Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER1983. Menning Menning Hallgrímur Jónsson. önnum, göngum og réttum, sláturtíð og vetrarstörfum. En annaskilin eru þó ekki mjög glögg og nokkurt handa- hóf á því, hvar einstökum atvikum er fundinn staður. Það kemur ekki að telj- andi sök. Síöast lýsir hann innistörf- um, fæði og klæöum, en mynd heimilis- lífsins innan bæjar mætti þó vera skýr- ari. Skemmtileg er lýsing hans á bygg- ingu peningahúsa úr hinu eldforna efni Islendinga og listahandbragði því sem kappkostaö var þegar vel var að verki staðið. Sannleikurinn er sá aö ýmis gömul torfhús íslensk voru listaverk sem við höfum því miður ekki getað varðveitt að ráði. Hallgrímur frá Ljárskógum er létt- vígur sögumaður og hrifnæmur mjög. Það bera náttúrulýsingar hans óbrigðult vitni um. Hugur hans hitnar og hýmar, svo að hann kann sér varla læti, þegar hann lýsir æskustöðvum sínum og gildi þess lífs sem lifað var þar. Harmurinn og eftirsjáin brenna honum líka í brjósti þegar hann fer oröum um þau lífsgildi sem glastast hafa. Þessi bók er ekki aðeins fróðleg um búskap og lifnaðarhætti á góðu Dala- býli fyrir sjötíu árum. Hún yljar hverjum þeim sem kannast þar við sjálfan sig í upprifjuninni, þótt margt sér þar sjálfsagðra hluta í hans augum og óþarfi að lýsa þeim svo náiö. En þeim sem yngri em og upprunnir eftir aldarhvörfin miklu í íslensku þjóðlífi ætti þetta að vera hnýsileg sýn í annan heim. Andrés Kristjánsson. íslenska óperan, La Traviata 27. nóvember. Hljómsveitarstjóri: MarcTardue. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Víóletta Valery: Jean Bennet. í öðrum helstu hlutverkum: Garðar Cortes, Halldór Vilhelmsson, Anna Júlíana Sveinsdótt- ir, Elísabet Erlingsdóttir, Stefán Guðmunds- son, John Speight, Hjálmar Kjartansson, Krist- inn Hallsson. Tilefni endurskrifa um La Travi- ata í uppfærslu Islensku ópemnnar, er aö söngkonan Jean Bennet er hingað komin til að fara meö hlut- verk Víólettu í stað Olafar Kolbrúnar Harðardóttur. Hlutverkaskipan er að öðru leyti hin sama og í byrjun. Að vissu leyti má segja að sýningin öll sé hin sama að undanskildum þessum einu hlutverkaskiptum. Rétt, að svo miklu leyti sem upp- færsla getur verið hin sama frá einni sýningu til annarrar. Yfir sýninguna hefur færst ákveðinn svipur lipurðar sem kemur með endurtekningu. Annars varðveitist ferskleiki sýningarinnar býsna vel. Tel ég að það sé fyrst og fremst að þakka frá- bærri uppsetningu, sem sé handverki leikstjórans og svo líflegri stjórn Marc Tardue. Hinn ágæti kór óper- unnar söng aö vísu heldur sterkt í fyrsta þætti, en brúkaði kraftana rétt hæfilega í veislunni hjá Flóm í öðrumþætti. En gestasöngur Jean Bennet var nú einu sinni tilefni þessara skrifa. Og rétt er að koma að því strax að hún stóö sig meö ágætum. Það er ekki auðvelt fýrir ókunnuga söng- konu að koma inn i jafn sérstæða. sýningu og í Islensku óperunni. Vegna smæöar sviösins verður leikstjórinn aö hugsa eftir öðrum leiðum en óperuleikstjórar gera al- mennt í uppsetningum sínum. Ekki vantar aö lausnimar em snjallar, en frábmgðnar flestum öðrum, þar sem leikurinn fer meira og minna fram á tveimur hæðum. Jean Bennet hefur verið ótrúlega fljót að aðlagast þessum óvenjulegu aðstæðum. Hún var svolítið hikandi í fyrstu, en söng Tónlist Eyjólfur Melsted sig upp með hverri hendingu. Naut hún enda jákvæðra viöbragða meösyngjenda sinna, sérstaklega Garðars, sem beinlínis geisluöu af hjálpfýsi. Jean Bennet hefur viðkunnanlega, vel skólaða rödd. Hún söng sitt hlutverk vel, en skar sig ekki úr. Afleysing hennar er á ýmsan hátt til gagns og gleði. I fyrsta lagi er alltaf gaman aö hlýða á unga og upprennandi söngkonu. Þaö er lika tilbreyting í að fá nýja söngv- ara inn í þessa frábæm sýningu. Fyrir vikiö verður maður enn betur sannfæröur um ágæti þess sem fyrir var. Og svo verður manni hugsað til þess hversu gaman það væri ef einhver Krösus tæki sig til og stæöi straum af fleiri slíkum gestakomum, því hér er fyrir eins og flestir orðið vita, einsöngvarakjami, kór og hljómsveit sem stendur vel fyrir sinu. EM AtriöiúrLa Traviata. 15 FÖSTUDAGSKVÖLD I Jli HÚSINUI í Jli HÚSINU OPIÐ 1ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 8 í KVÖLD Sölusýning á málverkum eftir NURMANN ! JL grillið Grillréttir allan daginn Réttur dagsins Opið á Verslunartíma Réttur dagsins: Fyllt lambalæri Verð aðeins kr. 110.00 Húsgagnaúrval á tveimur hæðum Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála OPIÐ LAUGARDAG KL. 9-16 Matvörur Fatnaður Húsgögn EUROCARD RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL JIS Jón Loftsson hf. A A A A A % k □ L.ÍZ1 u_ zj'Hitjqoj : c; d l-j uuu ilrj^; iii □ Liuaaj;i^ X Hringbraut 121 Sími 10600 Sanv° h\íór°1 jar eða e"7ápVötUsP- ^stiórnaðiróP p\ötusp'''arl me6 tóW pú Wer«' •“ b\öur oB» plötú' MK A.Wa9na,,n'e' f ' ' ';i rS~ÉST sé .............. ^“Ípaðsahvopa"- lOSltö"!-' I ?\nnU"s09n * , . e\ns rofa o9 1 .. ‘ 'a93 kernur- R\SPÚR- 1fttóoía'n8,a s.nus *a"a ; tóniatnara- | tónskcKKiur | \aqi*ra * [Gunnar Asgeirsson hf. |Suóurtandsbraut 16 Sími 9135200 ■zémam&r ■■axssssnssmmm.' * * ' I «1 V>A >« s JB..U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.