Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Page 15
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983. 15 Menning Menning Menning Menning Natt eftir Ingvar Lidholm. Á plötunni Nordisk musik er að vísu ekkert verk eftir Islending, en ekki er hún verri fyrir það. Ketil Hvoslef (f. 1939) kannast margir Islendingar við. Hann nam í Bergen, Stokkhólmi og London, kom fyrst fram opinber- lega áriö 1965 og hefur nú skrifað háttí 40tónverk. Kvartett V Kvartoni er skrifað fyrir sópran- rödd, blokkflautu, gítar og píanó (1974). Má verkið því teljast eins konar kvartett, þar sem sópran- röddin er notuð sem hvert annað hljóöfæri. Tónverkið er eins og léttur jass í a cappella búningi, — og fagur- lega flutt af Anne Bolstad, Rigmor Titt Davidsen, Sten-Erik Olsen og Jan Horden. Björn Wilho Hallberg (f. 1938) nam í Stokkhólmi, varð hrifinn af Boulez og Penderecki við upphaf sjöunda áratugarins, en sneri sér síðar að Richard Strauss. Hefur Hallberg síðan leitast við að sameina helstu kosti hefðbundinnar tónlistar og nýrri tónlistar (t.d. Ligetis) í verkum sínum, sem nú eru orðin fjöldamörg. Aspiration per orkestra (1971) er einn samfelldur tónvefur, sem hefst með litlu stefi og hleöur utan á sig uns hvörfum er náö. Þar greinast tónar smátt og smátt í sundur og hverfa að lokum í djúp þagnarinnar. Spike Jones líka... Poul Ruders (f. 1949) hefur ekki enn hleypt heimdraganum svo heitið geti og býr og starfar í heima- landi sínu, Danmörku. Hann byrjaði snemma að fást við tónlist sem hann sjálfur flokkaöi undir „eftirlíki”, þ.e. í henni skírskotaði hann opinskátt til eldri tónlistar og blandaöi þau föng suðrænum rytmum. I seinni tíð hefur Ruders helst leitað fanga í enskri söngtónlist frá miðöldum, svoköll- uðum víxlsöngvum („change- ringing system”) þar sem hver rödd tekur við af annarri. Rondeau (1976) mætti allt að eins kalla Geðbót, svo mjög sem verkið framkallar bros- viprur á hlustandanum. Að hluta til minnir það á jass, aö hluta á mið- aldasöng og svo líka Spike Jones, svei mér þá. Hver segir að nútíma- tónlist geti ekki verið skemmtileg? Heikki Laitinen (f. 1943) nam við Síbelíusarakademíuna og jafnframt því stundaði hann rannsóknir á tón- list Sama og Lappa. Sumt af rann- sóknarsviði hans hefur orðið honum tilefni til tónsmíða, m.a. samdi hann tónverk sem byggt var á hói eöa jóðli Sama. Var það flutt á tónlistar- dögunum í Osló fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli. Með þjóðlegu sniði Tilraunahljómsveitin Harpans Kraft varð áheyrandi að því og bað Laitinen aö semja nútímaverk meö þjóölegu sniöi fyrir sig. Linnés resa i Finland 1732 varð árangurinn. Verk þetta er byggt á köflum úr frægri dagbók vísindamannsins Lrnné, og eru þeir sumpart sagðir fram, sum- part sungnir af sópranrödd með undirleik píanós, sellós og slagverks. Laitinen valdi texta þar sem Linné talar um basl Lappa, gjafmildi og hetjulund, og með undirleik verður til afar aðlaðandi ljóöræn svíta. Tvö fyrstnefndu tónskáldin, Hvos- lef og Hallberg, nutu leiösagnar sænska tónskáldsins Ingvars Lidholm. Því er við hæfi á þessum vettvangi að kynna einnig nýja hljómplötu með tónlist Lidholms. Hér er um aö ræða kantötu hans, Skaldens natt, nótt skáldsins, sem þegar er talið með áhrifamestu verkum þessa virta tónskálds. Lid- holm (f. 1921) þekkja flestir þeir sem fylgst hafa með sænsku tónlistarlífi síðastliðna þrjá áratugi. Nýnæmi í kórverkagerð Kantata hans, byggö á Canto LXXXI eftir Ezra Pound (1956) þótti mikiö nýnæmi í sænskri kórverka- gerö, svo skipulega uppbyggð og mikilúðleg sem hún er. < Skaldens natt samdi Lidholm að hluta 1957 —58 og í þeirri mynd var verkiö flutt víða um Evrópu og hlaut viðurkenningar á tónlistarhátíöum. Árið 1981 lauk tónskáldið endanlega viö kantötuna. Byggir hann það á slitrum úr ljóðabálki eftir 19. aldar skáldið Carl Jonas Love Almqvist, en í honum gerir Almqvist upp hug sinn gagnvart Guði, eftir miklar sál- arþrengingar. Tónlist Lidholms lýsir þessum þrengingum kröftuglega, bæði í söng og tónum. Tónklasar eru vandlega hlaönir upp, ná hámarki, tvístrast og hverfa. Kór er teflt á móti hljómkviðu, sópran á móti kór. Hér er á feröinni verk sem er í senn stórbrotið og ljóörænt, ágengt og innilegt. -AI. SMITWELD rafsuðuvír Rafsuðumenn um allan heim þekkja SMITWELD merkið. I yfir hálfa öld hefur SMITWELD þjónað iðnaði og handverks- mönnum um allan heim. SMITWELD rafsuðurvírinn er einn sá mest seldi í Evrópu. Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð- varið efni, sem selt er í Vestur- Evróþu er frá SMITWELD. Sannarþaðeittgæðihans. Við höfum fyrírliggjandi í birgðastöð okkar alar aJgengustu gerðir SMITWELDS rafeuðuvírs og pöntum vírfyrirsérstök verkefni. SMITWELD: FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI SÍNDRA Pósthólf 881, Borgartúni 31.105 Reyfcjavfk, sfmi: 27222, bein llna: 11711. Kvóld og hdgarsimi: 77968. Í3VEKAM KÖKUBLAÐ >: - Stækkað blað - '•! ■ a > a NU ER ÞAÐ KOMIÐ Ómissandi við jólabaksturinm! Jólakökuuppskriftir með litmyndum á 16 aukasíðum AFMÆLISGETRAUN •! HEFST >: í VIKUNNI - NÚNA X Vertu með frá byrjun. \ • )• Askriftarsíminn er 27022 • a a a a a Banki Gœnsás-qg fössvqcK- hvofi Réttarholtsútibú Iðnaðarbankans á mótum Sogavegarog Réttarholtsvegar. Aukin þjónusta við íbúa nærliggjandi hverfa pg þá sem leið eiga hjá. í Réttarholtsútibúinu fara fram öll almenn bankaviðskipti. Við leggjum sérstaka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf; - t.d. um þau mismunandi inn- og útlánsform sem henta hverju sinni. Verið velkomin á nýja staðinn og reynið þjónustuna. Iðnaðarbankinn Réttarholtsútibú, Réttarhottsvegi 3, sími 85799 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.