Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 2
2
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983.
Krabbaveiðimenniniir Kim Boddy t.d. og Guðjón Guðjónsson sem haía ábuga á að kanna möguleika á krabbaveið-
um við íslandsstrendur. Fyrir aftan þá má sjá uppstoppaðankóngakrabbaeins og þeir hafa verið að veiða við
strendur Alaska á undanförnum árum. DV-mynd GVA.
Krabbaveiðimenn frá Bandaríkjunum:
Kanna möguleika á
veiðum við ísland
„Það er vitað að það eru krabba-
tegundir hér við land sem má veiða og
selja dýrum dómum en það er ekki vit-
að hvað þær eru í miklu magni né hvar
bestu veiðisvæðin eru,” sagði Guðjón
Guöjónsson skipstjóri sem hér hefur
dvaÚð undanfarnar vikur við að kanna
möguleika á því að veiða krabba hér
viðland.
Guðjón, sem er sonur hins landfræga
skipstjóra hér á árum áður, Guöjóns
Illugasonar, hefur verið búsettur í
Bandaríkjunum undanfarin ár. Hefur
hann stundað þar krabbaveiðar, mest
við strönd Alaska. Krabbaveiðar eru
stór tekjulind í Bandaríkjunum enda
krabbar meðdýrustu réttum sem fást á
veitingastöðum þar eins og víöa um
heim.
„Eg vissi aö hér væru krabbar við
landiö enda vita allir sjómenn um það
og þeir ekki ósjaldan bölvað upphátt
þegar hann hefur veriö að flækjast í
Krossgátuunnendur!
Takið
eftir!
Þæreru hreint
frábærar.
Síðastainnköllun!
Lausnir úr verðl.gátum
þurfa að póstleggjast fyrir
30. september.
/næsta blaði fjölgum við
og hækkum vinninga.
ÚTGEFAND
netunum hjá þeim. Mig langaði því til
að kanna þetta betur og kom hingað í
sumar ásamt félaga mínum. Kim
Boddy sem einnig er krabbaveiðimað-
ur. Þetta er fyrirtæki sem ekki kostar
mikla peninga en þó nóg til þess að við
þyrftum að fá aðstoð og fyrirgreiðslu
hjá því opinbera hér. Við höfum talað
viö sjávarútvegsráöherra og fieiri
aðila og þeir hafa allir sýnt þessu máii
mikinn áhuga. Það er það eina sem
hefur gerst. Áhuginn er mikiil en svo
eralltstopp.
Við höfum fengið að fara út með
frænda mínum sem er á ýsuveiðum til
að sjá hvernig þetta lítur út. Það fæst
að sjálfsögðu enginn árangur af slíkum
ferðum. Við þurfum aö hafa okkar bát
og okkar gildrur og kanna líkleg mið.
Við höfum til dæmis áhuga á að komast
á miöin fyrir austan Eyjar og fleiri mið
umhverfis landið. Það er bara spum-
ing hvaö við getum beðið lengi eftir
svari frá því opinbera,” sagði Guðjón.
-klp
Krabbaveiðar
gætu komið
sem auka-
búgrein
Krabbaveiðar eru svo til óþekktar
hér við land og möguleikamir sem
þar eru ókannaöir með öllu. Einn
maður hefur undanfarin tvö sumur
verið að veiða trjónukrabba, fyrir
eitt eða tvö veitingahús í Reykjavík,
í Faxaflóa og notað til þess litlar
gildrur.
Krabbaveiðimenn í Norður-Kyrra-
hafi nota við sínar veiðar mjög stór-
ar gildrur. Hafa félagamir tveir sem
hug hafa á krabbaveiöum hér við Is-
land, og sagt er frá hér á öðrum staö
á síöunni, látið útbúa eina slika
gildru fyrir sig. Er sú gildra hátt í
tveir metrar í þvermál og annað eins
áhæö.
Gildra þessi hefur nú verið sett í
sjóinn út af Þorlákshöfn í tilrauna-
skyni og verður vitjað um hana ein-
hvem næstu daga. I gildrumar er
sett beita, fiskur eða fugl. Krabbinn
sem er hrææta fer inn í gildruna og
festist þar. Um gildrurnar er vitjað
með vissu millibili og krabbinn sem í
þeim er þá látinn í ker, sem er fullt af
sjó, um borð í veiðiskipinu. Er hann
síðan seldur lifandi og fæst mjög gott
verð fyrir hann.
Þær tegundir sem koma trúlega til
með að veiðast hér við land em
þrjár. Er það trjónukrabbi, gadda-
krabbi og tröllakrabbi. Af trölla-
krabba eru tvær tegundir hér og er
önnur þeirra mjög stór.
