Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Page 18
18 DV. MEÐVKUDAGUR1. FEBRUAR1984. DV. MIÐVIKUD AGUR1. FEBRUAR1984. 19 Rússar hita upp íDanmörku — áðurenþeirleika þrjá landsleiki hér Rússar eru næstu mótherjar Islendinga í hand- knattleik — koma hingað um miðjan mars og lelka hér þrjá landsleiki. Rússar hita upp í Danmörku áður en þelr leika hér, þar sem þelr ieika tvo lands- leiki gegn Dönum og einn leik gegn 1. deildarliðinu Arhus KFUM. Isiensku iandsliðsmennirnir hita einnig upp fyrir leiklna gegn Rússum, því að þeir koma beint í leik- ina — úr keppnisferð um Frakkland og Sviss. -SOS Fillol hélt markinu hreinu — ífyrstaleiksínum með Flamengo Argentínski landsliðsmarkvörðurinn, Ubaldo Filloi, dró að tugþúsundir áhorfenda, þegar hann lék sinn fyrsta deildarleik með meisturum Flamen- go í Brasilíu á sunnudag. Þá hófst knattspyrnuver- tíðin í Brasilíu. Flamengo sigraði Palmeiras 1—0 og skoraði miðherjinn Tita mark Flamengos á 63. mín. Fillol haföi litlö að gera í markinu en stóð sig vel þegar á reyndi. Af öðrum úrslitum á sunnudag má nefna að Gremio, heimsmeistari félagsliða, sigraði Nautico, Recife, með mörkum Rento og Oswaldo. Stórliðin Fluminense og Santos — gamla iiðið hans Pele — gerðu jafntefll 1—1 en langmest kom á óvart að Bahia sigraði Atletico Mineiro 2—0 en landsllðs- kappinn Eder er stjarna Mineiro iiðsins. hsím. Snjall mílutími h já John Walker Olympiumeistarinn í 1500 m hlaupi 1976, Johnny Walker, náðl ágætum tírna, þegar hann sigraði í míluhlaupi í fæðingarborg sinni á Nýja-Sjálandi, Auckland, á miklu frjálsíþróttamóti þar um helg- ina. Waiker hljóp á 3:52,82 mín. og varð langfyrst- ur. Annar besti mílu-árangur, sem náðst hefur á Nýja-Sjálandi, Mike Hiilardt, Astralíu, sem nýlega sigraði Walker í 1500 m, varð annar á 3:56,05 og Pet- er Elliot, Bretlandi, þriðji á 3:58,54 mín. Johnny Walker er nú 32ja ára og átti heimsmetið í mílu- hlaupi 1975—1979. Mike Hillardt er talinn eitt mesta efni, sem komið hef ur fram í hlaupum í Astralíu. Skoski ólympíumeistarinn Allan Wells sigraði auðveldlega i 100 og 200 m á mótinu á 10,30 og 20,62 sek. Stakk Bandarikjamennina Howard Henley og Marty Krulee hreinlega af. hsím. Afmælismótíjúdó Afmælismót Júdósambands fslands fór fram um sl. helgi og var keppt í fimm þyngdarflokkum. Grindvíkingurinn Gunnar Jóhannesson varð sigur- vegari í —60 kg flokki, Rúnar Guöjónsson úr JR í — 65 kg flokki, Halldór Guðbjörnsson úr JR í —71 kg flokki, Keflvíkingurinn Sigurður Hauksson í —86 kg flokki og Ármennlngurinn Kristján Valdemarsson í —95 kg flokki. Var eftirlíking HM- styttunnar brædd? Formaður knattspymusambands Brasilíu gef ur það í skyn „Mér skilst að Jules-Rimet verðlaunastyttan í helmsmeistarakeppninni í knattspyrnu hafi verið gerð uppbaflega í Frakklandi 1928. Hver er kominn til með að segja að styttan, sem stolið var frá okkur, sé frumsmíðin?” sagði formaður knattspyrnusam- bands Brasilíu, Giulu Coutinho, í Rio í gær. Hann gaf í skyn að það hefði aðeins verið eftirlíking af styttunni sem stolið var á skrifstofu knattspymu- sambands Brasilíu 19. desember sl. Cautinho sagðí, aö flestar þær þjóðir sem sigrað heföu í heimsmeistarakeppninni hefðu látið gera eftirlikingu af styttunni. „Eftir því sem ég veit best létu Vestur-Þjóðverjar gera tvær eftirlíkingar, Englendingar eina og einnig Uruguaymenn. Hér í Brasilíu er sagt aö formaður FIFA, Joao Have- lange, fyrrum formaður knattspyrnusambands Brasilíu, Heleno Nunes og jafnvel Carios Alberto, fyrirliði heimsmeistara Brasilíu 1970, eigi eftirlik- ingar af styttunni,” sagði Cautinho formaður. Brasilía vann styttuna til eignar þegar Brasilíu- menn