Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVKUDAGUR 2. NOVEMBER1983. 13 Eitrið frá Áburð- arverksmiðjunni I mörg ár hefur Aburðarverk- smiðja ríkisins verið rekin með tapi. Áburður hefur verið seldur á verði undir kostnaðarverði til að þjóna þröngum hagsmunasjónarmiðum landbúnaðar og óskhyggju stjóm- valda að halda niðri verðbóigu. Fyrir Reykvíkinga hefur þessi stefna þýtt umhverfismengun af stæröargráðu sem er óþekkt í þeim hópi landa sem við teljum okkur til- heyra. A undanförnum árum hefur Áburðarverksmiöjan sleppt út í umhverfið 600 tonnum af köfnunar- efnistvísýringi á ári. Köfnunarefnis- tvisýringur er hinn svokallaði guli reykur sem umlykur borgina á góðviörísdögum. Fyrir utan köfnunarefnistvísýring hefur verk- smiöjan sleppt út miklu magni af öðrum óhreinindum. Köfunarefnistvísýringur er hættu- legt efni. Að anda því að sér, jafnvel í litlum mæli, getur haft í för með sér eftirfarandi einkenni: —Höfuðverk — Lystarleysi — Meltingartruflanir — Sáramyndun í munni og nefi. Verksmiöjan hefur aldrei haft starfsleyfi. Þrátt fyrir þrýsting og opinbera umf jöllun gerðist ekki neitt þótt búnaður verksmiöjunnar væri löngu afskrifaður og úr sér genginn. Svo langt var gengið að í tið fyrri ríkisstjórnar neyddist fyrirtækið til aö taka eríend lán til aö fjármagna tapreksturinn. Ástæöan fyrir tapinu er augljós. Það voru engir peningar til í sjóðum til endurný junar á búnaði verksmiðjunnar. Fyrirtækið hefur aldrei fengið leyfi til að verðleggja framleiðslu sína kostnaðarrétt meö tilliti til nauðsynlegrar endumýjun- ar á tækjakosti. Allt til að halda niöri áburðarverði til bænda — sem hefur verið heilög stefna ríkisvaldsins. Ekki hefur vantaö forsendur fyrir hagkvæmum rekstri fyrirtækisins þar sem það hefur fengið raforku keypta á sama verði og álverið í Straumsvík. Þó kom að þvi að búnaö verksmiöj- unnar varð að endurnýja. Og þá voru ástæðumar ekki þær að búnaðurinn væri ólöglegur og að nauðsynlegt væri að draga úr mengun — heldur var nauðsynlegt að auka framleiðslugetu verksmiðjunnar. Kjallarinn Þorsteinn Einarsson notkun siðastliðið sumar. Þá var gamla framleiðslurásin umsvifa- iaust tekin í notkun aftur. Það væri forvitnilegt að vita hvaðan verksmiðjan tekur sér heimild til aö taka gömlu framleiðslurásina í notkun. Til að forvitnast um þetta hafði ég sam- band við Mengunarvarnir ríkisins, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Vinnustaðavemd ríkisins. Hjá þessum stofnunum kannaðist enginn við að verksmiðjan hefði beöið um leyfi til að taka gömlu framleiðslurásina i notkun aftur. En hér er kannski um að ræða aðalatriði þessa máls. En það eru máttlitlar stofnanir meö magnaða titla. Eða er þaö til í dæminu að aðrar reglur gildi um Áburðarverksmiðj- una en um annan atvinnurekstur í landinu vegna þess að þar em í veöi þröngir hagsmunir landbúnaðar. og að það sé þess vegna sem Áburðar- verksmiðjan eitrar umhverfi Reykvíkinga. Hún geri það í skjóli þess að þótt það sé óleyfilegt þá geti enginngertneitt. • „Eða er það til í dæminu að aðrar reglur gildi um Áburðarverksmiðjuna en um annan atvinnurekstur í landinu, vegna þess