Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 6
6 DV. M&VÍK'ÚDÁGÚR 21 NCWEMBERím Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Gluggatjöldm upplituðust 7439-6178 skrlfar: I maí sL keypti ég mér efni í svoköll- uöu bútasaumsteppi í versluninni Virku viö Hverisgötu. Ég lauk viö gerö teppisins í lok júní. Þar sem mér fannst þetta koma mjög vel út — keypti ég mér sama efni í falleg gluggatjöld í samræmi viö aöaliitinn í teppinu. Gluggatjöldunum kom ég upp í júlí. I lok september tók ég eftir því aö grunnliturinn var farínn úr glugga- tjöldunum. Fór ég því í verslunina til aö kvarta þar sem ég hélt aö þetta væri einhver galli í efninu sem þeim í versluninni þætti aö minnsta kosti gott aö vita um. En því fór fjarri því aö helst var að heyra ó þeim að ég ætti að biðjast af- sökunar á að vita ekki aö þessi náttúr- legu fínu amerísku efni væru sérstak- lega ætluö i bútasaum og ættu aldrei í dagsbirtu, hvaö þá sól, að koma. Sam- kvæmt því ber mér aö hafa myrkur í svefnherberginu. Nú langar mig aö spyrja: Ber ekki versluninni að vara viöskiptavinina við ef varan er ekki hæf til þeirra nota sem þeir ætla aö nota hana í, en það tók ég fram er ég keypti efnið í glugga- tjöldin? Getur verið aö öll efni í Virku með mislitum grunni séu j afn-lítilfjörieg og ímínuteppi? Aö lokum. Ætli margir kaupmenn taki á móti kvörtunum frá viöskipta- vinum, sem búnir eru að versla og vinna úr efni frá þeim fyrir fleiri þúsund krónur, á sama hátt og þeir í Virkugerðu? Sem sagt, kella mín, þetta á að vera svona. Ekki eitt orö um aö það sé óeðli- legt eftir 3 mánuði að grunnliturinn sem í upphafi var dökkrauöur sé nú gulur, hvaö þá aö þaö sé eitthvað að til að biðjast afsökunar á! Svar: Frá því áriö 1981 höfum við selt bómullarefni frá mörgum þekktustu fyrirtækjum Bandaríkjanna til notkun- ar í bútasaum og fl. Það hefur færst í vöxt aö fólk hefur keypt þessi efni, aðallega í ljósum litum, til að nota í gluggatjöld vegna þess hve hlýleg og skemmtilega munstruð þau eru. Verö- ið er einnig brot af því sem önnur efni kosta sem seld eru sem gluggatjalda- efni og sem oft eru misjöfn aö gæðum. Meö því aö nota okkar bómullarefni í ljósum litum, sem rykkt eru til helminga þar sem munstrið snýr inn hefur fólk fengið smekklega og ódýra lausn. Oft eru þessi efni notuð meö vattefn- um meö sama munstri og þannig hægt að fá skemmtilegan heildarsvip í svefnherbergi eða eldhús þar sem vatt- efnin eru gjarnan notuð í diskamottur, hrærivélahlífar, grillhanska og fl. Ekki ráðiagt umrætt efni í gluggatjöld Þaö vita allir aö efni eru misjafnlega næm fyrir ljósi. Hrein bómullarefni hafa verið notuð um langan aldur þrátt fyrir aö þau séu viðkvæmari fyrir ljósi en mörg gerviefni. Notkun bómullar- efna hefur aukist síðari ár margra hluta vegna. Það efni er hér um ræðir er ekki meöal þeirra efna sem við höf- um ráölagt f ólki að nota í gluggat jöld. Vegna kvörtunarinnar vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Konan kaupir efni í bútasaumsteppi enda ætlað til þeirra nota. Ef það kemur í ljós að efn- ið stenst ekki venjulega meöhöndlun mun ekki standa á okkur aö kanna það máltilhlítar. 