Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 36
36
Messur
GuSsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudaginn 2. október 1983.
Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í
Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta í Safnaðarheimilinu kl. 2.
Organleikari Jón Mýrdal. Ath. breyttan
messutíma, sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Ásprestakall: Guðsþjónusta í nýbyggingu Ás-
kirkju við Vesturbrún kl. 2. Kaffisala
safnaðarfélagsins í Norðurbrún 1 eftir messu.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtsprestakall: Messa í Breiðholts-
skóla kl. 14. Sr. Olafur Jóhannsson skóla-
prestur prédikar. Ungt fólk aöstoðar. Altaris-
ganga. Sr. Lárus Halldórsson.
Bústaðakirkja: Barna- og fjölskylduguðs-
þjónusta í Bústöðum kl. 11. Sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Messa kl. 11. Organleikari
Guðni Þ. Guðmundsson. Félagsstarf aldraðra
hefst á miðvikudaginn kl. 2. Æskulýðsfélag
Bústaðakirkju, fundur miðvikudagskvöld kl.
8.30. Sr. Ölafur Skúlason.
Digranesprestakail: Bamasamkoma i
Safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Ferming og
altarisganga. Fermdar verða Katrín Auður
Sverrisdóttir, Hvassaleiti 41, og Valgerður
Halldórsdóttir, Smáraflöt 30, Garðabæ. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 2. Ferming og
altarisganga. Organleikari Marteinn H.
Friðriksson. Dómkórinn syngur. Sr. Þórir
Stephensen.
Eiliheimilið Grund: Messa kl. 10. Sr. Lárus
HaUdórsson.
Fella- og HólaprestakaU: Ferming og altaris-
ganga í Bústaðakirkju kl. 2. Sr. Hreinn
Hjartarson.
Fríkirkjan í Reykjavík: Fyrsti fermingartím-
inn í kirkjunni laugardaginn 1. okt. kl. 14. Al-
menn guðsþjónuta sunnudag kl. 14.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvattir til
að koma. Þeir sem gefa BibUur á hótel, í skóla
og á sjúkrahús (Gideon-félagar) koma í heim-
sókn og taka samskot við kirkjudyr. Organ-
leikari Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson.
Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 2. Altaris-
ganga. Fermdur verður Hjörleifur Hreiðar
Steinarsson, Kleppsvegi 68. Almenn sam-
koma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. HaU-
dórS. Gröndal.
Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Altarisganga.
Organleikari Hörður Áskelsson. Sr. Karl
Sigurbjörnsson. Kirkjuskóli barnanna er í
Safnaðarheimilinu á sama tíma (kl. 11).
Börnin komi fyrst í kirkjuna og taki þátt í upp-
hafi messunnar. Þriðjud. 4. okt.: Fyrirbæna-
guösþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum.
Spilakvöld kl. 20.30 til ágóða fyrir kirkjubygg-
inguna. Miðvikudagur 5. okt.: Náttsöngur kl.
22.00.
Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Tómas Sveinsson. Messa ki. 2. Ath. breyttan
tíma. Ferming. Prestamir.
Langholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Organ-
leikari Jón Stefánsson, prestur sr. Sigurður
Haukur Guöjónsson. Fermd verða Chiem Tai
Shill, Keilugranda 4, Kristín Pétursdóttir,
Skeiðarvogi 157, og Þorbjörg Stefanía Þor-
steinsdóttir, Sunnuvegi 9. Safnaðarstjórn.
Laugameskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Skírn. Kl. 14: Ferming á vegum Laugames-
og Seljasóknar. Þriðjudagur: Bænaguðsþjón-
usta kl. 18. Föstudagur: Opið hús fyrir aldr-
aöa kl. 14.30. Sr. Ingólfur Guðmundsson.
Neskirkja: Laugardagur 1. okt.: Félagsstarf
aldraðra kl. 15. Sýndar litskyggnur.úr Austur-
landsferðinni. Fjarða- og klettakórinn syngja.
Spumingakeppni. Sr. Frank M. Halldórsson.
Barnasamkoma ki. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson (ath.
breyttan tíma). Miðvikudagur: Fyrirbæna-
messa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Oskar Olafs-
son.
Seljasókn: Fermingarguðsþjónusta verður í
Laugarneskirkju kl. 14. Ath. að guðsþjónust-
an í ölduselsskóla fellur niður vegna
fermingarinnar. Fimmtudagur 5. okt.: Fyrir-
bænasamvera Tindaseli 3 kl. 20.30. Sóknar-
prestur.
