Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Síða 32
32
DV "MIÐVIKUDAGUR 2: NOVEMBER’1983:'1
Andlát
Árni Jónasson húsasmíðameistari,
Granaskjóli 40, lést í Borgarspítalan-
um 30. október.
Davíð Guðmundur Bjarnason fram-
kvæmdastjóri, Einarsnesi 20
Reykjavík, lést að kvöldi sunnudagsins
30. októberíLandakotsspítala.
Ingibjörg Daðadóttir, Vallargerði 30
Kópavogi, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 3. nóvember
kl. 10.30.
Bálför Málfríðar Einarsdóttur, Rauöa-
læk 14, verður gerð frá Dómkirkjunni
föstudaginn 4. nóvember kl. 13.30.
Sigþrúður Guðjónsdóttir Andreasen,
Lyngbrekku 3 Kópavogi, sem andaðist
26. október sl. veröur jarðsungin frá
Kópavogskirkju fimmtudaginn 3.
nóvember kl. 15.00.
Benedikt Jóhannesson, Saurum, sem
lést 25. október verður jarðsunginn
föstudaginn 4. nóvember ki.
14.00.Athöfnin fer fram í Félagsheimil-
inu Dalabúö. Jarösett verður í
Hjarðarholtskirkjugarði. Ferð verður
frá BSI kl. 8 sama dag.
Leifur Grímsson, Áflheimum 13, fyrr-
um bóndi að Galtarvík, verður
jarösunginn frá Langhoitskirkju;
fimmtudaginn 3. nóvember ki. 13.30.
Þórarinn J. Björnsson, Hrafnistu
Hafnarfirði, verður jarösunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 3.
nóvember kl. 13.30.
Minningarathöfn um Albert
Valgeirsson frá Bæ Arneshreppi fer
fram í Háteigskirkju föstudaginn 4.
nóvember kl. 10.30. Jarðsett verður frá
Ámeskirkju iaugardaginn 5. nóvem-
berkl. 14.00.
Bjami Jónsson beykir, áður að Hátúni
3, lést að Hrafnistu 28. október. Hann
var fæddur aö Selkoti í Þingvallasveit
12/101890.
Fundir
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Reykjavík
heldur fund að Hallveigarstöðum fimmtudag-
inn 3. nóvember kl. 20.30. Basar félagsins
verður laugardaginn 12. nóvember.
Kvenfélag
Hallgrímskirkju
Fundur verður í safnaðarheimili kirkjunnar
fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.30. Á
dagskrá verður ferðasöguþáttur, litskyggnur
og kaffi og að lokum vetrarhugvekja. Mætið
vel og stundvíslega.
Fræðslufundur
Fyrsti fræðslufundur Fuglaverndarfélags Is-
lands verður haldinn í Norræna húsinu
fimmtudaginn 3. nóv. kl. 20.30.
Jón Guðmundsson líffræðingur flytur
erindi með litskyggnum sem hann nefnir:
Æðarfugl, h'fshættir hans og nytjar.
öllum heimill aögangur.
Stjórnin
Samtök gegn
asma og ofnæmi
Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 5.
nóvember að Norðurbrún 1 kl. 14.00. Gestir
fundarins verða læknamir Davíð Gíslason og
Vilhjálmur Rafnsson. Kaffiveitingar og
félagsvist, fjölmennið og takið með ykkur
gesti.
Basarar
Kvenfélag
Kópavogs
Félagskonur, tekið verður á móti
basarmunum í félagsheimilinu föstudags-
kvöldið 4. nóv. frá kl. 20—22, laugardaginn 5.
nóv. kl. 14—17 og að Hamraborg I
sunnudaginn 6. nóv. kl. 10—12.
Basar, basar
Basar til eflingar kirkjubyggingarsjóði
Langholtskirkju verður haldinn laugardag-
inn 5. nóvember kl. 14.00 í Safnaðarheimil-
inu. tJrval handunninna jólagjafa, heima-
bakaðar kökur og happdrætti. Móttaka á
munum og kökum föstudaginn 4. nóv. kl. 14.00
til 22.00 og laugardaginn 5. nóv. kl. 10.00 til
12.00.
Kvenfélag Langholtssóknar.
Húsmæðrafólag
Reykjavíkur
heldur basar og flóamarkað að Hallveigar-
stöðum sunnudaginn 6. nóvember kl. 14.00.
Félagskonur og aðrir vinir sem ætla að gefa
muni á basarinn eru beðnir að hafa samband
við Rögnu, sími 81759, Steinunni, sími 84280 og
Sigríði.sími 23630.
