Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Qupperneq 11
11
DV. MIÐVKUDAGUR 2. NOVEMBER1983.
íslenska glíman á undanhaldi:
„Þessu þarf að breyta”
Þjóöaríþrótt Islendinga, sjálf glím-
an, er í miklum vanda stödd. Ef
ekkert verður að gert bíða hennar
sömu örlög og geirfuglsins forðum
daga.
„Islenska glíman er á miklu undan-
haldi og ef ekki verður gert stórkost-
legt átak endar það með því að hún
deyr út,” sagði Sigtryggur Sigurðs-
son, formaöur Glímusambands Is-
lands, í viðtali við DV.
Ástæðurnar fyrir slæmri stöðu glím-
unnar sagði Sigtryggur vera margvís-
legar, en kannski fyrst og fremst þær
að hún væri hvergi kennd í skólum né
annars staöar.
„Gliman er flókln og það teknr
langan tima að fá eitthvert gagn af
henni,” segir Sigtryggur Sigurðsson,
formaður Glímusambandsins, sem er
uggandi vegna undanhalds þjóðar-
iþróttarinnar fornu. DV-mynd Bj. Bj.
— segir Sigtryggur Siguiðsson, formaður Glímusambandsins
„Það er álit okkar að þessu þurfi að
breyta og að þaö þurfi að ráða mann
til að kenna glímu,” sagði Sigtryggur
ennfremur.
Hann sagði að mönnum litist illa á
stöðuna, en skipuð hefði verið nefnd
með fulltrúum ISI, Glimusambands-
ins, UMFI og íþróttafulltrúa ríkisins.
Nefnd þessi mun svo gera tillögur um
leiðir til að auka veg og virðingu
glimunnar.
Sigtryggur kynntist glímunni fyrst
árið 1959 í skóla Sigurðar Greips-
sonar, sem var mikil vagga glím-
unnar. En hvað er svona heillandi við
þessa íþrótt?
„Því er erfitt að svara,” sagði Sig-
tryggur. „Þegar maður er inni í húsi
sér maður ekki hvernig það lítur út
aö utan. Glíman er flókin og það
tekur langan tíma, 2—3 ár, að fá eitt-
hvert gagn af henni.”
Sigtryggur er málarameistari að
atvinnu og segir hann að gliman og
málningin fari vel saman. Aftur á
móti er hann að mestu leyti hættur að
stunda fangbrögðin.
„Einhvern tíma verður maöur að
hætta, en ég hef áhugann enn og kíki
oft inn á æfingar. En ég æfi lítið
sjálfur,” sagði Sigtryggur.
Gliman er þó ekki eina íþróttin sem
hann hefur lagt stund á. Eitt sinn
stundaöi hann lyftingar og átti
Islandsmet í þeirri grein.
„En þaö fer lítið fyrir þeim afrek-
um í dag,” sagði Sigtryggur.
Ekki má gleyma briddsinu, en þar
varð hann Islandsmeistari áriö 1975.
Sama ár var hann líka glimukóngur
og lyftingameistari.
— Er ekki undarlegt að sjá bridds
með hinum tveim íþróttagreinunum?
„Það er allt annar handleggur, en
þaö fer mjög vel saman,” sagði Sig-
tryggur Sigurðsson, formaður Glímu-
sambands Islands. gb.
SMA K inr» er
27022
OPID TIL KL. 10 í KVÖLD
HRINGDU NÚNA!
Aiiar gerðir og stærðir af
bíium tiisýnis og söiu á
staðnum, greiðsiukjör við a/lra
bæfi, maibikuð bílastæði,
800 fm innisalur.
Opið /augardaga 10—6,
sími81588.
Fimm toppsölumenn með
óþrjótandi þoiinmæði.
Við erum í Ármúia 7 Reykjavík.
AMC EAGLE 4x4 ÁRG. 1981. SUBARU 4x4 ÁRG. 1982. VOLVO 244 GL ÁRG. 1979. TRANS AM. ÁRG. 1981.
£r bíllinn þinn á réttu
markaðsverði?
Guðfinnur með
ráðgjafarþjónustu
um verð á notuðum bíium.
HONDA ACCORD ÁRG. 1982.
Vers/ið þar sem úrvaiið
er mest og aðstaðan best.
Bíiinn að morgni,
seldur að kveldi.
TOYOTA JEPPI ARG. 1981.
BENZ 280 SE ÁRG. 1976.
BMW 518 ÁRG. 1981.
r ■*»
BENZ 280 E ÁRG. 1980.