luis Menotti, fyrrum landsliösþjálfari Argentínu og núver- andi þjálfari Barcelona, sagði eftir hið grófa brot á Maradona: — „Það er kominn timi til að stöðva ofbeldi á knattspymuvöllum. Með þessu áfram- haldi endar þetta með því að einhver deyr á knattspymuvelli eftir að hafa fengið ljóta útreið.” Hvaö segir Goikoetxea: — „Þetta var hart einvígi um knöttinn — ég gerði þetta ekki af ásettu ráði.” Aga- nefnd spánska knattspyrnusambands- ins kemur saman í næstu viku og er reiknað með að Goikoexan fái 15 til 25 leikja keppnisbann fyrir brot sitt á Maradona. • Maradona hefur oft deilt hart á spánska knattspyrnumenn fyrir grófan leik og harðar tæklingar á leik- velli. — „Það eru margir leikmenn hér á Spáni sem eru eins og villimenn á leikvelli. Hugsa aðeins um að leika fast,” hefur Maradona oft sagt og hann hefur einnig deilt á dómara á Spáni fyrir að þeir loki augunum fyrir grófum leik þannig að leikmenn komist upp með að brjóta ruddalega á and- stæðingum sínum. Þaö má fastlega reikna með að hið grófa brot á Maradona verði til þess að dómarar á Spáni fari að taka harðar á brotum leikmanna. -SOS Þeir eiga eftir að verða skæðir, þes Þrótti í gærkvöldi og Atli Hiimarss „Höfi okkur — sagði Geir Hallsteinsst „Eg held nú að þetta verði ekki svona auðvelt í vetur. Við erum að visu í mjög góðu formi og setjum stefnuna á titilinn en margir leikir okkar í vetur eiga eftir að verða erfiðir,” sagði Guðmundur Magnússon, fyririiði og aldursforseti FH í handknattleik, eftir að hann og féiagar hans höfðu rót- burstað siaka Þróttara i 1. deildarleík liðanna í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi. Lokatölur 31:18 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 18:8 FH í vil. Mesti óþarfi er að eyða miklu plássi í gang leiksins. Hann var í stuttu máli eign FH-inga frá fyrstu mínútu og aldrei var spurning hvorum megin sigur hafnaði að þessu sinni. „Við erum í bestu æfingunni og raunar eina liðið sem hefur bætt sig getulega frá síðasta keppnistímabili,” sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari FH, eftir ieikinn og bætti við: „Við reynum aö ieika sterkan varnarleik. Tökum hvem leik fyrir sig. Ég held að þetta verði ekki eins auðvelt hjá okkur i Gordon Strachan. Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir íþró

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.