Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 15
DV. MIÐVHÍUDAGUR 28. SEPTEMBER1983. 15 fyrst og siðast niöurlægjandi fyrir þær þúsundir ungu fjölskyldna sem verða að leggja nótt við dag í hálfa tylft ára og eiga svo á hættu að tapa árangri stritsins næst þegar ráðaöflum þessa lands þóknast að refsa mönnum meö niðurskurði launa fyrir það að hafa aukiö ráöstöfunartekjur sínar með mikilli yfirvinnu. Ég hef orðið þess æ meira var að meöal yngra fólks gætir orðið sívax- andi þreytu og óánægju með þá þegn- skyldukvöð að eyða 5 æviárum ofan í húsgrunni. Einstaka maður (og kona líka) er jafnvel farinn aö láta sig dreyma um að hægt sé aö komast i öruggt húsnæði á sanngjörnu kostnað- arverði, geta sinnt sinni vinnu óskiptur í 40 stundir á viku, kynnst svolítið sínum eigin börnum og jafnvel verið svo óþjóðlegur að eiga sér frístundir. Húsnæðissamvinna Undirritaður hefur gerst svo djarfur að stunda háskólanám i nokkur ár og það í því vonda kratalandi Svíþjóð. Alls óverðskuldað var hlaöið undir mann í húsnæðismálum í þeim mæli að undir lokin átti maður orðið ævilangan búseturétt í raðhúsi, með fullum rétti til þess að haga innréttingum og endur- bótum á húsnæðinu að eigin vild, allt fyrir aöeins sem svarar um 25.000 ís- lenskum kr. sem greiðslu upp í svo- nefndan búseturétt. Ef mönnum finnst þetta ótrúlegt þá get ég látið þess getiö aö hér var um að ræða íbúð hjá búsetu- réttarfélagi östra Toms í Lundar- kaupstaðáSkáni. Umrætt félag er eitt af mörg þúsund félögum í landssambandi sænskra hús- næðissamvinnufélaga, sem þekkt er undir skammstöfuninni HSB. Sam- tökin hafa nú á sínum snæmm rúmar 400.000 íbúðir sem er meira en 10% af öUu húsnæði þarlendis. Búseturéttar- fyrirkomulag það sem húsnæðissam- vinnufélögin bygg jast á er í sem stystu máli þannig, að gegn gjaldi sem nemur 2—3 mánaðarlaunum er hægt að kaupa sér rétt til ævUangrar búsetu í ákveðinni íbúð. Húsnæðisnotandinn greiðir síðan ákveðið árgjald, sem oft- ast er skipt upp i mánaðarlegar greiðslur, sem stendur undir fjár- magns- og rekstrarkostnaði húsnæðis- ins. Nú eru komnir af staö virkir áhuga- mannahópar hér í Reykjavík sem vinna að stofnun húsnæðissamvinnufé- lags með svipuðu sniði og lýst hefur verið hér að f raman. Fmmkvæðið kom í byrjun frá samtökum leigjenda, en nú hefur komiö til starfa fóUc úr ýmsum áttum, þar á meöal fólk úr flestum stjómmálaflokkum, úr samvinnu- hreyfingunni og fólk ótengt flokkum og hreyfingum. Ef svo fer fram sem horfir, munu verða fyrir hendi lána- möguleikar innan húsnæðisfjármögn- unarkerfisins eftir þá endurskoöun sem nú stendur yfir, sem munu gera kleift að hefja fljótlega byggingar hús- næöis með samvinnurekstrarsniði. Stofnfundur Húsnæðissamvinnufé- lags leigjenda hefur verið ákveðinn þann 8. október nk. Eg vil skora á aUa þá sem telja að betri leiðir en ríkjandi andfélagsleg sjálfspyntingarstefna hljóti að bjóöast að taka þátt i stofnun félagsins. Ahugasamir sjálfboðaUðar eru velkomnir til starfa. Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. hefur stóraukizt þar siðan ég kom þar fyrst 1958. Það eru ekki ferðamenn, sem ógna Landmannalaugum, heldur er það Jökulgilskvislin, ef ekkert verður að gert. Varnargarðarnir hafa bjargaö Laugunum tU þessa en ógnin er samt yfirvofandi. Vegurinn heim í Laugar breytti engu til hins verra á sínum tíma. FólksbUar fara ekki út af vegum og bilastæðum. Það gera hins vegar sumir jeppamenn, og þeir kom- ust heim i Laugar áöur en vegurinn kom. Vegurinn varð því til góðs er menn hættu að setja dýr tæki sín og sjálfa sig í hættu í KvísUnni. Auðvitað eru Laugarnar viðkvæmar og gróður- inn þar, í 600 metra hæð yfir sjó. Þetta vita ferðamennirnir og þess vegna hef- ur gróðri farið þar fram, þrátt fyrir aukið álag, sem er engan veginn orðið of mikið. I Þórsmörk kom ég fyrst sumarið 1945, næst 1953 og 1954 og síðan mjög oft. Ég fuUyrði, að gróðurinn hefur stóraukizt í Þórsmörk, og það er ekki aöeins friðuninni aö þakka. Ferða- mennimir hafa víöa tekið til höndum í Þórsmörk, sáð í uppblástur, gróðursett tré og runna og svo framvegis. Þetta hafa feröamennimir gert vegna þess, að þeir vilja fegra og bæta umhverfi sitt á unaöslegu svæði. Ingvi Þorsteinsson, magister, hefur rannsakaö beitarþol landsins og sýnt fram á, að landinu er víða mjög svo misboðiö með ofbeit. Þurfa bændur að beita fé sínu á hálendið, eða er þetta