Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Síða 8
8" DV'. FIMMTUDAGUE 24. NOVEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Skipta á 6 fsraelum og5000 skæruliðum komnir á kreik Skæruliðar Kampútsíu hafa náð á sitt vald tveim mikilvægum svæðum í vesturhluta landsins, samkvæmt því sem herinn í Thailandi hefur orðið á- skynja um. Rauðu khmerarnir hafa látið töluvert að sér kveða að nýju i Battambanf'-héraði mcöan á regntímanum hefur staðið, en honum er nú rétt lokið. — Fyrir regntímann hafði hernámslið Víetnama hrakið skæruliða mjög, og er búist við að það hefji gagnsókn að nýju núna eftir að regntímanum er lokið. En eins og stendur eru skæruliðar sagðir hafa f jalllendiö Phnom Malai og Phnom Mak Houen á valdi sínu. GETA STJÓRNAÐ HERÞOTUM MEÐ RÖDDINNIEINNI Bandarískar orrustuþotur eins og Phantom-þotumar og þá sérstaklega F—16 þykja mikið tækniundur meðah flugfróðra, en nú er tæknin svo langt komin aö flugmenn þeirra geta stjórnað þeim meö röddinni. Skýrt hefur veriö frá því að í júní í sumar hafi í fyrsta skipti verið flogið F—16 þotu sem flugmaðurinn stjórnaði með því að tala til stjóm- tækjanna. Tilraunin er sögð hafa tekist vel en hún var framkvæmd í Ed ward-f lugstööinni í Kalifomíu. I októberblaði tímaritsins Astron- autics & Aeronautics skýrir Frank W. Smead frá þessari tilraun. Það munu vera yfir þrjú hundruö malar, hnappar, handföng og stýri- pinnar sem flugmennirnir þurfa að annast í svona flugvél og var þeim engin vanþörf orðin á fleiri höndum og augum. En þessi nýja tækni á að auðvelda þeim stjórnina og veita þeim meira ráðrúm til að svipast um. Israel ætlar að láta lausa yfir 5000 fanga Palestínuaraba í skiptum fyrir sex Israclsmenn, sem eru á valdi PIjO. Fangaskiptin eru þegar byrjuð. tsraclsmcnnirnir sex voru í haldi í Trípolí en voru sendir skipalciðina í morgun af stað. — Israel cr þegar búið að sleppa 100 inönnum úr Ansar-fanga- búðunum í Suður-Libanon. Með þá var flogið til Alsír. Síðar í dag verður öllum hinum föng- unum í Ansar-búðunum sleppt en þeir munu vera um 4000 eftir. Eins stendur til að sleppa föngum sem Israelsmenn hafa í bæjunum Sídon og Nabatiyeh í Iábanon. Scxmenningarnir ísraelsku voru teknir til fanga í innrás Israels í Iábanon í fyrra. Heima í Israel hefur veriö kvíöi um afdrif þeirra vegna bar- daganna í Trípólí. Fimm aðrir Israels- menn, sem eru fangar Sýrlendinga og uppreisnarskæruliöa, voru ekki inni í þcssum samningum. Um 300 Sýrlendingar eru fangar Israels. Rauðu khmerarnir Hætta bardögum i bili við Trípolí — en Arafat hef ur f rest t il laugardags til þess Milliganga araba hefur oröiö til þess að hlé hefur veriö gert á bardög- um skæruliöa Palestínuaraba við Trípolí. Hvorugur bardagaaðilinn vill þó aftaka að til úrslita veröi látið draga. Aðstoðarmenn Arafats, leiðtoga PLO, sögðu í gær aö þeir hefðu fallist á nokkrar tillögur sem menn höfðu kom- ið sér saman um í Damaskus. I þeim er gert ráð fyrir vopnahléi og brottför skæruliðanna frá þessum landshluta. Sumir talsmanna Arafats telja þó að þetta hlé á bardögunum sé aðeins lognið á undan storminum því að upp- reisnarskæruliðar hafi ákveðiö að ráð- ast inniborgina. Ahmed Jibril, foringi umsátursliös- ins, hefur gefið Arafat frest fram á laugardag til þess að hafa sig á brott frá Trípolí, „annars