Stokkseyrarkirkja: Bamamessa ki. 11. Sr.
Olfar Guðmundsson.
Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 2. Sr. Olfar
Guðmundsson.
Ýmislegt
Safnaðarfélag Áskirkju
Nk. sunnudag verður messað í kirkju-
byggingunni kl. 14. Eftir messu verður
safnaðarfélagið með kaffisölu að Norðurbrún
1, og mun Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri
skýra fyrirhugað skipulag á lóð kirkjunnar.
Þær sem vilja gefa kökur komi þeim kl. 11—13
á sunnudag aöNoröurbrún 1.
Hafnarfjarðarkirkja
Barnastarfið hefst með sunnudagaskóla kl.
10.30. Messa kl. 14.00. Sr. Gunnþór Ingason.
ÁRBÆ J ARPREST AK ALL: Væntanleg
fermingarbörn í Arbæjarsókn á árinu 1984
era beðin að koma til skráningar og viðtais í
Safnaðarheimili Árbæjarsóknar fimmtudag-
inn 6. okt., stúlkur kl. 6 sd. en drengir kl.
6.30, og hafi börnin meö sér ritföng. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Væntanleg fermingar-
böm mæti í Langholtsskóla kl. 4 miðviku-
daginn 5. okt. og hafi með sér ritföng. Sr.
Ámi Bergur Sigurbjömsson.
BREIÐHOLTSPRESTÁKALL: Fermingar-
börn í Breiðholtssókn 1984 komi til innritun-
ar í anddyri Breiðholtsskóla (hjá salnum)
þriðjudaginn 4. október milli kl. 16 og 17. Sr.
Láras Halidórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Væntanleg fermingar-
börn eru beðin að mæta í kirkjunni þriðju-
daginn 4. okt. kl. 6 sd. og hafi með sér rit-
föng. Sr. Olafur Skúlason dómprófastur.
DIGRANESPRESTAKALL: Þau böm f
Digranesprestakalli sem eiga aö fermast
1984 eru beðin að koma til innritunar í
Safnaðarheimilið við Bjamhólastíg miðviku-
daginn 5. okt. kl. 3—5. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
DÖMKIRKJAN: Fermingarbörn sr. Þóris
Stephensen komi í kirkjuna mánudaginn 3.
okt. kl. 5 sd. en fermingarbörn sr. Hjalta
Guðmundssonar komi í kirkjuna 4. okt. kl. 5
sd. Börnin eru beðin að hafa með sér skrif-
færi.
FELLA- OG HÖLAPRESTAKALL:
Fermingarböm ársins 1984, sem ekki hafa
þegar verið innrituð, komi til viðtals í skrif-
stofu mína í Menningarmiðstöðinni við
Gerðuberg þriðjud. 11. okt. frá kl. 5—7. Sr.
Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Vorfermingarbörn 1984
í Grensásprestakalli komi til viðtals og
skráningar í Safnaðarheimili Grensáskirkju
við Háaleitisbraut miðvikudaginn 5. október
milli kl. 5 og 6 sd. Sr. Halldór S. Gröndal.
FRlKIRKJAN I REYKJAVÍK: Fermingar-
börn ársins 1984 eru beðin að koma í kirkj-
una við Fríkirkjuveg laugardaginn 1. októ-
ber kl. 14. Bömin hafi með sér Nýja testa-
menti, fermingarkverið: Lif með Jesú, stíla-
bók og penna. Sr. Gunnar Bjömsson.
HALLGRÍMSPRESTAKALL: Væntanleg
fermingarböm í Hallgrímskirkju eru beðin
að koma til innritunar miðvikudaginn 5. okt.
kl. 6. Sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Ragnar
Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Fermingarböm ársins
1984 komi til viðtals og skráningar í kirkj-
unni þriðjudaginn 4. október kl. 6 sd. og hafi
með sér ritföng. Prestamir.
KÁRSNESPRESTAKALL: Fermingarböm
1984 komi í Kópavogskirkju kl. 6 sd.
miðvikudaginn 5. október. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Fermingarböm
Langholtssóknar 1984 mæti til innritunar
þriðjudaginn 4. okt. kl. 18.00 í Safnaðar-
heimilinu við Sólheima. Sr. Sigurður H.
Guöjónsson.
LAUGARNESKIRKJA: Fermingarböm
ársins 1984 komi til viðtals í kirkjuna þriðju-
daginn 4. okt. og miðvikudaginn 5. okt. milli
kl. 16 og 17. Sr. Ingólfur Guðmundsson.
