Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Síða 4
4
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983.
NÝTT LÍF-MÁL í
UPPSIGUNGU?
— Time segir
Frjálst
framtakfara
íkringum
hæsta-
réttar-
dóminn
Utgáfufyrirtækið Time Incor-
porated, sem á vörumerkið „Life”
skrásett hérlendis, vill ekki una því aö
Frjálst framtak breyti nafni tísku-
blaðs síns úr Líf yfir í Nýtt líf. Eins og
DV hefur greint frá höfðaði Time mál á
hendur FF fyrir notkun nafnsins Líf á
tískuriti sínu. Hæstaréttardómur hér
féll á þann veg aö FF væri óheimilt að
nota nafniö Lif.
Magnús Hreggviðsson, stjórnarfor-
maöur FF sagðist mundu hlíta þessum
dómi og breyta nafninu. Akvað hann
að blaöið skyldi framvegis heita Nýtt
lif.
Time Incorporated álítur hins vegar
aö með þessu sé hann að fara í
kringum dóminn því að áfram noti
hann Líf, en bæti aðeins lýsingarorðinu
,,nýtt” fyrir framan. Það er skoðun
fyrirtækisins, að hafi notandi vöru-
merkis verið dæmdur til að leggja það
niöur, verði hann skv. þeim vöru-
merkjalögum sem í gildi eru víöast
í heiminum, aö taka upp eitthvert gjör-
ólíktnafnístaðinn.
Sigurgeir Sigurjónsson hrl., sem rak
mál Timé Incorporated fyrir báðum
réttum hér, sagöi í viötali viö DV að
líkja mætti þessu viö að dagblaöaút-
gefandi færi að kalla blað sitt Nýtt
Morgunblað. Eða að gosdrykkjafram-
leiöandi nefndi gosdrykk sinn Nýtt
Coka-Cola án þess aö þeir teldu sig
vera að líkja eftir nöfnunum: Morgun-
blaðið og Coke.
Sagði hann aö Time Inc. hefði sýnt
mikinn samningsvilja í málinu. Frá
því aö því var fyrst hreyft og þar til það
var tekið til meðferðar í undirrétti hafi
t.d. liöiö tvö ár án árangurs. Time
Inc. hafi jafnframt boðið upp á þá
málamiðlun að FF mætti nota nafnið:
Tískublaöiö Líf, að því tilskyldu aö
letrið væri jafn stórt í báðum orðum,
en því hafi ekki veriö tekið og stendur
því ekki lengur til boða.
Sigurgeir hefur nú ritaö FF bréf þar
sem sjónarmiö Time Inc. er útskýrt.
Sagði hann að ef nafninu yröi ekki gjör-
breytt, gæti komið til lögbanns á út-
gáfu blaösins og nýrra málaferla. Ekki
reiknaöi hann með aö jólablaðið yrði
stöðvað þótt þaö héti Nýtt líf, enda
heföi Time Inc. sýnt fulla sanngirni í
málinu í heild, eins og fram kemur hér
aöframan.
-GS.
Frá æfingu Leikf élags Rangæinga á Skjaldhömrum. Leikritið verður frumsýnt i Heflubioi á fostudag.
DV-mynd Haildór Kristjánsson.
Leikfélag Rangæinga:
Skjaldhamrar á f jalirnar
1979, Litla Ljót 1980 og Getraunagróði
1982.
Frá Halldóri Kristjánssyni, frétta-
ritara DV á Skógum.
Iæikfélag Rangæinga frumsýnir
Skjaldhamra Jónasar Arnasonar í
Hellubíói föstudaginn 25. nóvember í
tilefni 60 ára afmælis höfundarins.
Leikstjóri og annar aðalleikari
Skjaldhamra er Arnór Egilsson
héraðslæknir. I samtali við frétta-
mann DV sagði hann, ið allir sem
stæðu aö sýningunni væru algjörir
áhugamenn, en þó staðráönir í að
skapa heilsteypt leikhúsverk. Hann
kvaö óþarft að fjölyrða um ágæti
verka Jónasar, því vinsældir þeirra
spegluðust í aösókn.
