Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 36
TALSTÖDVARBÍLAfí um alla borgina...! SÍMI 85000 i NÝJA SENDIBÍLASTÚÐIN KNARRARVOGI2 — REYKJAVÍK Varmi Bilasprautun hf. Auðbrekku 14 Kópavogi Simi 44250 i f 27022 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLYSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 86611 RITSTJÓRN SÍDUMÚLA 12-14 FOSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 Sandey II tilsölu ,,Á fundi sem haldinn var í vikunni var tekin ákvöröun um aö selja Sandey II í því ástandi sem hún er,” sagði Gunnar Felixson, aöstoöarfram- kvæmdastjóri Tryggingamiöstöövar- innar, í viötali við DV. Tryggingamiðstööin hefur óskaö eft- ir tilboöum í Sandey í því ástandi sem hún er nú í, þar sem hún liggur úti viö Engey. Birtist auglýsing þessa efnis í dagblööum í dag. Sagöi Gunnar aö gert væri ráö fyrir því aö kaupandi fjarlægöi skipið ef viöunandi tilboö fengist.- Heföu forsvarsmenn Reykjavíkurhafnar fariö fram á aö Sandey yröi fjarlægð af rifinu sem fyrst. Aöspuröur um veröhugmyndir sagöi Gunnar ekki neina ákveðna tölu liggja fyrir í því sambandi. Tillioöin yrðu skoðuö næstkomandi föstud ig og þá yröi tekin frekari ákvörðun í málinu. -JSS Kæra dyravarðarins á hendur Skafta Jónssyni: VEGNA SKEMMDA ÁFATNAÐI „Við erum ekki tilbúnir aö tjá okkur í blöðunum um máliö á meöan þaö er í rannsókn. Þetta veröur aö fá að hafa sinn gang,” sagöi yfirdyravörður Þjóö- leikhúskjallarans um mál Skafta Jóns- sonarblaðamanns. En eins og fram hefur komiö í DV kæröi Skafti þrjá lögregluþjóna fyrir aö hafa misþyrmt sér eftir handtöku í Þjóöleikhúskjallaranum síðastliðiö Iaugardagskvöld. En einn dyravöröur hússins kvaddi lögregluna til. — Nú hefur umræddur dyravörður kært Skafta. Ut á hvað gengur sú kæra? ,,Hún er fyrst og fremst vegna skemmda á fötum. Auk þess er þaö vegna smávægilegra áverka sem viö- komandi dyravöröur fékk.” — Er oft sem þiö verðiö aö kveða lög- regluna til vegna gesta h já ykkur? „Nei, þaö er sem betur fer mjög sjaldgæft. Kemur mjög sjaldan fyrir -JGH LOKI Goodbye lovef Sjávarútvegsnefnd Fiskiþings: Ekkert spáð f hámarksaflann — engar hugmyndir um að leggja skipum Er Sjávarútvegsnefnd Fiskiþings lagði tillögur sínar fram í gærkvöldi komu ekki fram neinar hugmyndir um hámarksþorskafla á næsta ári. I tillögunum var heldur ekki minnst á þá hugmynd aö leggja skipum til að draga úr sóknarþunganum. Hins vegar var lagt til aö allar veiöar veröi leyfisbundnar, kvóti verði settur á allar fisktegundir og öll skip yfir 12 tonnum aö stærð. Nefndin geröi engar tillögur um skiptingu afla á milli báta og togara en geröi aö tillögu sinni að ekki verði veitt meira en svo á næsta ári aö fiskistofnar vaxi til aukinnar veiði- möguleika í framtíöinni. Lagt er til aö veiðiheimildir veröi rýmkaðar og að skip komi meö allan-afla aö landi og aö kvótaúthlutun gildi í eitt ár. Þetta eru óverulegar viðbætur viö þær hugmyndir sem reifaöar voru á LÍU þingi, þingi Farmanna- og fiski- mannasambandsins og þær hug- myndir sem sjávarútvegsráöherra hefur varpaö fram. Því verður enn aö bíöa aö fiskveiöistefna næsta árs skýrist aö ráöi. -GS Það hljóp heldur en ekki á snœrifl hjó þessum krökkum, ð einu barnaheimila borgarinnar i gœr. Þá brugflu þau sér öll í bió í Bíóhöllinni, sem er afl sjálfsögðu heilt ævintýri út af fyrir sig. Ekki þótti krökkunum lakara að fá afl setjast inn í löggubíl. Þeir voru fluttir í bióifl í tveim slikum. Hér sést hópurinn, harla