Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 16
16 ' Spurningin Velur þú (slenskt? Bergþóra Jónsdóttir húsmóðlr: Já, þaö geri ég, ef þaö passar mér, til aö| styrkja iðnaðinn. Gnðmundur Bang, starfsmaöur Raf-i magnsveltu Reykjavíknr: Cg geri þaöj ef íslenska varan er jafngóð og ekkij dýrari. 'r Bryndís Helgadóttir húsmóðir: Cg geri þaö til að styrk ja íslenskan iönaö. Gg held líka að varan sé oft jafngóð. Soffía Guðmundsdóttlr húsmóðir: Gg geri þaö. Er ekki sjálfsagt að styrkja! íslenskan iðnaö? Margar íslenskuj vörurnar eru líka betri. Bjarni Gunnarsson gæslumaður: Eg vel jöfnum höndum íslenskar og er-j lendar vörur. Islenskar vörur eru margar hver jar ódýrari. Tómas Slgnrðsson vinnuvéiastjóri: J&,{ ef þaö er þess viröi, sem ég held aö það séahnennt. \ DV. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Stóttarfólagið treystí vörubílstjóranum akki tíl að vinna fyrir sitt aigið sveitarfólag. Hvað getur hann gert? HVAD ER STETTAR- FÉLAGIÐ AÐ GERA FYRIRMG? 5077—6204 skrifar: Hvað er stéttarfélag þitt aö gera. fyrir þig? væri eðlilegt að margur spyröi sig í dag þegar verkalýðs- foringjarnir ætla aö fórna hagsmunum umbjóöenda sinna á altari pólitiskra valdabaráttu. Cg vildi fá svar við þessari spumingu í vor en fékk ekki. Þannig var málum háttaö að Vörubílastöðin Þróttur, sem ég er félagsmaöur i, tók aö sér aö skipta þeim akstri sem Kópa- vogsbær þurfti að fá hjá stöðinni og skyldu bílstjórar búsettir í Kópavogi ganga fyrir. Þar var veriö aö koma í framkvæmd rúmlega ársgamalli sam- þykkt bæjarstjómar Kópavogs. En hvemig varö svo framkvæmdin ? Henni væri helst aö líkja viö myndina þar sem dýrin tóku völdin því að nú var samið viö Kópavogsbæ um aö tveir bíl- stjórar skyldu hafa forgang í tveggja mánaöa fastri vinnu. Haft var sem átylla að einn verkstjóri taldi þá rata svo vel. Á þessu fékkst engin leiö-' rétting þó fast væri eftir leitað bæði viö formann og framkvæmdastjóra félagsins. Hvort þaö er vegna þess aö bílstjórarnir tveir eru í stjórn og trúnaöarráði félagsins skal ósagt látiö. En spumingin er, hvað getur félags- maöur í stéttarfélagi gert til aö rétta hlut sinn þegar stjórn hans eigin félags' gengur svo freklega á hlut hans aö hún samþykkir aö hann sé ekki hæfur til aö vinnafyrirsitt sveitarfélag? Afgreiðslutími verslana: Hvað um viðskiptavinina? 3184-4917 hringdi: Þegar fjallaö er um afgreiöslutíma verslana finnst mér lítiö koma fram að neytendur komi þar viö sögu. Þaö viröist ekki reiknaö meö viðskiptavin- unum. Mér finnst furöulegt að nýi borgar- stjórnarmeirihlutinn skuli fylgja reglugerð þar sem einstaklingar geta ekki ráöiö vinnutíma sínum. Cg er ný- komin erlendis frá þar sem laugardag- ur er mesti verslunardagurinn. Starfsfólk verslana kvartar undan of löngum vinnutima en þaö hlýtur aö vera hægt að koma viö vaktaskiptingu. Þetta er mikiö spursmál fyrir konur sem vinna úti því fyrir þær er þetta eilíft spretthlaup. Einnig skapast aukin hætta í umferðinni þegar allir Qykkjast í verslanir eftir kL 16. Þetta er stórt vandamál sem þarf aö ráða bót á. Aðgát skal höfð í nær- veru sálar Hundavinur skrlfar: Þetta ætlar að enda meö ósköpum, málið með hundana. Þaö er ráöist á þá sem minnst mega sin og geta ekki svarað fyrir sig. Þeir hundaeigendur sem hafa lent í vandræðum með hund- ana sína geta sjálfum sér um kennt. Það er þeirra verk að sjá um að hund- amir hagi sér vel og séu ekki öðrum til trafala. Of ef eitthvað fer miöur eru allir hundaeigendur dæmdir og hund- amir líka. Þetta finnst mér og sjálf- sagt öörum mjög illa gert. Þaö væri óskandi aö þaö yrði tekið jafnhart á öllum málum eins og þessu. Til dæmis þeim sem teknir eru