Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Qupperneq 3
DV. MÍÐVÍkÚDAGÚR2.’NÓVÉMBÉR 190.
Flugmennimir í forsetaf lugi:
Ekki hægt að manna
þyriu Gæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
Rán, tók ekki þátt í leit aö skipverjun-
um þremur af Haferninum sem leitaö
Herþyrla
með tank-
vélleitaði
allan
daginn
var á Breiðafirði í gær. Ástæðan er að
tiltækir flugmenn Landhelgisgæslunn-
ar þurftu að fljúga með forseta Islands
og forseta Grænhöfðaeyja norður til
Akureyrar í gærmorgun og komu ekki
aftur fyrr en síðari hluta dags.
Nú stendur svo á að fjórir flugmenn
Landhelgisgæslunnar eru í þjálfun í
Bandaríkjunum, þar af tveir af f jórum
þyrluflugmönnum. Eini flugstjóri TF-
Ránar sem staddur er hér á landi var
flugmaður á Fokkervél Landhelgis-
gæslunnar sem flaug með
þjóðhöföingjana til Akureyrar. Hin
þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Gró,
er óflughæf vegna skorts á varahlut-
um.
„Ég hélt nú að það væru til aðrar
flugvélar sem nota hefði mátt til að
flytja forsetana,” sagði einn starfs-
manna Landhelgisgæslunnar sem lét í
ljós undrun sína yfir þessu ráðslagi í
samtali við DV í gær.
OEF
Landhe/gisgæs/uþyrlan TF-Rán er hún kom úr björgunarfíuginu A
Breiðafírði i fyrrakvöld. DV-mynd S.
Urval
FYRIR UNGA ÁSKRIFTARSÍMINN ER
OG ALDNA
27022
Þyrla frá bandaríska hemum hóf leit
á Breiðafirði þegar um klukkan 8 í
gærmorgun og var á flugi yfir leitar-
svæðinu fram í myrkur. Með þyrlunni
kom tankvél sem gerði henni kleift að
vera á flugi allan daginn.
Hannes Hafstein hjá Slysavama-
félagi lslands sagöi að óskað hefði
verið eftir aöstoð þyrlu Landhelgis-
gæslunnar en þar sem hún haföi ekki
verið til reiöu hafi bandaríski herinn
verið beðinn aöstoðar.
Gunnar Bergsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, sagði hins
vegar í samtali við DV í gær að ekki
hefði verið ástæða til að leita úr þyrlu.
Aðeins hefði þurft að flytja leitarmenn
út í Bjameyjar og hefði bandaríska
þyrlan tekið það að sér þar sem
Landhelgisgæslan hafði öðrum
verkefnum að sinna. „Þetta mál var
leyst án þess að við þyrftum að koma
til og það var ekki óskað eftir frekari
aðstoð okkar,” sagði Gunnar.
ÓEF
Það er víst ekkert meira einkennandi
fyrlr Akureyri en kirkjan — nema ef
vera skyldi KEA. Þessi mynd var tekin
fyrsta vetrardag þegar veturlnn hafði
heilsað norðanmönnum með hálf gerðri
jólastemmningu. A laugardag ætlar
DV að heilsa Akureyringum og öðrum
landsmönnum með Akureyrarblaði.
DV-mynd JBH.
Akureyrarblað DV
á laugardaginn
Akureyrarblað DV kemur út á
laugardag, 5. nóvember og er þetta í
fjórða sinn sem slfkt blað kemur út.
Sem fyrr er blaöiö fullt af efni sem
tengist Akureyri en höfðar þó engu að
síður til þeirra sem búa annars staðar
á landinu. Meðal annars er baksviös-
iýsing af frumsýningunni á My Fair
Lady, viðtöl við Einar Krístjánsson frá
Hermundarfelli og konu sem búið
hefur í Færeyjum síðastliðin 5 ár.
Farið er í heimsókn til 57 ára gamallar
konu sem rekur eigið dekkjaverkstæöi.
Enn má nefna manninn sem smiðar
„Borgundarhólmsklukkur” og merki-
legt kartöf lulistaverk.
Akureyrarblaðið kemur í stað
Helgarblaös II á laugardaginn.
JBH/Akureyri
Hljómtœkjasamstœður með öllu
Z-15 system - kr. 26.435 stgr.
Z-35 system - kr. 31.200 stgr.
JAPIS hf.
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133