Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson i pólitíkinni Sinn Fein, hinn pólitískí armur írska lýðveldishersins (IRA-hryöju- verkasamtakanna), hefur haft mannaskipti í gömlu forystunni og um leiö kúvent í stefnu sinni, þar sem áður var lögð megináhersla á baráttu með vopnum til þess að láta meira að sér kveða á stjórnmála- sviðinu í þágu málstaöar sameinaðs Irlands. Gamla forystan í Sinn Fein með sinn starfsvettvang í Dublin, höfuö- borg suðurhlutans, átti sínar rætur í sjálfstæöisbaráttu Irlands gegn Bretlandi fyrir 65 árum. En á árs- þingi samtakanna í Dublin á dögun- um varð hún að þoka fyrir bráðari yngri offörum frá Norður-Irlandi, sem lýtur stjórn Breta. Það markaði timamót þar sem forystan færðist úr suðurhlutanum yfir til norðurhlutans þar sem 2.300 manns hafa látiö lífiö í fjórtán ára ofbeldisbaráttu ofstækis- aflanna. Forystan er nú komin í hendur nýrrar kynslóðar. Hinn nýi leiðtogi Sinn Fein, Gerry Adams (34 ára) sem er frá Belfast (og kjörinn fuU- trúi á breska þinginu þótt hann hafi ekki tekið þaö sæti), var naumast fæddur þegar maöurinn sem hann leysti af hólmi á dögunum, Ruarri O’Bradaigh, hóf þátttöku í neðan- jarðarbaráttunni gegn stjórn Breta á N-Irlandi. Adams byrjaöi strax á því að loknu kjöri aö staöfesta áframhaldandi stuðning stjórnmálaflokksins Sinn Fein við ofbeldisverk IRA á Noröur- Irlandi. En hann blés jafnframt tU „sóknarviðkjörkassana”. Hinn gamli kjarni lýðveldissinn- anna í Sinn Fein hefur jafnan spom- að gegn frekari pólitískum umsvif- um og hefur lengiheldur viljað troða vígaslóöina. — En Adams vill aðSinn Fein láti jafnvel sveitarstjórnarmál- in til sín taka og þá jafnt í báðum landshlutum, Irska lýðveldinu í suöri ogN-Irlandi. Þessi sonur byggingarverka- manns í hinu kaþólska Falls Road- fátækrahverfi Belfast gaf jafnvel í skyn að Sinn Fein ætti að aflétta banni sínu á því að félagar samtak- anna tækju sæti á írska þinginu. — Sinn Fein hefur unniö þingsæti bæði í breska þinginu og því írska en þessir kjömu fulltrúar samtakanna hafa aldrei tekið sæti sín. Það hefur lengi verið nokkur ágreiningur um þá stefnu og leiddi til klofnings innan Sinn Fein 1970 í tvo arma, annars vegar bráöabirgðasamtökin (pro- visional) og hins vegar hin opinberu Sinn Fein samtök. Opinberi armur- inn varð síöar hinn marxíski verka- mannaflokkur. Á ársþinginu á dögunum gerði O’Bradaigh ljósa andstööu sína gegn því að félagar í Sinn Fein tækju sæti á þingi, sem hann taldi jafnfjarlæga hugmynd, „eins og að IRA settist að samningaborðinu og ræddi það að leggja niöur vopnin, óhugsandi”. I röðum lýðveldissinna eru margir þeirra skoðunar aö þátttaka í stjórn- málum muni grafa undan hinni vopnuöu baráttu og benda á verka- mannaflokkinn sem dæmi, en hann hefur lagt niður allt vopnabrölt síðan hann komst á þing. Gamli kjaminn lítur einnig svo á að seta á írska heimaþinginu jafngildi viðurkenn- ingu á tvískiptingu Irlands (1921) á meöan barátta þeirra hefur öll geng- ið út á að sameina landshlutana. En ýmsir forvígismenn em orönir þeirrar skoöunar að samtökin kom- ist lítið áleiðis í Irska lýðveldinu, nema félagar þeirra fái að láta aö sér kveða á þingi. Jafnframt skilur það gömlu lýðveldissinnana frá hinum yngri vinstrisinna forvígismönnum að hin- ir fyrrnefndu telja takmarkiö einfaldlega aö sameina noröurhlut- ann Irska lýðveldinu en hinir síðar- nefndu hafa ennfremur að fram- Eitt af andlitum iRA tíðarsýn að koma á sósíalísku kerfi á öllu Irlandi. Frá því 1981 hefur Sinn Fein unniö nokkra kosningasigra á N-Irlandi og byrjaöi meö því að einn af hungur- föngum IRA, Bobby Sands, náði kosningu á breska þingið áður en hann og níu fangar aðrir sveltu sjálfasigtilbana. I bresku þingkosningunum í júní í sumar bauð Sinn Fein í fyrsta skipti fram í öllum kjördæmum N-Irlands og jók atkvæöamagn sitt um 60%. Sinn Fein fékk um 43% atkvæða þjóðernissinna Ira og komst pannig jafnfætis Lýðveldis- og verkamanna- flokknum kaþólska, sem jafnan hef- ur litið á sig sem talsmann þessara 500 þúsund kaþólikka er á N-Irlandi eru. Ársþing Sinn Fein samþykkti naumlega að óbreytt skyldi sú stefna að félagar tækju ekki sæti á þingi, en með breytingum