Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Blaðsíða 28
DV. FÖSTUDAGUR 21. OKTOBER 1983. 36 SKÍÐAFERÐIR TIL AUSTURRÍKIS Víkingaferðir skipuleggja 14 daga skíðaferðir á glæsileg skíðasvæði í Zell am See og á hinn heims- þekkta og tignarlega Kaprun-jökul. Ennfremur verða farnar skíðaferðir frá Zell til Saalback og Hinterglen, sem er aðeins í 12 km fjarlægð, en þar eru um 70 skíðalyftur, enda eitt stærsta samfellda skíðasvæði landsins. Á öllum þessum skíða- svæðum eru frábærir skíðaskólar og brekkurnar henta ekki síður byrjendum en keppnismönnum. Þessir staðir bjóða upp á f jölbreytilegt skemmtana- líf við allra hæfi, m.a. diskótek, næturklúbba og „after skiing". Hamingjusamir farþegar í fögru og heilnæmu um- hverfi er takmark Víkingaferða. Verið ávallt vel- komin með Víkingaferðum í skíðaparadísina í austurrísku ölpunum. Brottför frá íslandi 20. desem- ber, 28. janúar og 11. febrúar. Verð kr. 23.950,- miðað við gist- ingu pr/mann í 2 manna her- \ bergi á hótelum, hálft fæði inni- r falið. Verð kr. 21.450,- miðað við gist- ingu pr/mann í 2 manna her- bergi á hóteli, morgunverður innifalinn. Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Víkingaferða í Kefla- vík, sími 92-2900 og 42892, eftir kl. 19.00 virka daga. Geymið auglýsinguna. Urval Menning Menning Menning Ekki er hvarvetna svona Ijúft „brahmsað" sem í Breiðholtinu Til aö minnast eitt hundrað og fimmtugasta fæöingardags Johannesar Brahms hélt Sigríður Ella Magnúsdóttir Ijóöatónleika ásamt Jónasi Ingimundarsyni í Menningarmiðstööinni Gerðubergi. Ekki hefur farið tiltakanlega mikið fyrir Brahmsdýrkun á þessu ári í músíkh'fi okkar, en nú er von til að liðið ranki við sér og taki rösklega til hendi þennan tæpa fjórðung, sem eft- ir lifir ársins. Enginn íslenskur tónlistarmaöur hefur að minnsta kosti lagt i jafnviðamikla Brahms- dagskrá í minningu meistarans og Sigríður Ella, enda satt best að segja ekki á hvers manns færi. Að góðum og gömlum sið rakti Sig- ríður Ella ljóðsöngvana eftir aldurs- röð. Raunar er sama hvar er gripið niður í Brahms. Handbragðið er jafnan auðþekkt hvort sem það er unghngurinn eða meistarinn á sjötugsaldri sem tónsetur. Um flutn- inginn þarf ekki að hafa mörg orð. — Hann var frábær. Að vísu átti Jónas það til á örfáum stööum í byrjun að gæta ekki alveg nógu vel jafnvægis- ins, en gegnumgangandi sungu þau í fullkomnu samræmi. Samvinna flytjenda, túlkun og síðast en ekki síst hin stórkostlega meðferð text- ans, gerði þessa tónleika ógleyman- lega. Eg þekki forfalhnn Brahms- dýrkanda sem notar það óþýðanlega orðfæri „gebrahmst”, fafii honum meðferð músíkanta á átrúnaðargoði sínu vel. Eg leyfi mér að sletta þessu ginnheilaga sérþýska sagnorði upp á islensku og segi: Ekki er hvarvetna svo ljúft „brahmsað” sem í Breið- holtinu. EM Tónleikar f Monningarmiðstöðinni Gerðubergi Jónas Ingimundarson. 18. okt. Efnisskrá: Ljóðsöngvar eftir Johannes Rytjendun Sigrfður Elia Magnúsdóttir og Brahms. Sigríður EUa Magnúsdóttlr. ||HI|| GRENSÁSVIDEO Grensásvegi 24, v/hliðina á Landsbankanum, simi 86635 - 86635 Athugið Við leigjum út VHS videotæki og VHS videospólur í miklu úrvali Mjög gott úrval af barnaefni (nýtt efni vikulega) Einnig V-2000 videospólur. íslenskur texti. Opið daglega kl. 12.00-23.30. VERIÐ VELKOMIN lllllll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.