Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Blaðsíða 11
TTTwl DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983. 11 VIÐTAUÐ: , Tómstundirnar eru ekki margar en þann fritima sem óg hef nýti ég með fjöiskyidunni," segir Margrét Frimannsdóttir oddviti, kennari og gjaidkeri Alþýðubandalagsins. „Breytir ekki líðan minni” — segir Margrét Frímannsdóttir, nýkjörinn gjaldkeri Alþýðubandalagsins Margrét Frímannsdóttir oddviti á Stokkseyri var kjörin gjaldkeri Alþýöubandalagsins á nýafstöðnum landsfundi flokksins. Margrét hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæöa í kosningu til embættisins og hún var spurö hvernig henni liði eftir svona stóransigur.” „Osköp svipað og áöur,” sagöi hún. „Þetta breytir ekki líðan minni ánokkum hátt.” — Líturöu á kosningu þína sem persónulegan sigur þinn eða sem sigur fyrir konur innan Alþýðu- bandalagsins? „Ég held aö þetta sé stuðningur viö baráttu kvenna almennt.” Og aðspurð hvort þetta væri fyrsta skref hennar til frama í flokknum eöa hvort hún ætlaði að láta þarna staðar numið, sagðist Margrét engar áætlanir hafa þar um. Margrét gekk í Alþýðubandalags- félag Selfoss fyrir 10 árum en hóf ekki að starfa af krafti fyrr en fyrir um 5 árum. I flokkinn gekk hún m.a. til að leggja lið baráttunni fyrir breyttu þjóðfélagi. Margrét settist sem varamaður á þing í fyrsta skipti í haust. Þar sat hún í hálfan mánuð og leist bara vel á. I framhaldi af því var hún spurð hvort hún teldi það eftirsóknarvert að vera alþingismaður. „Þaö er eftirsóknarvert ef maður þarf að koma ákveðnum málum á framfæri,” sagði hún. Margrét er fædd og uppalin á Stokkseyri og þar hefur hún alla tíð búið. Auk oddvitastarfans, kennir hún 11 ára bömum í Stokkseyrar- skóla í vetur en áður starfaði hún í frystihúsinu. Hún var spurð hvernig henni tækist að sameina allt þetta. „Það tekst vel meö hjálp fjölskyld- unnar.” — Attu þér eitthvert sérstakt tóm- stundagaman? „Tómstundimar eru nú ekki margar en þann frítíma sem ég hef nýti ég meö fjölskyldunni,” sagði Margrét. Margrét Frímannsdóttir er gift Baldri Birgissyni skipstjóra og eiga þau tvö böm, 11 og 9 ára. -GB Endurtryggingafélag Samvinnutrygginga Skuldbindingar koma fram á mörgum árum „Flana ekki að neinu/’ segir Matthías Bjarnason „Það kemur ekki til að Endurtrygg- ingafélag Samvinnutrygginga verði svipt starfsleyfi, eins og Trygginga- eftirlitiö hefur lagt til, því að þaö hefur þegar skilað inn sínu starfsleyfi,” sagði Matthías Bjarnason trygginga- málaráðherra í viðtali við DV. Endurtryggingafélag Samvinnu- trygginga hefur nú hætt starfsemi sinni vegna fjárhagsörðugleika. Er höfuðstóll félagsins neikvæður um 10 milljónir króna. Tryggingaeftirlitið hefur farið þess á leit við Matthías Bjarnason tryggingamálaráðherra aö skipuð verði skilastjóm, sem fari meö mál félagsins, en hún tekur m.a. ákvörðun um hvort það skuli tekiö til gjaldþrotaskipta. „Félagið mun ekki taka við frekari tryggingum,” sagöi tryggingamála- ráðherra, „og er því hætt starfsemi sinni. Hins vegar hvíla á því margvís- legar skuldbindingar sem ekki koma í ljós nema á mörgum árum. Eg hef ekki tekið ákvörðun um hvort skipuö verður skilastjórn í máli þess. Eg er nú aö láta kanna ýmis lögfræðileg atriði þar að lútandi og þaö tekur tíma. En þetta er vandasamt mál og erfitt og ég mun ekkiflanaaðneinu.” -JSS Goði le§§ur jfgð bSn'*KN^I , „joaurn «» * Veiðipyka * * s-™** Kindohakk * Gris°' medisterpy^ ílrljeinaou' ry gott ítœfirgódiun VINNUSTAÐIIMN UPPÞVOTTAVÉLAR Á AÐEINS KR. 3.300,- Allt efni til raflagna og lýsingar, Ijósaperur í miklu úrvali, aðventuljós, jólaseríur úti og inni og m.m.fl. vers/un — verktakar Rafviðgerðir hf. Blönduhlíð 2 sími 83901. Á HEIMILIÐ OG 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.