Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER1983. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Ein hinna fjölmörgu teikninga i bókirmi: Bœndur i Borgarfiröi hálshöggva Gunnlaug sýslumann Magnússon árið 1400. íslenskir annálar 1400 til 1449 eftir Anders Hansen Ný bók frá Bókaklúbbi Arnar og örlygs: íslenskir annálar 1400 til 1449 nefnist nýútkomin bók sem Bókaklúbbur Arnar og örlygs hefur gefiö út. Höf- undur er Anders Hansen blaðamaöur en auk ritaös máls eru í bókinni tals- vert á annaö hundrað teikningar sem Haukur Halldórsson myndlistarmaöur hefur gert sérstaklega fyrir þetta verk. Bókin er fyrsta bindi ritsafns, sem spanna mun tímabilið frá 1400 fram til 1800 eöa lengur. Islenskir annálar 1400 til 1449 er á þriöja hundr- aö blaðsíöur aö stærö í stóru broti. Bók- in veröur ekki til sölu á almennum markaöi heldur eingöngu innan Bóka- klúbbsins. I kynningu útgefanda á hinni nýju bók segir svo meöal annars: „I ritsafninu „Islenskir annálar” veröa atburöir Islandssögunnar raktir liö fyrir liö frá ári til árs. I þessu fyrsta bindi, sem nú kemur út, er tekið fyrir tímabilið 1400 til 1449, sem tvímæla- laust má telja eitt merkilegasta tíma- bil Islandssögunnar, þótt 15. öldinni hafi til þessa verið gerö tiltölulega lítil skil. Á fyrri hluta 15. aldar gerðist þaö til dæmis, aö Svartidauði gekk yfir landiö, og lagði tugþúsundir lands- Við elda Indlands Ferðasaga Sigurðar A. Magnússonar Hjá Máli og menningu er komin út í 2. útgáfu feröasaga Sigurðar A. Magnússonar frá Indlandi: Viö elda Indlands. Hún kom fyrst út áriö 1962 en hefur lengi verið ófáanleg. Sigurður A. Magnússon ferðaöist áriö 1960 um rúmlega þriggja mánaöa skeið um Indland og kynnti sér land og þjóö, siöi, trúarbrögö, menningu og daglegt líf. I bókinni bregður hann upp persónulegum og ljóslifandi myndum af því sem hann uppliföi og leitast viö aö skilja og greina það sem mætti honum í þessu fjarlæga og framandi landi. Margar myndir eru í þessari nýju út- gáfu sem ekki voru í hinni fyrri, og aft- ast er greinargott kort af Indlandi þar sem helstu staöir og áfangar á ferö höf- undar eru merktir inn. Bókin er 295 bls. og unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Andara Hansan blaðamaður. manna í gröfina. Á þessum tíma gerö- ist þaö aö Englendingar hef ja siglingar hingað til lands í stórum stíl, bæöi til verslunar og fiskveiða. Margir fræöi- menn hafa nefnt tímabilið „Ensku öldina” af þessum sökum, og víst er aö á þessum tíma voru áhrif Englendinga hér síst minni en áhrif Dana og Norö- manna. Fimmtánda öldin er einnig öld margra glæstustu höföingja landsins, svo sem Arna milda Olafssonar hirö- stjóra og biskups í Skálholti, Bjöms Jórsalafara og Lofts ríka Guttorms- sonar á Mööruvöllum. Á fyrri hluta 15. aldar gerðist þaö einnig aö Islendingar fóru að Jóni Gerrekssyni biskupi í Skálholti og drekktu honum í Brúará. Á þessum tíma gerist það aö Islendingar fara í síðustu ferö til Grænlands, sem vitað er um á miööldum, og er í bókinni mikil og merk saga af þeirri ferð. Enn má nefna að á þessum tíma gekk bólu- sótt hér á iandi, og er talið aö átta þúsund manns hafi látist af hennar völdum. Margar kynjafrásagnir eru í bókinni, þar sem landsmenn sáu sér- kennileg teikn á lofti, sjóskrímsli rak á land, menn voru taldir skilja hrafna- mál, maöur lá úti sem dauöur væri í þrjú ár, en reis síðan upp alheill, og svo mætti áfram telja. I bókinni er gerð grein fyrir helstu höfðingjum tímabils- ins, sérstök ritgerö er um