Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER1983. íþróttir Gylfl Garðarsson. Gylfi íþrótta- maður ársins -1983 íVestmannaeyjum Golfleikariim Gylfi Garðarsson var kjörinn íþróttamaður ársins í Vestmanna- eyjum 1983. IBV stóð fyrir atkvæðagreiðslu meðaf bæjarbóa og hlaut Gylfi langflest atkvæði. Hann er 25 ára gamall og hefir nú um nokkurt skeið verið goifari í ailra fremstu röö. Gylfi varö Eyjameistari í golfi sl. sumar, lék fyrir íslands hiind á stcrku golf- móti í Svíþjóð. Hann var með jafnbestan árangur allra islenskra golfara á siðasta keppnistimabili. Fóv-Véstm.-Ljósm. G.Sigf. Ársþing KSÍ hefst á morgun a Husavík Forustumenn knattspyrnuinála koma saman á Húsavík um hclgina en þar verður ársþing KSÍ haldið. Eins og alltaf áður veröa mörg mál tekin fyrir — og má búast við f jörugum umræðum á þingínu. Þau mái sem veröa mest í sviðsljósinu verður þriggja stiga reglan, sumarfrí knattspyrnumanna, Vestmannaeyjamálið og Skallagríinsmálið. Umræður verða um breytingar á refsistigum — sumir vilja koma í veg fyrir grófan leik með því að auka refsistig, þannig að 5 refsistig verði gefin fyrir mjög grófan leik eða ruddaleg- an. Aðrir vilja gefa aðeins þrjú stig fyrir háskalegan leik. Þarna munar um tvö stig og þaö verður örugglega mikið rætt um refsistigin. Þá verður rætt um breytingar á kappmótum yngri flokka og tillaga kemur fram um að tilraunamót í minni- knattspyrnu fyrir 5. flokk verði komið á næsta sumar. -SOS. Ólafur skoraði 14 stig í röð — Menntaskólinn á Egilsstööum sigurvegari á Hornafirði Körfuknattleikslið íþróttafélags Mcnntaskólans á Egilsstöðum varð sigur- vcgari í fyrri umferð Austfjarðarriðilsins — 2. deíld í körfuknattleik, sem fór fram á Höfn í Hornafirði, en þar kepptu ÍME, Samvirkjafélag Eiðarþinghár, Sindri frá Hornafirði og Hörður frá Patrcksfirði. Orslit leikja urðu þessi: Sindri — Hiirftur 72—69 IME—SE 72—60 Sindri — ÍME 70-73 SE — Hftrður 73-59 Sindri — SE 89-93 ÍME—Hiirður 89-62 Ölafur Ármannsson, miðherji ÍME sem er 2.04 m að hæð, iór á kostum í þessum leik og skoraði haun 39 stig — m.a. fjórtán stig i rftð. Lcikur SE og Sindra var seslspennandi og vann SE eftir f ramicngingu. Slaðau eftir fyrri umfcrðlna er þannig að ÍME er með sex slig, SE fjftgur, Sindri tvft og Hörður ckkert. -SOS íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ..SPUTNIKLIД BliHDESUGUNNAB: ..Stefnum að bví að kom- - segir Atli Eðvaldsson - Diisseldorf hefur komið skemmti- lega á óvart í V-Þýskalandi — hefur skorað flest mörkin Fortuna Diisseldorf er það knatt- spymuiið í „Bundesligunni” sem hefur komið mest á óvart í vetur — sann- kallað „spútniklið”, sem er nú með í baráttunni um V-þýskalandsmeistara- titilinn og leikmenn Diisseldorf hafa skorað flest mörkin í V-Þýskalandi. — Albert í Gautaborg Albert Guðmundssyni, sem hefur leikið með sænska 2. deildarliðinu Helsingborg í knattspyrnu, hefur verið boðið til að koma til Gautaborgar og æfa þar með Svíþjóðarmeisturum IFK Gautaborg. Albert mun æfa meö liðinu í næstu viku. -SOS Já, við höfum komiö skemmtilega á óvart, sagði Atli Eðvaldsson, sem hefur ekki getað leikið með Diisseldorf að undanförnu — vegna meiðsla. Atli sagði aö þaö væri mikill hugur í mönnum hjá Diisseldorf og væri tak- markiö að veröa eitt af fimm efstu liðunum í „Bundesligunni”. Ef við náum því, þá tryggjum viö okkur rétt til aö leika í UEFA-bikarkeppninni. Það væri stórkostlegt, sagði Atli. — Við leikum næst gegn Mannheim á útivelli og síðan gegn Bochum heima. Það verður allt gert til að ná þremur eða öllum fjórum stigunum úr þessum leikjum. Allir leikir eru erfiðir ef heppnin er ekki með okkur, sagði Atli. — Ertu orðinn góður í ökkianum? — Þetta er allt að koma. Ég er byrjaður að geta hlaupið á fullu án Sveinn fékk viðurkenningu — fyrir að fara „holu í höggr’ í Sviss — Vangur hf. ætlar að verðlauna þá menn á íslandi sem ná þeim árangri Fyrirtækið Vangur h.f., sem er um- boðsaðili fyrir Johnnie Walker á