Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Qupperneq 15
DV. MIÐVIKUDAGUR1. FEBROAR1984.__________________________________________________________________________________________________ 15 Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn 28tm <4,ífe-ÍJ» */-*r;r % *'•■*v-':'** st? •-»' .v--U. :#á$£ku* J* *iisS**r>**-. * , r .,•>• ■’'•*'' .. we2C* '*« •v-«.TÍ#t *v*. .■'’t.’V'-H* i>' Margir Eyfiröingar hafa sóð farskip huldumanna ieggja að iandi, fíytja varninginn heim. Teikninguna gerði Ólafur H. Torfason fyrir Heima erbezt. hálfkæringi sem afhjúpar strax þá af- stöðu sem undir liggur — en það er af- staða drembilætis og fyrirlitningar. Helgi Hallgrímsson hefur gert sér far um að fjalla um sögurnar nærfærn- um höndum og auðsýnir þeim alla þá virðingu sem þær eiga skilið og ein er sæmandi fróðleiksfúsum, fordóma- lausum manni. Afstaða hans er í meginatriðum sú að sögur af huldu- fólki hafi við einhver rök að styðjast, þó svo að við sem nú erum uppi höfum ekki nægilega þekkingu til þess að skilja hvað þama er á ferðinni. Huldufólk í Hallandsbjörgum Helgi Hallgrímsson hefur sérstak- lega kannað sagnir vandaöra manna af huldufólksbyggðinni í Hallands- björgum austan við Eyjafjörð. Fjöl- margir strangheiðarlegir menn, sem ekki er minnsta ástæða til þess að gruna um pretti, hafa séð þar ljósum prýddan kaupstað, fólk á ferli og vel búnar skeiðar svífa að landi fyrir þönd- um seglum. Halland er afar sérkennilegt tilsýnd- ar og stingur mjög í stúf við annað náttúrufar i nágrenninu. Það er vafið hinum auðugasta gróðri og dafna þar meöal annars yndislegar jurtir sem ekki er vitað til að mannanna hendur hafi nokkurn tíma sáð til á þessum slóðum. Það er alþekkt hve heimaríkt huldu- fólk er á stundum og lítið gefið fyrir jarðrask manna. Vegageröarmenn, bændur og húsbyggjendur í borgum hafa á sér andvara ef vitað er um huldufólksbyggð nærlendis, því ekki er viturlegt að styggja menn úr þeirri veröld að ófyrirsynju. Allir nema hinir ókvalráðu og seinheppnu vita að það kann ekki góðri lukku að stýra. Eyfirðingar hafa þess vegna illan bifur á öllum framkvæmdum sem kynnu að valda tjóni á hinum gróður- sæla unaösreit huldufólksins á Hallandi. Þessa afstöðu ber að virða. Hún ber vitni um heilbrigða íhalds- semi, næmt og heilladrjúgt skynbragð á menningarleg verðmæti en auðvitaö er hún fyrst og f remst vitnisburður um það kurteislega viðmót sem er aðals- merki hinna þroskuðu manna. Grein Helga Hallgrímssonar í Heima er best er of löng til þess að mér sé fært að birta hana eða draga saman efni hennar á þessum vettvangi. En ég var svo heppinn að hitta þennan gáfaða vísindamann að máli seint á liðnu sumri og átti þar við hann ógleymanlegt samtal. Það var kalt í veðri og hryssingslegt um að litast við Eyjafjörðinn, en það var hlýtt uppi í varðturni Náttúrugripasafnsins og göfugur andi sveimaði í lofti. Hér að neðan birtum við smávegis útdrátt úr samtalinu. Þeim sem kynnast vilja málinu frekar verð ég að vísa á tímaritið Heima er best eða þá Helga Hallgrímsson sjálfan. Hann er alþýðlegur í viðmóti og boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda. Alagablettir og Irabyggð —samtal við Helga Hallgrímsson Allir íslendingar hafa einhvern tima heyrt sögur af huldufólki, sumir hafa lcsið þær en fáir hafa kannað þær. Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðing- ur og forstöðumaður Náttúrugripa- safnsins á Akureyri hefur lagt á það mikla stund að safna saman slíkum sögnum hvaðanæva af landinu. Þetta eru heillandi sögur og búa margar yfir einhverjum ólýsanlegum töfrum, en þegar farið er að kanna þær í ljósi fræöimennskunnar kemur margt í 1 jós sem áður var huliö s jónum. „Fræðigrein í þessa veru hefur nán- ast ekki verið til í þessu landi síðan á 17. öld,” segir Helgi Hallgrímsson. „Þá voru uppi nokkrir menn sem feng- ust við þetta — það má til dæmis nefna Jón lærða Guömundsson, sem skrifaði ýmislegt fræðilega um þessa hluti, og ýmsir prestar jafnvel voru að brjóta heilann um þetta. Hins vegar er þjóð- sögufræðin víða stunduð í grannlönd- unum, Skandinavíu og þó sérstaklega Bretlandi, þar sem hún er hefðbundin vísindagrein. Við Islendingar eigum mikinn þjóösöguf jársjóö og það er svo- lítið merkilegt að hér skuli aldrei hafa mótast nein fræðigrein; menn hafa bara safnað sögum, flokkað þær og það er reyndar vísir að fræði — það gerði fyrst og fremst Jón Arnason, sá merki maður sem skrifaði besta þjóösagna- safnið, og svo eftir honum Sigfús Sig- fússon. A seinni árum mun Jón Hnefill Aðalsteinsson vera farinn að sinna þessueitthvað.” — Nú er það svo með flestar fræði- greinar að menn hafa úr miklu aö moða, en huldufólksfrásagnir hljóta að styðjast að miklu leyti viö frásagnir fólks sem ekki er lengur hægt að prófa. Gerir þetta ekki huldufólksrannsókn- um erfitt fyrir? „Jú, við þurfum að byggja mest á gömlum sögnum, sem eru náttúrlega meira og minna brenglaðar. Það þýðir ekkert að líta á þetta sem beina sagn- fræði en viö reynum að fiska úr það sem okkui' sýnist nýtilegt og safna nýlegum frásögnum.” — En nú eru fræði af þessu tæi litin homauga af mörgum og þykja óvísindaleg. Verður það ekki til þess að menn hreinlega kinoka sér viö því að hafa hátt um ýmiss konar reynslu og sýnir varðandi huldufólk? „Nei, alþýða manna er ekkert hrædd við að tala um þessa hluti. En það er alveg staðreynd að vísindin hafa á vissan hátt komið í staðinn fyrir trúar- brögðin gömlu. Menn geta fallist á svo margt sem þeim er sagt undir yfirskini vísinda — þá þarf ekki að sannprófa hlutina, en þaö sem utan visindanna liggur verður að prófa í bak og fyrir! Það er svolítill tvískinnungur í þessu og sýnir að vísindin eru ekki annað en trúhjámörgum.” — Nú hefur það komið á daginn viö rannsóknir á frásögnum af fljúgandi furöuhlutum aö þær tengjast mikið ákveðnum stöðum eöa blettum og ein- mitt sama máli gegnir um huldufólks- sögurnar, samanber álagabletti og þess háttar. Þeir sem fást við FFH- rannsóknir eru farnir að leita skýringa í ýmsum kenningum varðandi rúm og tíma — er hugsanlegt að eitthvað slíkt gæti gerst í huldufólksrannsóknum? „Eg efast ekkert um þaö. Ef tækist að sýna fram á gildi slíkra kenninga fyrir fljúgandi furðuhluti þá mætti trú- lega yfirfæra þær skýringar til ann- arra fyrirbæra, svo sem huldufólks. En það er vel kunnugt að huldufólk tengist mjög ákveðnum stöðum. Það sést þar öld eftir öld og þegar þessir staðir eru merktir inn á kort kemur ýmislegt merkilegt í ljós. Þessar sagnir tengjast landinu, jafnvel lands- laginu og tíðni þeirra er líka mismun- andi eftir landshlutum. Þetta er sér- staklega áberandi með álagabletti. Það vantar til dæmis nánast alveg álagabletti héðan úr Eyjafirði og alla leið austur í Skaftafellssýslu en þeir eru aftur næstum því á þriðja eða f jórða hverjum bæ hér vestur undan og alla leið vestur um þangað. Það má túlka þessa staðreynd á ýmsan hátt. Hún gæti verið tengd landnáminu og mætti til dæmis setja í samband við Ira. Tíðni álagabletta virðist falla saman við írsku örnefnin og við vitum að hvergi í veröldinni er trúin á huldu- fólk jafnútbreidd og sterk og einmitt hjá þessum keltnesku þjóðum á Irlandi og Skotlandi. Það hefur verið mikil huldufólkstrú í Eyjafirði — Helgi magri kom frá Suðureyjum og þar var mikið af keltum. Eg tel það mikilvægt að tengja þessar sögur landinu, lita á þær sem raunveruleg fyrirbæri en ekki einhvers konar hugarburð á verksviði sálfræðinnar.” „Ég tel það mikilvœgt að tengja þessar sögur landinu og lita á þær sem raunveruleg fyrirbæri," segir Helgi Hallgrimsson um frásagnir sjpnarvotta af huldufólki. MyndBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.