Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Síða 5
DV. MTOVKUDAGUR 2. NOVEMBER1983.
5
Skíðaskálinn iHveradölum lætur sór ekki bregða þó fjórir aðilar bftist um hann niðri íReykjavík.
DV-mynd: Eiríkur Jónsson.
Fjórir vilja
Skíðaskálann
— óvíst hver hijeppir hnossið
Svení r Hermannsson
orkuráðherra:
Mælti fyrir og
gegnsama
frumvarpinu
„Þaö er ekkert skrítið aö ráöherra
með þveröfuga stefnu viö sósialista
mæli gegn frumvarpi þeirra, sér-
staklega með tilliti til gerræðislegra
vinnubragða þeirra á verölagningu
orkusölu,” sagði Sverrir Hermanns-
son orkuráðherra viö DV í fyrradag
eftir aö hafa mælt fyrir frumvarpi til
staöfestingar á bráöabirgöalögum
frá 8. apríl sl. eins og honum ber
skylda tU lögum samkvæmt og síðan
lagt til að þaö yröi feUt. Það gerist
ekki daglega aö mælt sé meö og á
móti frumvarpi í sömu andrá.
Sverrir Hermannsson sagði þaö
ekki vera stefnu núverandi ríkis-
stjómar aö hafa þann hátt á um
ákvörðun orkuverðs sem í bráða-
birgðalögunum segir, þ.e. orkufyrir-
tæki verði að sækja um staðfestingu
á orkuverði tU iðnaðarráöherra.
„Þvi legg ég tU að frumvarpið verði
feUt,” sagði Sverrir.
„Núverandi rikisstjóm hefur þá
stefnu að sveitarfélögin sjálf ráði
verði á þjónustu sinni og á það ekki
sist við um sölu á orku sem þau hafa
velflest með höndum,” sagði Sverrir
Hermannsson. ,,Á hitt ber aö lita aö
ekkert svigrúm er tU hækkunar orku-
verðs á þeim svæðum og í þeim
greinum, þar sem það er nú hæst,”
sagði ráðherra jafnframt og kvaðst
sérstaklega eiga við raforkusölu tii
húshitunar og orku nýjustu og
dýrustu hitaveitna. Kvað hann brýna
nauðsyn bera tU lækkunar þar sem
þannig stæði á.
Sagði orkuráðherra ennfremur að
fast yrði knúið á um að skattar yrðu
feUdir niður af orkusölu til
húshitunar svo fljótt sem unnt
reyndist. Kvaö hann fimmtung
þjóðarinnar búa enn við óbærilegar
aöstæður í þeim efnum þar sem
húshitunarkostnaðurinn væri að
sUga heimUin.
H.Þ.
Iþróttaráö Reykjavíkurborgar frest-
aöi að taka ákvörðun um það á fundi
sinum í fyrradag hverjum verði leigð-
ur SkiðaskáUnn í Hveradölum og verða
því þeir f jórir aðilar sem lýst hafa yfir
áhuga sinum á skálanum aö bíða enn í
tvær vikur eftir úrslitum.
Hér er um að ræða Gerði Pálma-
dóttur kaupkonu i Reykjavík, Karl
Jóhansen sem rekur Veislumiðstöðina
Lindargötu 12, feögana Oskar Sigurðs-
son og Bjama Oskarsson og svo
Magnús Jónasson sem rekiö hefur
Skiðaskálann að undanfömu í umboði
Reykjavíkurborgar.
Eins og fyrr sagði mun íþróttaráö
taka máUÖ fyrh- á ný efth- hálfan
mánuð, mæla með einum af þessum
f jórum og síöan senda málið til borgar-
ráðs tU samþykktar.
Að undanförnu hefur Skíðaskálmn í
Hveradölum verið opinn daglega frá
9—18 og þar hefur verið hægt að fá
keypt kaffi og meðlæti. EUinig hefur
skálinn verið leigður út til veisluhalda.
Samkvæmt heimUdum DV hyggja
nokkrir hinna nýju umsækjenda á
gagngerar breytingar á rekstri Skíða-
skálans i Hveradölum en vUja fátt um
þær segja fyrr en ákveöið hefur verið
hverhljótihnossið.
-EIR.
Sýningar Kaupstefnunnar hafa jafnan verið fjöisóttar og nú hefur verið
ákveðið að haida stóra heimilissýningu á hverju ári hóðan i fró.
Kaupstefnan:
Heimilissýning
haldin ánega
Kaupstefnan í Reykjavik hf. hefur í
hyggju að halda framvegis stóra
heimUissýningu árlega en fyrirtækið
hefur staðið fyrir 11 stórum vöru-
sýningum hér á landi frá því það var
stofnað fyrU- um 30 árum.
I frétt frá Kaupstefnunni kemur
fram að fyrirtækið hefur verið frum-
kvöðuU á ýmsum sviðum og bryddað
upp á mörgu óvenjulegu i sambandi
viö sýningarhald sitt. Þannig má rekja
vmsældir stórra tískusýninga hér-
lendis tU alþjóðlegu vörusýnUigar-
rnnar sem haldrn var 1971 er fyrsta
sýningin af slíkum toga var haldin í
LaugardalshölUnni.
Þá bendir fyrirtækið einnig á að það
varð fyrst tU að endurvekja tívoUstarf-
semi hér á landi árið 1980 eftir aldar-
fjórðungs hlé.
Næsta heimiUssýning „HeUniUð ’84”
verður haldin í LaugardalshöU 24/8 —
9/9 1984. Undirbúningur er einnig haf-
inn fyrir sýningar 1985 og 1986. -SþS.
Geröu jólainnkaupin
beint frá London
V erslið hagkvæmt!
rólegheitum heima getur þú valid jólagjafirnar úrnœr 1000Á
blaðsíðna vörulista okkar.
• Þar finnur þú allt sem hugurinn girnist og margt ú frúbœru ,
^Kverði. >
\ °9 þú fœrð vörurnar örugglega fyrirjól, því afgreiðslufrestur
# pantana er aðeins ca 3 vikur.
^KHringdu og við sendum þér Grattan vörulistann samdœgurs '
r (kr. 120+ burðargjald).
Pantanasímar: 36020 og 81347.
Opið til kl. 10.00 ú kvöldin.