Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Ferðamál Ferðamál Ferðamál 9 ,Marka ðsöflun erlendls er orðln skrípalelkur” — seglr Kjartan Lárusson9 forstjóri Fer ðaskrlfstofu ríkislns „Þessar tölur sýna greinilega aö viö erum ekki eins góöir sölumenn og viðhöldumokkurvera,” sagöiKjart- an Lárusson, forstjóri Ferðaskrif- stofu ríkisins, er hann var spuröur álits á fjölda erlendra feröamanna þaö sem af er ári. Kjartan er þekktur fyrir að fara ekki í launkofa meö skoðanir sínar og viö gefum honum oröiö áfram: ,,Sarmleikurinn er sá að þessi markaösöflun erlendis er oröin skrípaleikur. Svo er komiö aö fjöldi þeirra aöila sem taka aö sér aö flytja inn feröamenn hefur stóraukist á síö- ustu árum. Þar meö hefur allur til- kostnaöur margfaldast en á sama tíma stendur höföatala þeirra erlendu feröamanna sem hingaö koma í staö. Ástæöan er sú aö þessir nýju aðilar virðast leggja meiri kraft í aö stela viöskiptavinum frá þeim sem voru fyrir á markaðinum en aö afla nýrra sambanda og fjölga þar meö ferðamönnum og auka gjald- eyristekjur þjóöarinnar. Meö undir- boðum og innbyrðisslag næst ekki ra unhæfur árangur. ” Gerbreytt skipulag — Hvaö er til ráöa? Ekki er hægt að banna samkeppni á þessu svlði? „Nei, en þaö þarf aö gjörbreyta skipulaginu. Nú eru ótal aöilar aö herja á meginlandið og vilja selja Is- landsferöir. Ef nýir aðilar legðu sig fram um aö útvíkka þá starfsemi sem þar var fyrir í stað þess aö stela undan þeim sem þar voru fyrir væri góð von um árangur. Nú er svo komiö aö allir keppast við aö senda fulltrúa á sömu feröasýningarnar. Þarna standa kannski 20 manns á 30 fermetra gólffleti Islands og hver og einn reynir aö vera fyrstur til aö hremma þá sem þora inn í hópinn til „Með undirboðum og innbyrðis- slag nœst ekki raunhœfur árang- ur," segir Kjartan Lárusson, for- stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. aö spyrjast fyrir um Islandsferöir. Þetta gengur ekki lengur og viö veröum aö breyta til. Viö eigum að sérmennta tvo til þrjá menn í því aö selja Island. Þeir eiga síðan aö starfa erlendis mestan hluta ársins, fara milli sölusýninga og söluaðila, vinna sín störf af alúð og dugnaöi fyrir þjóöarheildina. Eg er sannfæröur um aö þessi aðferð væri mun beinskeyttari en sá hræri- grautur sem nú viögengst þar sem allir eru aö hræra í sama pottinum.” — En hvernig eiga tveir til þrír menn að þjóna ölium samkeppnis- aðilunum? „Auövitaö veröa þessi menn aö starfa hlutlaust og kynna hvað er í boði frá hverjum og einum. Þetta er fyrst og fremst spurning um vilja til aö vinna saman. Þaö skipulagsleysi sem nú ríkir er til stórskaöa fyrir heildina og má segja aö þau bræöra- víg sem hér voru stunduö fyrr á öld- um séu enn viö lýöi í þessari atvinnu- grein.” Selja Ferðaskrifstofuna — Er ekki ólíklegt aö menn séu tilbúnir til að slíðra sverðin og hver á að hafa forystu með það — ríkið? „Þaö er ekki líklegt aö opinber for- ysta veröi studd af einkageiranum. En ef þú ert aö ýja aö Feröaskrif- stofu ríkisins meö þessari spurningu þá skal ég segja þaö strax að ríkið á aö selja hana. Eg styö þá tillögu eindregið. Raunar kom ég með þá hugmynd ekki alls fyrir löngu að flugfélögin, feröaskrifstofurnar og aörir feröaaöilar keyptu saman Feröaskrifstofu ríkisins og ynnu síðan saman gegnum þaö fyrirtæki. Ríkiö gæti haldið eftir svona 15% eignarhlut. Það voru haldnir fundir fram og til baka en enginn sýndi áhuga á málinu. Þaö fannst mér miður. En þetta fyrirtæki hefur náö að skila