2. Aö auki kaupir hún dökkt efni í gluggatjöld, gagnstætt því sem fólk gerir oftast. Ef við heyrum að okkar viöskiptavinir eru að leita eftir efni í gluggatjöld bendum viö þeim á ljós efni sem hafa gefist vel til slíkra nota. I undantekningartilfellum hefur fólk áhuga á öörum litum og segist þá gjaman vilja skipta örar um glugga- tjöld þar sem þessi efni kosti lítið. 3. Venjan er sú að láta réttuna snúa inn og kemur þá birtan á bak glugga- tjaldanna. I þessu tilfelli var það ekki gert, heldur voru þær tvöfaldaðar og dökki liturinn iátinn snúa út. 4. Venjan er einnig að rykkja glugga- tjöldin um ca heiming, en það gerði hún ekki á þeim hluta sem upplitaöist. Vegna þessarar sérstöku glugga- tjaldagerðar og framantalinna atriða finnst okkur hún ekki geta skellt skuldinni á okkur án þess að við fáum tækifæri til að láta athuga efnið. I stað- inn kaus hún að skrifa DV strax um kvöldið. Við höfum nú sent prufu til umsagn- ar erlendis. Af þeim 700 bómullarefn- um, sem við höfum, getur fundist gallað efni, en fyrir því viljum við fá vissu áður en við viðurkennum það. Lýsing konunnar á vörum okkar er hennar eigin hugarsmíð og ekki svara verð. Þess má aö lokum geta aö við höfum haldið sýningu á yfir hundrað ára gömlum óaðfinnanlegum bútasaums- teppum úr efnum frá þessum sama framleiðanda og í umræddu efni. Vlrðingarfyilst, Virka s/í Helgl Þór Axelsson. Mikið úrval af sojaafurðum er á merkaðnum an misjafnt er næringar- gildi þeirra afurða. í eldhúsinu Jurta- fæða — þrírréttir Það er staðreynd að fleiri og fleiri í okkar þjóðfélagi hafa aðhyllst kenn- ingar náttúrulækningamanna og kosið að nærast eingöngu á grænmeti og ávöxtum frekar en kjöti og fiski. Sumir hafa tekið upp þann sið aö neyta „náttúruafurða” einn dag í viku hverri en leita i dýraríkið hina dagana. Mikil umræða undanfarin ár um ma ar.cCí fólkshefur leitt í ljós að hollt og næringaríkt fæði skiptir miklu máli um velh'öan og heilbrigði. Hæfileg hreyfing og hollt fæði eru ofarlega á blaði heilbrigðisyfirvalda viða um heim sem stærstu þættir fyrir- byggjandi aögeröa í heilbrigðismál- um, þættir sem leggja beri mikla áherslu á í náinni framtíö. Hér á landi hefur vöruúrval í „heilsubúöum” aukist jafnt og þétt, sjálfsagt í hlutfallí við neytendur jurtafæðu. Við birtum í dag þrjár uppskriftir fyrir þennan hóp neytenda og hina sem hug hafa á að fóta sig á nýju sviöi í eldhúsinu. -ÞG Sojahakk og spaghetti 2 bollar sojahakk bleytt út i vatni 1 pk. spaghetti (ca 227g) lmatsk. smjör 1 matsk. matarolía 1 meðalstór laukur, saxaður 1/2 tesk. salt 1 pk.sveppasúpa 1. Spaghetti soðiö i saltvatni þar til það verður mjúkt. Vatninu hellt af og smjöriö sett út í spaghettíið. 2. Sveppasúpan löguð með helmingi minna vatni en segir á pakkanum, látin sjóða í nokkrar mínútur. 3. Laukurinn og sojahakkið er látið malla smástund í ohunni, siðan er sait: inu og sveppasúpunni, bætt út í þaö og blandaðvelsaman. 