Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 12
12
1 Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. ■ ' |
Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SiDUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir, smáaugtýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritsljórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. P rentun:
Árvakurhf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað 25 kr.
Þjóðin kjósi um bjór
Sum mál eru þess eðlis, aö fólk hefur afstöðu til þeirra,
sem er meira eða minna óháð öðrum skoöunum þess, til
dæmis á stjórnmálum. Gott dæmi um þetta eru viðhorf
manna til þess, hvort leyfa skuli sölu á venjulegum,
þ.e.a.s. áfengum bjór.
Erfitt er að hugsa sér, að Sjálfstæöisflokkurinn eða
Alþýðubandalagið, svo dæmi séu nefnd, geti haft flokks-
lega skoðun á slíku máli. Innan allra flokka hljóta að vera
þverstæð og ósættanleg sjónarmið í máli af þessu tagi.
Stjórnmálaflokkarnir hafa á Alþingi fulltrúafjölda í
hlutfalli við stuðning kjósenda í síöustu kosningum.
Þannig endurspeglar Alþingi almenn stjórnmálaviðhorf
landsmanna, en ekki viðhorf þeirra til venjulegs bjórs.
Ef slík þverpólitísk mál eru tiltölulega einföld í sniðum,
ef almenningur á tiltölulega auðvelt með að svara þeim
með einföldu jái eöa neii, — þá eru þau kjörið viðfangs-
efni í þjóðaratkvæöagreiðslu til hliðar almennum
kosningum.
íslendingar eiga áreiðanlega auðvelt með að svara,
hvort þeir vilji eða vilji ekki, að sala á áfengum bjór
verði leyfð í búöum áfengisverzlunarinnar og á vín-
veitingastöðum. Þetta er einföld spurning um já eða nei.
Magnús H. Magnússon alþingismaður hefur ásamt
nokkrum þingmönnum úr öðrum flokkum lagt fram til-
lögu um, að Alþingi feli ríkisstjórninni að láta fara fram
þjóðaratkvæðagreiðslu um bjórinn samtímis næstu al-
mennum kosningum.
Þetta er þörf tillaga um eðlilega meðferð á viðkvæmu
deilumáli, sem Alþingi getur ekki leyst sjálft, af því að
það er mannað á öðrum forsendum, pólitískum. Hvað er
betra en að vísa slíku máli til þjóðarinnar í heild?
Auk þess er bjórmáliö kjörið tækifæri til að dusta rykið
af heimild til þjóöaratkvæðagreiðslu, sem hefur alltof
lítiö verið notuö, þótt ýmis þverpólitísk mál hafi komið til
háværrar umræðu bæði innan þings og utan.
Þjóðaratkvæðagreiösla um þverpólitísk mál getur
oröiö mikilvægur þáttur í efldu lýðræði í landinu. Það
hlýtur að draga úr spennu vanmáttar, ef fólk fær að taka
þátt í ákvörðunum, hver svo sem úrslitin verða að lokum.
Þjóðaratkvæðagreiösla er ekki dýrt lýðræði, ef hún fer
fram samhliða annaðhvort alþingiskosningum eða
byggðakosningum. Raunar væri tiltölulega ódýrt aö
kjósa um ýmis slík sérmál samhliða venjulegum
kosningum.
Um þessar mundir benda líkur til, að meirihluti þing-
manna sé annaðhvort beinlínis hlynntur sölu á venjulegu
öli eða hlynntur þjóöaratkvæðagreiðslu um málið. Hinir
eru færri, sem hvorki vilja bjór né þjóðaratkvæöa-
greiðslu.
Að vísu er ekki vitaö, hvernig atkvæði munu falla að
lokum, þegar búið er að rökræða og rífast um málið á Al-
þingi og öðrum opinberum vettvangi. Má búast við heift-
úðugri umræðu, ef þjóðkunnir bjórhatarar verða sjálfum
sér líkir.
Bent verður á, að skoðanakannanir sýni stuðning
tveggja þriðju hluta landsmanna við bjórinn gegn einum
þriðja hluta. Sagt verður, að þingmenn séu í raun að sam-
þykkja þjóðarfyllirí með því einu að samþykkja þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Þingmönnum ber að standa af sér þá orrahríð. Þeim
ber að vísa bjórmálinu till þjóðarinnar allrar. Á þann hátt
einan fæst brýn niðurstaða í ósættanlegu deilumáli, sem
gengur eins og fleinn gegnum alla stjórnmálaflokka
landsins. JónasKristjánsson.
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983.
Upplausn á
vinstri kanti?
Fyrir nokkrum vikum samþykkti
þing Verkamannasambands Islands
úti í Vestmannaeyjum skorinoröa
ályktun þar sem þess var krafist aö
lágmarkslaun í landinu yröu 15 þús-
und krónur. Mátti skilja þessa sam-
þykkt svo aö þingið teldi eölilegt aö
þær launahækkanir sem til þessa
þyrftu skyldu ekki ganga upp allan
launastigann, þannig að í fyrsta
skipti yröi gripið til raunverulegrar
launajöfnunar. Undir þessa ályktun
tóku fulltrúar Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og forsvars-
menn fleiri sambanda, sem hafa
stóra hópa láglaunafólks innan sinna
vébanda.
1 grein, sem ég skrifaði skömmu
síðar, sagöi ég aö nú skyldu menn
taka eftir hvernig heildarsamtök
launafólks brygöust viö þessu; hvort
þaö myndi nú loksins gerast aö mál-
staöur láglaunafólks nyti skilnings á
boröi ekki síöur en í oröi. Jafnframt
lét ég í ljósi efasemdir um að þaö
myndi gerast, í ljósi sögulegra staö-
reynda, því sannleikurmn er sá aö
þessi skilningur hefur aldrei dugað
nema aö samningaboröinu, við þaö
hefur hann alltaf af einhverjum
dularfullum ástæöumgufaðupp.
