Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Útför dr. Gunnars Thoroddsens, fyrrverandi forsætisráð- herra, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Athöfnin var virðuleg en jafnframt látlaus og hlýleg. Kirkjan var þétt- setin fólki, auk þess sem nokkur mannfjöldi var saman kom- inn fyrir utan hana. Athöfninni var og útvarpað beint um allt land. Auk fjölskyldu og ættingja dr. Gunnars voru viðstaddir athöfnina, meðal annarra, forseti íslands, ríkisstjórn fslands, alþingismenn, embættismenn og fræðimenn, svo og aðrir nán- ir samstarfsmenn Gunnars og vinir. Séra Þórir Stephensen dómprófastur jarðsöng. I minningar- ræðu sinni lagði hann meðal annars út af áhrifamiklu kvæði Eggerts Ölafssonar, Islands minni: ísland ögrum skorið, fyrir skikkan skaparans; eg vil nefna þig, vertu blessað, blessi þig sem á brjóstum borið blessað nafnið hans. og blessað hefur mig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.