að þar eru í veði þröngir hagsmunir land- búnaðar?” Með nýju framleiðslurásinni átti mengun af völdum köfnunarefnis- tvísýrings aðeins að verða einn tíundi af mengun gömlu rásarinnar. Hvaðan kom heimildin Fyrir nokkrum dögum bilaði nýja framleiðslurásin sem tekin var í Við skulum vona að svo sé ekki. En ljóst er að það verður að auka vald- sviö og frumkvæði þeirra stofnana sem eiga að fylgjast með og hindra mengun í umhverfi okkar hvort sem um er að ræða á vinnustöðum eða í náttúrunni. Þorsteinn Einarsson verkfræðingur. Husnæðissamvinnufélag stofnað Fyrir rúmum hálfum mánuði gerðist það hér í höfuðborg einstaklingshyggjunnar að 400 manns tóku sig saman og stofnuðu félag um nýja leið í húsnæðismálum, leið sem byggir á félagshyggju og samvinnuhugsjón, andhverfum einstaklingshyggjunnar. Eg á hér við þann atburð þegar stofnað var húsnæðissamvinnufélag á fjölmennum fundi aö Hótei Borg þann 15. október sl. Að stofnun félagsins stóð fólk úr Leigjenda- samtökunum og annað áhugafólk um úrbætur i húsnæðismálum. Húsnæðissamvinnufélag er, eins og reyndar hefur verið lýst hér í blaðinu áður, félag sem byggir ibúöir sem síðan eru reknar af félags- mönnunum sjálfum og í sameigin- legri eigu þeirra. Til þess að fá ibúð hjá félaginu greiðir félagsmaöurinn einungis 5% byggingarkostnaðarins sem þó veitir honum ævilangan rétt til þess að búa í íbúðinni. Réttur þessi kallast búseturéttur. Opið öllum Eg vil vekja athygli á því að horfið var frá því að kalla félagið Húsnæðissamvinnufélag leigjenda svo sem rætt hafði verið um í undir- búningsstarfinu. Orsök þessa var sú að við sem unnum að undirbúningn- um að stofnun félagsins urðum þess vör að ýmsir héldu að einungis leigjendur gætu gengið i félagið. Svo er þó alls ekki, ein af grundvallar- starfsreglum húsnæðissamvinnu- félagsins er nefnilega sú að þaö er opið öllum, óháð aldri, kyni, stöðu og eignum. Húseigendur eru meira að segja ails ekki útilokaðir. Það er alkunna að fjöldi fólks á íbúðir sem eru alltof litlar, miðað við fjölskyldustærð; eftir að verðtrygg- ing lánakerfisins var tekin upp á þetta fólk mjög erfitt með að stækka við sig, það situr í rauninni fast í allt of smáum íbúðum. Ef byggingar íbúða með búseturéttarfyrirkomu- lagi komast á skrið þá gætu þær leyst vanda þessa hóps. Ungt fólk er fast i of litlum íbúðum, en því til viðbótar er f jöldi eldra fólks fastur í of stórum ibúðum. Búsetu- rétturinn hentar öldruðum mun betur en sú aðferð sem nú færist mjög í vöxt aö byggja sérstakar eignaríbúðir handa eldra fólki, sem yfirleitt á þokkalegar, oft á tíðum mjög góðar íbúðir fyrir. Það væri skynsamiegt aö eldra fólki væri t.d. boðið upp á að skipta á afnotarétti húsa sinna og tryggum búseturétti í ibúö af hæfilegri stærö. Almennt séð felur búseturéttar- formið nefnilega í sér miklu meiri sveigjanleika og aðlögunarhæfni en hiö stirðbusalega eignamyndunar- kerfi sem við búum við. Þegar fólk af ýmsum orsökum þarf að flytja neyðist þaö til þess að standa í meiri- háttar fasteignaviðskiptum þar sem þaö oft tapar heiming aleigunnar svo sem þegar einbýlishús úti á lands- byggðinni einungis dugir