Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Síða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER1983. UMBOÐSMANN VANTAR I NESKAUPSTAÐ Upplýsingar hjá umboðsmanni DV í Nes- kaupstað, Halldóru Ásmundsdóttur, Hrafnsmýri 4, sími 97-7266 og afgreiðslu DV, sími 27022. Nauðungaruppboð annað og síðasta verður haldið á jörðinnl Fífustöðum í Ketildala- hreppi, V-Barðastrandarsýslu ásamt öllum mannvirkjum eftlr kröfu Landsbanka íslands og innheimtu rikissjóðs þriðjudaginn 8. nóvember 1983 kl. 15.00 á eigninni sjálfri. Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta verður haldlð á B-V Sölva Bjarnarsyni BA 65 eftir kröfu Fiskveiðasjóðs tslands mánudaginn 7. nóvember 1983 kl. 18.00 á skrifstofu embættisins Aðalstræti 92 á Patreksfirði. Sýslumaðurinn i Barðarstrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 59. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðs 1983 verður haldið á M-B Sigurði Gunnlaugssyni KE-202, tal. eign Gunnbjörns Ólafssonar eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands mánudaginn 7. nóvember 1983 kl. 17 á skrifstofu embættisins Aðalstræti 92 á Patreks- firði. Sýslumaðurinn i Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á B-tröð 3, hesthúsi, við Víðidal, þingl. eign Ólafs Magnússonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 4. nóvember 1983 kl. 11.15. Borgari ógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á D-tröð 4, hesthúsi við Viðidal, þingl. eign Einars A. Péturssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign- inni sjálfri föstudag 4. nóvember 1983 kl. 11.30. Borgariógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 48., 53. og 56. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta i Skip- holti 19, þingi. eign Einars Eirikssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudag 4. nóvember 1983 kl. 13.30. Borgariógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Hraunbæ 126, þingl. eign Egils Þ. Einars- sonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudag 4. nóvember 1983 kl. 10.30. Borgariógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur o.fl. fer fram opinbert uppboð í uppboðssal tollstjórans í Reykjavík við Tryggvagötu (hafnarmegin) laugardaginn 5. nóvember 1983 og hefst það kl. 13.30. Selt verður mikið magn af allskonar verslunarvörum úr þrotabúi Vöruhússins Magasín sf., svo og innanhússkailkerfi, þjófavamarkerfi, hljómflutningstæki, ýmis skrifstof uáhöld o.fl. Þá verða seld ca 700 stk. hljómpiötur, islenskar og eriendar, ca 500 stk. plaköt, magnari og plötuspilari, ailt úr þrotabúi hljómpiötuverslunar. Ennfremur ýmsir húsmunir og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavik. Menning Menning Menning Tónlist Eyjólfur Melsted Janos Starker. Stórmeistari cellósins Tónlistarfólagið f Reykjavtk. Tónleikar Janos Starker cellóleikara f Austurbœjarbfói 29. október. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Svfta f d- moli nr. 2, BWV 1008; Gaspar Cassado: Einleikssvfta; Zoltán Kodaly: Sónata fyrir einloikscelló. Fáir cellóleikarar munu meir umtalaöir en Janos Starker. Kemur það ekki sist til af því aö hann hefur verið iðinn við að leika inn á hljóm- plötur, svo að hann er að segja má gamall og vel þekktur gestur inni á hverju músíkheimili. Og það verður ekki af þvi skafið, aö frábærar eru plötur hans jafnan. Á námsárum minum átti ég þess eitt sinn kost að hlýða á leik þessa stórmeistara cellósins og verð að segja eins og er, að þá varð ég fyrir vonbrigðum, því maðurinn sem lék svo stórkostlega á hljómplötum var ekki hinn sami á hljómleikum. Þetta atvik kenndi mér hversu hættulegt það er aö einblína á listamenn, ekki sist þá frægustu og bestu, eins og þeir koma fyrir á hljómplötunni. Full- yrða má að hinir slyngu perfektion- istar i stöðum útgáfustjóra hjá plötu- fyrirtækjunum hafi unnið lifandi list- flutningi mikiö ógagn. A plötunni er mannlegi þátturinn nærri útilokaður þar eð mistök eru einfaldlega klippt út og stubbi með fullkomnum leik skeytt inn í staðinn. Auk þess má vera að manni hafi ekki alltaf þótt mikiö til stórkallanna koma þegar það var sjálfsagður hlutur að geta valið á milli stómafna kvöld eftir kvöld. En hvemig lék svo Starker, stór- meistari cellósins, í Austurbæjar- bíói? — Jú, eins og sönnum stór- meistara sæmir. Bach þótti mér hann aö vísu leika heldur þurrlega og man ekki til að hafa heyrt cellista fyrr sem brúkaöi dempara megnið af Annarri