Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Page 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL . IVota oftast italska leikinn, hef stúderaö hann mest. DV-myndir: Einar Ólason. Hannes HHfar Stefánsson, Norðurlandameistari i skák i flokki tíu ára og yngri. Hann var sjö ára þegar hann tók þátt i sinu fyrsta skákmótí, grunn- skólamótínu svokaUeða. Skák, tónlist og Félag nýalssinna Komiði sælir, félagar og vinir góðir, og líkt og Bítlarnir sögðu good day, sunshine, þá bjóðum við ykkur góöan daginn með sólskinsbros á vör. Við fjöllum um tónlist, skák og Félag nýalssinna í Dægradvölinni aö þessu sinni, allt efni sem fellur ykkur vonandi vel í geð. Fyrst er það hún Edda Borg Ólafsdóttir sem spilar á hljómborð og syngur í hljómsveit Gunnars Þórðarsonar í Broadway. Eitilhress stúlka, Edda. Þá er það hann Hannes Hlífar Stefánsson, 11 ára Reykvíkingur, en hann er talinn einn efnilegasti skákmaður landsins þessa stundina. Og aö lokum er það Félag nýalssinna. Við ræöum við formann þess félags, Ingvar Agnarsson, og er það hið forvitnilegasta efni. Með á nótunum setjum við punktinn á sinn stað. Texti: lón G. Hauksson Myndir: Einar Ólason „Byrjaðiað tefla 5 ára” — „skákrabb” við Hannes Hlífar Stefánsson, Norðurlandameistara í skák í flokki tíu ára og yngri Skákáhugamenn segja gjarnan um hann ,,aö annaö eins efni hafi ekki komiö fram í skákinni hérlendis í ára- raöir”. Og af mörgum þeirra er hann oft kallaöur „undrabamiö í Breiöholt- inu”. Nafn hans er hins vegar Hannes Hlífar Stefánsson og hann er 11 ára aö aldri. I febrúar síðastliðnum, þá 10 ára, varð hann Noröurlandameistari í skák í flokki 10 ára og yngri. Viö Dægradvalarmenn heimsóttum hann fyrir skömmu upp í Breiðholt og röbbuðum viö lítillega viö hann um skákina. „Ég byrjaöi aö tefla 5 ára er bræöur mínir kenndu mér mannganginn,” svaraöi Hannes spumingu okkar um það hvenær hann heföi byrjað í tafl- mennskunni. „Og ég tefli mjög oft viö bræður mína ennþá,” bætti hann við. Þrátt fyrir aö Hannes geti státaö af velgengni í taflmennskunni þá er hann ákaflega lítillátur og hógvær, kannski örlítiöfeiminn. Norðurlandamótið, sem Hannes sigraöi á í sínum flokki, var haldiö í Turku í Finnlandi. Þeir voru tveir frá Islandi í flokki Hannesar, hinn var ÞrösturÁrnason. Og svo skemmtilega vildi til aö Þröstur krækti í annað sætiö, einum vinningi á eftir Hannesi. Þess má geta aö tíu piltar tóku þátt í þessu móti frá Islandi og vegnaði þeim öllum ágætlega. Keppt var í fimm flokkum. Viö spyrjum Hannes hvernig hann æfisig. „Eg er í Taflfélagi Reykjavíkur og fer á æfingar þar. Þá hef ég gert svolitið aö því aö skoöa skákir ýmissa stórmeistara og lesa skákbækur, sér- staklega byrjanabækur.” — Oghvaöabyrjunnotarþúoftast? „Italska leikinn, hef stúderaö hann mest.” Uppáhalds skákmeistari Hannesar er Sovétmaöurinn Kasparov sem þessa dagana er aö tefla við Kortsnoj í London. ,,Eg held aö Kasparov sé sá besti þó Karpov sé heimsmeistari. ” En svona að lokum, Hannes, hvort finnst þér hraöskák eða skákir sem „Hraöskákinerskemmtilegri.” taka langan tíma skemmtilegri? -JGH. Ingvar Agnarsson, formaður Fólags nýalssinna. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.