alla biskupa á Hólum og í Skálholti, og sagt er frá áhrifamestu ættum þessa tímabils, svo aöeins sé rakið örlítið brot þess sem í bókinni er aö finna.” Allskonar góðgæti Útgefandi er Setberg Ný matreiöslubók, Allskonar góö- gæti, er komin út hjá bókaútgáfunni Setbergi. - Þetta er þriöja bókin sem sænski matreiðslumeistarinn Agnete Lampe og Guörún Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðrakennari sendáfrá sér. Hinar tvær voru: Nú bökum viö og Áttu von á gestum? I þessari nýju bók er allskonar góö- gæti: grísakótelettur með rjómavíns- sósu, kjúklingapottur, fylltur fiskbúö- ingur, veisluís frá Sikiley, smálúöuflök meö krabbafyllingu, nautasteik með smjörsteiktum kartöflum, steiktur lax í hvítvínssósu, fín fiskisúpa, ekta vínarsnitsel, paj meö skinku og blaö- lauk, hamborgarhryggur í portvíns- hlaupi, innbakaöur grafiax og margs- konar annaö góögæti. Mörg hundruð litmyndir sýna réttina og handtökin viö gerö þeirra. Heimur framliðinna 43 ára miðilsþjónusta Bjargar S. Ólafsdóttur Arnesútgáfan hefur sent frá sér bók um dulræna hæfileika Bjargar S. Olafsdóttur og miöilsstarf í 43 ár. En um hana hefur fátt eitt verið ritaö áöur. Bókin er samin og skrásett af Guömundi Kristinssyni og er hún í sjö köflum. I fýrsta kaflanum, sem ber heitiö ,,Sex landa sýn”, eru 20 frásagnir af skyggni Bjargar og dulheym í skemmtiferð meö dönsku ferðaskrif- stofunni Tjæreborg um sex Evrópu- löndsumarið 1976. Þá er sagt frá uppvexti hennar á Þingeyri við Dýrafjörð og miöilsþjálf- un hennar hjá Guörúnu Guðmunds- dóttur frá Berjanesi. Lýst er tilhögim fundanna og gerð grein fyrir stjómendum hennar aö handan og sambandi hennar viö þá. Þá er kafli, sem heitir ,,Sýnir viö dánarbeö”. Þar eru sex frásagnir af sýnum Bjargar og dulheym við dánar- beö og brottför af þessum heimi. Síöustu f jórir kaflamir em byggöir á 14 miðilsfundum, sem Björg hélt á Sel- fossi sumariö 1980 og 1981. Þar koma fram þrír þjóökunnir menn, löngu látnir, ásamt aðalstjómanda hennar og veita svör viö því hver örlög mönnum eru búin við líkamsdauðann, hvaö við taki og lýsa hinum nýju heim- kynnum. Bókin er 236 blaðsíður aö stærð og var prentuð í Prentsmiöju Suðurlands en káputeikningu gerði Gisli Sgurös- son. .SN0NINGURINN Snúningurinn Ijóðabók eftir Kristin Sæmundsson Ut er komin ljóöabók eftir Kristin Sæmundsson, 17 ára Reykvíking, og heitir bókin Snúningurinn. Er þaö fyrsta bók höfundar sem gefur bókina út sjálfur. Með þessari bók vill höf- undur benda lesendum á þaö aö veru- leikinn býöur upp á fleiri möguleika en viðist í fyrstu. I bókinni er Fimmfalt lík frá Medúsu en aörar teikningar eru eftir Bessa Jónsson. Bókin er 44 síður að stærð, gefin út í 200 eintökum og kostar 200 krónur eintakiö. Bókina má kaupa í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og bókaverslun Máls og menningar, en einnig selur höfundur sjálfur bókina. Ljóð fyrir lífi Ljóö fyrir lífi heitir ljóöabók sem ungt skáld, Berglind Gunnarsdóttir, hefur nýgefiö út. Ljóöunum er kafla- skipt: Skilnaöarljóö, Ur lögbók mann- anna, Tilbrigði, Til hinna dánu og Eitt þýtt ljóö. Ljóöabók Berglindar fæst í bókabúöunum: Eymundsson, Máli og menningu og Bóksölu stúdenta og kostar 150 krónur. Áöur hafa birst ljóö eftir Berglindi í tímaritum en þetta er hennar fyrsta ljóðabók. Forsíðumynd- in er eftir Megas. Letur f jölritaöi. Gullkorn Ut er komin bók er inniheldur 12 af vinsælustu lögum Magnúsar Eiríks- sonar í léttum útsetningum fyrir hljómboröshljóöfæri ásamt gítar- hljómum. Lögin