svítunnL En hver hefur shm hátt á. Einleikssvíta Gaspars Cassa- dos naut sín aftur á móti einkar vel í leik Starkers. Jafnköldum spilara og honum henta einmitt slik stykki, sem svíta hins kastilíska cellista og tón-, skálds. Stykki sem manni finnst fremur skoriö út í alabastur en ritað á nótnapappir. Og að lokum einleiks- sónata Kodálys, líkt og klæðskera- saumuð handa manni eins og Starker. Verk þar sem krafist er hinnar öguðu tæknilegu fullkomn- unar, en þar sem músíkalskur unaður flýtur samt ofan á hinu tækni- lega kraðaki. Enda skilaði Janos Starker þvi til áheyrenda eins og honum einum er lagið. Ekki þarf að heyra nema einn tón frá þessum sér- stæða stórmeistara cellósins til að kenna hver þar er á ferð. -EM. FYLGT EFTIR Tónlaikar Nýju strengjasvoitarinnar I Bústaða- kirkju 30. október. Konsertmeistari: Michael Shelton. Einleikari: Laufey Sigurðardóttir. Efnisskrá: Joseph Haydn: Sinfónfur nr. 1 í D- dúr og nr. 51 í B-dúr; Pietro Nardini: Fiðiukon- sert í e-moll; Carl Philipp Emanuel Bach: Sinfónía fyrir strengi nr. 3 í C-dúr. Fyrir réttum tveimur mánuðum lék Nýja strengjasveitin sína fjrstu tónleika á starfsárinu, stútfyllt af músíkölsku vítamíni sem Maestro Vlach hafði gefið henni. Sú upp- sveifia sem þessi skemmtilega, iitla hljómsveit var þá í varir enn. Hún lék þá, undir stjóm Vlachs, eins og eitt samstætt hljóðfæri. Það gerði hún líka nú leidd hðeins af konsert- meistara sinum, rétt eins og góðri strengjasveit sæmir. Aðall þessarar hljómsveitar er nú, sem áður, hvað hún spilar vel. Um stil og túlkun má svo hins vegar þrátta. Þannig fannst mér hún fara fullgeyst í Fyrstu Haydn. En leikurinn var frískur — virkilega brilliant. Og endalaust má velta fyrir sér hvort leyfa beri við Haydnflutning að viðhafa bogatækni sem ekki var til þegar gamli maður- inn var að skálda sína sinfóni. En lát- um það liggja milli hluta. Hverjum og einum leyfist að hafa sína skoðun á þvi hvernig leika eigi og sé vel spilað skiptir skilningurinn ekki allt- af höfuðmáli. Sérstæður stfll Laufey spilaöi Nardini konsertinn af nærfærni og afar látlaust. Þannig nýtur hann sín afar vel. I leik Lauf- eyjar er að finna blíöan söng, sem Tónlist EyjólfurMelsted fáum músíköntum er gefinn. Tón- myndun hennar er mjög persónuleg og sérstök (sumir myndu segja ekki kórrétt) og hún hefur einhvern sér- stæðasta stíl ungra fiölara hérlendis í dag. Það hefur tekið hana tima aö finna sig í stil sinum og i fyrsta sinn heyrði ég Laufeyju spila eins og hún væri fullkomlega sátt við sinn eigin leik. „Horn concertante" Strengjasinfónía Caris Philipps leið átakaiaust í gegn, hugljúft verk sem endar — ja, það er svona rétt eins og botninn detti úr henni. En lokaverkið, Sinfónía nr. 51 eftir Papa Haydn, var rúsínan í pylsuendanum. Og þar fengu gestaspilaramir, blás- ararnir, vissulega að hafa fýrir hlutunum. Hom „concertante” er síður en svo nýtt fyrirbrigöi hjá Haydn í þessari sinfóniu. Hann var áður, bæði í sinfóníum númeruðum 22 og 31, búinn að rita mikla homa- bálka. En hér notar hann hornið frá toppi til táar, ef svo má að orði kom- ast, því tónsviö homsins er notað frá hinum hæstu tónum ofan í pedaltóna. Og til hornleikaranna em ekki gerðar neinar smáræðis kröfur. Hinir frábæru homleikarar, Joseph (.Suonabene”), Ognibene og Hean Hamilton, gerðu hinum erfiðu hlut- verkum hin bestu skil. En í rauninni skám þau sig alis ekki úr þótt þau lékju svo vei, því það gerðu allir hinir h'ka. Nýja strengjasveitin hefur vissulega fylgt eftir þeim góða árangri sem hún var búin að ná með fyrstu tónleikum haustsins fyrir tveimur mánuöum. -EM. KÆRU BJARNFRÍÐAR HAFNAÐ á miðstjórnarfundi ASÍ Kæra Bjarnfríðar Leósdóttur, vegna kosningar í sambandsstjóm Verka- mannasambands Islands, var tekin fyrir á fundi miðstjómar Alþýðu- sambands Islands á fimmtudag. Samkvæmt heimildum DV var kær- unni hafnað. Þetta mál kom sem kunnugt er upp á þingi VMSI sem haldiö var í Vest- mannaeyjum nýverið. Þegar kosning til sambandsstjómar og talning at- kvæða hafði farið fram kom i ljós að nokkur atkvæði voru eftir ótalin. Bjarnfríður, sem féll út úr stjórninni í kosningunni, taldi hana ólögmæta og kærði til miðstjórnar ASI. Kæran var, sem áður sagði, tekin fyrir á fimmtudag. Var það niðurstaða miðstjórnar að hún staðfesti það álit lögfræðings ASI að úrslit síöari kosninganna væru endanleg úrsht. Var kæm Bjarnfríðar þar með hafnað. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.