Kvenfélagið Hringurinn
Basarmunir, sem verða á væntanlegum
basar kvenfélagsins, verða hafðir til sýnLs nú
um þessa helgi í verslunarglugga Gráfelds á
horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis.
Basarínn verður síðan haldinn þann 5. nóvem-
ber nk. kl. 14.00 í Vörðuskóla við Barónsstíg.
Verkakvennafélagið
Framsókn
heldur sinn árlega basar laugardaginn 19.
nóvember kl. 14 að Hallveigarstöðum. Tekið á
móti munum á skrifstofu félagsins að Hverfis-
götu8—10.
Basamefndin.
Átthagasamtök
Héraðsmanna
verða með basar í Blómavali laugardaginn 5.
nóvember. Velunnarar eru beðnir að koma
með kökur og muni eftir ki. 9 i Blómaval.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
heldur basar og flóamarkað að Hallveigar-
stöðum sunnudaginn 13. nóvember kl. 14.
Félagskonur og aðrir vinir sem ætla að gefa
muni á basarinn eru beðnir að hafa samband
við Rögnu í síma 81759, Ste biunni, síma 84280
ogSigríði , síma 23630.
Tónleikar
Tónleikar
Sinfóníuhljómsveitar
íslands
Næstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands
sem eru hinir þriðju á þessu starfsári verða í
Háskólabíói á morgun, fimmtudag, og hefjast
eins og vant er kl. 20.30. Efnisskrá tónleik-
anna verður sem hér segir:
J.Ch. Bach: Sinfónía í D-dúr
A. Vivaldi: Fagottkonsert
Atli Heimir Sveinsson: Fagottkonsert
(frumfl. á Islandi)
M. Ravel: Rapsodie Espangnole
Stjómandi á þessum tónleikum er aðal-
stjómandi hljómsveitarinnar, Jean-Pierre
Jacquillat. Hann hefur verið aðalstjómandi
hljómsveitarinnar sl. 3 ár og er óþarfi að
kynna hann nánar íslenskum tónleikagestum.
Einleikari kvöldsins, Per Hannisdal, er
ungur norskur listamaður, fæddur í Björgvin
1958. Hann nam fagottleik í Osló hjá Amulf
Brache og Torleiv Nedberg og síðan í Genf
hjá Roger Birnstingl. Síðan 1978 hefur hann
verið fyrsti fagottleikari í Fílharmoníuhljóm-
sveitinni í Osló. Hann hefur komið fram sem
einleikari með fremstu hljómsveitum í
Noregi og Danmörku og einnig tekið mikinn
þátt í flutningi kammertónlistar. Þegar
„Trobar clus” fagottkonsert Atla Heimis
Sveinssonar, var frumfluttur í Osló í fyrra fór
Per Hannisdal með einleikshlutverkið og þótti
skila þvi vandasama viðfangsefni með mikl-
um glæsibrag.
Islenska
hljómsveitin
Stjórn Islensku hljómsveitarinnar hefur
ákveðið að hefja vetrarstarfið, þótt enn sé
ekki ljóst hvort hljómsveitin hlýtur þann
stuðning sem þarf. Er þetta gert í trausti á
velvilja ríkisvaldsins enda hafa öll viðbrögð
og undirtektir tónlistarunnenda veriö á þann
veg að ástæða er að halda starfinu áfram.
Enn er unnt að fá áskrift að tónleikum
vetrarins og á það skal sérstaklega bent að
engir miðar verða seldir í lausasölu. Þá er
áskrifendum bent á, að sækja áskriftar-
skírteini á skrifstofu hljómsveitarinnar að
Fríkirkjuvegi 11.
Fyrstu tónleikar vetrarins verða
fimmtudaginn 10. nóvember í Neskirkju kl.
20.30.
Hallgrímskirkja
Áður auglýstur tónlistarflutningur við nátt-
söng kl. 22 í kvöld (miðvikudag) fellur niður
vegna veikinda. Náttsöngur verður þó sungin
aðvenju.
íþróttir
Unglingamót Ægis
Unglingamót Ægis verður haldið í Sundhöll
Reykjavíkur 6. nóv. 1983.
1. grein 200 m skriðsund stúlkna.
2. gr. 100 m flugsund pilta.
3. gr. 100 m bringusund telpna.
4. gr. 100 m bringusund drengja.
5. gr. 50mskriðsundsveina.
6. gr. 50mskriðsundmeyja.
