Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaðurogútgáfusfjói-i: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86*11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA J3. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMULA12. Prentun:
Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverö á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað 25 kr.
Bfíl Steingríms
Vel getur veriö, aö Steingrímur Hermannsson sé á
þessu ári fimmtán Sóknarkvenna viröi. Vel getur veriö,
að hann ætti að fá í laun á þessu áritvær milljónir króna í
staö einnar milljónar króna ráðherralauna.
Opinberlega hefur forsætisráöherra um einnar milljón-
ar króna laun á þessu ári, auk margvíslegra fríöinda,
sem fylgja. En í ofanálag hefur hann nú gefið sér skatt-
frjáls 0,6 milljóna innflutningsgjöld af 1,2 milljóna bíl.
Þar sem þessar 0,6 milljónir eru skattfrjálsar, jafn-
gilda þær um einni milljón króna í skattskyldum tekjum.
Þannig tvöfaldar Steingrímur laun sín á þessu kjara-
skeröingarári með því að beita úreltum spillingar-
ákvæðum.
Eölilegra væri, aö almennt samkomulag ríkti í
þjóðfélaginu um laun forsætisráðherra, svo að þeir séu
ekki eins og útspýtt hundsskinn við að komast yfir undir-
borðsfé með aðferðum, sem samrýmast ekki sómatilfinn-
ingu manna. ,
Meðal stjórnmálamanna er ekki einu sinni eining um,
aö þeir eigi að fá að krækja sér í svart fé með þeim hætti,
sem Steingrímur hefur gert. Það eru aðeins ráðherrar
Framsóknarflokksins og Sjálfstæöisflokksins, sem haga
sér svona.
Alþýðuflokkurinn hætti þátttöku í þessari spillingu árið
1970 og Alþýðubandalagið gerði það árið 1974. Spillingar-
stimpillinn stendur eftir á Framsóknarflokknum og Sjálf-
stæðisflokknum, sem nú virðast raunar telja sér flest
leyfilegt.
Hér er verðugt verkefni fyrir áhrifamenn í þessum
tveimur flokkum. Þeir mættu gjarna reyna að leiða
ráðherrum sínum fyrir sjónir, að þeir séu ekki riddarar
úr þrjátíu ára stríðinu, sem megi taka það, sem þá langar
í.
Þjóðinni ber auðvitað að greiða ráðherrum sínum gott
kaup í þeirri von, að það skili sér á annan hátt. En skilja
ber á milli þeirrar nauðsynjar annars vegar og
meðferðar hins opinbera á þessum tekjum hins vegar.
Alltof mikið er um, að ráðherrar og raunar stjómmála-
menn yfirleitt láti gilda um sig aðrar reglur en aðra
landsmenn. Þingmenn hafa til dæmis hert skattheimtu
um leið og þeir hafa ákveðið að undanskilja sig sömu
ákvæðum.
Þannig eru ýmis fríðindi þingmanna ekki skattlögð,
þótt sömu fríðindi annarra manna séu skattlögð. Þing-
menn greiða ekki í lífeyrissjóð með sama hætti og aðrir
menn gera. Að baki alls þessa er sjúk hugsun.
Reglan á að vera sú, að sömu lög, reglugerðir og hefðir
gildi um alla landsmenn, hvort sem þeir heita Jón eða
séra Jón. Sérstaklega er nauðsynlegt að koma þessu jafn-
vægi á í lögum, reglugerðum og hefðum um skatta og
tolla.
Hitt er svo annað mál, að vert er að kanna, hvort kjör
stjómmálamanna séu nógu góð. Ef þeir eiga meira skilið
en þeir fá með sömu reglum og annað fólk, eiga þeir að fá
meira fé á sama hátt, en ekki undir borðið.
Siðbót er raunar orðin mjög brýn, þegar samtrygging
stjómmálaflokkanna hefur rofnað á þann hátt, að
Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið treysta sér ekki
til að taka þátt í verstu útgáfu spillingarinnar.
Og ekki verður séð, að milljón króna sjálfsgjöf forsætis-
ráðherra stuðli að þjóðarsátt um lífskjaraskerðinguna.
