Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Síða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 21. OKTÖBER 1983.
Leitað álits á niðurstöðum skoðanakönnunar DV
um efnahagsaðgerðir ríkisst jórnarinnar:
Skiptar skoöanir
Meirihluti kjósenda er fylgjandi efnahagsaögeröum ríkisstjómarinnar frá í
júní sl., samkvæmt skoðanakönnun DV.
1 niðurstöðum skoðanakönnunarinnar kom fram aö 43,8% eru fylgjandi efna-
hagsaðgerðunum og 38,2% andvíg. Oákveðnir voru 14,2% og 3,8% vildu ekki
svara. Ef aðeins eru teknir þeir sem taka afstöðu verða niðurstöðumar eftirfar-
andi: Fylgjandi aðgerðunum53,5% en andvígir 46,5%.
DV leitaði til fulltrúa stjómar og stjórnarandstöðu, verkalýðshreyfingarinnar
og vinnuveitenda og spurði þá álits á niðurstöðunum. Sem vænta mátti eru
skoðanir viðmælenda nokkuð skiptar eins og fram kemur hér að neðan. -JSS.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
„Stydur stjórnina
til frekari verka”
„Mér finnast þessar niöurstööur
undirstrika það aö fólk skilur og veit
að þaö hefur veriö óstjórn í landinu
Steingrímur Sigfússon,
þingmaður
Alþýðubandalagsins:
„Stuðning-
urinn áber-
andi lítill”
,,Ég geröi ráö fyrir nokkuö jöfnu
hlutfalli milli fylgjandi og andvígra
hópa í þessu máli. Þaö byggi ég á því
aö þrátt fyrir aö þessar aðgerðir séu
óvinsælar almennt þá er þaö eðlileg
tilhneiging aö nýjar ríkisstjómir hafi
meöbyr framan af,” sagði Stein-
grímur Sigfússon, þingmaður
Alþýðubandalagsins.
„Og þaö má segja aö í ljósi þess er
stuðningurinn viö aðgerðimar áber-
andilítill.
Hins vegar tel ég að hlutfallið milli
stuöningsmanna ríkisstjómarinnar
og andstöðumanna sé aö breytast'
mjög hratt þessar vikurnar. Fólk fer
nú aö finna fyrir þessum aðgerðum
undanfarin ár. Safnað hefur verið
upp reikningum og óráösíu sem nú er
verið aö hreinsa út. Þetta skilur fólk
Steingrimur Sigfússon
alþingismaður.
og afleiðingum af þeim, fyrst og
fremst k jaraskerðingunum.
Enn má benda á það að aðgerðir
ríkisstjórnarinnar hljóta mun minna
fylgi en stjórnin sjálf í nýjustu
skoðanakönnunum DV. Þetta finnst
mér styðja mjög það sem við
stjórnarandstæðingar höfum sagt,
að þessar aðgerðir væm mjög harka-
legar og slæmar. Og þarna kemur
berlega í ljós að stuðningsmenn
ríkisstjómarinnar sem slíkrar em
andstæðingar þeirra ráðstafana sem
húngerðiívor.” -JSS
Ámi Johnsen alþingismaður.
og styður ríkisstjórnina til frekari
verka,” sagði Arni Johnsen,
alþingismaður Sjálfstæöisflokksins.
„Eg er sannfærður um það aö
þegar grannt er skoðað er mikill
meirihluti landsmanna fylgjandi
þessum aðgerðum. Eg tel að heimilin
og einstaklingarnir sjái nú í fyrsta
skipti í langan tíma fram á betri tíð.
Það er ekki samræmi á milli þess
lúörablásturs sem er innan forystu
ASI, eftir fimm ára djúpan svefn, og
hagsmuna heimilanna í landinu.
Það er metnaöarmál ákveðinna
pólitískra afla að berja á þeim
stjórnvöldum sem eru að hreinsa til
eftir óstjóm síöustu ára. Þessi öfl em
i skömminni, bæöi sem þátttakendur
í stjórn landsins og sem umboðs-
menn fyrir verkafóik í landinu. Þetta
eru þeir aðilar semskelltuá fjórtán
kaupkrukkunaraðgerðum á fjögurra
ára tímabili. Þetta eru sömu aðilar
og lýstu því fyrir að hver 10%
hækkun í veröbólgu þýddi 2% launa-
skerðingu fyrir verkafólk. Þetta em
þeir aðilar sem taka ekki tillit til
þess að verðbólgan hefur lækkað úr
130% í 30% sem þýðir einfaldlega
eftir útreikningum þessara sömu
leiðtoga 20% réttlætingu á kjörum.”
