Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Qupperneq 18
DV. FIMMTUDAGUR24. NOVEMBER1983.
•
PANTANIR
SÍMI13010
•
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
TINNA -
NA
TINNA - TINNA - TINNA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
Furugerði 3.
Opið á fimmtudögum til
kl. 8.00.
Athugið: Síminn er
32935.
Pantið tímanlega
fyrir jól.
TINNA - TINNA - TINNA
Z
z
>
>
I
ÚRVAL AF JÓLAFATNAÐI
Á BÖRN OG UNGLINGA
VELKOMIN Sími 33830.
Frá tollstjóranum í Reykjavík
Hér meö er skorað á gjaldendur skipulagsgjalds af nýbygging-
uin í Reykjavík, sbr. 35. gr. laga nr. 19/1964 og reglugerð nr.
167/1980, með gjalddaga á árinu 1983, að gera full skil á gjald-
inu nú þegar og eigi síðar en einum mánuði eftir birtingu
áskorunar þessarar. Að þeim tíma liðnum verður krafist
nauðungaruppboðs á fasteignum þeim, sem skipulagsgjald
skal greiða af, samkv. 1. gr. laga nr. 491951.
Reykjavík, 18 nóv. 1983,
Tollstjórinn í Reykjavík
FRA PÓLÝFÓNKÚRNUM
Kórfélagar og kórskólafólk Pólýfón-
kórsins.
Skemmtum okkur saman í Hreyfilshúsinu föstu-
daginn 25. nóvember.
Eldri kórfélagar velkomnir.
Húsið opnað kl. 22.
Lögtök
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úr-
skurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á
kostnaö gjaldenda, en ábyrgö ríkissjóös, að átta dögum liön-
um frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöld-
um:
Söluskatti fyrir júlí, ágúst og sept. 1983, svo og söluskatts-
hækkunum, álögðum 23. ágúst 1983—16. nóv. 1983; vörugjaldi
af innlendri framleiðslu fyrir júlí, ágúst og sept. 1983, mæla-
gjaldi af dísilbifreiðum, gjaldföllnu 11. okt. 1983;
skemmtanaskatti fyrir júní, júlí, ágúst, sept. og okt. 1983.
BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK
16. nóv. 1983
IVIenning Menning Menning
LÍF í UÓDI
Ingibjörg Haraldsdóttir:
Orðspor daganna
Ljóð útg. af Móli og menningu, Rvík. 1983.103
bls.
Orðspor daganna er önnur ljóða-
bók Ingibjargar Haraldsdóttur. Hin
fyrri, „Þangað vil ég fljúga”, kom út
hjá Máli og menningu árið 1974. I
þeirri litlu bók eru ákaflega sterk
ljóð, sprottin úr miklum sviptivind-
um tilfinninga. Þau spanna ævi höf-
undar frá fæðingu (ljóöið „Upphaf”)
aðþeim tímaerlngibjörghefursest
að á Kúbu (ljóöiö „Santiago de
Cuba”).
1 „Oröspori daganna” heldur Ingi-
björg áfram að túlka veröld sína í
ljóðum og koma einhverju skikkan-
legu lagi á heimsmynd sína. Fyrsta
ljóðið ,,I útlegð”:
Þú sérö mig ganga um borgina
og heldur þá kannski ég eigi
hér heima
eða sé að minnsta kosti sátt
við þessi pálmatré
samt hlýturöu aö sjá
að í göngulag mitt vantar
trumbusláttinn.
Til skamms tíma hélt ég
að ekki skipti máli hvar
ég svæfi í nótt
því skip mitt lægi feröbúiö
við bryggju.
Nú eru bryggjustaurarnir fúnir
og langt síöan blásið var
til síðustu ferðar.
Miðvikudagar lífs míns
skreppa saman
í langan hitabeltisdag
með skúrum uppúr hádeginu
og snöggu sólarlagi að k völdi.
Borgin er full af fólki.
(bls. 9)
Upphafs- og lokalína mynda um-
gjörð um ljóðiö og halda föstum óróa
þess ogeinsemd.