NESKIRKJA: Væntanleg vorfermingarböm
í Nessókn komi til skráningar og viðtals í
kirkjunni nk. föstudag 7. okt. milli kl. 13 og
15. Prestarnir.
SELJASÖKN: Fermingarbörn Seljasóknar
mæti í ölduselsskóla þriðjudaginn 4. okt. kl.
20.00 og í Seljaskóla miðvikudaginn 5. okt.
kl. 20.00. Vinsamlega komið með skriffæri.
Sóknarprestur.
KIRKJA ÖHÁÐA SAFNAÐARINS: Sr. Emil
Björnsson biður væntanieg fermingarbörn í
Oháða söfnuðinum árið 1984 að koma til við-
tals í kirkju Oháða safnaðarins kl. 5.30
fimmtudaginn 6. okt.
Fundir
Kvenfélag
Lágafellssóknar
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í Hlé-
garði mánudaginn 3. október kl. 20.30. Fund-
arefni: Sagt frá Grænlandsferð félagsins og
fundi Kvenfélagasambands Gulibringu- og
Kjósarsýslu. Rætt verður um fyrirhugað
vetrarstarf og fleira. Kaffidrykkja. Allar
konur velkomnar á fundinn.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fýrsta fund sinn þriðjudaginn 4.
október kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Unnur
Arngrímsdóttir heldur erindi og eru félagar
hvattir til að mæta vel og stundvíslega.
Fram konur
Fyrsti fundur vetrarins verður mánudaginn
3. október kl. 20.30. Svandís Sigurðardóttir
sjúkraþjálfari verður með leiðbeiningar og
svarar fyrirspumum. Mætum allar. Stjómin.
Félag harmóníkuunnenda
með skemmtifund
Félag harmóníkuunnenda verður með
skemmtifund og kaffisölu í félagsheimili
Fáks við Elliðaár sunnudaginn 2. október kl.
15.
Kvenfélag Árbæjarsóknar
Fyrsti fundur vetrarins verður þriðjudaginn
4. október nk. kl. 20.40. Venjuleg fundarstörf.
Ingólfur S. Sveinsson flytur erindi um vöðva-
bólgu og streitu. Kaffiveitingar. Allar konur
velkomnar. Stjórn kvenfélags Árbæjar-
sóknar.
Frá Háskóla íslands
Umræðufundur verður haldinn á vegum fé-
lagsvísindadeildar Háskóla Islands fimmtud-
aginn 6. október 1983 í hliðarsal Félagsstofn-
unarstúdenta.
Fundarefni: 1. Stjórnmálafræði á Islandi:
Ástand og horfur. Svanur Kristjánsson, próf-
essor, hefur framsögu. 2. Almennar
umræður.
Fundurinn er öllum opinn en nemendur í
stjórnmálafræði og stjómmálafræðingar eru
sérstaklega hvattir til þess að mæta.
Reyðfirðingar með kaffi og
basar á Hótel Sögu
Kvennadeild Reyðfirðingafélagsins verður
með kaffisölu og kökusölu á Hótel Sögu á
sunnudaginn kl. 14.
Eldri Reyðfirðingar era sérstaklega vel-
komnir en einnig allir aðrir hvaðan sem þeir
era ættaðir. Konumar lofa góðum kökum og
sterku kaffi og svo er það náttúrlega basar-
inn.
-EIR.
Neskirkja:
Félagsstarf aldraðra. I dag kl. 5 verður sam-
verustund í safnaðarheimilinu, sýndar verða
litskyggnur úr Austurlandsferðum. Fjarða-
og klettakórinn syngja og svo verður spum-
ingakeppni.
Frá Sjálfsbjörg
Reykjavík og nágrenni
Félagsmála-, æskulýðs- og dansnefnd hafa
opið hús í félagsheimilinu Hátúni 12, frá kl.
20.30 i kvöld, föstudagskvöld. Meöal annars
verða nýju hljómflutningstækin notuð. Kaffi-
veitingarog fleira.
Eyfirðingar
Arlegur kaffidagur og basar verður að Hótel
Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 2. október. Húsið
opnað kl. 14. Fjölmennið og takið með ykkur
gesti.
Kvennadeild Eyf irðingafélagsins.