eru: Draumaprinsinn, Einbúinn, Einhvers staöar, einhvem- tíma. . . Gamli, góöi vinur, Hvaö um mig og þíg?, O, þú, Reyndu aftur, Róninn, Sigling, Sölvi Helgason, Vals númer 1 og Þorparinn. Þaö er útgáfu- fyrirtækiö Isalög sf. er gef ur bókina út. GULLKO Í2 ofvlHtahMu fðgum Magntisar Eiríkssvnar i Itman úiiriningum Undraheimur Indíalanda eftir Kjartan Ólafsson Setberg hefur gefiö út nýja ferðabók eftir Kjartan Olafsson hagfræöing. Hún heitir Undraheimur Indíalanda — ferðaþættir frá Indlandi Gandhis. Kjartan er löngu kunnur sem þýöandi og rithöfundur. Hann sneri til dæmis hinni stórfenglegu sjálfsævisögu Maxims Gorkis beint úr rússnesku á íslensku og hann hefur meöal annars ritað tvær feröasögur, Sól í fullu suðri og Eldóradó, sem hlutu lof gagnrýn- enda. Báöar bækurnar eru löngu uppseldar. Auk þess að vera hagfræðingur aö mennt hefur Kjartan lagt stund á helstu tungur heims og aörar fleiri svo sem urdu í Pakistan og afríkaans í Suður-Afríku. Kjartan hefur dvalist í öllum álfum heims og telst aö öllum líkindum víöförlastur Islendinga. Til dæmis heimsótti hann öll lönd Rómönsku Ameríku, yfir 20 að tölu, þrátt fyrir byltingar í tveimur þeirra. Þá mun Kjartan vera einn þeirra fáu Islendinga er ferðast hafa um Síberíu. I þessari nýju bók, Undraheimi Indíalanda, segir Kjartan frá ferö sinni um Indland, meðal annars Kasmír. Ennfremur heimsækir hann Amritsar, höfuöborg hinna herskáu Sikha, lýsir gullnum hofum og heilög- um musterum. Hann greinir frá hinu einkennilega samfélagi Parsa í Bombay. Kjartan lagði leiö sína á helstu sögustaði búddisma. Hann fór til Banares, hinnar helgu borgar hindúa. Þar hitti hann Frakka er haföi yfirgefið ættland og fjölskyldu og sest þar að hjá heilagri konu, „Hinni blessuðu móður”, knúinn slíkum ofur- mætti sem stafar af persónu hennar. Þá segir höfundur frá Kasmir og langur kafli er um Gandhi, frelsishetju Indverja. Uppi í Himalayja dvaldist Kjartan hjá Miru Behn, alúðarvinkonu Gandhis, en hún er ein af helstu persónum í hinni víöfrægu kvikmynd Richards Attenboroughs um Mahatma Gandhi. Undraheimur Indialanda er 200 blaösíður í stóru broti en auk þess eru í bókinni nærri 60 ljósmyndir. Á vina f undi eftir Guðmund Daníelsson Komin er út bókin Á vina fundi eftir Guömund Daníelsson og eru þetta sautján samtöl viö fólk úr öllum lands- hlutum, þótt flest sé af Suöurlandi. Heiti kafla og frásegjenda: Björn Guömundsson: Síöasti bóndi á Rauðnefsstöðum. Vigdís Magnúsdótt- ir: Eg hef lifaö 99 jólanætur. Gissur Ævarr Jónsson: Austan viö mána og sunnan við sól. Jón Þorkelsson smiöur: Ur smádölum í smjördali. Jón Vídalín, Sólveigarstööum: Utan af hafi — undir gler. Jón Ingvarsson, Skipum: Okkur skortir mest ættjarðarást. Rut í Sólvangi: Kona frá Tíról. Séra Stefán Lárusson í Odda: Krókótt leiö. Markús Einarsson, forstjóri á Litla-Hrauni: Meöal frjálsra manna og fanga. Andrés Jónsson, bóndi og verka- maöur: Sjá roöann í austri. Kristín Jónsdóttir frá Gemlufalli: Kona aö vestan. Haraldur Jónson í Miðey: Viö vötnin ströng. Olafur Jónsson, Eystra- Geldingaholti: Horft um öxl. Krist- mann Guðmundsson skáld: Gaman að heyra hvurnig fer. Björn Guðmunds- son, Sleöbrjótsseli: Bóndi fyrir austan. Anna Margrét og Friðrik Pétursson: Þau létu gömlu nöfnin fyrir nýtt fóstur- land. Jónas Magnússon verkstjóri og bóndi í Stardal: Vertíö í Þorlákshöfn 1916. Á vina fundi er 202 blaðsíður. Prent- berg h.f. prentaði en útgefandi er Set- berg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.