Arnór taldi nauösyn aö fram kæmi
hve mikið og óeigingjamt starf allt
aöstoðarfólk heföi unniö til aö gera
sýningu sem þessa mögulega. An
þess yrði framkvæmdin ógjörleg.
Amór Egilsson sagði einnig að
ýmsir aörir sýndu leikfélaginu góðan
hug, t.d. léti Rangárvallahreppur í té
aðstööu til æfinga endurgjaldslaust.
Sama sveitarfélag hefur og heitið
fjárstuðningi. Forráðamenn Hvol-
hrepps hafa líka lofað aöstoð.
Skjaldhamrar eru fjórða stóra
leikverk leikfélagsins frá stofnun
þess árið 1978. Áður hefur félagið
sýnt eftirtalin leikrit: Allir í verkfall
Á vegum Leikfélags Rangæinga
hafa einnig veriö haldin leiklistar-
námskeið og fjölskylduskemmtanir,
svo eitthvað sé nefnt.
Önnur sýning á Skjaldhömrum
veröur í Hellubíói laugardaginn 26.
nóvember. Aðrir áætlaðir sýningar-
staöir eru Gunnarshólmi, Njálsbúö,
Félagsheimili V-Eyfellinga og
Arnes.
Núverandi stjórn Leikfélags Rang-
æinga er skipuð þeim Ásgerði
Ásgeirsdóttur, Jönu Guðmunds-
dóttur og Árna Þorgeirssyni. -GB.
Raunvextir almennt orðnir jákvæðir:
Útsölulán til
atvinnuveganna
nær úr sögunni
I þeim þrem vaxtalækkunum sem
orðiö hafa síðustu vikumar hafa vextir
á afuröalánum atvinnuveganna
lækkað lang minnst. Nafnvextir þeirra
eru nú aðeins 1% lægri en á víxillánum
og hlaupareikningslánum eða 27% á
móti '28%. Skuldabréfalán eru hins
vegar dýrari eða með 33% vöxtum.
Þetta er mikil breyting frá því sem
var til skamms tíma, enda er lækkun
ársávöxtunar afurðalánanna 7,5% á
móti 15,2—16,8% af hinum lánunum.
Afuröalánin eru því ekki lengur þau
útsölulán sem var þegar verðbólgan
var sem mest.
Þá er einnig svo komið með því aö
verðbólgan er nú komin niður í um 30%
miðað við heilt ár, að raunvextir
. tímabundinna spariinnlána og útlána
eru jákvæðir og í „viðunandi samræmi
við verðtryggð lán”, eins og segir í
skýringumSeðlabankans.
Þannig eru raunvextir af 12 mánaöa
sparisjóðsinnlánum nú 3,5% en af
bundnum 6 mánaða til 5 ára verö-
tryggöum innlánum á bilinu 2—3%.
Raunvextir af þriggja mánaöa óverð-
tryggöum innlánum eru hins vegar
1,7%.
Af hlaupareikningsútlánum eru þeir
3,3% og af víxilútlánum 2,5%. Hæstir
eru þeir af skuldabréfalánum eða
4,4%.
Jákvæðir raunvextir eru „sérstak-
lega mikilvægur þáttur þeirrar al-
mennu stefnu að ná efnahagslegu jafn-
vægi og þá einkum aö draga úr hall-
anum út á við”, segja Seölabanka-
menn.
Meö öðrum orðum er vonast til aö
þessi staöa á lánamarkaönum liðki
fyrir og hvetji til spamaöar og innlána
í vaxandi mæli á ný, svo að unnt veröi
að nota fremur innlent lánsfé en erlent
til rekstrar atvinnuveganna og fjár-
festingaralmennt. -HERB.
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Fátt hefur vakið jafnmikla athygli
og sú framtakssemi Alberts
Guömundssonar að bjóða til útsölu á
ríkisfyrirtækjum. í fyrri viku lét
hann þau boð út ganga að hann hefði
gcngiö frá frumvörpum um sölu á
átján ríkisfyrirtækjum og lægju þau
tilbúin í f jármálaráðuneytinu. Ríkis-
fyrirtækjunum er samviskusamlega
skipt milli ráðuneyta og getur nú
hvaða ráðherra sem er labbað sig
upp í Arnarhvol og orðið sér úti um
frumvarp aigjörlega að kostnaðar-
iausu fyrir sig og sína.