4. Aö síðustu er spaghettíið látiö saman við. Með þessu er gott að bera fram hrátt salat og þá er komin góð máltíð handa sex manns. Steik úr sojahakki 11/3 bolli sojahakk 11/3 bolli heltt vatn 1/2 bolli laukur, smátt skorhrn 1/2 bolli seileri, smátt skorlð eða 1 tesk. selleríduft 3 matsk. matarolía 3egg 1/8 tesk. sage eða timian 1/2 bolli ostur (rifinn) Leggið sojabaunir í bleyti i heitt vatn i 15 minútur og síðan hakkaö. Látiö lauk og selleri krauma í oliunni. Biandiö öllu vel saman og látið i vel smurt, eldfast mót. Bakið i 60 minútur við 200°C. Sveppa „Stroganoff" 2matsk. smjörliki 1/2 kg nýir sveppir, sneiddlr 1 meðalstór laukur, fint saxaður l/2tesk. salt 1/8 tesk. paprikuduft 2 bollar snöggsoðið sojahakk (dökkt) 1 bolli sýrður rjómi 1 tesk. þurr steinselja eða saxaður graslaukur Hitið sveppi og lauk i smjörlikL Blandið salti, paprikudufti og soja- hakki út i. Siðan sýrða rjómanum smám saman út í (má ekki sjóöa). Hellið í smurt, lokað mót, stráið stein- selju yfir og bakiö i 20 minútur við 200°C. Borið fram með soðnum hris- grjónum. Samkvæmt reglugerð um heilbrigðismál er bannað að selja kartöfíur i lausu. KARTÚFUiR í mm UMBÚÐIR Það hefur stundum verið haft orð á selja kartöflur í lausu sæju neytendur því að kartöflur í neytendaumbúðum frá Grænmetisversluninni séu seldar í of stórum skömmtum. Eins og flestum er kunnugt um er einungis hægt aö fá kartöflur keyptar í 2 1/2 kg og 5 kg pakkningum. I ákveðnum tilfeilum eru þetta of stórir skammtar fyrir neyt- endur, sérstaklega þá neytendur sem hafa lltið heimilishald, t.d. einstak- linga og eldra fólk. Einnig á gamalt fólk fulit í fangi með aö bera svo þung- ar byrðar. Kartöflur í lausu HJá Grænmetisversluninni fengum viö þær upplýsingar að það heföi oft komið til tals að pakka kartöflum í minni umbúðir. Það væri mjög kostnaðarsamt þvi að til þess þyrfti nýjapökkunarvéL En hvers vegna ekki aö selja kartöfl- ur í lausu? Með því gætu neytendur sjálfir ráðiö því magni er þeir þyrftu á aö halda. Því er aö svara aö sam- kvæmt reglugerð heilbrigðisyfirvalda er bannað að selja þær i lausu. Talið er aö það geti valdið óþrifnaði. Sérstak- lega þegar kartöflunar væru innan um önnur matvæli. Oddur Rúnar Hjartar- son, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlitsins í Reykjavík, sagðist vera því mótfallinn að kartöflur yrðu seldar í lausu. Hann sagði aö mikið moldar- ryk kæmi af kartöflum og stafaöi öðr- um matvælum hætta af því. Með þvi að reyndar vel þá vÖru sem þeir væru að kaupa. Þá hiiö á málinu væri hægt að leysa með þvi að selja kartöflunar í gegnsæjum umbúðum. Yrðu ódýrari Þó svo aö bannað sé að selja kartöfl- ur hérlendis í lausu tiðkast þaö víða er- lendis. Reynt er að hafa kartöflurnar ekki nærri viðkvæmum matvörum eins og t.d. kjötvörum. Þessu er yfirleitt hægt að koma við vegna þess hve mat- vöruverslanir eru stórar. 1 þessum verslunum eriendis er að sjálfsögöu hægt að velja á milli þess að kaupa kartöflur í pokum eöa í lausu. En kartöflur í lausu eru einnig mun ódýr- ari en þær sem seldar eru í fyrirfram innpökkuðum umbúöum. Hagur neytenda Okkur hér á neytendasíðunni langar að varpa fram þeirri hugmynd hvort þetta væri ekki hægt hérlendis og slakað yrði á þeim kröfum sem heil- brigðisyfirvöld gera. Hægt væri aö leyfa lausasölu þar sem taliö væri að viðkvæmum vörum stafaði ekki nein hætta af kartöflunum. Þetta myndi auövelda þeim er hafa lítið heimilishald, auðveida burð gamla fólksins, neytendur sæju hvað þeir væru að kaupa og hugsanlega yrðu kartöflumar ódýrari. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.