Samkomulag stjómarflokkanna um afnám hinna fárán-
legu toll- og skattsvika mundi hins vegar stuðla að vinnu-
friði. Jónas Kristjánsson.
Durtur og
dólgur og
dári og...
Ég varö uppiskroppa meö bækur í
vikunni og þurfti bráðnauðsynlega
aö fara í bæinn. Þegar hinn frægi
hershöföingi Rommel fór i stríö lagði
hann mikla áherslu á aö hafa góðar
njósnir um ferðir andstæðingsins og
yfirburði liös. Síöan lagöi Rommel af
stað og fór hratt yfir. Það er sitthvað
sem læra má af velmenntuðum hers-
höfðingjum og ég undirbjó för mína
vandlega.
Eg geröi mér þegar ljóst að ég
hefði ekki yfirburði í liössöfnuði. Eg
geröi mér einnig ljóst að ekki myndi
ég hafa miklar n jósnir af ferðalögum
andstæöinganna. En hraði er beitt
vopn í skærum hvunndagslífsins,
eins og á blóöugri stríðsvöllum og ég
afréö að gera úr þessari búðaferð
mikla leiftursókn. Til þess að tryggja
mig fór ég síðan í dularklæði. Ég
setti upp dökk gleraugu, fór í hólk-
víða újpu, þunga og efnismikla, og
vaföi trefli um háls og neðri hluta
andlits. Síöan lagði ég af stað.
Hemaðaráætlunin fór þegar í stað
úr skorðum. Eg þurfti að taka
strætisvagn á leið minni í bæinn, og
tapaði tíma. Þeir sem eiga reglulega
viðskipti við Strætisvagna Reykja-
víkur vita það, sem Evklíö og ég
aldrei vissum, að stysta leiðin milli
tveggja punkta er ekki endilega bein
lína.
Þannig var ég þegar oröinn á eftir
áætlun þegar í miöborgina kom. Ég
komst þó óáreittur í fyrstu verslun-
ina og stóð þar við um stund. Þar var
heitt inni og ég vafði treflinum að
hluta ofan af hálsinum og neðri hluta
andlitsins svo að loftaði vel um. Að
sjálfsögðu skimaði ég þó fyrst vand-
lega umhverfis og sá að enginn óvin-
anna, sem inni var, þekkti mig.
Eg fann nokkrar áhugaverðar
bækur og varð við það svo innblásinn
gleöi og sjálf strausti að mér láöist aö
vef ja treflinum upp að nýju þegar ég
gekk út. Það var svo á miðju Austur-
stræti aö ég fann skyndilega fyrir
köldum gjóstrinum þar sem hann
rændi líkamshita mínum. Eg stans-
aöi snögglega og byrjaði að vefja.
Um það bil sem hakan var að hverfa
undir trefilinn fann ég aö gripið var
þéttu taki í vinstri öxl mina um leiö
og rám rödd við vinstra eyra bauð
mér upp á kaff ibolla.
Þannig leika örlögin mann oft
grátt! Eg hafði ofmetnast, látið
ginna mig til þess að sýna andlitiö í
bænum og auðvitaö hlaut að fara
sem f ór. Mér lá við gráti þar sem eig-
andi rámu raddarinnar teymdi mig
ómjúklega inn á Hressó og setti mig í
bekkinn.
Hann settist handan við borðiö og
horfði rannsakandi augum á mig.
Maður á miöjum aldri, af borgara-
legum ættum úr vesturbænum, var
kommúnisti i menntaskóla, en losaði
sig við kommúnismann eins og
slanga við ham eftir aö hann fór að
vinna í heildsölu pabba síns. Nú á
miöjum aldri, eins og fyrr segir, í
óhamingjusamlegu hjónabandi og
hafði þess vegna leiöst út í það að
vinna f yrir f lokkinn til þess að sleppa
útákvöldin.