fyrir lítilli blokkaríbúð í Reykjavík. Mér er nær að halda að þeir einu sem hagnist eitthvað að ráði á því Kjallarinn Jón Rúnar Sveinsson öfgafulla séreignarfyrirkomulagi sem hér tíðkast séu fasteignasala- stéttin og þeir margvíslegu milliliðir sem allt sitt eiga undir starfsemi þeirra. Undirtektir þær sem húsnæðis- samvinnufélagið fékk þegar á stofnfundinum er glöggt vitni um þörfina á úrbótum og endurmati á sviði húsnæðismála okkar. Hér vil ég sérstaklega nefna og þakka jákvæðar undirtektir og stuðning við félagið að hálfu Jóhanns Einvarðs- sonar, aöstoöarmanns félagsmála- ráðherra, og Olafs Jónssonar, for- manns Húsnæðismálastjórnar, en þeir tóku báðir til máls á stofnfundin- um. Hljómgrunnur Nýjar hugmyndir höfða sem kunnugt er oftast fremur til ungs fólks en hinna eldri og þvi kom það mér mjög á óvart að meðal stofnfundarfólksins að Hótel Borg var fólk á öllum aldri, ungt, miðaldra og talsvert af eldra fólki. Þegar á stofnfundinum gerðust rúmlega 200 manns stofnfélagar i húsnæðissamvinnufélaginu og þegar þetta er ritað nálgast félagatalan 500. Á fundinum var ákveöið að halda framhaldsstofnfund fyrir lok nóvembermánaðar þar sem endan- lega yrði gengið frá lögum fyrir félagið. Fram að þeim tíma verður unnið að því að styrkja innviði félagsins og virkja sem flesta hinna nýorðnu félagsmanna til starfa. Það eru mörg verkefni sem þar blasa við. Stærsta verkefnið er vitanlega það aö vinna að vexti og viðgangi félags- ins. Það er ljóst að húsnæöissam- vinna á sér miklu meiri hljómgrunn hérlendis en ýmsir héldu fram og því eru fyrir hendi miklir möguleikar til þess að kynna þetta málefni, afla þvi stuðnings og félaginu fjölda nýrra félagsmanna. Sem dæmi um þær undirtektir sem stofnun félagsins hefur nú þegar fengið má nefna að aöilar utan höfuðborgarsvæðisins hafa haft sam- band við bráðabirgðastjómina og komið hefur fram vilji til stofnunar deildar í öðrum landsfjórðungi. Sömuleiðis hafa forsvarsmenn Islendingafélaga i erlendum borgum þegar tjáð sig reiðubúna til sam- starfs með það fyrir augum að landar sem búsettir eru erlendis geti gengið í félagið. Því öflugra sem félagiö verður því betri möguleika hefur það í þeim samskiptum sem framundan eru við annarsvegar rikisvaldiö um lána- fýrirgreiðslu og hinsvegar sveitar- félögin um öflun landrýmis og byggingarlóöa. Fjöldi stofnfélaganna tjáði sig á stofnfundinum fúsan til þess að taka virkan þátt í störfum félagsins. Það er fullljóst að til þess að félagið geti nýtt sér til fulls þá miklu vaxtar- möguleika sem nú þegar hafa komið í ljós er þörf víðtæks sjálfboðaliðs- starfs. Af þessum sökum hefur verið rætt í bráðabirgöastjóminni að efna hið fyrsta til einskonar liðsmanna- fundar þar sem félagsmenn geti frá byrjun tekið þátt í lýðræðislegum umræðum og átt þátt i mótun framtiðarstefnu félagsins. Að lokum skal þeim, sem æskja aðildar að félaginu, bent á að snúa sér til skrifstofu Leigjendasamtak- anna, Bókhlöðustig 7,101 Reykjavik, siminn er 27609. Jón Rúnar Sveinsson, í bráðabirgðastjóm Húsnæðissamvinnufélagsins. Áburöarverksmiðjan stækkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.