7 . 200 m bringusund stúlkna.
8. lOOmskriðsundpilta.
9. 100 m baksund telpna.
10. gr4X5mfjórsundpilta.
11. gr. 4x50 m fjórsund stúlkna.
Þátttökutilkynningar berist föstudaginn 4.
nóvember til Kristins Kolbeinssonar, Grana-
skjóli 1, sími 10963 eða Gunnars Guðmunds-
sonar, Lindarbraut 5, sími 18134. Þátttöku-
gjald verður kr. 30 á grein og kr. 60 fyrir
boðsund.
Mótið hefst kl. 15.00 sunnudaginn 6.
nóvember og upphitun hefst kl. 14.00.
Dómaranámskeið
f körfu
Dómaranámskeið í körfuknattleik verða
haldin í Reykjavík og Keflavik sem hér
segir:
I Keflavík laugardaginn 5. og sunnudag-
inn 6. nóvember nk.
I Reykjavík sunnudaginn 6. og mánu-
daginn 7. nóvember nk.
Þátttökutilkynningar þurfa aö hafa borist
skrifstofu KKl í síðasta lagi fimmtudaginn
3. nóvember nk. Þátttökugjald er kr. 200,-
fyrir manninn.
Skrifstofan er opin sem hér segir:
Mánudaga kl. 15—18, Þriðjudaga kl. 10—12,
miðvikudaga kl. 10—12, fimmtudaga kl. 15—
18, föstudaga kl. 10—12.
Firmakeppni KKÍ
Þátttökutilkynningar í firmakeppni KKl,
þurfa að hafa borist skrifstofu KKI eigi
síðar en 1. desember nk. Þátttökutilkynning
er ekki tekin til greina nema henni fylgi
þátttokugjald kr. 1300,-.
Ferðalög
Útivistarferðir
Helgarferö 4.—6. nóv.
Snæfellsnes. Brottför föstud. kl. 20. Á slóðum
Bárðar Snæfellsáss (haustblót). Gamlar þjóð-
leiðir. Búðarklettur, Einarslón, völundarhús-
ið o.m.fl. skemmtilegt. Kjötsúpuveisla og
kvöldvaka. Gist í félagsheimilinu Lýsuhóli
(heitur pottur og sundlaug). Árleg ferð sem
enginn ætti að missa af. Bókanir á skrifst.
Lækjarg. 6a s. 14606.
Sunnudagur 6. nóv. kl. 13.,
Hellisheiðl-Draugatjörn. Gengið með vörðum
um gömlu þjóðleiðina að Hellukofanum og
Draugatjörn. Ferð fyrir alla. Reykjafells-
ganga ef vill. Verð. 250 kr., frítt f. börn m. full-
orðnum. Brottför frá bensínsölu BSI. Uppl i
síma (símsvari) 14606. Sjáumst.
Otivist.
Spilakvöld
Óháði söfnuðurinn
Félagsvist í Kirkjubæ nk. fimmtudagskvöld
kl. 20.30, góð verðlaun — kaffiveitingar. Takið
með ykkur gesti.
Kvenfélagið.
Happdrætti
Happdrætti Félags
einstæðra foreldra
Dregið hefur verið í happdrætti Félags
einstæðra foreldra, og hlutu eftirtalin númer
vinning:
2829, 4248, 2622, 60, 3842, 3112, 4287, 4398,
4078, 3598, 924, 4190, 1245, 2802, 929, 1940, 1872,
3538,1567,1204.
Siglingar
Akraborgin
siglir nú fjórar ferðir daglega á milli Akra-
ness og Reykjavíkur en að auki er farin
kvöldferðásunnudögum. Skipiðsiglir:
FráAk. FráRvík:
Kl. 08.30 Kl. 10.00
Kl. 11.30 Kl. 13.00
Kl. 14.30 Kl. 16.00
Kl. 17.30 Kl. 19.00
Kvöldferðir á sunnudögum frá Ak. kl. 20.30
ogfráRvík kl. 22.
Tilkynningar
Tapað
Jakki tapaðist i HoUywood.
Sá sem fékk afhentan grænan mittisleður-
jakka, mjög auðþekktan) í HoUywood
laugardaginn 29.10. vinsamlegast skUi honum
aftur á Hrísateig 29, sími 35994 eða í Holly-
wood.