Á enn að svíkja?
Satt best aö segja bendir flest til
þess aö enn eigi aö svíkja láglauna-
fólkiö. Strax eftir samþykkt Verka-
mannasambandsþingsins létu for-
svarsmenn annarra launþegasam-
taka í ljósi þaö álit sitt í einkasamtöl-
um aö þaö myndi meira aö segja
stranda innan Verkamannasam-
bandsins aö þessi launajöfnuöur
kæmist á. Innan þess væru mjög
sterkir aöilar sem myndu berjast
meö kjafti og klóm gegn honum.
Kjallari
á fimmtudegi
Magnús Bjamf reðsson
grunneiningin sé lágt tímakaup
verkamannsins, og þaö gætir þess
vandlega aö ekki mjókki biliö milli
þess og þeirra sem vinna eftir um-
sömdum launatöxtum eingöngu.
Aörir bentu á aö verkalýðsforyst-
unni myndi þykja býsna hart ef slík
launajöfnun kæmist á í tíö núverandi
ríkisstjómar. Þeir flokkar, sem eink-
um nudda sér utan í launþega, A-
flokkamir svokölluöu, hafa jafnan
þóst bera hag láglaunafólks fyrir
brjósti, þótt þeir í raun hafi stuölað
aö auknu launamisrétti í landinu.
Þeim þætti þaö því ekki gott ef ríkis-
stjóm sem þeir koma hvergi nærri
stuðlaöi aö raunveralegri launajöfn-
un.
Nú er fariö aö tala um skamm-
tímasamninga, þar sem launamis-
rétti veröi eitthvaö leiðrétt. Vissu-
lega má hugsa sér þaö. En gæta
skyldu menn þess aö þar kann fiskur
að liggja undir steini. Það er gamal-
kunn aöferö verkalýðsforystunnar
aö semja fyrst fyrir láglaunafólkið
og gera síðan betri samninga fyrir
þá hærra launuöu á eftir. Sú kann aö
vera ætlunin nú. Menn geta þóst ætla
aö leiðrétta misræmiö en ráöa svo
bara ekkert við hina, sem ná betri
samningum. Þarna þarf aö búa
tryggilega um hnúta.
Þetta fólk, sem einu nafni er gjarna
kallaö „þjónustufólkiö” og vinnur
eftir afkastahvetjandi launakerfi,
hefur mun meiri tekjur en þetta, þótt
Prófað á BSRB?
Forsætisráöherra hefur ítrekaö
lýst yfir því aö hann telji aö nota beri
þaö svigrúm sem nú gefst, þótt lítiö
sé, til aö bæta kjör hinna lægst laun-
Upp með Fisk-
vinnsluskólann
Fiskvinnsluskólinn, hinn eini
sinnar tegundar hér á landi, hefur nú
starfaö í rúm 12 ár. Fyrstu tvö árin
var hann staðsettur í húsakynnum
Rannsóknastofnana sjávarútvegsins
aö Skúlagötu 4 í Reykjavík en síöast-
liðin 10 ár hefur skólinn veriö starf-
ræktur í Hafnarfirði. Hann er nú til
húsa á þremur stööum í bænum og
alls staöar í leiguhúsnæöi. Tilefni
þessara skrifa er þaö aö vekja at-
hygli almennings og ráðamanna á
húsnæöisvandræöum Fiskvinnslu-
skólans. Loksins eftir aö skólinn
haföi starfaö í 10 ár, eöa 1981, var
tekin ákvöröun um aö byggja nýjan
Fiskvinnsluskóla. Skólinn átti frá-
tekna lóö í Hafnarfirði og var nú
hafist handa viö hönnun og undirbún-
ing nýs skólahúsnæðis. Þáverandi
fjárveitinganefnd veitti fé til allrar
undirbúningsvinnu. Undirbúnings-
vinnu miöaöi aö vísu hægt en nú í vor '
var allt tilbúiö og átti aðeins eftir aö
fá grænt ljós frá samstarfsnefnd um
opinberar byggingar og bjóöa fyrsta
hluta verksins út. I fyrsta áfanga átti
aö koma upp fokheldu verknáms-
húsi. Þetta græna ljós kviknaði
aldrei og skýringin fékkst þegar f jár-
lög sáu dagsins ljós. I þeim var ekki
Lárus Björnsson
aö finna eina krónu til nýbyggingar
skólans. Sem sagt, þetta mál lenti
undir hnífnum fræga, eins og svo
mörg önnur mál nú í ár. Þó á skólinn
nokkrar milljónir í sjóöi til aö nota í
þetta húsnæöi en leyfi til aö hefja
framkvæmdir fæst ekki.
Nú er þaö vitanlega svo aö þaö
verður aö meta hverju sinni hvaöa
skólahúsnæði á aö byggja og hvaöa
ekki, hvaöa skólar eru mikilvægari en
aörir og hafa því forgang o.s.frv.
Ekki veit ég þó hvaö þeir vísu menn
sem þessu ráöa leggja til grund-
vallar þegar peningum er útdeilt til
skólabygginga en mér finnst þaö mat
óréttlátt. Er þaö nema von aö nem-
endur og starfsmenn Fiskvinnslu-
skólans veröi bæöi sárir og reiðir
þegar horft er upp á þaö í gegnum
árin aö hver fjölbrautaskólinn á
Ojk „Ég held að íslendingar eigi það skilið að
™ eiga myndarlegan og veglegan fisk-
vinnsluskóla sem menntar fólk fyrir fiskiðnað-
inn, menntastofnun sem við getum verið stolt
af.”