aðeins gamall vani? Sumir ímynda sér, að kjötið sé betra af fé, sem beitt hefur veriö á fjöllin. Þetta er fuUyrð- ing, sem hvorki verður sönnuð né af- sönnuö, og fénu er beitt á heimahag- ana og túnin fyrir slátrun, svo að fjallabragðið hlýtur að ruglast eitt- hvað. Þetta f jaUakjöt nær því ekki til neytendanna, öllu kjöti er blandað saman. Agætir bændur á Suðurlandi hafa sagt mér, að þeir séu löngu hættir að reka á f jaU og aö þeir hafi stórlega grætt á þeirri breytingu. Það er nóg beitiland í byggö, féð er í hólfum sem hægt er aö bera á, engin afföU em af stofninum svo sem oft er á fjöllum, enginn eltingaleikur við kindur á fjöU- um og þyngri skrokkar. Væri ekki rétt fyrir fleiri sauðf járbændur að færa sig af hjarðmennskustiginu á ræktunar- stigið? Rall Margumrætt IslandsraU er búið að valda miklu fjaðrafoki. Ýmsir Islands- elskandi hópar lögðu undir sig ætt- jarðarástina og gáfu út yfirlýsingar um að rall væri ljótt og það ætti að banna. Þetta minnir nokkuð á friðelsk- andi þjóðirnar í Austur-Evrópu, sem lagt hafa undir sig friðinn, svo að eng- inn viU frið nema þær. Sjálfur er ég enginn raUmaður eða áhugamaður um neins konar aksturs- 1 íþróttir, en ég virði rétt annarra tU að velja sér sín áhugamál að eigin vUd. Það er staðreynd, að vaxandi hópur í heiminum gerir aUs kyns rall að sínu áhugamáU og þetta fólk eyðir stórum upphæðum í þessa íþrótt sína. Island hefur mjög marga kosti til aö verða eft- ! irsóknarvert ralUand, og þá einkum ýmsir hálendisvegir, og það bezta er, að það þarf ekki aö gera landinu neitt til, það er hægt að raUa vítt og breitt um Island án þess að skemma nokkum skapaðan hlut. Það er meira að segja hægt að leggja nýjar rallslóðir víðs vegar um Odáðahraun, þar sem aðeins er fariö um hraun og sanda. Slíkar slóðir gætu komið fleiri ferðamönnum en rallmönnum vel og opnað ný ferða- svæði. Ég Ut á erlenda raUmenn sem ferða- menn meö sérþarfir. Ferðamenn, sem okkur er nauðsyn að f á hingað rétt eins og alla aðra ferðamenn. Okkar er að gæta þess, að farið sé um þau svæði, sem við teljum heppilegust frá okkar sjónarmiði, þá er engin hætta á ferð- um. Umfram aUt verðum við að forð- ast aUa móðursýki og taugaveiklun í sambandi við svona mál. Einar Þ. Guðjohnsen framkvæmdastjóri. HEF OPNAÐ LÆKNASTOFU Einar Thoroddsen, sérgrein háls-, nef- og eyrna- lækningar, hefur opnað læknastofu í Glæsibæ. Tímapantanir í síma 86311. Notaðir lyftarar í mikiu úrvali Getum afgreitt eftirtalda lyftara nú þegar: Rafmagns 1.51. 2t. 2.51. m/snúningi 3t m/snúningi. Skiptum og tökum i umboðssölu. ^ I I I. I. K. JÓNSSON & CO. HF. 5 ®™££;2M55 Tilboð óskast í sölu á röntgenfilmum fyrir Ríkisspítala og Borgarspítalann í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrif- stofum Innkaupastofnunar ríkisins og Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Tilboð verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda í skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, miðvikudaginn 2. nóvember nk. kl. 11.00 f .h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS, BORGARTÚNI 7. REYKJAVÍK. SÍMI 26844. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR, FRÍKIRK JUVEGI 3, REYKKJAVÍK. SÍMI 25800. Laugalækjarskóli — innritun fer fram í Miðbæjarskóla fimmtud. 29. sept. kl. 19.30—21. Kennslugreinar: Mánud. 19.30—20.50 enska I. fl. 21—22.20 enska II. fl. Þriðjud. 19.30—20.50 sænska I. fl., vélritun I. fl., bókfærsla II. fl. 21—22.20 sænska II. fl., bókfærsla I. fl. Miðvikud. 19.30— 20.50 sænska III. Fimmtud. 19.30- 20.50 enska III. fl. 21—22.20 enska IV. fl. Breiðhyltingar — mnritun fer fram fimmtudaginn 29. sept. í Fellahelli kl. 14—15.30 og Breiðholtsskóla kl. 19.30—21. Kennslugreinar í Breiðholtsskóla: Enska 1. fl. mánd. kl. 19.30—20.50. Enska 2. fl. mánud. kl. 21—22.20. Enska 3. fl. fimmtud. kl. 19.30—20.50. Enska 4. fl. fimmtud. kl. 21—22.20. Þýska 1. fl. mánud. kl. 19.30—20.50. Þýska 2. fl. mánud. kl. 21—22.20. Þýska 3. fl. fimmtud. kl. 19.30—20.50. Spænska 1. fl. fimmtud. kl. 21—22.20. Saumar mánud. kl. 19.30—22.20. Saumar fimmtud. kl. 19.30—22.20. Kennslugreinar í Fellahelli: Enska 1. fl. mánud. kl. 13.15—14.35. Enska 2. fl. mánud. kl. 14.40—16. Enska 3. fl. fimmtud. kl. 13.15—14.35. Enska 4. fl. fimmtud. kl. 14.40—16. Leikfimi mánud. og fimmtud. kl. 13.15—14.05 og 14.15—15.05.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.