Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Síða 37
,a»8t HaaMavovf .s HUOAauaivaiM .va DV. MIÐVKUDAGUR 2. NOVEMBER1983. 37 Guðjón Einarsson, skipstjóri á Skarfi, ræðir við fulltrúa Eimskips. DV-mynd GVA. Fundum menn- ina strax — segir Guðjón Einarsson, skipstjóri á Skarfi GK, sem var meðal þeirra fyrstu á slysstað „Við komum á slysstaðinn um það bil þremur stundarf jórðungum eftir að skipið sekkur,” segir Guðjón Einars- son skipstjóri á Skarfi GK, en Skarfur var með f yrstu bátum á sly sstaðinn. Skarfur var ásamt fleiri bátum frá Grindavík á leið til síldveiða fyrir Austurlandi er neyðarkallið barst frá Kampen. „Astandið á slysstaðnum var hrika- legt þegar við komum þangað, brak um allan sjó og allt löðrandi í olíu. Við fundum þó mennina strax, einir átta héngu á einhvers konar gúmmídruslu en hinir á öðru braki eða á sundi í sjón- um. Það var afarerfitt að sjá nokkuð, allt var kolsvart þarna og aðeins höfuöin á mönnunum sjáanleg upp úr,” segir Guöjón. Mennirnir höföu verið í sjónum í allt að klukkustund er fyrstu bátamir komu að og mjög af þeim dregið og nokkrir líkast til þegar látnir. „Við náöum tveimur af þeim sem héngu á gúmmídruslunni um horö til okkar en Hópsnesið tók hina sex. Við náöum síðan einum í viðbót, aftan við bátinn, þar sem hann hékk á spýtu,” segir Guöjón. Hann telur að allir þrír hafi verið á lífi er þeir náðust um borð en einn lést skömmu síðar. Hinir tveir voru nokkuö hressir þrátt fyrir allt. Á meðan enn var talin von um að þriðji skipverjinn væri á lífi voru fengnir tveir sjúkraliðar frá annarri varnarliðsþyrlunni, sem komið hafði á staðinn, en því miður gátu þeir ekkert að gert. Urðu þeir að koma með bátn- um inn til Eyja því svo slæmt var veörið aö ekki tókst að hifa þá upp i þyrluna aftur. „Þetta er afaróskemmtileg lífs- reynsla að lenda i svona nokkru,” segir Guðjón, en hann hefur ekki fyrr lent í því að bjarga mönnum úr sjó. SþS Skipskaðinn átti sár nokkurn aðdraganda og tókst nokkrum skipverjum að bjargapersónulegum munum sinum fráborði. DV-myndir GVA Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips: Tryggingarmálin okkur óviðkomandi „A þessum árstíma er ekkert óeðli- legt við þaö að skipum seinki á leiðinni til landsins og rey ndar f réttum við ekk- ert af vandræðum .JKampen” fyrr en um sexleytið í gærkvöldi,” sagði Hörður Sigurgestsson forstjóri Eim- skips nú í morgun. Nokkurri furöu hefur sætt að skipið skuli ekki hafa beðið um aðstoð fyrr en allt var komið í óefni, 15 gráða slagsíða mun hafa verið á því á annan sólarhring og er likum að því leitt að tryggingarmál komi þar innímyndina. „Leiguskip sem þessi eru aldrei í' sambandi við okkur heldur við út- geröarfyrirtæki sín erlendis, hvort sem um er að ræða matarskort eða aðra vöntun. 1 þessu tilviki er „Kampen” í sambandi við útgerðar- fyrirtæki sitt í Hamborg og fréttum við ekki af vandræðum þess fyrr en kl. 6 þegar útgerðarfyrirtækið hefur sam- band við okkur og spyr hvort ekki sé allt í lagi. Þá komum við af fjöllum en þar hefjast afskipti okkar fyrst. Tryggingarmál öll vegna þessa atburðar eru í höndum útgerðarinnar í Hamborg og koma okkur því ekki við,” sagði Hörður Sigurgestsson. -EIR. „Þetta var mikil Hfsreynsia," sögðu Sigurður Sævarsson, Ásgeir Runólfsson og Þorvaldur Þorvaldsson, skipverjar á Skarfinum, um björgunaraðgerðirnar ígærkvöldi. D V-mynd GVA „Búnir að vera tvo sólar- hringa með hallandi skip” — segja þrír skipver jar á Skarfinum, sem kom fyrstur á vettvang „Þeir voru búnir að vera tvo sólar- hringa með hallandi skip. Það kom sjór í lestamar eftir að tíu eða tólf lúgurfóruaf stað.” Þetta sögðu þeir Sigurður Sævars- son, Ásgeir Runólfsson og Þorvaldur Þorvaldsson, skipverjar á Skarfinum, sem kom fyrstur skipa á vettvang í gærkvöldi. — Vitið þið af hverju þeir komust ekki um borð í björgunarbátana? „Lúgumar eyðilögðu bátana, þegar þærfóruafstað.” Þeir félagar sögðu, að þýsku skip- brotsmennimir hefðu albr verið í björgunarvestum og að þeir hefðu hangiö nokkrir saman á spýtnabraki. „Þetta var mikil lífsreynsla,” sögðu Siguröur Sævarsson, Asgeir Runólfs- son og Þorvaldur Þorvaldsson skipver jar á Skarfinum. -GB Björgunarsveitarmenn ttytja lik skipstjóra Ms. Kampen iland úr Kópi frá Grindavik. ALLAR AÐSTÆÐUR MJÖG ERFIÐAR — segir Jóhannes Jónsson, skipstjóri á Kópi GK, en áhöfn hans náði síðasta skipverjanum af Kampen úr sjónum Báðir mennirnir sem við náðum upp reyndust látnir, segir Jóhannes Jóns- son, skipstjóri á Kópi GK. „Við komum á slysstaðinn um klukkan hálftíu en þá voru þegar komnir nokkrir bátar á staðinn,” segir Jóhannes Jónsson, skipstjóri á Kópi GK, en Kópur var einn þeirra fimm báta sem björguðu skipbrotsmönnum af Kampen. „Allar aðstæður voru mjög erfiðar þarna, mikið brak á floti og olíubrák. I Við náðum siðasta manninum en það var upp úr klukkan ellefu og var það lík skipstjóra Kampen,” segir Jóhannes. Hinn skipverjinn sem þeir á Kópi náðu um borð reyndist einnig látinn. Kópur var, eins og hinir bátamir sem komu á slysstaðinn, á leið til síld- veiða fyrir Austurlandi. SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.