Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Qupperneq 15
DV. MIÐVIKUD AGUR 2. NOVEMBER1983;
15
Menning Menning Menning Menning
Maarten van der Valk trommar litnum á léreftið i gerningi Jóns.
STRAUSS
MyndUstarmennirnir við verk eftir Kristín Harðarson. Frá vinstri:
ingótfur, Daði, Helgi, ívar, Árni, Kristínn, Eggert, Jón og Tumi, og allir
með bjór.
Fri gerningi Kristíns.
ið og hvolfast yfir áhorfandann mjög
kraftmikil. Kristinn Harðarson teflir
saman stórum málverkum og litlum
teikningum sem mynda áreitna heild.
Hann teflir saman tvíræðni, pólitík og
einfaldri abstraktsjón. Verk Daða
Guðbjömssonar standa hins vegar
sem sjálfstæðar einingar hvert i sinu
lagi. Hann sýnir fígúratif málverk,
teikningar og skritna, litla skúlptúra
sem eru að hluta til „ready made”.
Daði sameinar „nýja ítalska mál-
verkið” og „þýska expressionismann”
á mjög persónulegan hátt. Helgi Þor-
gils Friðjónsson sýnir málverk, teikn-
ingar, grafík og skúlptúra. Verk hans
standa einnig sem sjálfstæðar eining-
ar. Þau em stílhrein og mjög lyrisk, oft
erótísk. Helgi er undir sterkum áhrif-
um frá „nýja ítalska málverkinu” og
oft lfkt við málarana Clemente og
Chia. Tumi Magnússon sýnir málverk
unnin á pappir og striga, einföld og
einlæg verk sem eru kannski eitthvað
það persónulegasta á sýningunni.
Steingrímur Eyfjörð sýnir annars veg-
»ar fjölda teikninga sem þekja einn
vegginn i anddyri sýningarsalarins og
hins vegar sjálfstæð málverk. Teikn-
ingar hans em eins og skissubók þar
sem hrúgað er saman hugmyndum og
heimspekilegum vangaveltum. Verk
hans em á mörkum þess að vera
fígúratíf og abstrakt Eggert Pétursson
Nafnlaust verk eftír Daða.
1 V É B i 1 ■■ h 'JHLi ifv\ f'
IIB- rt 1 ||y / rs li\\ .<
Fri opnun.
er með viðkvæm, fínleg verk sem hann
raðar saman á vegg og mynda eina
heild. Ingófur öm Arnarson sýnir
„installasjón”, mörg lítil verk unnin í
mismunandi efni og mynda saman
eina heild. Ivar Valgarðsson sýnir
steinsteypta gólfskúiptúra sem með
formi og áferð vísa til náttúrunnar.
Fimm myndlistarmenn sýna video-
verk. Þeir em: Asta Olafsdóttir með
fjögur verk, Guðrún Hrönn með eitt
verk. Þór Elís Pálsson með fjögur
verk, Guðjón Ketilsson með eitt verk
og Magnús Guðlaugsson með eitt verk.
Mánudaginn 17. október flutti Kristinn
Haröarson geming sem hann kallaði
„Chanting fragments”. Þetta verk er
sambland af ljóði, „installasjón" og
eins konar dansi. Jón Sigurpálsson
flutti performans sinn „Quadrant”
sem er verk fyrir trommuleikara,
fimm myndfleti og pallettu. I
tengslum við þessa sýningu var opnuö
sýning á bókverkum frá meistara
Kjarval fram á okkar daga. Það er
eíginlega ekki hægt að telja Kjarval
bookartista því hann var ailtaf a*
skrifa sögur en hann skrifar þær ekki
beint sem rithöfundur heldur sem
myndlistarmaður. A þessari sýningu
em um tvö hundruð verk og er hún
nokkuð tæmandi heimild um þaö sem
gert hefur verið á þessu sviði. Auk bók-
verka eru hljóðverk á kassettum á sýn-
ingunni og í Stedli jk safninu voru sýnd-
ar íslenskar kvikmyndir eftir mynd-
listarmennina Rúrí, Daða Guðbjöms-
son, Eggert Einarsson, Einar
Guðmundsson og OXMA. Harry Ruhé,
sem rekur Galerie ’A’, er með sýningu
á bókverkum eftir hollenska myndlist-
armenn í tengslum við sýninguna i Ný-
listasafninu. Hugmyndin með þessum
bókverkasýningum er að hafa sýning-
amar svolítið liflegar, margs lags hluti
ígangi.
I tengslum við Fodorsafnið er gefið
út mánaðarblað sem heitir Fodor og
vegna sýninganna er blaðið að þessu
sinni bæði á islensku og hollensku og er
sameiginleg sýningarskrá fyrir sýn-
ingarnar í Fodorsafninu og í Nýlista-
safninu.
Tijman segir: ,,Athyglisverður
þáttur i íslensku myndlistarlifi í dag er
bókagerð, þvi þótti mér upplagt, til
þess að gefa hugmynd um það sem er
að gerast í listalífinu í Reykjavík, að
gefa út i tengslum við sýninguna kassa
meö einni bók eftir hvern hinna niu
listamanna sem sýna. Þetta em
tuttugu og fjögurra síðna bækur og gefn-
ar út í tvö hundmð og fimmtíu eintök-
um og heitir verkið „Thick Air”
(Þykktloft).
Athyglisvert er að bera islensku
sýninguna í Fodorsafninu saman við
sýningar hollenskra listamanna í
galleríum borgarinnar því þó svo að
allir íslensku myndlistarmennimir,
sem sýna að þessu sinni séu, eða hafi
verið, í námi i Hoilandi virðast þeir síst
af öllu vera undir hollenskum áhrifum
heldur miklu fremur þýskum,
itöiskum og svissneskum, en þó alltaf
með sterkum sérislenskum einkenn-
um.