ákveðum viö sjálf- ir með hvaða hætti við komum inn í Trípolí”. Uppreisnannenn sem risu upp gegn forystu Arafats í PLO fyrir hálfu ári saka hann og fleiri háttsettja foringja um spillingu og fráhvörf við baráttuna gegn Israel. Telja þeir Arafat hafa selt sig Bandaríkjunum. — Jibril og fleiri vilja draga Arafat fyrir byltingardóm- stól. Bardagar PLO-skæruliðanna við Trípolí þykja hafa komið harðast niður á óbreyttum borgurum, konum og börnum og ein móðir sést hér forða sér undan orrahríðinni með barn sitt. að verða á brott A talsmönnum Arafats var helst að heyra í gærkvöldi að Arafat mundi yfirgefa Trípolí með mönnum sínum samkvæmt samkomulaginu en þó ekki fyrr en hann hefði tryggingu fyrir að f á að fara óáreittur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mæltist einróma til þess í gærkvöldi aö vopnahlé yrði gert í N-Líbanon og friö- söm lausn fengin á ágreiningnum. AndreiGromyko, utanrikisráðherra Sovétrikjanna, skoraði á bardagaaðila að halda einingu innan PLO og hét því að Kremlstjórnin mundi gera hvað sem væri til þess að stuöla aö því. Arafat, leiðtogi PLO, á lcið milli vígstöðvanna cn hann hefur frcst til laugardags að verða á brott úr Trípolí, áður en upprcisnarmcnn láta til skarar skríða með fyrirsjáanlcgum óhugnanlcgum afleiðingum fyrir borgarbúa Trípolí. Hlýnandi veðurfar vekur óvissu um framtíð jarðarbúa Sérfræðingar í vcðurfarinu eru hættir að hafa áhyggjur af nýrri ís- öld en eru meira með hugann bundnir við hlýnandi gufuhvolf jarðar. Ymsar rannsóknir þykja benda til þcss að hlýnandi fari á jörð- inni og að þaö muni halda áfram að hlýna næstu þúsund árin eða svo. Umhverfisverndarráð Bandaríkj- anna spáir þvi aö hitinn í heimi okkar jarðarbúa muni hækka um 2 gráður á Celsíus fyrir áriö 2030 og um 5 gráöur á Celsíus fyrir árið 2100. Aðrir vísindamenn hafa orðið til þess að spá því að hitinn muni í lok næstu aldar hafa hækkaö citthvað á milli l,5til4,5gráða. Þetta á sínar orsakir að rckja til koltvísýringsins í andrúmsloftinu (sem kcmur mikið með útblæstri véla) en það fer vaxandi í hlutfalli. Fyrirbrigðið er kallað „gróöurhúsa- fyrirbrigðið”. Sérfræðúigar eru nokkuö vissir í sinni sök um hækkandi hitastig, en það er hitt, sem enginn veit meö vissu um eða getur séö abnennilega fyrir í dag, hverjar afleiðingar það getur haft fyrir líf á jörðinni ef hitinn hækkar. Meðal vísindamanna gerast þær raddir æ háværari sem mælast til þess að auknu fé verði veitt til rannsókna á þessu atriði. Það eru oröin mörg ár síöan gróðurhúsa-fyrirbrigðinu skaut upp í veðurfarsumræðum en á seinni árunum hafa æ fleiri fyrri efa- semdarmenn látið sannfærast um að það sé raunverulega rétt að hitastig í gufuhvolfi jarðar stefni upp á viö. En svo flókin eru lögmál veðurs og veöurfars að enginn er viss hvort t.d. hækkandi hiti muni leiða til meiri eöa minni úrkomu í Evrópu, sem mundi auövitað hafa gífurleg áhrif á land- búnaö og margt fleira. Efnahagslíf hcillar heimsálfu gæti gjörbreyst. Aþreifanlegust mundu áhrifin veröa á heimskautunum. Af einhverjum ástæðum mundi hitinn breytast meira þar ef þessi þróun heldur áfram og sjá allir fyrir að iniklu munar hvort hitinn er 2 gráður eða 10, sem mundi bræða ísinn. Fyrst rekísinn og síðan jöklana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.