Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER1983.
HVERNIG ÖL
VERÐUR TIL
— litiö inn í ölgerð Egils Skallagrímssonar
Axel Clausen kikir niður í ámuna þar sem öliö gerjast.
„Þar er Egill sterki rammlega læstur inni,” segir Sigurður Guðmundsson og bregður á leik.
DV-myndir Einar Ólason.
I ölgerö Egils Skallagrimssonar
við Frakkastíg fer fram bruggun á
öli, þ.e. maltöli, pilsner og Agli
sterka eins og ófengi bjórinn sem
eingöngu er ætlaöur til útflutnings og
notkunar í erlendum sendiráðum er
kaliaöur. I samtali viö DV sögöu
starfsmenn brugghússins aö þeir
teldu ölgeröinni ekkert aö vanbúnaöi
aö brugga millisterkt öl, þaö eina
sem þyrfti hugsanlega aö bæta væri
lagerrými.
DV leit inn í ölgerö Egils
Skallagrímssonar viö Frakkastíg og
fékk nasasjón af þeim ferli sem
bruggunin er, þótt starfsmenn
neituöu öllum nákvæmum upplýsing-
um á þeirri forsendu aö slíkt væri
leyndarmál hverrar ölgeröar. ,,Viö
ætlum ekki aö gefa þeim í Sanitas
innsýn inn í þaö hvernig viö bruggum
maltöl,” sagði Leó Ingvarsson sem
stóö viö suðupottinn þar sem öl er
hitað. „Hitastigiö er eitt af leyndar-
málunum,” sagöi Leó.
„Bruggferillinn hefst á því aö
korniö í fyrirhugaöar lagnir er
malað og sett í svokallaöan meski-
pott þar sem þaö er bleytt upp,”
sagöi Siguröur Guðmundsson, starfs-
maöur ölgeröarinnar. „Því næst er
ölið hitaö upp viö mismunandi hita-
stig í suðupottinum. Ur suöupottin-
um sem er á neöstu hæö brugghúss-
ins er ölinu dælt upp í rísastóran
bakka á efstu hæö hússins þar sem
þaö er látið setjast. Aö því loknu er
ölinu dælt í gegnum kæla þar sem
hitastig er stillt fyrir gerjun og þar á
eftir er því komiö í ámur þar sem
gerinu er bætt út í,” sögöu starfs-
mennirnir. I ámunum er ölið haft í
u.þ.b. viku. Aö því loknu er öliö sett í
eftirgerjun á lagertanka í u.þ.b.
mánuð. Sagöi Sigurður aö ef vel ætti
aö vera í bruggun sterks öls væri þaö
haft í eftirgerjun mánuöum saman.
Aö eftirgerjun lokinni er öliö filteraö
eöa hreinsaö og síðan tappaö og
gerilsneytt. Meöfylgjandi myndir
ættu aö veita nánari innsýn inn í feril
ölgerðar.
-HÞ
íæo mgvarsson suoumaður við suðupottinn.
Fáskrúðsfirðingar efa Úr aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson. Frumsýning
verður íkvöld.
DV-mynd Ægir Kristinsson.
Fáskrúðsfjörður:
„Úr aldaannál” Böðvars Guðmundssonar
Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV
á Fáskrúðsfirði.
Leikhópurinn Vera á Fáskrúðsfirði
frumsýnir leikritið Ur aldaannál eftir
Böövar Guömundsson í félagsheimil-
inu Skrúö á Fáskrúösfiröi föstudaginn
2. desember.
Böövar skrifaöi leikritiö fyrir Litla
leikklúbbinn á Isafiröi. Leikritiö á sér
sögulegar forsendur, atburði er
geröust á Austurlandi, nánar tiltekið
frá Djúpavogi til Eskifjarðar, á
árunum 1784—86 og segir frá síöustu
aftöku á Austurlandi, á Mjóeyri viö
Eskifjörö síðasta dag september-
mánaöar 1786 er Eiríkur Þorláksson
var hálshöggvinn.
Leikendur eru tíu. Steinn Jónasson
fer með hlutverk Jóns sýslumanns,
Magnús Stefánsson leikur Eirík, Kjart-
an Olafsson leikur Gunnstein, Jens P.
Jenssen fer með hlutverk séra Jóns og
Þóröur bóndi á Strút er leikinn af Jóni
Margeirssyni. Með önnur hlutverk
fara Svanhvít Rósa Þráinsdóttir,
Petrína Sæunn Ulfarsdóttir, Inga Vala
Olafsdóttir, Þorgils Gunnþórsson og
Ingigeröur Jónsdóttir sem leikur
sýsluma nnsf rúna.
Formaöur leikhópsins Veru er
Valdís Þórarinsdóttir og er þetta
þriöja verkefni hópsins. Leikstjóri er
sem fyrr Magnús Guðmundsson, en
hann hefur leikstýrt fyrri sýningum
Veru.
Síöast er vitað um öxina, sem
Eiríkur var höggvinn meö, í verslun á
Eskifirði áriö 1925 þar sem hún var
notuö sem k jötöxi.
I LEIFTURSOKIMARSALNUM, SKULAGÖTU 26.
Gallabuxur 399 kr. Háskólabolir 249 kr. Vattblússur 590 kr.
Vinnuskyrtur 199 kr. Jogginggallar 495 kr. Dúnúlpur 790 kr.
OPIÐ: FÖSTUDAG 9—7, LAUGARDAG 9-4.
póstsendum VINNUFATABÚÐIN