ís- landi, hefur ákveðiö að verðlauna aUa þá sem fara eftírleiðis „holu í höggi” á golfvöllum hér á landi. Mun það verða gert í samráði við Einherjaklúbbinn sem er félagsskapur þeirra íslenskra kylfinga sem farið hafa „holu í höggi”. Víða erlendis veita fyrirtæki þeim sem ná þessu draumahöggi allra kylfinga sérstök verðlaun eða viöurkenningu. Þar á meðai er Johnnie Walker fyrirtækiö en það veitir slíkar viðurkenningar í mörgum löndum. Meöal þeirra er Sviss, en þar fór einn Islendingur, Sveinn Sigurbergsson úr GK í Hafnarfirði, „holu í höggi” á heimsmeistaramóti áhugamanna- landsliðaífyrra. Upp frá því hófust viðræður um að íslenskir einherjar bættust í hópinn og hefur það nú orðiö úr. Mun Vangur h.f. bjóða í hóf á hverju hausti að Iokinni golfvertíð þar sem viöurkenningar fyrir afrek sumarsins veröa afhent. Þeir sem fóru „holu í höggi” nú í sumar fá þessa viðurkenningu nú á næstunni. Eru þeir sem það gerðu beðnir um að láta stjómarmeðlimi Ein- herjaklúbbsins vita um stað og stund nú sem allra fyrst svo þeir fái sín verölaun. Eftirleiöis þurfa líka allir sem ná þessum árangri — hvort sem það er í fyrsta sinn eða sjöunda — að láta viökomandi aöila vita. Þaö eru þeir Kjartan L. Pálsson s. 19754/86611, Björgvin Þorsteinsson 33399/82622 og Hannes Ey vindsson 40623/27700. Ölafur H. Olafsson forstjóri Vangs h.f. afhendir Sveini Sigurbergssyni viðurkenningarskjal frá Johnnie Walker fyrirtækinu. þess aö fá verki og einnig er ég byrj- aöur að geta skotið með hægri fæt- inum. Það koma smáverkir eftir að ég er búinn að spyrna í knöttinn en þeir eru síðan fljótir að hverfa. — Eg reikna meö að ég veröi á bekknum gegn Mannheim á laugardaginn, sagði Atli. Atli sagöi aö Pétur Ormslev hafi staöið sig vel aö undanfömu og það gæti fariö svo aö hann yrði í byrjunar- liðinugegn Mannheim. -sos. Dusseldorf til Kanarí Fortuna Diisseldorf fer í æfingabúðir til Kanaríeyja eftir áramót og verður þar frá 2.—12. janúar. Félagiö tekur þátt í fjögurra liða keppni þar ásamt Las Palmas, IFK Gautaborg og Eind- hoven frá HoUandi. -SOS. Takmarkið hjá leikmönnum Diisseldorf er að tryggja sér rétt tii að leika í UEFA-bikarkcppninni næsta kcppnistímabil. Hér fyrir ofan má sjá mynd af Atla Eðvalds- syni þar sem hann fagnar marki. A minni myndinni sjást þeir Bommer, Dusend og Fach fagna marki. Stórar tölu heimsmeistu Sovésku heimsmeistaramir í hand- knattleik sigruðu auðveldlega í fyrri umferð á f jögurra landa móti í Noregi í síðustu viku. Auk þeirra leika þar landsiið Noregs, Frakklands og Hol- lands. Leikið var í Drammen og Skien. Sovétríkin sigruðu Noreg 27—18 eftir 16—11 í hálfleik. Alexander Anpilogov var markhæstur með 7 mörk og áhorf- endur í Skien 2600. Jan Rundhovde var márkhæstur Norömanna meö 4 mörk. Þetta var síðasti leikur fyrri umferðar en áður höfðu Frakkland og Holland gert jafntefli 21—21 eftir 11—10 fyrir Holland í hálfleik. Lokastaðan var þannig. Sovétríkin 3 3 0 0 90—53 6 Frakkland 3 111 61-66 3 Noregur 3 1 0 2 61—69 2 Hoiland 3 0 1 2 58-82 1 Sovétríkin unnu Frakkland 26—18 og Holland 36-17. (22-10) Frakkland vann Noreg 22—18 og Noregur vann Holland 25—21. Þaö þótti tíðindum !■' I I I I ■ I SOUTHAMPTON Á EFT1R DANA '1 1 I I Það er greinilcga mikill og vax- andi áhugi enskra knattspymufé- laga á dönskum leikmönnum eftir Ihina frábæru frammistöðu danska iandsliðsins í Evrópukcppninni. ISouthampton er nú á höttunum cftir Miehael Birkcdai, sem lcikur | með Twente Enchede í HoUandi en lék áður með Næstved. „Ég hef mikinn áhuga á að lcika á Englandi og ef ég fæ sæmilcgt tilboð frá I Southampton mun ég taka því, þegar samningur minn rcnnur út við Twente næsta vor. Ég kemst | ckki frá hollenska félaginu meðan h ég er samningsbundinn því vcgna H þess að það hefur krafist óheyri- ■ legra fjárhæða fyrir mig þegar ■ félög hafa sýnt áhuga,” sagði ■ Birkedal i viðtali í einu dönsku m blaðanna. | -hsí. (þróttir (þróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.