HÚS&HÍBÝU
Víða komið við í
nýjasta tbl. H&H
Það kennir margra grasa i nóvemberhefti
tímaritsins Hús og híbýli. I blaðinu eru mynd-
skreyttar greinar um eldhússinnréttingar,
garðstofur, hemabarinn, rósarækt, sænsk
húsgögn, athygUsverð íbúðahverfi utan
Parísar, gullfiskarækt, megrunarkúra,
matreiðslubækur, kaup á notuðum hlutum,
„virka afþreyingu fyrir konur á Viktoríu-
tímanum”, handklæða- og þurrkofna, fjör-
kipp í íslenskum smáiðnaði, auk þess sem í
blaðinu er svo ein af hinum rómuðu uppskríft-
um H&H að peysum. Þá má loks geta viðtals
við stúlku, sem hefur verið við nám í arki-
tektúr undanfarin sex ár. Eins og fyrr segir er
blaðið rikulega skreytt litmyndum að vanda.
Er þetta næstsíðasta tölublað ársins. Jóla-
blaðið kemur út 1. desember.
Ályktun um niðurfellingu
sundfríðinda
Nemendaráð Tækniskóla Islands mótmælir
harðlega niðurfellingu sundfríðinda náms-
fólks, sérstaklega þar sem íþróttaaðstaða
fyrir nemendur í skólanum er engin. Telur
ráðið þetta forkastanleg vinnubrögö þar sem
ekki er um verulega fjárhæð að ræða af hálfu
rikisins, en getur komið illa við heilsu og
pyngju nemenda.
Ályktun um
lánamál námsmanna
Nemendaráð Tækniskóla Islands fordæmir
harðlega þann seinagang sem oröið hefur á
úthlutun námslána á þessu hausti.
Það eru forkastanleg vinnubrögð að um-
sækjendum skuli ekki vera svarað, hvort þeir
fái lán eður ei. Þetta hefur skapað óvissu og
óöryggi á fjölda heimila, auk þess sem
nemendur skólans hafa þurft að gera sér fjöl-
margar ferðir á skrifstofu lánasjóðsins vegna
þessa.
Ennfremur teljum við það fáránlegt að
frumgreinadeild skólans skuli ekki metin
sem samfellt 2ja ára nám. Það þýðir að menn
þurfa að taka víxillán þrjú ár í röð, þ.e. fyrst í
undirbúningsdeild, síðan í raungreinadeild
og loks á fyrsta ári í sérgreinadeildum.
Við bendum á að hægast væri að eftir að
menn væru einu sinni komnir inn í kerfi sjóðs-
ins fengju þeir skuldabréf eftir fyrsta ár þar
sem um samfellt nám er að ræða.
Við kerfjumst þess að gerðar verði úrbætur
í þessum málum svo að fjarvistir nemenda
fari ekki úr hófi fram vegna baráttu við
kerfið.
bc m
-GAMLA8 8/KKllR QG NVJA8 —
HVEí?FI5GOTU 52 - REVKJAVÍK-SÍMl 29720
ÍSLAND
Fágætar bækur f
bóksöluskrá
Bókavörðunnar
Okkur er ánægja að senda yður til fróðleiks og
kynningar bóksöluskrá Bókavörðunnar nr.
24/1983. Bókvarðan er verslun í Reykjavík
með gamlar og nýlegar bækur.
Skráin skiptist að þessu sinni eftir efnum í:
Þjóðsögur og þjóðlegur fróðleikur, héraða-
saga og ættfræði, íslensk og norræn fræði,
tímarit og ritsöfn, saga lands og heims, ljóð
kvæði, skáldsögur og smásögur, landlýsingar
af norðurslóð, trúmál og prédikanasöfn,
náttúrufræði, auk viðbætis og blöndu nýkom-
inna rita.
I þessari skrá er óvenjulega mikið af
fágætum merkum bókum, sem sjaldan eru á
markaði. Má þar t.d. nefna Alþýðubókina eft-
ir Halldór Laxness, 2. útgáfu, Reykjavik 1947,
en útgáfa þessi var einungis prentuð í 15 ein-
tökum og eru nöfn viðtakenda skráð á
eintökin. Einnig: Saga Reykjavíkur 1—2 bindi
eftir Klemens landritara Jónsson, Arbækur
Reykjavíkur eftir dr. Jón Helgason biskup,
Kvæðabók Jóhanns Jónssonar skálds, hin
f ágætu smákver eftir Jón Thoroddsen yngra:
Flugur og María Magdalena. Einnig öll skák-
tímarit sem prentuð hafa verið á Islandi.
Tímaritið Skák frá upphafi, Islenskt skák-
blaö, Skákritið, Skákblaðiö og fleiri. Fágæt-
asta bók í skránni eru tvímælalaust bók dr.