Hann leit frekar illa út. Auðvitað
vel til fara því að hann er snyrti-
menni. En mér virtist sem hánn
hefði grennst dálítiö svo að fötin pok-
uðu utan á honum. Og það voru baug-
ar undir augunum, fyrir utan það að
hann hafði greinilega gleymt að
greiða sér af venjulegri vandvirkni.
Þegar þjónustustúlkan hafði borið
okkur kaffið og kökumar þóttist ég
vita að hann færi að koma sér að
erindinu. Ég hafði auðvitað ekki
minnsta áhuga á erindi mannsins
svo að ég ákvaö aö fara aö eins og
Rommel geröi og koma fyrsta laginu
á andstæðinginn meðan hann var
óviöbúinn.
ÖlafurB. Guðnason
— Þú lítur dálítiö illa út!
Vís aðferð til að koma snyrtimenn-
inu á óvart og beina samræðunum
inn á brautir sem honum ekki voru
að skapi. Eg hélt áfram.
— Eg hef ekki séð þig svona illa út-
litandi áöur. Hvað er að? Er hjóna-
bandið erfitt?
Ég hélt að þetta myndi skrúfa fyrir
manninn en því fór fjarri.
— Mér líður bara þokkalega held
ég en það er verra með f lokkinn!
Eg hefði svo sem mátt vita það.
Hann hafði farið að vinna f yrir flokk-
inn vegna þess aö hjónabandið var
erfitt, og nú, þegar á hjónabandið
var minnst, hvarflaöi hugur hans
beint til f lokksins.
— Mér líst ekkert á þessa for-
mannskandídata. Sama hver þeirra
vinnur, þeir eiga eftir að kosta flokk-
inn fylgi og það talsvert!
Eg var kominn í sömu aðstööu og
alltaf. Einhver maður úti í bæ var
farinn að halda yfir mér fyrirlestur
um mál sem ég hafði ekki minnsta
áhuga á. Það hlýtur að vera einhver
lausn á þessu vandamáli minu en ég
hef ekki fundið hana enn. Nema þá
að taka blásýru og ég kæri mig ekki
umþað.
— Hvaö er eiginlega að þessum
flokki? Geturðu sagt mér það?
Stærsti flokkur landsins, meö öflug-
ustu aðstööuna á allan hátt, og samt
er þetta ein eyðimörk.
Ég umlaði og kinkaði kolli en ein-
beitti mér þá að kökunni sem var
ljúffeng.
— Sjáðu bara hvers konar for-
mannsefni hafa verið dregin fram!
Einn er durtur, annar dólgur og sá
þriðji dári! Og hver öðrum líklegri til
þess að sameina flokkinn að sjálf-
sögðu, hahaha.
Eg strauk vínarbrauðsflögurnar
úr andlitinu og leitaöi að viöeigandi
svari við því sem rámur hafði sagt.
Sú leit stóð stutt því að slíkt svar
fannst ekki. Enda óþarfi því að hann
fórafstaðaðnýju.
— Hvers konar mann þurfum við?
Við þurfum mikilmenni, kjarkmann
og sjarmör, bráðgáfaðan ræöumann
sem er að auki eiturharður pólitíkus.
En hann er bara ekki til!
— Þaö sem þjóðin þarfnast, kæri
vinur, er stjórnandi.
Eg ákvað nú að binda enda á þetta
samtal og koma mér heim. En hann
greip framí.
— Já, einmitt! Sterkan mann sem
er óhræddur við að beita hörðu!
Ég hleypti honum ekki lengra með
klisjurnar en greip frami, minnugur
þess að hefðu strætisvagnarnir
haldiö áætlun heföi ég ekki hitt hann.
— Við þurfum mann sem hefur
stálhendur í silkihönskum. Mann
sem stjórnar málunum svo að til
dæmis strætisvagnar haldi áætlun,
það vantar allan aga.....
- Já! Davíð!
Eg stóð upp og gekk út, þreytu-
lega. Þessir sjálfstæðismenn komast
aldrei aftar í stafrófinu en að D! Eg
kættist viö að hugsa til þess aö ég
hafði keypt bók um herstjómarlist,
eftir Clausewitz. Næst þegar ég fer í
bæinn, verð ég betur undirbúinn.