Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 6
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983.
DELMA
QUARTZ - ÚR
FRAMTÍÐARINNAR.
ÍÞRÓTTABÚÐIN
Borgartúni 20, simi 20011
SKOKKARAR-SKOKKARAR
LOKSINS eru hinir vinsælu\ jKKF ^
loftpúðaskór komnir aftur.
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
SENDUM í PÓSTKRÖFU
LOSNIÐ m
ÍSINGUNA
hrimið. regn og
óhreinindi af bfl-
rúðum með RAIN-X.
Úryggi í akstri.
Fæst á öllum bensin-
stöðvum.
] EN N
E1 0 >N
LEIÐANDI
STAÐUR
PlZZA
HÚSIÐ
■sem allir þekkja
-þústíQirbamtíinann.
SKIPHOLTl 7 SIMAR 20'
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Vikuleg verðkönnun DV:
MESTUR VERÐ-
MUNUR Á BEIKONI
Að venju fór okkar vikulega verð-,
könnun fram sl. mánudag. Að þessu
sinni leggjum við höfuðáhersluna á
ávexti og grænmeti. Þaö er reyndar
ákaflega erfitt að gera réttlátan
verösamanburð á þessum vöruteg-
undum. Það geta veriö mismunandi
gæði á vörum sem eiga kannski bara
það sameiginlegt að heita þaö sama.
Rauð epli í einni verslun geta verið
mjög frábrugðin rauöum eplum í
annarri.
Við heimsóttum 4 verslanir. Voru
þaö 3 stórmarkaðir, reyndar mis-
munandi stórir: Hagkaup, Mikli-
garður og Vörumarkaðurinn á Sel-
tjamamesi, og einnig Kommarkað-
urinn sem er lítil verslun á Skóla-
vörustígnum en hefur nokkuð mikið
úrval af grænmeti og ávöxtum. Þessi
verslun selur ekki kjötvörur.
Stórmarkaðirnir
Þaö hefur varla fariö fram hjá
neinum hér í Reykjavík aö nýr stór-
markaöur hefur bæst í hópinn. Það
virðist sem allar leiðir hafi legið til
Miklagarðs. Þegar okkur bar að
garöi var mikill fjöldi fólks aö
versla. Bilastæðin fyrir utan voru
þéttskipuð bílum og langar biðraðir
viö kassana töluðu sínu máli. Þaö
var hins vegar afar rólegt í hinum
stórmörkuðunum, Hagkaupi og
Vörumarkaðinum. I smáversluninni
Kornmarkaðinum var þó nokkuð
mikið af fólki. I Vörumarkaðinum
fengum við þær upplýsingar að þar
hefði veriö fremur rólegt fyrir helgi
en það væri að sjálfsögðu qkki óvænt
þar sem flestar matvöruverslanir
hefðu haft opið til kl. 1R á laugardag.
Einnig er þetta slæmur tími fyrir
krítarkortahafa að versla og svo var
að sjálfsögðu opnaður nýr stórmark-
aður.
Egill Viggósson, innkaupastjóri í
Miklagarði, sagöi að þar væri
stöðugur straumur viðskiptavina.
Þeir hefðu þurft aö senda þaö fólk,
sem átti að fylla upp í hillurnar, á
kassana. Það þyrfti því að vinna það
verkíkvöldogínótt.
Spurning sem brennur
á vörum margra
Með þessari verökönnun getum við
ekki svarað þeirri spumingu sem
viröist brenna á vörum margra
borgarbúa þessa stundina: Hvar er
ódýrast? Er ódýrara í Miklagaröi en
í Hagkaupi? Eöa hvar er best að
versla? Forvitni fólksins er mikil en
gera má ráð fyrir að hún minnki
þegar fram líða stundir. Spuming-
unni um hvort einhver einn stór-
markaður laði til sín alla viðskipta-
vinina er erfitt aö svara núna. En
það er ljóst að nýir straumar eru í
þessum málum og verðum við að
bíða um sinn og sjá hvað setur.
Grænmetismarkaður
Allar þessar verslanir hafa nokkuð
gott úrval af grænmeti og ávöxtum.
Stórmarkaðirnir hafa allir sérstök
Hluti af hinum nýja grænmetismarkaði í Hagkaupi. Þar eru á boðstólum 40 grænmetistegundir og 26
ávaxtategundir. DV-mynd Bj.Bj.
svæði sem ætluð eru fyrir þessar
vörur. Hagkaup hefur nýveriö
stækkað verslunina og komið fyrir
eins konar grænmetistorgi.
Sæmundur Gunnarsson, innkaupa-
stjóri í Hagkaupi, sagði að þeir hefðu
40 grænmetistegundir og 26 ávaxta-
tegundir á boðstólum. AUt væri á
Hagkaupsveröi og reynt væri aö hafa
verðið sem lægst.
Grænmetistorg þessara þriggja
stórmarkaöa eiga eitt sameiginlegt
og það er sá háttur sem hafður er á
við að vigta vörurnar. Viöskipta-
vinunum gefst nú kostur á aö vigta
sjálfir vörur sínar á mjög einfaldan
hátt. Hugsanlegt er þó að þetta
fyrirkomulag geti reynst einhverjum
erfitt til að byrja með. En þetta venst
eins og aðrar nýjungar. Á öllum stöð-
unum er afgreiðslufólk í næsta
nágrenni sem getur veitt aðstoð ef
þörf krefur. í Kornmarkaðinum er
hins vegar vigtað upp á gamla
mátann.