Konrads Maurers: Islandische Volkssagen
der Gegenwart, en bók þessi var gefin út f
Leipzig i Þýskalandi árið 1860, tveim árum
fyrir hið mikla þjóðsagnasafn Jóns Arnason-
ar. Maurer var velgjörðarmaður og leiðbeín-
andi Jóns Arnasonar við söfnun þjóösagna.
auk þess að vera virtur visindamaður i
réttarsögu og lögvísi. Ekki er vitað til að bók
þessi hafi verið seld hérlendis síðustu 30 árin,
nema einu sinni. Bóksöluskrá þessa geta allir
dreifbýlisbúar fengið senda ókeypis, en Stór-
Reykjavíkurbúar fá hana afhenta í verslun
Bókvörðunnar að Hverfisgötu 52.
Frá Reykvíkingafélaginu
Gerist félagar fyrir aðalfundinn 7. nóvember.
Upplýsingar í símum 12371 og 18822.
Opið hús hjá Geðhjálp
Geðhjálp. Félagsmiðstöð Geðhjálpar, Báru-.
götu 11 Rvík. Opið hús laugardaga og
sunnudaga kl. 14—18. Þetta „opna hús” er
ekki einskorðað við félagsmenn Geðhjálpar
heldur og aðra er sinna vilja málefnum
félagsins. Simi 25990.
Átthagafólag
Slóttuhrepps
Kvennanefndin heldur árlegan haustfagnað
laugardaginn 5. nóvember kl. 8.30 að
Brautarholti 6 (efstu hæð) . Hljómsveitin
Kjamar leikur fyrir dansi. Brauð er
innifalið í miðaverðinu sem er kr. 300.00 á
mann.
Mætum og skemmtum okkur vel.
Sími AA-samtakanna
Eigir þú við áfengisvandamál að stríða þá er
sími samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20 dag-
lega.
Herrakvöld Valsmanna
Herrakvöld Vals, hið fyrsta sinnar tegundar,
verður haldið föstudaginn 4. nóvember nk. í
Félagsheimili tannlækna, Síðumúla 35.
Miðaverð er kr. 350 og er veislumatur
innifalinn. Skemmtiatriði eru öll innanfélags
og munu allir helstu skemmtikraftar koma
fram. Einnig verður málverkauppboð.
Upplýsingar og miðapantanir eru hjá
Lárusi Loftssyni, s. 71359/86880, og Halldóri
Einarssyni s. 31515/18355.
Fótaaðgerð
á vegum kvenfélags HaUgrimsklrkju fyrir
aldraöa er alla þriðjudaga kL 13—16 í félags-
heimili kirkjunnar. Tímapantanir eru í sím-
um 39965 Dómhildur og 10745 á þriðjudögum
kl. 13-16.
60 ára afmæli í dag.,2. nóvember,
Njáll Símonarson framkvæmdastjóri
Feröaskrifstofu Ulfars Jacobsen,
Bólstaöarhlíö 68 hér í Rvík. Hann og
kona hans, Svava Vilbergsdóttir, eru
erlendis um þessar mundir.
Heimilisfang hans ytra er: Hotel
Simonis, Markt Platz 4 D-5401, Kobem
— Godedorf, W-Germany.
85 ára afmæli á í dag, 2. nóvember, frú
Haildóra Jóhannesdóttir frá Mosfelii í
Mosfellssveit. Hún er nú vistmaöur á
vistheimilinu Hlaöhömrum 2 þar í
sveit. Eiginmaður hennar var Kristinn
bóndi Guömundsson á Mosfelli.
Halldóra verður aö heiman í dag.
90 ára afmæli á i dag, miðvikudaginn 2.
nóvember, Ólöf Fertramsdóttir frá
Nesi í Grunnavík, nú Stigahlíð 97
Reykjavík.
Síldveiði í
Fáskrúðsfirði
I nótt fengu nokkrir bátar síld í
Fáskrúðsfirði. I dag landar Guðmund-
ur Kristinn 150 tonnum sem hann fékk í
Fáskrúösfirði og Ljósfari RE landar 25
til 30 tonnum. Síldarsöltun hjá Pólar-
síid er oröin rúmlega 7 þúsund tunnur.
1 dag landar einnig Jón Finnsson 30
til 40 tonnum hjá Sólborgu hf. Þar er
búiö aö salta í um 400 tunnur.
Æglr/Fáskrúðsfirði