Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 25
oonr c/raraATVA r fTTTDíkYTRAOTTA T Vfí DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Larlie Mcholas 52 mörk Þaö mætti halda aö þegar Charlie var búinn að ná sér af meiðslunum heföi hann labbaö beint inn í sæti sitt ' í liðinu. Og þaö geröi hann líka, en þaö er ekki á færi hvers sem er. Stööu hans í liðinu haföi nefnilega 18 ára piltur aö nafni Danny Craine tek- iö og stóö sig frábærlega vel. En Charlie hlaut strax stööu sína, en þá var ’82—’83 tímabilið komiö af stað. Þrátt fyrir þaö endaði hann sem langmarkahæsti leikmaður úrvals- deildarinnar með 52 mörk. Seint síð- astliöinn vetur lék hann svo sinn fyrsta landsleik gegn Sviss. Skotam- ir unnu 2—0 og að sjálfsögöu geröi Charlie annað markiö. 1 lok keppnis- tímabilsins var hann svo kjörinn knattspyrnumaður ársins í Skot- landi, aöeins 21 árs aðaldri. Kapphlaupið mikla Þaö varö fljótt ljóst aö Charlie Nicholas ætlaöi ekki aö leika meö Celtic næsta keppnistímabil. Stærstu knattspyrnuliö Evrópu fóru þegar á stúfana, en mest bar þó á ítalska liðinu Inter Milan og ensku liðunum Liverpool, Manchester United, Ar- senal, Newcastle og Tottenham. Það næsta sem i málinu gerðist var að Charlie útilokaöi Inter Milan meö því aö segja aö hann hygðist leika í Eng- landi á næsta keppnistímabili. Þá hófst gífurlegt kapp á milli liöanna sem þau skiptust á aö gera hon- um gylliboö. Það þótti líklegast aö það yröi annaðhvort Manchester United eöa Liverpool sem myndu hreppa hnossið á endanum. Arsenal En raunin varð önnur: Þeir hjá Liverpool buðu mér frábæran samn- og sögðu að ef ég kæmi til Anfield myndi ég spiia meö Ian Rush frammi og með Kenny Dalglish rétt fyrir aft- an okkur. Manchester United var draumaliðiö mitt. Þar fengi ég aö spila við hliðina á Frank Stapleton og meö mönnum eins og Bryan Robson og Amold Muhren. Inter Milan lof- uöu mér £200.000 á ári í f jögur ár og lífi miiljónamærings. En þaö vom Terry Neill og Don Howe (stjóri og þjálfari) hjá Arsenal sem ég hreifst hvaö mest af. Þeir sögöu að síöasta keppnistímabil hefði verið martröö og aö þeir vildu breyta ímynd liðsins. Þeir sögðu aö ég gæti leikið svipaða stööu og ég var í hjá Celtic.” Eftir aö Nicholas hafði tekið þá ákvörðun að ganga til liðs viö Arsen- al sagöi hann: „Núna þegar ég hef ákveðið mig líöur mér eins og ný jum manni. Ég hef verið áhyggjufullur og hef upplifað mikla pressu á meðan á þessu stóð. Þetta hafði mikil áhrif á leik minn. Og þó ég vilji ekki vera að afsaka mig þá held ég að þetta hafi haft sitt aö segja um lélega frammi- stöðu mina í landsleiknum gegn Eng- lendingum.” Glaumgosinn /Vicholas Þaö var sagt aö Charlie Nicholas hefði gengið til liðs við Arsenal til að komast í kynni við hið fjölbreytta skemmtanalíf stórborgarinnar. Og vissulega er það ekki að ástæðulausu sem hann hefur hlotið nöfn eins og Kampavíns-Kalli, Bonny prins o.fl. Hann var ansi tíður gestur í nætur- klúbbunum í Glasgow enda fer hann ekkert dult með það að hann er mikið fyrir glauminn. En sjálfur segist Charlie vera með báða fætur á jörð- inni og að hann muni spjara sig og gott betur. I því andrúmslofti sem króaði af og loks eyðilagði þann frá- bæra leikmann George Best. Það verður þó aö segjast að þjóðfélags- legar aöstæður voru allt öðruvísi á þeim tímum en nú. Og eitt er víst, mínir peningar eru á Charlie Nichol- as. Sigurbjöm G. Aðalsteins. „Þetta hljómar mjög spennandi. Ef okkur er gefin smátimi til að stilla okkur saman, gætum við skapað frá- bær augnablik.” „Áhorfendur munu koma aftur til Higbury til að sjá Charlie. Það væri gaman að leika við hliðina á honum en ég geri mér ljóst að það gæti verið ég sem þyrfti að víkja. Þrátt fyrir það sem hann hefur sýnt fyrir Celtic og Skotland þá ættu aðdáendur okkar ekkl að búast við of miklu frá honum fyrst um sinn. Það mun taka hann tíma að koma sér fyrir, og þrátt fyrir allt þá er hann aðeins 21 árs og á margt eftir ólært. En ég er viss um að hann mun sýna okkur Celtic-formið þegar á líður.” „Hann var hræddur við að koma til Liverpool. Það sama var með Paul Rideout (Swindon-Aston Vilia), Steve McMahon (Everton-Aston Villa), Trevor Stevens (Burnley-Everton) og danska leikmanninn Michael Laudrup sem fór til ttaliu. Þeir voru allir hræddir við hina hörðu samkeppni sem er á Anfield. Því er ekki að neita að sú staðreynd að missa þessa leikmenn er stór vonbrigði fyrir Joe Fagan, en þeir verða undir á endanum. Þeir hefðu allir lært meira hjá Liverpool heldur en liðinu sem þeir völdu. Kannski vinna þeir ein og ein verðlaun, en að enda leiktímabil með a.m.k. ein verðlaun er öruggt h já Liverpool” Graeme Souness. „Ég trúi á þann hæfileika minn að skora mörk og leikmennirnir á Highbury voru ein af ástæðunum fyrir að ég fór þangað.” -sga. „Kaupin á Charlie Nicholas eru ein- mitt það sem við þurftum. Sú staðreynd að hann valdi okkur frekar en Llverpool og Manchester United eru frábærar fréttir. Þetta hefur skapað mikinn áhuga og ég er viss um að fólk mun flykkjast á leikina. „Fólk mun búast við stórum hlutum frá Arsenal eftir kaupin á Charlie Nicholas frá Celtic og ég held að Lundúnaliðið muni standa sig vel. Það er mikil pressa á Charlie, en ef hann fær sæmilega byrjun, þá verður hann mikill styrkur fyrir liðið. Glaumgosa- merki hefur veriö klínt á Charlie en ekkert er fjær sannleikanum. Ég var í sama herbergi og hann á keppnis- ferðalagi um Kanada með skoska landsliðinu og komst að því að hann er sannur atvinnumaður. Það eina sem hann talar um er fótbolti. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að hann skyldi ekki koma til Liverpool. Hann var alveg kominn að því að skrifa und- ir hjá okkur, en aðalástæðan fyrir því að hann gerði það ekki var að hann vildi búa í London.” Tony Woodcock (Arsenal) Greame Souness (Liverpool) Alan Sunderland (Arsenal) Charlie Nicholas (Arsenal) Kenny Sansom (Arsenal) Phil Thompson (Liverpool)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.