Heimþrá er leiðarstef ljóðanna í
fyrsta kafla bókarinnar og það er
eins og óþolið hafi aukist frá fyrri
ljóðabók. Sú áhersla sem höfundur
leggur á framandleik sinn í suörænu
umhverfi í ólgandi litum „lygilegra
blóma” fer stöðugt vaxandi. Með
ljóðinu „Til ófædda barnsins míns”
(16) verður þaö augljóst að skáldiö
þolir ek"ki lengur viö á þessum
ókunna stað og ætlar sér að gera eitt-
hvaö í málinu. „Eg geng út úr skóg-
inum.. .” segir í upphafi og í lokin
þetta: „Það ljóö vil ég lesa / í augum
þínum / þegar þú kemur.” Já, bam
hennar skal fæðast inn í ljóðið „sem
fellur af himni”, og „sprettur úr
grænni jörö.” Hér fer það ekki dult
að það er ættjörðin sem kallar.
Núeraðeinseftiraðkveðja. Ljóðið
„Þreyta” þykir mér áhrifarík mynd
af sorglegum málalokum. Skilnaöur
er óumflýjanlegpr, ástvinurinn skil-
rnn eftir í því umhverfi sem hann til-
heyrir (eða hvað? Þaö sést af síöari
Ijóöum).
Því næst er ljóöiö ,/3ér grefur
gröf. . .” (18) um húsið sem þau
reisa í sameiningu úr þykkum steini
og hvemig hamingjunni reiöir af bak
viö þykka veggi þess. „Kaffihlé”
varpar á sama hátt annarlegri birtu
á lífiö svo þaö virðist tilgangslaust.
Og áhrif þess magnast fyrir ljóðin
sem á eftir koma. Eitt þeirra er
svona:
Astina þekkti ég
sæluna
sársaukann þekkti ég.
Þig
sem ég elskaði
þekkti ég ekki.
(Eftirmáli, bls. 21)
Komin heim inn á reyk-
vísku holtin
Svo snýr höfundurinn heim inn á
reykvísku holtin og tekur að hlaöa
sinn garð að nýju, þann sem fallinn
varílangrifjarveru.
Þessi kafli er aðeins þrjú ljóð, eins
konar millistef við áttaskil. Fyrsta
ljóðið er „Heimkoma”, hugleiöing
um tíma, fjarlægð, draum og veru-
leika. Annað ljóðið ber heitiö „Von-
brigði”og ersvona:
Þú hélst þú kæmir heim
í hlýjan faöm
þin biði sól
í grænu grasi
huggun
hvíld.
Þú hélst þú ættir skjól
ílandsinshjarta.
Envonþín brást:
þín biðu nakin f jöll
og naprir vindar.
(27)
Hér rís úr d júpi draumanna kaldur
vemleikinn. En skáldið litla er ekki
af baki dottið. Þriðja ljóðið í þessum
ágæta kafla er „Þymirós” og stenst
ég ekki freistinguna að taka líka upp
þetta magnaöa valkyrjuljóð:
raunir”, þar sem veslings blaða-
maðurinn þarf að halda sig við hinn
nálægari sannleik, og ,,— allt sem
snertir hag hins vinnandi manns.”
því „Sláturtíöin í E1 Salvador vekur
áhugafárra.”
Vorið er komið
Nú líður aö lokum sögunnar,
fimmti og síðasti kafli frumsömdu
ljóða bókarinnar hefst á ljóði sem
heitir „Vorið 79” (61) Enn hvílir
drungi yfir dögunum þó ofurlítil von
sé í sjónmáli. Það er ort um dauðann,
jafnvel þótt höfundur lýsi því yfir aö
þaö vilji hann ekki gera. („Lífið”
bls. 64 og „Annars hugar” 65) 1 ljóö-
inu „Á flýtisferð um lífið” fer
höfundur á kostum í nöpru háði. Og
þá emm við komin þar sem ofurlitla
skímu leggur inn í hugartetrið ,
„Ljóöiö um haming juna”:
Ingibjörg Haraldsdóttir.
Nú rís ég upp einbeitt og vakna
af aldarlöngum svefni
— eða er ég aö f æðast?