Ef þeir Guðjón Guðjónsson og Kim
Boddy fá aðstoð hjá því opinbera til
aö kanna krabbamiðin hér við land
og veiðamar takast vel getur þama
orðið um arðbærar veiðar að ræða.
Krabbaveiðar í Norður-Kyrrahafi og
víðar hafa dregist saman vegna of-
veiði að undanförnu og verðið því
rokið upp úr öllu valdi.
Hér gætu krabbaveiðar verið
„aukabúgrein” hjá sjómönnum að
áliti margra. Gildrurnar má fara
með á leið i eða úr róöri og sækja þær
svo eftir hentugleikum. Krabbinn
skemmist ekkert í gildrunum í sjón-
um og vinnan við þetta er tiltölulega
lítil miðað við aðrar hefðbundnar
veiðar.
-klp
Ríkisst jórnin á
loðnuveiðar
upp á von og óvon
Þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um
hvort eða hversu mikið unnt verður
að veiöa af loðnu fyrir áramót gerir
þjóðhagsspá ráð fyrir 250 þúsund
tonna loönuafla á árinu og telur aö sá
afli geti dregið úr samdrætti þjóðar-
tekna um fjögur prósent.
Þegar seiðarannsóknir á stofnin-
um, sem nú gæti komið til veiða,
voru gerðar 1981 reyndist útkoman í
slakara lagi. Það skal þó tekið fram
að mikilla frávika hefur orðið vart á
báða vegu frá seiðamælingum til
raunverulegs veiðistofns.
Norsk og íslensk rannsóknaskip
reyndu að mæla veiðisto&iinn i sum-
ar en vegna íss, og þar sem Ioðnan
var í æti við yfirborðið, náðust ekki
marktækar niðurstööur úr mæling-
unum.
Upp úr mánaðamótunum hefst svo
leiðangur tveggja íslenskra skipa og
eins norsks í þeim tilgangi að reyna
að átta sig á stærð stofnsins. Sá leið-
angur mun líklega taka um þrjár
vikur. Að honum loknum munu fiski-
fræðingarnir semja skýrslu sem lögö
verður fyrir síldar- og loönuvinnu-
nefnd Alþjóða hafrannsóknaráðsins
í Kaupmannahöfn sem heldur fund
um máliö dagana 25. til 28. október.
Alit nefndarinnar verður síðan sent
til fiskveiðinefndar ráðsins og þaðan
er að vænta formlegrar ráðgjafar
um veiðamar enda eiga íslendingar,
Norðmenn og EBE sameiginlegra
hagsmuna aðgæta.
Fari svo að okkur verði úthlutað
250 þús. tonnum í ár þyrfti loðnan
helst aö halda sig norður af landinu í
vel veiöanlegu ástandi og miklu
magni til að hægt sé aö ná þessum
aflafyriráramót.
Það er hins vegar ekkert að
treysta á það og haldi hún sig t.d. á
Grænlandssundi, eða nálægt Hal-
anum, kunna hafís og veður aö gera
veiðamar erfiðar.
Eini ljósi punkturinn er að ef við
fáum að veiða þetta magn og getum
það er gott verð á loðnuaf urðum nú.
-GS.
Að undanförnu hefur Nýbýlavegurinn í Kópavogi, sem er
• ein mesta umferðargata þar, verið lokaður vegna lagfær-
inga á mótum Skeljabrekku. Er verið að hækka Nýbýla-
veginn upp á þessum kafla en þar og í Skeljabrekku hefur
oft verið erfitt að fara um, sérstaklega í hálku. Þessu
verki á að ljúka nú í vikunni og verða margir Kópavogs-
búar sjálfsagt fegnir því enda hefur verið erfitt að komast
á ökutækjum úr Kópavogi á meðan þessi mikla umferðar-
gata hefur verið lokuð.
Klp/DV-mynd EÓ.
Stefán doktor f
kjarneólisfræði
Fyrir skömmu varði Stefán G.
Jónsson doktorsritgerð í kjarneðlis-
fræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð.
Heiti ritgerðarinnar er: Near-Yrast
Spectroscopy of Rare-Earth Nuclei.
Yrast Isomerism and Bandcrossings.
Doktorsritgerðin er hluti af sam-
starfi milli háskólans í Lundi, Niels
Bohr stofnunarinnar í Rise og háskól-
ans í Osló í grannrannsóknum í kjarn-
eðlisfræði.
Stefán G. Jónsson er fæddur á
Munkaþverá í Eyjafirði, sonur hjón-
anna Jóns Stefánssonar og Aðalheiðar
Guðmundsdóttur. Stefán hefur verið
ráðinn til kennslustarfa á Akureyri.
-EIR.