Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Page 31
DV. FIMMTUDAGUR24. NOVEMBER1983. 31 Sandkorn Sandkórn Sandkorn "i Tíundin felld niður Þau túnamót uröu i sögu Alþýöubandalagsins á síöasta landsfundi aö samþykkt var aö fella svokallaö tíundargjald niöur. Umrætt gjald var þannig tilreiknaö að þeir sem voru í launuðum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn þurftu að greiða visst hlutfall þeirra launa í sjóði hans. Mun þetta hafa verið arfur frá gamla Kommúnistaflokknum. En allt um það, þegar ofangreind samþykkt haföi verið gerð, tilkynnti for- maður flokksins að mið- stjórn hefði eftir sem áður heimild til að innheimta tíundina ef talið vari að á þyrfti að halda. Gerðist þá mikill kurr I liði landsfundar- fulltrúa. Sögöu þeir, aö þarna væri um að ræöa laun fyrir vínnu, sem fólk ætti að fá að halda óskertum. Fór svo að lokum, að formaðurinn varð Unnur var talln nijur... ... og Bjamfriftur út. að draga dagskipunina til baka. Niðurtalning Það kemur ebistaka sinn- um fyrir að fólk cr talið niður og stundum alvcg út, eí svo má aö orði komast. Upp á sið* kastið hefur þetta einkum komið niður á konum — að sjálfsögðu. Sem dæmi má nefna, að Unnur Steinsson feguröar- drottning var talin niður um eitt sæti í fegurðarsamkeppn- inni „Miss World”, og hafnaði að lokum í 4. sæti, en ekki 5. ehis og út hafði verið gefið. Annaö dæmi er um Bjarn- fríði Leósdóttur, scm var ekki bara talin niður heldur alvcg út úr stjórn Verkamanna- sambands Islands. En liklega munu mistök i talningu vera hiö cina, sem VMSÍ og „Miss World" eiga sameiginlegt. Dýrt spaug Talandi um tíundargjaldið góða. þá kom í ljós á lands- fundi allaballa, að það sem af er þessu ári hcfur Alþýðu- bandalagið fcngið ekki minna en 380 þúsund krónur frá þingflokki sinum. Þaö þýðir að hver þingmaður hefur mátt greiða riflega 34.000 krónur i tíund á þessum tíma. Þá hefur flokkurinu fengið rúmar 36.000 krónur frá öðrum, sem gegna launuöum trúnaðarstörfum á vegum hans. Það hefur því verið nokkuð dýrt spaug að komast á þing fyrir Alþýðubandalagið áður en tíundínni var aflétt. Oflug samkeppni Nú, þegar bjórumræðan stendur sem hæst, er ekki úr vegi að rifja upp cina gamla og góða til hugarléttis í skammdcginu. Gamall bóndi hafði alia tíð haft hina mestu skömm á íslenskum pilsner. Hann hafði enda komist í „alvöru” bjór í úttandinu og fannst þvi lítið til þessa íslenska iönaðar koma. Spaugarar nokkrir hugðust breyta þessari bjarg- föstu skoðun karlsins, urðu sér úti um tóma pilsner- flösku og fylltu hana af brennivíni. Héldu þeir síðan á fund hans og sárbáðu hann aö smakka. Karl lét loks til leiöast, tók fiöskuua, drakk niður í hana niiðja i einurn teyg og mælti síðan há- tíðlega: „Ja, nú mega þeir hjá Carlsberg fara að vara sig.” Sá guli er nú cinkum til í draumhcimum. Draumur um þorsk I ræðu, sem Vigdis Finnbogadóttir forseti hélt nýlega í kvöldverðarboði Portúgalsforseta, sagði hún m.a. að þaö væri sagt í hálf- kæringi, að Portúgalir lifðu á þorski og draumum. Hið sama mætti scgja um islcndinga. Ein er sú stétt, sem mun ciga í crfiðleikum mcð að skilja þessi ummæli forset- ans, ncfnilega fiskifræðing- arnir. Þeir telja okkur ekki lcngur lifa á þorski og draum- um, heldur draumum um þorsk. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Trúboðinn að starfi í miðbæ Lundúna. St jörnubíó—Trúboðinn: FALLNAR KONURI FAÐMITRÚBOÐA Stjörnubíó, TRÚBOÐINN (The Missionary); Stjórn: Richard Locraine. Handrit: Michael Palin. K vikmyndun: Dewi Humphries. Aðalleikarar: Michael Palin, Maggie Smith, Trevor Howard, Denholm Elliot. Michael Hordern, Pheobe Nicholls. Tónlist: Mike Moran. Framleiðendur: Nevillo C. Thompson og Michael Palin. Enskur húmor hefur lengi átt upp á pallborðið hjá þjóöum heims. Svo hefur einkum veriö um kímni þeirra í kvikmyndum. Fáir eða engir hafa reyndar komist með tæmar þar sem enskir hafa haft hælana hvað gerð grínmynda snertir á síðustu árum og áratugum. Allmargar kímniklikur, ef svo má kalla, hafa verið uppi í enskum kvik- myndaheimi. Nægir þar að nefna Áframhópinn sem á baki marga tugi gamanmynda sem sumar hafa að vísu elst illa en jafnan hafa samt geymt góðan húmor, að ógleymdum Monty Python-hópnum sem hefur sent frá sér hvert aðhlátursefnið á fætur ööm á allra síðustu misserum viö mögnuð bakföll áhorfenda. Sumir úr þessari kímniklíku hafa sent frá sér sóló inni á milli sam- eiginlegrar framleiðslu og svo er um Michael Palin. Stjörnubíó sýnir um þessar mundir kvikmynd sem hann stendur að baki, næsta óstuddur, og heitir hún The Missionary, trúboðinn. Að því er best er vitaö er þetta fyrsta sjálfstæða mynd Palins og það verður aö segjast eins og er að ekki nær þessi frumraun hans aö komast í hálfkvisti yiö sumar bestu myndir Pythons-hópsins hvaö viökemur beinskeyttri fvndni, frumlegum per- sónum og handriti, ríku ímyndunar- afli í sviðsetningum eöa góðri tækni- vinnu. Myndin er aöeins reykurinn af þeim réttum sem Python-félagar hafa gefið okkur aö smakka að undanfömu. Myndin fjallar, eins og nafngift hennar gefur til kynna, um trúboða, Charles Fortescue að nafni. Þegar myndin hefst er hann aö snúa heim frá tíu ára fórnfúsu trúboðsstarfi inni í myrkustu frumskógum Afríku. Heima bíður hans ungt fljóð sem beðið hefur þess að giftast honum í öll þessi ár. Eins og að líkum lætur er Fortescue spenntur að fá að vita hvaö enski biskupinn ætli að láta hann fá að starfa þegar heim kemur. Hann hefur gert sér í hugarlund einhver viröuleg embætti eftir þetta vanþakkláta starf í Afríku, en verður fyrir allmiklum vonbrigðum því að biskupinn segir honum að hans bíði erfiður starfi í helsta melluhverfi Lundúnaborgar þar sem hann eigi aö reisa trúboðsstöð fyrir „fallnar konur” sem hann svo nefnir. 1 stuttu máli gengur svo myndin út á fram- gang trúboðans í melluhverfinu, sem tekur á sig alleinkennilega mynd, auk þess sem fléttað er inn í söguþráðinn undirbúningi brúðkaups trúboðans og unga fljóðsins, svo og ágirnd miðaldra heföarkonu ástum klerksins sem hitti hann af tilviljun á skipinu á leiö heim frá Ariku og varð síðan aö styrkja hann í að koma upp trúboösheimilinu í Lundúnum. Helsti veikleiki þessarar myndar er handrit hennar. Fyrir utan það að vera nokkuö þurrt og margtuggið er það ákaflega sundurlaust i vinnslu og gerir það myndina mjög ósmellna ásýndar. Að vísu er myndin talsvert fyndin á köflum og nokkrir góöir brandarar fá að njóta sín inni á milli en þeir koma fyrir lítið þar sem er þessi hroðvirknislega úrvinnsla og uppbygging söguþráðarins. Þá bregður sjaldan fyrir góðum leik í Trúboðanum og persónur hennar ná aldrei að vera sennilegar ellegarþá spennandi. Sundurlaus gamanmynd með lítt spennandi persónum og frekar slök- um leik í þokkabót er nokkuö sem ekki verður lofað. Þaö er hreint skrum sem segir í auglýsingunni aö þessari mynd að hún sé „stórkost- lega skemmtileg og alveg bráðfyndin. . .” Sigmundur Ernir Rúnarsson. Hef opnað tannlæknastofu mína í heilsugæslustöðinni Hellu, sími 5090. Garðar Brandsson tannlæknir. )odge Ramcharger78-81 Höfum verið beðnir að útvega Dodge Ramcharger árg. '78—'81 í skiptum fyrir tvo ódýrari bíla. JÖFUR HR Nýbýlavegi 2 - Kopavogi - Simi 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.