Núna. Hér. Með tvær hendur tómar
— hreinar og tómar.
Einhver hefur sagt mér
égeigihérheima.
(28)
Bókmenntir
Rannveig G.
Ágústsdóttir
Og nú upphefst þriðji kafli með
fílósófíu um frelsið: „Eg neita því
ekki: / öryggiskenndin var sæl.”
(Hér finnst mér hefði farið beturað
segja sæt, ekki sæl) (31). Og nú opn-
ar Reykjavík faöminn meö sínar
blautu götur, líflegu skemmtistaði og
tilraunir til samneytis manna á milli
sem mistakast að mestu. Angistin
fyllir hugann. Kona hverfur að sínu
aldagamla starfi, þjónustustörfum
með uppþvotti. Eldhúsvaskurinn
veröur ískyggilega miðlægur og því
er kominn tími til endurskoðunar og
uppgjörs. Kaflanum lýkur með einu
fegursta ljóöi bókarinnar um andar-
takið, „geturðu níst það prjóni?”
(bls. 44).
1 hinum fjórða þætti bókarinnar er
ort til mannsins sem eftir var skilinn
í fjarlægö, eitt Ijóöanna er svona:
Þúhorfirámig
augum sonar okkar
þegarhannsegir:
ég ætla aö verða
sjóræningi
eins og pabbi minn.
(,,Fjarlægð”51)
Þá eru syninum ort tvö falleg ljóð
og síðan kemur sjálfið: „ÉG”
(bls. 54) en þar segir Ingibjörg
m.a.: „Asfaltiö er iljum mínum kær-
ast.” Hún er borgarinnar bam,
Reykjavíkurbam. Pólitíkin er líka
dálítið reykvísk t.d. í „Blaðamanns-
Á hverjum morgni
vaknaégviöhliö þér
oghugsa:
þama erhún lifandi komin,
hamingjan.
(66)
Síðan er „Bið” (67) og þá „Verald-
arundur” (68) um líf sem fæðist og
barn sem lifir. 1 næstsíöasta ljóði
kaflans, „Bam á brjósti” er skýlaus
yfirlýsing um hvaða eiginleika
móðirin óskar nýfæddri dóttur sinni
og vonast auðvitaö til þess að með
móðurmjólkinni drekki telpan áræði
og óttaleysi, visku og stolt.
Ljóð Ingibjargar eru samsteypt í
eina heild eins og ævisaga í Ijóðum.
Vissulega verður lesandi að geta í
eyður, ekkert er smásmugulegt í
ljóöunum, þau eru hafin yfir hið
hversdagslega þótt þau fjalli um
það. Höfuðþemað er heimþrá, heim-
koma og sátt. Áberandi er baráttan
milli skyldurækni við hiö nýja líf og
svo ákafrar löngunar til að samein-
ast upphafi sínu. Þetta gengur ekki
átakalaust eins og ljóðin sanna, þótt
sigur vinnist aö lokum. Eða er sigur-
inn unninn? Skáldiö slær vamagla
meðsíðasta ljóöinu:
Gakktu hægt
yfir grasið
í nepjunni.
Sólin hefur enn ekki
sungið sitt síðasta.
(„Varúö” 71)
Athyglisvert er hve form ljóöanna
er heillandi og myndmálið hnitmið-
að. Ingibjörg Haraldsdóttir er tví-
mælalaust meöal okkar fremstu ljóð-
skálda.
Ljóðaþýðingar, sem eru um
fjórðungur bókarinnar, hef ég ekki
getað skoðaö með hliösjón af frum-
textum, aðeins lesiö þessi 15 ljóðsem
fjalla aðallega um kúgun alþýðu-
mannsins í Rómönsku Ameríku.
Þetta eru áhrifamikil Ijóö og sum
frumleg mjög og fjalla ekki um neinn
borgaralegan hégóma, heldur eru
þau full af lífsháska eins og flest bók-
menntakyns sem kemur frá þessum
heimshluta. Islenskur búningur Ingi-
bjargarhæfirþeimvel. Rannvcig