-JSS
Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ:
„Andstað-
an mjög
þung”
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ.
„Þetta kemur í sjálfu sér ekki
mjög á óvart,” sagði Ásmundur
Stefánsson, forseti Alþýöusambands
Islands.
„Það er auðvitað ljóst að það er
töluverður fjöldi fólks sem verið
hefur á þeirri skoöun að nauðsynlegt
sé að gefa ríkisstjórninni tíma og
leyfa áhrifum aðgeröanna að koma
fram. Fólk vill sýna ákveðna þolin-
mæði í þessum efnum. Eg reikna
með því að þorri þeirra sem lýsir sig
fylgjandi aðgeröunum geri það á
þessum forsendum.
Mér sýnist engu að síður á niður-
stööum þessarar könnunar aö
andstaöan gegn aögerðunum sé
mjög þung. Gera má ráð fyrir að
innan hóps launafólks sé meirihluti á
móti samkvæmt þessum niður-
stöðum. Þá finnst mér eðlilegt aö
draga þá ályktun til viðbótar að
þetta gefi vísbendingu um að það sé
mjög ótvíræður meirihluti sem sé
fylgjandi okkar kröfu um að fá
samningsréttinn aftur.
Eg er sannfæröur um að þetta hlut-
fall er að breytast og hefur þegar
breyst mjög. Hefði verið gerð sams
konar könnun í vor er ég sannfærður
um að hlutfallslega miklu fleiri hefðu
verið fylgjandi aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar. Þær hafa smám
saman sýnt sig í verki og eftir því
sem fólk kynnist þeim betur á þann
hátt verður andstaðan eindregnari.
Maður sér í hendi sér, út frá þessum
tölum, að slík könnun í desember
myndi sýna ótvíræðan meirihluta
gegn aðgerðunum.”
-JSS
Þórarinn V. Þórarinsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri VSÍ:
„Kemur ekki
áóvart”
„Það kemur mér ekki á óvart að
almenningur hafi skilning á nauðsyn
efnahagsaðgerðanna frá í vor,”
sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambands Islands.
„Það kemur mér heldur ekki á
óvart að jafnmargir og þessi könnun
sýnir séu andvígir aðgerðunum. Því
vissulega hlýtur alltaf að vera erfitt
að þurfa að horfast í augu við rým-
andikjör.
Það er mín skoðun að það sé
almennur skilningur á nauðsyn þess-
araaögerða.”
-JSS
Þórerinn V. Þórarinsson, aO-
stoOarframkvæmdastjóri VSÍ.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mæiir Svarthöfði
Gamall baráttufélagi borinn til grafar
Þá berast fréttlr af því að leggja
eigi Alþýðublaðið niður sem dagblað
en reyna kannski fyrir sér með viku-
blað. Það er Alþýðuflokkurinn sem
gefur blaðið út, en nú hafa útgefend-
ur gefist upp af því blaðið stendur
ekld undir sér og tapið á þessum fjór-
blöðungi er meira en fiokkurinn get-
ur borið. Þetta eru ill tíðindi og endir
á langri og merkilegri sögu. Alþýðu-
blaðið var helsta byltingablaðið í
byrjun þeirra aldahvarfa sem urðu í
landinu á öðrum tugi aldarinnar og
hefur lifað langan og merkilegan dag
og oft og tíðum átt spretti brautryðj-
andans. Með vissum hætti var svo í
ritstjórnartíð Ölafs Friðrikssonar en
fyrsta stóra stökkið tók Alþýðublaöið
undir stjórn Finnboga Rúts Valdi-
marssonar þegar notaðar voru stór-
ar fyrirsagnir og málum hleypt upp
á forsíðu með hætti sem ekki þekktist
hér á þeim tíma. Þá var mikill gust-
ur á Alþýðublaðinu. Það hafði öll
helstu mál landsins á fingrum sér og
notfærði sér nýja tækni í umbroti til
að grípa auga fljóthuga lesenda sem
vanir voru forsíðum blaða þar sem
ekkert var að hafa nema auglýsing-
ar.