sigruðu í þriðja sinn á HM 1970 í Mexikó. Unnu Italíú í úrslitaleik. hsím. Asgeir Sigurvinsson — átti góðan leik gegn Hamburger. Hér á myndinni fyrir ofan, sést hann sækja að Ulrich Stein, markverði Hamburger,! fyrri bikarieik liðanna —1—1. Stein náði þarna að verja á síðustu stundu. „Þetta var stórkostlegt” — sagði Ásgeir Sigurvinsson, eftir að Stuttgart hafði lagt Hamburger að velli 4:3 í æsispennandi bikarleikíHamborg Frá Hilmar Oddssyni — fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Asgeir Sigur- vinsson og félagar hans hjá Stuttgart voru heldur betur í sviðsljósinu í Hamborg í gærkvöldi þar sem þeir slógu Evrópumeistara Hamburger SV út úr bikarkeppninni — unnu 4—3 eftir framlengdan leik sem var æsi- spennandi fyrir 35 þús. áhorfendur. — „Leikurinn var eins og hörkusaka- málamynd — geysilega spennandi og hann tók á taugarnar,” sagði v-þýska blaöið „BILD” um leikinn í morgun. — Það var stórkostlegt að ná sigri hér í Hamborg, viö áttum ekki von á þessu því að rétt fyrir leikinn veiktust þeir Hans-Peter Makan, Bernd Förster og Kurt Niedermeyer, þannig að sjúkralistinn hjá okkur var orðinn langur. Þetta varð til þess að þeir Karl-Heinz Förster og Walter Kelsch, sem voru veikir og léku ekki með okkur síðasta leik, urðu að leika allan leikinn þótt ástand þeirra væri ekki gott, sagði Asgeir í stuttu spjalli við DV eftir leikinn. — Þetta var frábær leikur, mjög góöur og spennandi og gleðin er mikil í herbúðum okkar. Það er þó erfiður leikur framundan í bikarkeppninni — við leikum gegn Werder Bremen í Bremen, sagöi Asgeir sem sagði að sigurinn í Hamborg hefði verið sigur liðsheildar Stuttgart. Stuttgart fékk sannkallaða óska- byrjun — Peter Reichert sendi knöttinn í netið hjá Hamburger eftir aðeins 45 sek. Eftir markið fóru leik- menn Hamborgarliðsins að sækja og var sókn þeirra þung, en aftur á móti áttu leikmenn Stuttgart hættulegar skyndisóknir — Karl Allgöwer átti þrumuskot í slána á marki Hamburger af 20 m færi og Ulrich Stein varði meistaralega skot frá Hermann Oblicher. Þaö voru svo leikmenn Hamburger sem náðu að jafna, 1—1, á 34. mín. Wolfgang Rolff. Rétt eftir leikhlé misnotaði Manfred Kaltz síöan víta- spyrnu sem var dæmd á Karl-Heinz Förster sem handlék knöttinn. Kaltz skaut yfir mark Stuttgart. Jimmy Hartwig skoraði 2—1 fyrir Hamburger á 57. min. og allt benti til að sigur heimamanna væri í höfn. Svo var ekki því að Reichert náði að jafna, 2—2, á Islandsmótiðígotfi: AÐEINS ÞEIR BESTU FÁ AÐ UÚKA KEPPNI Akveðið hefur verið að Islandsmótið í golfi fari fram á Grafarholtsvellinum í Reykjavík í lok ágúst. Var ekki á hreinu fyrr en nú á dög- unum hvort mótiö færi þar fram en stjóm Golfklúbbs Reykjavíkur hefur nú samþykkt að halda það á velli sín- um ef breytingar verða gerðar á fyrir- komulaginu. Hefur það nú verið samþykkt. Mun mótið fara fram á f jórum dögum og þá keppt í öllum flokkum. Leiknar verða 72 holur —18 holur á dag — en að lokn- um 36 holum munu aðeins þeir bestu í hverjum flokki halda áfram keppni og berjast um verðlaunin. -klp- 87. mín., þannig að framlengja þurfti leikinn. Það var framlengingin sem tók á taugar áhorfenda. Karl Allgöwer skoraði 2—3 fyrir Stuttgart á 93. mín. en Ditmar Jakobs jafnaði 3—3 á 102. mín., með skalla. Það var svo varnar- leikmaðurinn Guido Buchwald sem tryggði Stuttgart sigur á 109. mín. eftir undirbúning Asgeirs. Asgeir, Buchwald, sem hélt Dieter Schatzschneider algjörlega niðri, j Roleder, markvörður og Reichart voru j bestu menn Stuttgart. Felix Magath var einna bestur hjá, Hamburger. -HO/-SOS. Frá Hilmar Oddssyni, fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Stuttgart