á lögum samtak- anna sem gerðar voru þykir ljóst að máliö verði fljótlega tekið aftur upp til endurskoöunar. Samþykkt var hins vegar tillaga um aö leyfa félögum að taka sæti á Evrópuþinginu ef einhverjir þeirra næðu kjöri í kosningunum á næsta ári. Megintilgangurinn er að reyna aö fella leiðtoga Lýöveldis- og verka- mannaflokksins, John Hume. IRA hyggur meirí umsvif Eiffelturninn yngdur upp Eiffeltuminn, þetta vörumerki Parísar, sem öölaöist mei; i frægö en nokkum tíma skapari hans, hefur gengið undir yngingaraðgerð og megrunarkúr. Er turninn orðinn 1000 smálestumléttari. Til skamms tíma hafði ekki veriö skipt um svo mikið sem eina af tveim oghálfri milljón r a • mhaldiöhafa þessari tignarlegu járnbyggingu saman. I viöhaldi hefur hins vegar mjög verið notuð steinsteypa í við- gerðir. Upphaflegur þungi Eiffel- tumsins, sem var 7.175 smálestir, bætti því á sig uns hann var kominn í 11.000 smálestir. Þótti mörgum nóg um og verkfræðingar kviðu því aö fjórir járn„fætur” turnsins stæðu ekki undir þessu til lengdar. Yngingaraðgerðin hefur staðið í tvö ár og hefur kostaö um 700 milljónir króna. Mikið magn af stein- steypu v^r fiarlægt og í staðinn sett- ar stálplötur. Vökvaknúnar lyfturn- ar gömlu og þungu véku fyrir nýtísku rafmagnslyftum. „Það vekur mér stolt að geta sagt þaö strax í dag aö Eiff eltuminn verð- ur í besta ásigkomulagi á 100 ára afmælisdaginn,” segir Bernard Rocher, forseti samtakanna sem reka og annast turninn og endumýj- unina. 100 ára afmælið veröur ekki fyrr en Eiffelturninn á hátiðarstund. eftir fimm ár. Eiffeltuminn var reistur af franska brúarverkfræð- ingnum Alexandre-Gustave Eiffel og skyldi vera vömmerki heimssýning- arinnar 1889. Byggingartíminn var 27 mánuöir og var tuminn rétt tilbú- inn í tæka tíö fyrir heimssýninguna og 100 ára afmæli stjórnarbyltingar- innar frönsku. Þessi 300 metra hái turn (nákvæmt mál er 300,65 metrar) var stærsta bygging í heimi þar til skýjakljúfur- inn Empire State Building var reist- ur í New York 1930. Hann hvílir á fjórum risastórum ferhyrndum steinsteypukössum, sem mynda ásamt neðstajárnhluta tumsins svo stóran boga aö jafnvel stærri flug- vélar geta svifið þar í gegn. Einn flugmaður týndi að vísu líf inu þegar hann reyndi að fljúga í gegn- um bogann, og önnur tegund af flug- manni, ungverskur klæðskeri, hrap- aði til jarðar og fórst þegar regnkáp- an dugöi honum ekki í tilraun til flugs. Eiffelturninn hefur haft óhugnanlegt aödráttarafl á sjálfs- morðssinna fólk. Til þessa dags hafa 360 stokkiö úr honum. Það er auðvitað unnt aö ganga alla leið upp, 1.792 tröppur. Tuminn er samsettur úr 12.000 járnbitum, sem brotajárnssalar vom farnir að líta löngunaraugum 1909 þegar umræður vöknuðu um að rífa turninn. Þaö eru nefnilega fleiri turnar en Hallgríms- kirkjuturninn sem vakiö geta gagn- rýni hjá sínum staðarmönnum. Þeir hatrömmustu í París töldu að Eiffel- tuminn setti ámóta svip á borgina og „risastór verksmiöjustrompur”. En turninn stóö þetta af sér og gegndi mikilvægu hlutverki til rekst- urs loftskeytastöðvar fyrir herinn í heimsstyrjöldinni. I síöari heims- Þessi Ijósmynd er frá þvi 1888þegar Eiffelturninn var ismíðum. styrjöldinni var aftur stungið upp á því aö rífa hann niður en í staðinn fengu Ameríkanarnir hann leigðan fyrir útvarpsstöö. Eftir síöustu viögerðir á turninum verður aö telja framtíö hans tryggöa fyrir talsmönnum niðurrifs. Turninn samanstendur af þrem pöllum. Sá efsti liggur í 276 metra hæð og þykir þaðan dásamlegt útsýni yfir Paris, enda leggja margir feröa- menn þangaö leið sína og matsölu- staðirnir í honum em vinsælir, einkanlega eftir að boðiö var þar að nýju upp á ódýrari máltíðir en verið höfðu um hríð, og stuðluðu að auk- inni aðsókn. Á efsta pallinum hefur verið innréttuð eftirlíking af vinnu- stofu Gustave Eiffel verkfræðings, sem turninn dregur nafn sitt af. Turninn hefur staðiö vel af sér veörin, en efsti hluti hans sveiflast til í mesta rokinu um 22 sentímetra. Þegar Eiffel-turninn var byggður kostaði smíðin 7,8 milljónir franka, en enginn orkar að hugsa þaö til enda hvað slikt mannvirki mundi kosta í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.