Á eftir áhrifatima Finnboga Rúts
kom hinn pólitíski timi Stefáns Pjet-
urssonar siðar þjóðskjalavarðar.
Enginn mun hafa barist eins gegn
kommúnistum og hann ef undan er
skilinn Bjarni Benedlktsson sem tók
ákveðnar „tarnir” á þeim með
vtssum millibflum. Alþýðuflokkurinn
klofnaði árið 1938 og barátta Stefáns
Pjeturssonar mótaðist af tilraun til
að stöðva flóttann og segja sannleik-
ann um kommúnismann á tíma, þeg-
ar fáir vildu trúa, enda stóð ritstjóra-
skeið Stefáns á tima heimsstyrjaldar
þegar kommúnistar urðu banda-
menn borgaralegra afla svo að segja
á einum degi eftir hraksmánarlegan
andróður gegn stríðandi lýðræðis-
þjóðum fram að innrásinni i Rúss-
land. Kafli Stefáns Pjeturssonar á
Alþýðublaðinu er mjög merkilegur.
Hann gerðist kommúnisti á náms-
árum í Berlin, fór til Rússlands og
slapp þaðan naumlega með lifið á
flótta undan einni af hreinsunarað-
gerðum Stalíns.
Stefáns hefur verið þögull um
þennan þátt ævi sinnar og mun að
líkindum seint segja frá atburðum,
en sögur herma að svo naumt hafi
staðið á flóttanum til Finnlands
að hann hafi oröið að láta aðra skóhlíf
sina eftir þegar hann skaust inn um
dyr á jámbrautarvagni. Þegar Stefán
Jóhann myndaðl rikisstjóm 1947,
eftir að kommúnistar höfðu eytt
öllum sjóðum landsins sem safnast
höfðu upp á hemámsárunum, sneru
þeir nafnar bökum saman og veltti
ekki af. Kommúnistar gerðu mikla
niðför að Stefáni og stóð hann aðfórina
af sér. Stefán Pjetursson sótti hart
að andstæðingunum í Alþýðublaðinu.
Hann þekkti innræti þeirra og spilaði
á þá eins og harmónium, en þagði um
eigin reynslu í landinu rauða.
Þannig er mikil saga tengd Al-
þýðublaðinu og væri vert að rita
hana eða gera um hana prófverkefni
svo tengd er hún baráttu lands-
manna við margvislegar þokur sem
að þeim hafa sótt á löngum tíma.
Eldhuginn frá Eyrarbakka, Vll-
hjálmur S. Vilhjálmsson (Hannes á
hominu) kom líka við sögu, Helgi Sæ-
mundsson og Benedikt Gröndal.
Stórfelld tllraun var gerð til endur-
vakningar og útbreiðslu undlr rit-
stjóm Gísla J. Ástþórssonar , og lá
nærri að sú vakning staðfestist, en
ósætti og rígur innan flokksins varð
því upphiaupi að falli. Þó átti Gisli
glæsilegan tima á Alþýðublaðinu
sem bundinn er sögu þess.
Það er sorglegt þegar dagblöð
kveðja. Vikublöð em eitthvað allt
annað og koma ekki þessu máll við.
Það er nánast eins og gamall baráttu-
féiagi sé borinn til grafar þegar
flokksstjórn Alþýðuflokksins
ákveður að hætta daglegri útgáfu. Að
vísu var biaðið orðið ósköp aumt og
eldurinn slokknaður. En eftlr lifir
minningin um mikil átök bæði í
stjórnmálum og fréttafiutnlngi.
Þelrra átaka sér stað í þeirri mótun
lífsmunsturs sem orðið hefur frá því
á öðrum tugl aldarinnar.
Svarthöfði.
Gefið <tt ni
Hiftvtkuáimoo n. oM6t»*r
t. «
ubladld
*®m i3e(ur
t {Mssou, er
‘írrl perl, »em Al-
5»ogt b»8r fuodið
i bH5 i R#ykj»vílr,
dagi««*. F.*vtKÍÍQ
sam»
Gerist ttitlr meðUmtr *
»» au niati