Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Síða 35
DV. MIÐVIKÚDAGUR 2. NÖVEMBER Í983.‘ ’
35
Pjóðarbókhlöðubyggingin gnæfir þarna yfir gömlu skúrana vlð Melavöllinn en ekki er allt fengið með ytri glæsileík; gamli Melavöllurinn er
þrátt fyrir óhrjáiegt útlit enn i fullu giidi, en bergmálið mun óma um innan tóma Þjóðarbókhlöðubygginguna um ókomin ár, efað líkum lætur.
Fjárveiting til Þjóðarbókhlöðu skorin niður:
Tilefni bygging-
arinnar á tíu
ára afmæli 1984
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga
næsta árs verður fjárveiting til bygg-
ingarsjóðs Þjóðarbókhlöðu einungis
tvær milljónir króna, sem er 13
milljón krónumminnaenáfjárlögum
þessa árs. Fyrir þessar tvær milljónir
er fyrst og fremst áætlað að ljúka þeim
verkefnum, sem staðið hafa yfir á
þessu ári, en það er frágangur á húsinu
utanverðu.
Verði fjárveitingin ekki hærri mun
húsið líklega verða fokhelt á næsta ári
en síðan yrðu framkvæmdir innanhúss
að biða þess að Alþingi léti fé af hendi
rakna til byggingarinnar.
Sögu Þjóðarbókhlöðunnar má rekja
aftur til ársins 1967 er byggingarsjóður
hennar var stofnaður. Arið 1970
ákváðu svo alþingismenn af mikilli
rausn að Þjóðarbókhlaða skyldi byggð
í tilefni 1100 ára afmælis Islands-
byggðar 1974.
Þjóðarbókhlöðunni var og er ætlað
að hýsa tvö af stærstu rannsóknarbóka-
söfnum landsins, Landsbókasafnið og
Háskólabókasafnið. Að auki mun
bygging Þjóðarbókhlöðunnar leysa
húsnæðisvanda Þjóöskjalasafnsins i
bili þar sem það fær til umráða allt
Safnhúsið við Hverfisgötu, sem nú hýs-
ir bæði Þjóðskjalasafnið og Lands-
bókasafnið.
Framkvæmdir við Þjóðarbókhlöð-
una hófust svo í janúar 1978 og var hús-
inu valin lóð rétt vestan við gamla
Melavöllinn við Suðurgötu. Þessar
byrjunarframkvæmdir stóðu yfir til
ársloka 1978 en þá var gert hlé á þeim.
Hafist var handa að nýju 1980 og hefur
verið unnið að byggingunni óslitið
síöan, en ef ekki fæst hærri f járveiting
en gert er ráð fyrir á fjárlögum næsta
árs, er fyrirsjáanlegt að framkvæmdir
stöðvist.
Samkvæmt upplýsingum Finnboga
Guðmundssonar landsbókavarðar og
formanns byggingarnefndar Þjóðar-
bókhlööu, hefur alls verið veitt rúm
41 milljón króna til byggingarinnar frá
upphafi. Séu þessar miUjónir reiknað-
ar fram á gengi krónunnar í sumar
verðaþærum90'.
I áætlun, sem byggingarnefndin lét
gera í vor, er gert ráð fyrir að til að
ljúka byggingunni þurfi nú um 180
mUljónir króna. Þvi sé einungis búið að
veita einn þriðja þess fjármagns, sem
þarf tU að ljúka byggingunni og á
næsta ári eru tiu ár síðan tUefnið tú
byggingarinnar, 1100 ára búsetuaf-
mæUö, var.
Aætlunin miðaði ennf remur að því að
byggingunni yrði lokið á næstu f jórum
árum, en nú er nokkuö ljóst að af því
getur ekki orðið.
Við leituðum áUts forstööumanna
þeirra þriggja safna, sem bygging
Þjóöarbókhlöðunnar shertir, á fyrir-
huguðum niðurskurði á f járveitingu tU
byggingarinnar.
SþS
„Setjum
traust
okkará
mennta-
málaráð-
herra”
— segirFinnbogi
Guðmundsson
landsbóka-
vörður
„Við erum ekki ánægðir eins og
að likum lætur,” segir Finnbogi
Guömundsson, landsbókavöröur
og formaöur byggingarnefndar
Þjóöarbókhlööu, er hann er inntur
álits á niöurskurði fjárveitinga tU
framkvæmda við Þjóðarbókhlöðu,
sem lagður er tU í f járlögum næsta
árs.
„Þaö er allt annað að hægja á
framkvæmdum við bygginguna en
að skera þær niður við trog eins og
þama er lagt til. Við gerum okkur
grein fyrir því að það væri eðlUegt
að hægja á sér en við væntum þess
auðvitað að framkvæmdir verði
ekki stöðvaðar,” segir Finnbogi.