hagnaði og því síöur en svo að verið sé aö bjóöa einhvern ómaga upp. Hins vegar fer ég ekki ofan af því aö meðan núverandi ástand ríkir viö tilhögun markaösmála okkar erlend- is er lítil von um betri árangur og viö höldum áfram aö missa af tekjum í erlendum gjaldeyri. En við megum heldur ekki gleyma því að þaö er margt ógert hér heima til að laða feröamenn að. Feröir til tslands eru dýrar en aðbúnaður oft ekki í sam- ræmi viö verðið. Verkefnin eru ótæmandi en viö verðum aö gæta þess aö vera ekki sjálfum okkur verstir í þessum efnum sem öörum,” sagöi Kjartan Lárusson. -SG Árangurinn okki til að státaaf Þrátt fyrir 14,3% fjölgun erlendra feröamanna til Islands í ágúst, miöað viö sama mánuö í fyrra, nem- ur heildarfjölgun erlendra ferða- manna „aöeins” 7,4% fyrstu átta mánuöi ársins. Sú aukning á fjölda ferðamanna byggist nær alfariö á fleiri ferðamönnum frá Bandaríkj- unum og Bretlandi. Frá flestum öör- um löndum koma nú færri feröa- menn en fyrstu átta mánuöi ársins 1982. Langflestir komu frá Bandaríkjun- um eöa rúm 18 þúsund mánuðina janúar—ágúst á móti 14.529 á sama tíma í fyrra. Þar viröist því hafa Ferðamál Sæmundur Oudvlnsson náöst góöur árangur í aö „selja Is- land” auk þess sem viö njótum góðs af stórvaxandi straumi bandarískra feröamanna til Evrópu á þessu ári vegna hinnar sterku stööu dollarans. Þá er athyglisvert aö Bretum fjölgar um 1.500 miðað viö sama tíma í fyrra eða um 25,4%. I sumar var haldiö uppi vikulegum ferðum milli Englands og Islands meö Edd- unni auk flugsins. Þaö hefur eflaust haft sín áhrif til aö fjölga feröa- mönnum frá Bretlandi en ekki hafa verið birtar neinar tölur um hve stór hluti þeirra 7.450 Breta sem hingaö komu fram til ágústloka kom með flugi eöa skipi. Hins vegar hefur feröamönnum frá V-Þýskalandi ekki f jölgað nema um tæp 2% þótt Eddan sigldi líka þangað og við höfum Með tilkomu xveggja stórra bilferja bjuggust margir við stórauknum ferðamannastraumi isumar. Það sem af er ári hefur erlendum ferðemönnum fjölgað hér um 7,4% miðað við sama tíma i fyrra, en það eru Bretar og Bandaríkjamenn sem sækja hingað i ríkara mæli. fengiö færri í heimsókn frá flestum öörum þjóöum á meginlandinu. Stóraukið framboð Sú staðreynd blasir viö aö þrátt fyrir tvö millilandaflugfélög, tvær stórar ferjur og leiguflug erlendra aðila, getum við ekki státað af fleiri ferðamönnum erlendis frá nema hvaö viökemur Bretum og Banda- ríkjamönnum. 1 fljótu bragöi sýnist raunar nær aö tala um fækkun í heild ef þessar þjóðir eru undanskildar. Meöfylgjandi tafla sýnir fjölda feröamanna fyrstu átta mánuði árs- ins eftir þjóðernum og eru aðeins teknar þær þjóöir sem eiga eitt þús- und fuUtrúa eöa fleiri. Jafnframt sýnir taflan fjöldann frá því á sama tíma í fyrra og breytingu í prósent- um. -SG EHendir ferðamenn janúar — ágúst Lönd 1983 1982 % USA 18.037 14.529 +24,1 V-Þýskaland 7.814 7.669 + 1,9 Bretland 7.451 5.943 +25,4 Danmörk 5.558 5.644 - 1,5 Noregur 4.222 4.282 - 1,4 Sviþjóð 4.176 4.346 - 3,9 Frakkland 3.608 4.021 -10,3 Sviss 2.315 2.667 -13,2 Finnland 1.426 1.207 + 18,1 Holland 1.274 1.468 -13,2 Austurríki 1.163 802 + 45,0 Samtals komu 61.860 eriendir ferðamenn til landsins fyrstu átta mánuði þessa árs en voru 57.579 á sama tima i fyrra. í heild er fjöigunin því 4.281. En þess ber að gæta að Bretum og Bandarikja- mönnum fjöigaði samtals um liðlega fimm þúsund. í heild hefur þvi ferðamönnum frá öðrum þjóðum fækkað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.