íbúasamtök
norðan Hverfisgötu
Ibúar á svæði er markast af Ingólfsstræti,
Skúiagötu, Snorrabraut og Hverfisgötu hyggj-
ast bindast samtökum. Undirbúningsnefnd
boðar til stofnfundar í Þjóðleikhúskjallaran-
um nk. laugardag kl. 14.30. Til þessa fundar
verður boðið öllum er búa á því svæði sem að
framan greinir. Auk þess eru allir er starfa á
svæöinu velkomnir á fundinn.
Aðalfundur Húnvetninga-
félagsins í Reykjavík
verður haldinn i Domus Medica mánudaginn
3. október kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf,
önnurmál.
Stjórnin.
Verkakvennafélagið
Framsókn
Fundur, haldinn í Verkakvennafélaginu
Framsókn 26. sept. 1983; beinir þeirri eind-
regnu áskoran til ráðamanna togaraútgerða í
Reykjavík að siglingar togara verði sem mest
takmarkaðar á næstu mánuðum. Ljóst er að
siglingar togara stefna atvinnuöryggi fjölda
verkakvenna í hættu. Á sama tíma og al-
menningi er gert að sæta geigvænlegri kjara-
skerðingu er óhæfa að togarar séu látnir
sigla, þannig aö atvinnuleysi skapist hjá
verkafólkiílandi.
Kattavinafélagið
með kökubasar
og flóamarkað
Kattavinafélagiö veröur meö kökubasar og
flóamarkaö aö Haliveigarstöðum laugar-
daginn 1. október og hefst hann kl. 14.
Félag einstæðra foreldra
heldur framhaldsflóamarkað
Vegna áskorana og eftirspurnar verður
framhaldsflóamarkaður í Skeljahelli, Skelja-
nesi 6, laugardaginn 1. október og sunnu-
daginn 2. október frá kl. 14. Mikið hefur bæst
við, keramik, kerti, blóm, leirtau og svo fram-
vegis. Jólakort fyrri ára seld á spottpris. Nýr
og notaður fatnaður, allar stærðir. Húsgögn,
glæsilegt sófaborð, hægindastólar, rúm,
svefnbekkir, radíófónn og fleira. Athugið að
ekkert kostar meira en 100 kr. Sjáumst.
Fióamarkaðsnefnd,
Ferðalög
Útivistarferðir
Dagsferöir sunnudagínn 2. okt.
Síðasta haustlitaferðin kl. 8. Verð kr. 450.
2. Kl. 10.30 Móskarðshnúkar—Svinaskarð.
Skemmtileg fjallganga og gömul þjóðleið í
Kjósina. Verð250 kr.
3. Kl. 13 Maríuhöfn—Búðasandur. Létt
strandganga. Fomar minjar um verslunar-
stað o. fl. Verö 250 kr. Frítt f. börn i dags-
ferðir. Brottför frá bensinsölu BSI. Símsvari
14606. Sjáumst á sunnudaginn.
Ferðafélag
íslands
Dagsferðir sunnudaginn 2. okt.:
1. KL 10: Hátindur Esju (914 m) — Sands-
fjall. Verð kr. 250.
2. Kl. 13: Eyjadalur og nágrenni, en
dalurinn er norðanmegin í Esju. Verð kr. 250.
Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bíl. Ath.: Pottasett frá
Nýjadal er í óskilum á skrifstofu FI.
Leiklist
Þjóðleikhúsið
um helgina:
Skvaldur eftir Michael Frayn verður á dag-
skrá Þjóðleikhússins nú um helgina en
leikritið var frumsýnt um síðustu helgi við
stórgóðar undirtektir. 4. sýning verksins
verður föstudagskvöldið 30. september og er
þegar uppselt á þá sýningu. 5. sýningin verður
iaugardagskvöldið 1. október og er einnig
uppselt á þá sýningu, og 6. sýningin verður
sunnudagskvöldið 2. október. Skvaldur er,
eins og fram hefur komið í fréttum, glórulaus
farsi, hláturstykki sem gerir stólpagrin að
leikhúsi og vondum gamanleikjum. Þetta
verk hefur nú fengið afar lofsamlega dóma
gagnrýnenda, enda er hér á ferðinni meist-
aralega samansett gamanleikrit. Leikstjóri
er Jill Brooke Ámason en með hlutverkin
fara: Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfs-
son, Sigríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjama-
son, Rúrik Haraldsson, Tinna Gunnlaugs-
dóttir, Sigurður Sigurjónsson, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir og ÞórhallurSigurðsson.