Lægsta og hæsta verð
Eins og viö bentum á hér að
framan er nokkuð erfitt að gera
raunhæfan verðsamanburð á
þessum vörum. Með það í huga
skulum við líta nánar á hæsta og
lægsta verð. Munurinn á lægsta verði
og því hæsta er í krónutölu 344,40
sem þýöir að samanlagt hæsta verð
er 34,6 prósentum hærra en saman-
lagt lægsta verö.
Það er erfitt aö benda á að ein
þessara verslana sé ódýrari en
hinar. Við látum lesendur um aö
rýna í töfluna og spá í það hvar sé
hagstæðast aö gera innkaupin.
Smjörvinn
Smjörvinn er á dagskrá hjá okkur
sem fyrr. Lægsta verðið er í
Hagkaupi og það hæsta í Miklagaröi.
En allir þrír stórmarkaðarnir eru
með veröiö undir algengasta verðinu
um þessar mundir og verðmunurinn
er lítill.
Egg og beikon
Sama eggjaverð er í öllum versl-
ununum sem er fremur óvenjulegt
HÆSTA OG LÆGSTA VERÐ Hæsta Lægsta Mismunur.
Smjörvi 61,75 58,55 3,20
Egg 89,00 89,00 0,00
Beikon 368,50 252,00 116,50
Kjúklingar 155,20 130,00 25,20
Epli.rauð 59,00 35,00 24,00
Epli, græn 50,00 36,00 14,00
Appelsínur 53,80 38,00 15,80
Mandarínur 86,00 44,80 41,20
Paprika, græn 139,30 81,70 57,60
Vínber, græn 80,20 68,50 11,70
Rófur 38,40 29,00 9,40
Laukur 28,90 23,10 5,80
Hvítkál 39,50 33,40 6,10
Gulrætur 89,60 75,70 13,90
Samtals 1339,15 994,75 344,40
Hagkaup Mikligarður Vörumarkaðurinn Kornmarkaðurinn
Dagsetning 21.11. Skeifunni Sund Seltjarnarnesi Skólavöröustíg
Smjörvi 58,55 61,75 59,00
Egg 89,00 89,00 89,00
Beíkon 252,00/368,00 294,80/368,50 282,00
Kjúklingar 130,00 142,35 155,20
Epli, rauð 48,50 37,50/53,00 35,00/59,00 49,00/52,50
Epli, græn 39,70 50,00 36,00 42,00
Appelsínur 42,80/49,80 42,10/53,80 47,60 38,00/52,90
Mandarínur 44,80 48,40 71,50 86,00
Paprika.græn 138,20 139,30 81,70 135,00
Vínber, græn 80,20 79,10 68,50 69,90
Rófur 38,40 29,50 29,00 38,00
Laukur 27,10 28,90 23,10 ekki til
Hvítkál 36,90 39,50 33,40 36,00
Gulrætur 89,60 75,70 ekki til ekki til.
miðað við fyrri verðkannanir okkar.
Verð á beikoni er hins vegar ærið
misjafnt. Munurinn á lægsta og
hæsta verði er hvorki meira né minna
en 116,50 kr. Odýrasta beikoniö er að
fá í Hagkaupi á 252 kr. kílóiö og er
það beikon sem verslunin pakkar
sjálf í lofttæmdar umbúðir. Engin
þessara verslana hafði beikon í
lausasölu.
Kjúk/ingar
Kjúklingarnir eru ódýrastir í
Hagkaupi og dýrastir í Vörumarkaö-
inum. Mikligarður er svo mitt á milli
með 142,35 kr. kílóið.
Rauð og græn epli
Odýrustu eplin voru reyndar í
Kornmarkaöinum á 24 kr. Þau voru
ekki vel útlítandi en sjálfsagt góð í
bakstur eða niðursuðu. Vöru-
markaðurinn er hins vegar bæði með
lægsta og hæsta verð á rauðum vel
útlítandi eplum. Þar voru ákaflega
girnileg epli fráKanada á 59 kr.
Verö á eplum, hvort sem þau eru
græn eöa rauö, er nokkuð mismun-
andi og oft um mismunandi tegundir
að ræða.
Appelsínur og
mandarínur
Það er sama að segja um þessar
vörur og eplin. Veröiö er mismun-
andi og tegundir margar. Korn-
markaðurinn er með hæst verð á
mandarínum en átti von á ódýrari
mandarínum á næstunni.
Paprika
Við könnuðum verð á grænni
papriku en yfirleitt virtist vera sama
verð á paprikunni hvort heldur hún
var græn eða rauð. Vörumarkað-
urinn er meö langlægsta verðiö.
Munurinn á lægsta og hæsta verði er
57,60 kr.
Grænmeti
Munurinn á verðinu á rófunum er
tæplega 10 kr. á kíló. Einnig er
nokkur verðmunur á gulrótunum en
þær voru einungis fáanlegar í tveim-
ur verslunum. Verð á lauk og hvít-
káli er nokkuð jafnt en engin verslun
hefur þó sama verð.
Hvergi sama verðið
nema á eggjum
Eina verðið sem er það sama á
öllum stöðunum er verð á eggjum.
Annars er athyglisvert að engin
þessara verslana er meö sama verð
á sams konar eða álíka vörum.
-A.P.H.