Kennir þar ýmissa grasa, allt frá
tilraunastöðvum í landbúnaði til Um-
ferðarmiðstöðvarinnar í Rcykjavík
sem slegið verður á þriðja höggi
hverjum þeim sem telur það
ómaksins vert að gera tilboð.
Svo undarlega bregður við að
greiðvikni Alberts hefur verið illa
tekið og fáiega af starfsbræðrum
hans í ríkisstjórn. Þeir bregðast
hvumpnir við og þykjast geta samið
sin eigin frumvörp sjálfir. Þetta eru
óþarfa mannalæti og vanþakklát
viðbrögð. Albert er kaupsýslumaður
af guðs náö og hefur komist í álnir
einmitt fyrir þá sök að kunna að á-
vaxta sitt pund. Hann kann bæði að
Landsbókasafnið og Þjóðarbók-
hlöðuna og semja útboðsgögn fyrir
grunnskólana.
Þjóðleikhúsið og spítalarnir hljóta
að vera álitleg söluvara, eftir að
læknar sjá sér hag í aö reka spítala á
eigin spýtur. Og hvaö um Há-
skólann, Rafmagnsvcitur ríkisins og
Póstog síma?
AUt má þetta selja á cinu bretti,
enda nægir kaupendur ef miðað er
við námsmannafjöidann í Há-
skólanum, sjúklingaskarann á Land-
spítaianum og kjaftaganginn í
simanum.
í raun og veru kemur vel til greina
að selja ráðuneytin sjálf, enda hvað
eigum við að gera með landbúnaðar-
ráðuneyti og menntamálaráðuncyti
þegar landbúnaður og menntun
seljast hæstbjóðanda meðal þeirra
sem búskap og bóklestur stunda?
Verra er með alþingi. Þar eru
sextíu þingmcnn á launaskrá og þótt
þeir séu að nafninu til á vegum
þjóðarinnar þá verður að efast um
að til séu kaupendur sem geta haft
arð af pródúktinu þaðan. Og þó,
Albert er kaupsýsiumaður af guös
náð. Hann er til alls líklegur.
Dagfari.
Útsala hjá Albert
kaupa og selja og sú þjónusta við
frumvarpsgerð sem boðin er fram af
hans hálfu er í anda þeirrar
kaupsýslu sem gerir rikissjóð ríkan,
cins og Albert sjálfan, þegar upp er
staðið.
Hér hcfur fjármálaráðherra
sömuleiðis opnaö leiö til almenns
sparnaðar í mannahaldi í öðrum
ráðuneytum því hvers vegna i
ósköpunum ættu einstakir ráðherrar
að halda uppi dýru starfsliði til frum-
varpssmíðar þegar þjónustan fæst
ókeypis í f jármálaráðuncytinu?
Frumkvæði Albert Guðmundsson-
ar hefur þannig margar hliðar og
allar góðar og skynsamlegar.
Sá fyrirsláttur er hafður uppi að
ekki fáist kaupendur. Þetta er mikill
misskilningur eins og nú skal rakið:
Útsýn og Urval geta keypt Fcrða-
skrifstofu rikisins, Eimskip og Haf-
skip kaupa skipaútgerðina, heild-
salar kaupa Grænmetisverslunina
og Örn og Örlygur fcsta kaup á
söludeild Námsgagna-
stofnunarinnar. Umferðarmiöstöðin
fer til Ulfars Jaeobsen og Áburðar-
verksmiðjan til Stéttarsambands
bænda. Svona mætti áfram telja.
Ferðalangar gera tilboð í Fríhöfnina
og sjúklingar í Lyf javerslunina.
Það vantar aðeins að Albert bjóði
Áfengisverslunina til sölu. Þar verða
nógir um boðið.
í næsta áfanga þarf Albert síðan
að bjóða almenningi að kaupa