Tilkynningar
Perusala
Lionsmanna
Arleg perusala Lionsklúbbs Garða og Bessa-
staðahrepps fer fram helgina 1. og 2. október
nk. í Garðabæ og Bessastaðahreppi. Lions-
menn í Garðabæ og Bessastaðahreppi hafa á
undanfömum árum unniö að ýmsum verk-
efnum, stórum og smáum, til hagsbóta fyrir
íbúa þessara byggðarlaga, en aðalverkefni
klúbbsins í ár, sem og undangengin tvö ár, er
aðstoð við aldraða í bæjunum og hefur
klúbburinn m.a. í því skyni keypt vistpláss á
Hrafnistu í Hafnarfirði og verður lokið við að
greiða það á þessu ári.
Um leið og við Lionsmenn í Garöabæ og
Bessastaðahreppi þökkum íbúunum frábæran
stuðntag á undanförnum árum, þá vonum við
að sölumönnum okkar verði vel tekið nú um
helgina, sem jafnan áður.
Opið hús hjá Geðhjálp
Félagsmiðstöð Geðhjálpar, Báragötu 11
Reykjavík, sími 25990. Opið hús laugardaga
og sunnudaga kl. 14—18.
Happdrætti
Happdrætti
Dregið var í happdrætti Færeyska sjómanna-
heimilistas 9. september sl. Upp komu þessi
númer:
1. nr. 6260
2. nr. 12971
3. nr. 16152
4. nr. 7931
5. nr. 7901
6. nr. 6606
7. nr. 9898
8. nr.14383.
Þökkum veittan stuðntag.
Byggtagarnefndta.
Útdregnir vinningar
í bilbeltahappdrætti
Umferðarráðs 28. sept. 1983:
Nr. 24943 Tveir „Good year” hjólbarðar /
Hekia hf. (kr. 6.000,-), nr. 44589 Endurryðvöm
á bíl / Ryðvarnarskálinn (kr. 3.000,-), nr.
16938 Tudor-rafgeymir / Skorri h.f., (1.500,-)
, nr. 30632, 29295, 27461, 46672 „Bílapakki” til
umferðaröryggis / bifreiðatryggingafélögin
(1.163,-), nr. 41973, 24407 , 29396, 23288, 16991
„Gloria” slökkvitæki og skyndihjálparpúði
RKI/olíufélögta (812,-).
Verðmæti vtantaga samtals 19.212,- kr. Fjöldi
vtantaga 12.
I dag var dregið í síðasta sinn í „BÍIbelta-
happdrætti” Umferðarráðs. Jón Helgason
dómsmálaráðherra dró út vtaningana á skrif-
stofustani.
Ýmislegt
Sími AA-samtakanna
Eigir þú við áfengisvandamál aö stríða þá
er sími samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20
daglega.
Tónleikar
Hádegisdjass á
Hótel Loftleiðum
I fyrra var tekta upp sú nýjung á Hótel Loft-
leiöum að hafa lifandi djass í hádegtau á
sunnudögum og mættu margir af bestu djass-
leikurum okkar til leiks og léku meðan gestir
neyttu matar. Nú á að taka upp þráðtan aftur
og verður byrjað næstkomandi sunnudag og
mun þá Friðrik Theódórsson etanig kynna
hvað verður næstu sunnudaga. Djasstan mun
sem sagt duna á Hótel Loftleiðum á sunnu-
dögum i vetur og er ekki að efa að unnendur
sveiflunnar taka þessu f ramtaki fegtas hendi.
Nýjar bækur
Vísnabókin
Ný útgáfa komin út
IÐUNN hefur gefiö út nýja útgáfu af
Vísnabókinni, hinu gamalkunna safni
sem Símon Jóh. Ágústsson tók saman,
en Halldór Pétursson myndskreytti.
Vísnabókin kom fyrst út áriö 1946 og
hefur síðan verið ein ailra vinsælasta
og útbreiddasta barnabók í landinu.
Þessi nýja útgáfa er hin sjöunda og
skiptir upplag bókarinnar nú nokkrum
tugum þúsunda. Til hinnar nýju prent-
unar Vísnabókarinnar hefur verið
vandaö eftir föngum og eru margar
myndanna iitprentaðar. Bókin er
prentuð í Odda. Hún er 110 blaðsíður að
stærð.
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983.
Hans og Gréta
með myndum eftir Svend
Otto S.
