Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Qupperneq 14
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER1983« Menning Menning Menning Menning •— Br-kwffu»»r- »•«!*; S*f-fc*r/ pto»4tt »M. R*v*»*»* toyfcjaylk. Má/verk unnið á pappir, nafnlaust verk eftir Kristin. ÍSLENSK UST í AMSTERDAM — sýning níu ungra íslenskra myndlistarmanna í Fodorsaf ninu í Amsterdam Þegar minnst er á Holland kemur fyrst upp í hugann gullskipiö á Skeiöar- ársandi, nýtapaður fótboltaleikur Islendinga við Holiendinga, vindmyll- ur, túlípanar og tréskór. Samskipti Is- lendinga og Hollendinga eiga sér langa sögu. Á skútuöldinni stunduðu Hollendingar, ásamt fleiri þjóöum, veiðar við Islandsstrendur. Undan- fama áratugi hafa samskipti þjóðanna einkum verið tengd garörækt, græn- meti og blómlaukum. En við höfum einnig haft vaxandi menningarsam- skipti við Hollendinga síðastliðinn ára- tug eða rúmlega þaö. Hollenskir lista- menn hafa sýnt Islandi töluverðan áhuga og lagt á sig ferðalag norður um höf til þess að miðla okkur af list sinni. Þónokkur hópur tónlistar- og myndlist- arfólks hefur sótt framhaldsmenntun til Hollands undanfarin 10—15 ár og í framhaldi af því hafa íslenskir mynd- listarmenn haldið sýningar víðsvegar um Holland á síöustu árum. Föstudaginn 14. október síðastliðinn var opnuð iFodorsafninu í Amsterdam sýning á verkum 9 ungra islenskra myndlistarmanna og auk þess eru á sýningunni videoverk eftir 5 aðra myndlistarmenn. Þessi sýning er skiptisýning Fodorsafnsins og Nýlista- safnsins og rnarkar þessi sýning tíma- mót í menningarsamskiptum þjóð- anna. Þetta eru Amsterdamlistamenn annars vegar og meðlimir Nýlista- sa&isins hins vegar. Nýlistasafniö var stofnað 1978 og hefur staðið að mörgum áhugaverðum sýningum á þeim stutta tima sem þaö hefur verið starfrækt. Má þar nefna hollensku sýninguna „Paper for Space” og „Personal Worlds” og Galerie de Appel í Amsterdam stóð að sýningarviku i samvinnu við Nýlista- safnið þar sem hollenskir listamenn sýndu kvikmyndir, geminga og „installasjónir” og Galerie ,A’ sýndi verk íslenskra listamanna. Meðlimir Nýlistasafnsins eru um 70 talsins, sem er nokkuð þröngur hópur, og er safnið rekiö aö mestu leyti á sjálfboöavinnu meðlima. Það er mikiö átak aö halda svona starfsemi gangandi, vinna full- an vinnudag til framfærslu og starfa auk þess sem virkur myndlistar- maður. Nýlistasa&iið gegnir hlutverki Nokkur af verkum Daða. nútímalistasafn og er sú kvöð á meðlimum safnsins að gefa til þes3 1 verk á ári og 2 verk við inngöngu í safn- ið. Á þennan hátt eignast safniö sam- tímaverk sem þaö gæti ekki eignast ef þaö ætti aö kaupa verkin sjálft Þetta þykir Hollendingum merkilegt þvi þeir hafa sitt lifibrauö að nokkru leyti af þvi að selja söfiium verk sin, en að öðru leyti af listamannalaunum sem þeir eru á jafnvel árum saman og þurfa ekki að hafa áhyggjur af framfærslu en geta unniö óskiptir aö listsköpun. Aðstæður hollensku listamannanna eru því gjörólíkar aðstæðum Islendinganna. ,Smoking friends", mátverk i pappir, eftir Heiga. „Er þetta ekki ansi fin sýning hjá okkur." Á gólfi skúlptúr eftir ívar, stóra flykkið á veggnum er eftir Áma. Fodorsafnið í Amsterdam stendur viö eitt af hrífandi síkjum gamla borgarhlutans. Þaö var upphaflega byggt sem vöruhús á 17. öld og í lok 19. aldar var þaö endurbyggt sem safn. Upp úr 1960 var starfsemi safnsins færö í núverandi horf og safninu ætlað aö sýna og safna verkum samtima- listamanna frá Amsterdam og er safii- iö borgarlistasafn ásamt Stedelijk safninu og rekið af Amsterdamborg. Núverandi forstöðumaður safnsins, Tijmen van Grotheest, kom í gegn breytingu á þessu fyrirkomulagi fyrir tveim árum. Hann fékk samþykkt svo- tallað exchange program einu sinni á iri. Það er sýning með erlendum lista- nönnum í skiptum fyrir sýningu Vmsterdamlistamanna erlendis. Undantekning frá þessari reglu í j i’odor var sýningin Súm 4. sem Galleri >úm stóð að í Fodorsafninu árið 1971. >að þótti því viðeigandi að Islendingar rði fyrstir til að sýna í þessu Exchange rógrammi. Forstööumaöur Fodorsafnsins hafði : amvinnu við fulltrúa Nýlistasafns- ms, myndlistarmennina Sigurð Guð- mundsson og Magnús Pálsson um val þátttakenda á þessar sýningar. Snemmaí vor kom svo Tijman van Grootheest til Islands og valdi lista- menn úr hópi 40 meðlima Nýlistasafiis- ins sem sent höfðu inn yfirlit af verk- um sínum. Til að byrja með valdi hann 15 manns sem hann heimsótti svo á vinnustofur til þess að ákveða endan- lega hvaða 9 yrðu fyrir valinu. Tijmann segir: „Reykjavík er lítið samfélag þar sem rflcjandi er sterk hefð, einangrunin leiðir af sér nauðsyn á, ferðalögum og íslenskir myndlistar- menn sækja mikiö úr landi til skemmri dvaiar. Otkoman hjá þeim verður svo létt og skemmtileg blanda áhrifa víðs vegar að og sterkra séríslenskra ein- kenna. Islendingar eru miklir húmoristar og þeirra listsköpun oftast mun léttari en gerist annars staðar í Evrópu.” Magnús Pálsson og Sigurður Guðmundsson sáu um að velja hollensku listamennina á sýninguna á Islandi. Skilyrði fyrir vali var aö hafa Texti og myndir: Sigrún Harðardóttir sýnt í Fodorsafninu og einnig lögðu þeir nokkra áherslu á aö sýna skúlptúrista. Hollendingarnir lögðu áherslu á aö sýna sitt frambærilegasta fólk og Islendingamir lfka, og hafa tveir af hollensku listamönnunum sýnt fyrir hönd Hollands á alþjóðlegum sýn- ingum, Réne Daniels í Kassel 1982 og Marlene Dumas á Amsterdam- Berlín sýningunni 1983. Fjórir af Islendingunum hafa sýnt fyrir Islands hönd á Parísar Bienalnum sem er al- þjóðleg sýning haldin annað hvert ár. Það eru Ami Ingólfsson og Helgi Þor- gfls Friðjónsson áriö 1980 og Kristinn Harðarson og Steingrímur Eyfjörð árið 1982. Islendingamir sem sýna að þessu sinni fyrir hönd Nýlistasafnsins eru þeir Ami Ingólfsson, sem sýnir konstrúktif málverk unnin á sam- limdan umbúðapappír. Þessir stóm fletir vinna saman sem hefld ásamt því rými sem þeir eru hengdir upp í, þykk og rifin í köntum þrýstast þau út í rým-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.