Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Qupperneq 3
DV. MIÐVIKUDAGUR1. FEBRUAR1984. 3 Verulegar skipulagsbreyt- ingar í menntamálaráöuneyti Fyrirhugaðar eru allverulegar skipulagsbreytingar í menntamála- ráðuneytinu að því er Ragnhildur Helgadóttir ráðherra tjáði DV í gær. „Er hér um að ræða breytingar sem eiga að leiða til auðveldari verka- skiptingar og greiðari stjórnunar og efla samráö milli deilda sem fást við skyld verkefni,” sagði ráðherra. „Eins og skipulagið er nú er það mjög þungt í vöfum. Deildir eru margar og smáar og er ætlunin að sameina 12 deildir ráðuneytisins sem eru tiltölulega sjálfstæðar stjórn- sýslueiningar í þrjár skrifstofur. Hér verða því þrír deildarstjórar yfir skrifstofum með eitt eða fleiri verkefni hver. Afram verður um verkaskiptingu að ræða en boö- leiðum fækkaö. Skrifstofurnar lúta ráðuneytisstjóra,” sagði ráðherra m.a. Ennfremur tjáði Ragnhildur Helgadóttir DV að þessi ákvörðun lægi fyrir og framkvæmdir yrðu eftir þvi sem ytri aðstæöur leyfðu. Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra. Sagði ráðherra að námsefnagerðin flyttist úr skólarannsóknadeild yfir í Námsgagnastofnun. I ráðuneytinu yrðu námsstjóm, vinna að náms- skrám og þróun skólamála áfram. Rannsóknaverkefni flytjast yfir til Rannsóknastofnunar uppeldismála sem starfar í tengslum við Kennara- háskóla Islands og Háskólann. Þær þrjár skrifstofur sem taka við af deildunum verða fjármálaskrif- ■stofa, skólamálaskrifstofa sem fer með öll skólamál upp að háskóla- stigi, og síðast skrifstofa fyrir há- skóla- og vísindamál, almenn menn- ingarmál, listir, söfn, íþróttir og æskulýðsmál. Skipulagsbreytingar þessar eru hannaöar af Gunnari Guðmundssyni rekstrarverkfræðingi sem hefur unn- ið aö þeim í samráði við ráðuneytis- stjóra og deildarstjóra í ráðuneytun- um að því er menntamálaráðherra sagði. -HÞ. Engin ákvörðun um kísilmálmverksmiðju — verksmiðjan á að vera í eigu erlendra aðila, segir Sðnaðarráðherra Engin endanleg áform eru uppi um framkvæmdir viö Kisilmálmverk- smiðjuna á Reyðarfirði, en gert er ráð fyrir að tillaga þess efnis komi fram á yfirstandandi þingi, að því er Sverrir Hermannsson iönaðar- ráðherra upplýsti á Alþingi í gær. Sverrir sagði að verið væri að vinna að forhönnun verksmiðjunnar og endurskoðun kostnaðaráætlunar og yrði því verki lokið í þessum mán- uöi. I október síðastliðnum var stofn- kostnaður áætlaður 65 milljónir Bandaríkjadala. Byggingartimi verksmiöjunnar, frá því að jarövegs- framkvæmdir hef jast og þar til fyrri ofn hennar er gangsettur, er um tvö oghálftár. Veröákvæði samnings sem gerður hefur verið við þýska fyrirtækið Mannesman Demag falla úr gildi ef ekki hefur veriö ákveðið að hefja hönnun og framleiöslu vélbúnaðar- ins f jrir 1. janúar 1986. Samstarfsnefnd stóriðjunefndar og Kísilmálmvinnslunnar hf. hafa gefið út kynningarrit um Kísilmálm- vinnsluna sem sent hefur verið 14 aðilum í Evrópu, 5 í Japan og 14 í Kanada og Bandaríkjunum. Kynningarviðræður um eignaraðild hafa átt sér stað við nokkra aðila og þessa dagana er veriö að hafa samband við þá aöila sem kynning- arritið var sent til og óska eftir viöræðum viðþá. SverrirHermannsson sagði í sam- tali við DV að hann væri þeirrar skoðunar að erlent fyrirtæki ætti að eiga alla verksmiðjuna, en viðræður við erlenda aðila væru þó ekki komn- ar svo langt að ljóst væri hvort þeir vildu eiga hlut í verksmiðjunni eða í heild. ,,Samstarfsflokkur okkar í ríkisstjóm er þó þeirrar skoðunar að við eigum aö eiga hlut í .verk- smiöjunni. En ég tel réttara að aðal- áhættan verði á annarra hendi því að viö höfum lítil áhrif á þessum mark- aði,” sagðiSverrir Hermannsson. Sverrir sagði ennfremur aö þótt verð á kísilmálmi hefði hækkað nokkuð vantaöi þó enn um 200 doll- ara hærra verð á hvert tonn til að endar næðu saman. -ÓEF. Þannig leit annað fiskverkunarhúsa Birgis Jónssonar út eftir að brimið hafði brotið það. Leifarnar hafa nú veríð jafnaðar við jörðu. ■ r ■ r B. a Sjavargangunnn a Akranesi: TJON Á FASTEIGNUM 8 MILUÓNIR KRÓNA Tjón á fasteignum í sjávarganginum á Akranesi þann 5. janúar síðastliðinn nam um átta milljónum króna, sam- kvæmt upplýsingum sem DV fékk frá Asgeiri Olafssyni hjá Viölaga- tryggingu Islands. Flestar fasteignir sem urðu fyrir skemmdum hafa verið metnar. Enn er verið að meta tjón á lausafé svo sem sjávarafuröum og tækjum. „Uppbygging er ekki hafin ennþá. Eg býst viö að menn séu aö bíða eftir því að sjá hvað þeir fá bætt,” sagöi Daníel Arnason, bæjartæknifræöingur á Akranesi. „Menn eru að átta sig á tjóninu. Alveg fram á þennan dag hafa verið að koma í ljós skemmdir, til dæmis á raf- kerf um véla,’ ’ sagði Daníel. Birgir Jónsson, en fiskverkunarhús hans fóru mjög illa, sagði að hjá honum hefði skreið sem ekki eyði- lagðist alveg verið endurunnin að und- anfömu. Hann sagöi að starfsfólki hefði fækkað. Hann kvað slæmt veður hafa tafið endurreisn. Bifvélavirkjar á bifreiðaverkstæði Guðjóns og Olafs hafa fengið annaö húsnæði fyrir starfsemi sína til bráða- birgða. Þá hafa hús Haralds Böðvars- sonar verið lagfærð. I kringum oliu- geyminn, sem grófst undan, hefur veggurveriðsteyptur. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.