Hann bendir á aö ekki sé ÖU nótt
úti enn og mögulegt að breytingar
verði á í meðförum þingsins.
„Við setjum traust okkar á
Ragnhildi menntamálaráðherra,
að hún beiti sér fyrir því að fram-
lagiö til byggingarinnar verði
hækkað svo að unnt verði aö halda
áfram,” segir Finnbogi.
Er hann er spurður hvaða
afleiðingar það hafi í för með sér
nái tUlögur fjármálaráðherra um
niðurskurð fram að ganga, segir
Finnbogi að það muni skjóta því á
enn lengri frest að rætist úr
húsnæðismálum Landsbókasafns-
ins og ekki einungis þess heldur
einnig Háskólabókasafns og Þjóð-
skjalasafns, en öll þessi söfn séu
meö bækur og skjöl í geymslum
víðs vegar um bæinn.
„Það er fyrirsjáanlegt að engin
fullkomin bót verður þarna á fyrr
en bókhlöðusmiðinni lýkur,” segir
Finnbogi Guðmundsson lands-
bókavörður. sþS
„Lít alvarlegum
augum á þennan
niðurskurð”
segir Einar Sigurðsson, forstöðumaður Háskólabókasafns
,Jíg lít náttúrulega stóralvarlegum
augum á þennan niðurskurð, þvi þama
er um aö ræða stöðvun á byggingu
hússins,” segir Einar Sigurðsson, for-
stöðumaður Háskólabókasafns, er
hann er spuröur álits á niöurskurði
If járveitingar til byggingar Þjóðarbók-
ihlöðu.
Það kemur fram hjá Einari að
húsnæðisvandræöi Háskólabókasafns-
ins eru gífurieg. Safnið er með geymsl-
ur á leigu á tveimur stöðum í bænum,
lestrarhúsnæði á vegum Háskólans er
á mllli sjö og átta hundruð sæti og þaö
dreifist einnig um bæinn, i húsnæöi
sem Háskólinn hefur keypt eða leigt.
Nokkuð af því er að vísu í byggingum
Háskólans við Suöurgötu en annað i
bráöabirgðahúsnæði viðs vegar um
bæinn.
„Astandiö hér i safninu sjálfu i aöal-
byggingu Háskólans er þannig aö sæti
eru fyrir 12—15 manns, hitt er allt
saman einhvers staðar annars staðar í
tegnslum viö útibú safnsins eða bara i
lesstofum þar sem engar bækur eru,”
segirEinar.
Við aðstæður sem þessar telur Einar
að útilokað sé aö reka bókasafn. Hann
nefnir aö nú sé mikiö talað um upp-
lýsingabyltingu víös vegar i veröldinni
en þaö sé ijóst að öflug upplýsinga-
starfsemi verði ekki rekin til fram-
búðar með þessari aðstöðu.
Einnig sé talað um að tengja námið
meira notkun námsgagna, ritanotkun,
en ekki náist verulegur árangur i þá
veru við þessar aðstæður.
, JEf það verða til dæmis engar úr-
bætur á húsnæðismálum safnsins í
heilan áratug er vont að sjá hvernig
menn fara að, ” segir Einar. SþS.
„Safnahúsið
dugir okkur
ekki lengi”
— segir Bjarni Vilhjálmsson
þjóðskjalavörður
„Eg harma þennan niöurskurö," skurðinn framaöganga muni þær þó
segir Bjarni Vilhjálmsson þjóð- enntefjafyriraðrýmkiumsafoiö.
skjalavöröur um áform um niður- „Eg vtt þó benda á það að þótt
skurð fjárveitinga ttt Þjóöarbók- Þjóðskjalasafnið fái allt Safoahúsiö
hlöðu sem fram koma í fjárlögum hér við Hverfisgötuna verður það
næstaárs. aldrel endanleg lausn á húsnæðis-
„Eg fullyrði ekkert um þörfina á málum safnsins, þaö eru svo óskap-
þessum niðurskuröi en vona bara að lega miklar skjalabirgðir til i land-
meira fé verði veitt næst, hvenær inu,” segir Bjami.
sem það veröur, til að rakni nú eitt- Það er von hans að þegar Þjóðar-
hvað úr þeim húsnæðisvandrteðum bókhlöðubyggingunni ljúki verði far-
semsöfoinþrjúeruí,”segirBjami. ið að hugsa til nýrrar byggingar
Hann segir að ástandið hjá fyrir Þjóðskjalasafnið.
Þjóöskjalasafninu hafi verið erfitt „Það er framtíöarverkefoið,”
árumsamanoggetívartorðiöverra segir BJami Vilhjálmsson þjóð-
en þar er. Nái áætlanimar um niöur- skjalavöröur. SjjS.