meö fíkniefni í fórum sínum. Þeir eru settir í gæsluvarðhald í stuttan tíma, síöan er þeim sleppt. Og þeir halda uppteknum hætti. Þaö er lika svipaö mál meö þessa menn sem leita á böm. Ef þeir nást eru þeir settir inn i nokkra daga. Síöan mega þeir fara heim og þeir halda líka uppteknum hætti. Af hverju er þetta fólk ekki dæmt strax og látið sæta sömu örlögum og hundaeigend- ur? Þaö á að birta myndir af því í blööunum. Nei, það er ekki gert. Þaö liggur greinilega meira á því aö losa Reykja- vík viö alla hundana en að stöðva þetta fólk, sem veldur miklu meiri skaöa en nokkum tíma hundamir. Eg held að hinir háu herrar ættu að taka sig til og nota hæfileika sína á fleiri sviöum en þessu. Erlend verðbolga tilsölu Slgurður H. Ólafsson skrifar: Er þaö réttlætanlegt aö íslenska ríkiö taki tolla, vörugjald, pakka- gjald, afgreiöslugjald og söluskatt af óstjórn annarra þjóöa, en þar á ég viö veröbólguna i þessum ríkj um? Verðbólgu-óstjóm er ekki vara, ekki heldur umbúðir, heldur mistök, sem við veröum að greiða og sem rikiö og aðrir seljendur selja síöan almenningi meö verðbólguskatti þar ofaná. Hve margar milljónir fær ríkið í sinn hlut af slikum mistakaskatti? Og hve margar milljónir af þessum aukaskatti fara í niðurgreiðslur og alls konar veröbólguminnkandi (!) greiöslur? Hvemig liti dæmiö út ef innflutta varan væri 2/3 hlutar af veröi reikningsins og 1/3 hluti verö- bólguinnflutningur? Að sjálfsögðu veröum við að greiða erlendu veröbólguna en aö taka tolla og önnur opinber gjöld og álagningu af henni finnst mér frá- leitt. Eg á svo sem von á þvi aö ein- hverjir fari upp á háa C-ið því þessi vitleysa (fyrirgefið, þvi það finnst mér) skapar vinnu, sem kemur í staö verðmætaskapandi vinnu, við aö reikna út hvaö grelöa eigi, t.d. fyrir hafnargjöld o.fL, o.fL Það er hreint ekki svo litil vinna sem liggur í því að útbúa, að loknum reikningi, auglýs- ingar í Stjómartíðindum þar sem þær taka upp rúmlega 60% lesefnis- ins (1981). Hvað ef næst verður hætt aöeltast viö verðbólgukrónuna? Verður kannski farið út í veröbólguvog, veröbólgumetra, veröbólgulítra, eða jafnvel veröbólgutímaeiningu þannig aö kilóskalinn á voginni veröi færður niður í 1/2 kíló og kallaður nýkíló? Og á sama hátt verði farið með lengdar- og mælieininguna? Já, stórkostleg atvinnubótavinna. En gaman væri að vera í sporum stráksins, sem sagöi aö kóngur „væri ekki í neinu”. En skolli væri þaö leiðinlegt ef 25277 daga gamall strákur væri svo fávís að sjá ekki aö kóngurinn er í skrautklæöum meö allar mögulegar orður á reigöu brjósti. Landsins bestu pylsur H.J. Akureyri skrifar: Það er ekki oft sem fólk fær hól fyrir vinnu sína en ef hlutimir em ekki nógu vel gerðir, eða jafnvel misheppnaðir, dynja skammimar yfir. Cg ætla ekki aö skammast heldur senda mitt besta hól fyrir mjög góöa þjónustu við pylsuframreiðslu í Esso-nestinu við Tryggvabraut. Að mínum dómi fást þar landsins bestu pylsur og þar er ekki sparaö neitt sem fylgir meö eins og á sumum stööum þar sem maður þarf aö leita aö lauknum meö stækkunar- glerí og flísatöng. Þegar ég hef veriö aö vinna hef ég mjög oft skroppið í hádeginu í Esso- nestið við Tryggvabraut til þess aö fá mér pylsu og aö ég tali nú ekki um ískalda Egils maltiö sem alltaf er eins og tekið upp úr frystikistu. Gott og svalandi og getur ekki veriö betra. Eg skora á alla sem tök hafa á þvi aö prófa þennan góöa hádegisverð sem ég hef ekki ennþá fengið leiöa á, hef ág þó boröaö hann meira og minna i eitt ár. Eg vil hér meö þakka öllum sem hlut eiga að máli fyrir mjög góöan há- degisvcrö og vona að hann haldist svona góður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.