ánægflur á svip, fyrir framan annan farkostinn. DV-mynd. S. Meðalf rystihús á Vestf jörðum: FJÓRAR MILUÓNIR í ELTINGARLEIK VIÐ HRINGORMINN hann er kominn í ýsuna líka Samfara stækkandi selastofnum viö landiö er hringormaplágan að veröa æ alvarlegri auk þess sem ormurinn leggst ekki aöeins á þorsk- inn, heldur einnig lúðu, keilu, stein- bít, karfa og jafnvel ýsu nú upp á síö- kastið. Halldór Bernódusson hefur í ár gert rannsóknir á ýmsum hliöum málsins fyrir vestan. Aukin vinna við aö fjarlægja hvem hringorm úr flaki er þekkt stærö og þar sem 4,27 ormar eru aö meðaltali í kílói af þorskflök- um af Vestfjaröamiöum í ár, tekur aö meöaltali 1,03 mínútur aö hreinsa úrhverjukílói. Svo litið sé á kostnaö af þessu hjá meöalstóru frystihúsi, sem vinnur tvö þúsund tonn af frystum þorsk- flökum á ári, nemur hann tæplega 3,9 milljónum króna fyrir 34,333 vinnu- stundir. -GS. Verkamaðurívanda: „Borgaðunú" — sagði lögfræðingurinn „Þetta byrjaði í fyrra þegar hringt var í mig frá Rannsóknar- lögreglunni og mér tjáð að þar væri maöur í haldi sem falsaöi heföi 3 skuldabréf í minu nafni. Haföi hann gengiö inn hjá Borgarfógeta- embættinu, fengiö veöbókarvottorö út á ibúðina mína, siðan farið heim til sín og útbúið 3 skuldabréf,” seg- ir Helgi Agústsson verkamaöur í Reykjavík. Búiö er aö aflýsa þeim tveim skuldabréfum sem fundist hafa en frumrit þess þriöja er enn ekki komið í leitirnar. „Þriðja skulda- bréfið var upp á 40 þúsund krónur, sú upphæð hvílir nú á íbúð minni og tekst mér ekki að fá hana strikaða úr af veðbókarvottorðinu, sama hvernig ég reyni. Þeir segjast þurfa aö fá frumritið,” segir Helgi. „Mér finnst meira en lítiö skrýtið aö Pétur eöa Páll geti gengið inn hjá Borgarfógetaembættinu og fengið þar veöbókarvottorö fyrir hverjusemer.” Þriöja frumritið er þrátt fyrir allt ekki alveg týnt því fyrir skömmu hringdi ónefndur lög- fræöingur í Helga og spurði hvort hann ætlaði ekki aö fara aö borga. „Eg hef undir höndum 40 þúsund króna skuldabréf,” sagöi lög- fræðingurinn. Helgi er þó meö pappíra frá rannsóknarlögreglunni upp á vasann sem sanna að bréfin séu fölsuð. „En ég vil fá upphæðina strikaöa út af veðbókarvottorðinu minu,” segir Helgi. En þaö reynist erfitt. -EIR. Dalvík: Kviknaríbáti Frá Ólafi B. Thoroddsen, fréttarit- ara DV á Dalvik. Eldur kom upp í Blika EA 12,150 tonna stálbáti, í gær þar sem hann lá viö bryggju á Dalvík. Verið var að logsjóða frammi á dekki en gas- flöskurnar voru aftur á gangi. Skyndilega varð allt alelda á gang- inum og komst eldurinn inn í for- stofu og borðsal. Miklar skemmdir uröu í borðsalnum og á ganginum og einnig urðu skemmdir í brúnni vegna reyks og vatns. Enginn slasaðist en maöur sem staddur var niðri í bátnum slapp naumlega. Slökkviliðiö á Dalvík kom fljótlega á staöinn og gekk •greiðlega að slökkva eldinn. -GB ——...... " T...... Kærastinn f ór án þess að kveðja — og þá auglýsti lögreglaneftirhonum Lögreglan í Keflavík auglýsti í gær eftir enskum manni búsettum þar, sem fariö haföi að heiman frá sér á miðvikudaginn meö feröa- töskuna sína í annarri hendinni. Þaö var unnusta mannsins í Keflavík sem baö lögregluna um aðstoö viö aö finna manninn en hún óttaöist aö hann hefði yfirgefið landiö án þess aö kveðja. Svo reyndist þó ekki vera. Unnustinn haföi brugðið sér til Reykjavíkur og fréttist þar af honum í gær — og þá enn meö feröatöskuna sína í hendinni. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.