IÐUNN hefur gefið út Hans og Grétn,
hið sígilda ævintýri Grimms-bræðra,
með litmyndum eftir danska teiknar-
ann Svend Otto S. Hann er kunnur af
teikningum sínum og hefur Iöunn áður
gefið út Fimm Grimmsævintýri meö
myndum eftir hann, svo og norska
ævintýrið Pönnukökuna. Þorsteinn frá
Hamri hefur þýtt Hans og Grétu. Bókin
er sett hjá Ásetningu en prentuö í Dan-
mörku.
í víti
eiturlyfja
Bók eftir danska stúlku
Hjá IÐUNNI er komin út bókin í víti
eiturlyfja eftir Birthe E. Christensen.
Þorvaldur Kristinsson þýddi. Höfund-
ur er ung dönsk stúlka sem segir hér á
umbúðalausan hátt frá ævi sinni,
einkum þvi skeiði sem hún var ánetjuð
eiturlyfjum, en það voru sjö ár og hún
var fimmtán ára þegar hún hóf að
neyta þeirra. I kynningu forlags á
kápubaki segir: „Hér leggur hún ævi
sína á borðið. Hvernig hún lenti í eitur-
lyfjunum. Hvernig „sjö ára helvíti sem
djönkari og hóra” gekk fyrir sig — og
hvernig hún sneri við blaðinu. — Þessi
bók er skrifuð handa þeim sem ekki
þekkja vonleysi óviðráðanlegrar fíkni-
efnaneyslu. Þaö þarf kjark til aö slíta
sig lausan. Og margt getur fleygt
„stelpugæs eins og mér” aftur í skítinn
.. . Eg hélt aö ég myndi aldrei sigra
.. . Þaö tók mig rúm þrjú ár aö skrifa
þessa bók og þaö var hörð barátta aö
ljúka henni.. . Rís upp kona og sýndu
hvaðíþérbýr!”
í víti eiturlyf ja kom út í Danmörku
áriö 1981. Hún er gefin út með styrk úr
norræna þýðingarsjóðnum. Bókin er í
tuttugu og einum kafla, 140 blaðsíður
aö stærö. Oddi prentaði.
Barnasjúkdóm-
ar og slys
Ný heimilishandbók
IÐUNN hefur gefiö út Barnasjúkdóma
og slys, sænska handbók handa for-
eldrum og öörum uppalendum. Aöal-
höfundar eru Ake Gyllenswárd og
Ulla-Britt Hágglund, en Guðsteinn
Þengilsson læknir þýddi og staðfærði. I
bókinni er fjöldi mynda. Hér er lýst
hinum venjulegu einkennum barna-
sjúkdóma. Með hjálp bókarinnar má
þekkja sjúkdómana á frumstigi og
taka ákvörðun um hvenær ástæða sé til
að tala viö lækni eöa heilsugæslustöð.
Þá er hér einnig að finna ráð og leið-
beiningar um hvemig fólk getur best
annast veik böm sín í heimahúsum.
Meöal þess sem gerö er grein fyrir í
bókinni em alis konar áföD: bkeðing,
taugalost, eitrun, bruni, kal o.fl., og
hvernig við skuli bregðast. Þá eru hér
einnig ráð til að koma í veg fyrir slys-
farir barna, heima, við leik utan dyra
og í umferðinni. Þá eru kaflar um al-
menna heilsugæslu, vöxt og þroska
barna o.s.frv. Guðsteinn Þengilsson
hefur áður þýtt og staöfært bókina
Hverju svarar læknirinn? sem Iðunn
gaf út í fyrra. — Baraasjúkdómar og
slys er 117 blaðsiður. Bókin er sett hjá
Prisma, en prentuð í Svíþjóð.
Snorri Hjartar-
son á færeysku
Ut er komin hjá bókaforlaginu Orð og
leg í Færeyjum þýðúig Martins Næs á
ljóðabókinni Hauströkkrið yfir mér
eftir Snorra Hjartarson. Á færeysku
heitir bókin Heystmyrkrið yvir mær og
er gefin út með styrk frá Norðurlanda-
ráði. Snorri fékk bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir þessa bók árið
1981.
Erfiðara er en ætla má aö flytja ljóð
milli svo skyldra mála sem íslensku og
færeysku, en óhætt er að fullyrða að
Martin Næs hefur unnið starf sitt af
næmi og vandvirkni.
Bókin er 74 bls., prentuð hjá Einars
Prent í Þórshöfn. Hún er til sölu hjá
Bókabúð Máls og menningar.