mætir Bremen í 8-liða úrslitum v-þýsku bikarkeppninnar í Bremen. Leikmenn Werder Bremen unnu sigur, 1—0, yfir Aachen í gærkvöldi, eftir framlengdan leik á Tívolí-leikveUinum i Aachen. Það var Norbert Maier sem skoraði sigurmarkið á 95. min. 20 þús. áhorf- endur sáu leikinn. Bayern Miinchen lagði Bayem Uerdingen að velli í Miinchen. Aðeins 8 þús. áhorfendur sáu leikinn og skoraði Hans Pfugler markið. Þessi lið mætast í 8-liöa úrsUtunum: Bremen—Stuttgart Hannover—Mönchengladbach Bochum—Bayem Hertha—Schalke. Leikimir fara fram 3. mars. -HO/-SOS. Skíðagöngukappamir Oskar Jakobsson, Einar P. Hreiðarsson, Daníel Jakobsson, Sigurður Oddsson, Helga Kristjánsdóttir, Unnur Hermannsdóttir, Valborg Konráðsdóttir, Kristmann Kristmannsson og Bjarni Brynjólfs- son. DV-mynd: Valur Jónatansson. Heimsmet í skíðagöngu á ísafirði Það var sett heimsmet i skíðagöngu á Isafirði um sl. helgi. Þá gengu níu krakkar á aldrinum 10—12 ára 100 km á tólf timum — hver gekk 2,2 km i einu og stóð gangan yfir frá kl. 8 á sunnu- dagsmorgni til kl. 17.10. Eldra heims- metið í þessum aldursflokki voru 60 km. Gangan fór fram á iþróttasvæðinu að Torfunesi. Krakkarair, sem söfn- uðu áheitum, sáu alfarið um undirbún- ing sjálf. Fyrir peningana sem þau söfnuðu ætla þau að fara í æfinga- og keppnisferð til Ölafsfjaröar og etja þar kappi við jafningja sína. -VJ, Isafirði. Nú var ekki dagur ensku smáHðanna í bikamum —West Ham og Middlesbrough Í5. umferð. Jafntefli í Gillingham „Middlesbrough hafði algjöra yfir- burði gegn Bouraemouth í bikarleikn- um á Ayrsome Park, lék sinn besta leik á keppnistímabilinu að viðstöddum 20.175 áhorfendum. Þeir gátu ómögulega botnað í því hvernig í ósköpunum Bournemouth fór að því að slá út Man. Utd. i 3. umferðinni. Liðið mjög slakt og fékk sína fyrstu hora- spyrau á 65. mín.,” sagði George Bailey, fréttamaður BBC, eftir að Middlesbrough hafði sigrað Bournemouth 2—0 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Sigurinn var alltof lítill eftir gangi leiksins — leikmenn Malcolm Allison réðu öllu á vellinum frá byrjun til loka. Tókst þó aðeins tvívegis að skora og var Paul Sugrue þar að verki. Fyrst á 12. mín., síðan 49. mín. I 5. umferð leikur Middlesbrough á útivelli, annaö hvort gegn Huddersfield eða Notts County. Það var ekki dagur litlu liðanna í bikarkeppninni í gær eða bikarkeppni fátæku félaganna eins og margir eru farnir að kalla keppnina í ár. West Ham vann auöveldan sigur á Crystal Palace og Gillingham og Everton gerðu jafntefli 0—0 eftir framlengingu og verða að leika á ný. West Ham hafði mikla yfirburði gegn Palace þó næstum helming aðal- manna liðsins vantaði. Geoff Pike fékk 'glæsisendingu frá Neil Orr, sem komst í gegnum læknisskoöun rétt fyrir leikinn, lék á tvo mótherja og inn í víta- teig. Spyrnti á markiö og af varnar- manninum Billy Gilbert fór knötturinn í markið hjá George Wood, markverði Palace. Litli svertinginn Bobby Bames skoraði síðara mark West Ham á 65. mín. Fékk knöttinn frá öðrum varamanni, Paul Brush, og sendi knöttinn neðst í markhomið. Paul Allen kom inn sem varamaður hjá West Ham fyrir Pike seint í leiknum en nokkru síðar haltraði Trevor Brook- ing af velli. Leikmenn West Ham vom því tíu síðustu fimm mínútumar. Enginn broddur hjá Everton Everton lék gegn 3. deildarUði GilUngham og voru áhorfendur rúm- lega 15 þúsund á leikvelU GiUingham í Kent. Everton lék miklu betur í leikn- um — var miklu meira með knöttinn en það var eins og leikmenn liðsins yrðu feimnir þegar þeir komu að vítateign- um. Oft faUegur samleikur og eins og leikmenn Everton væm að stæla sína frægu nágranna, Liverpool. GUUngham fékk mun betri færi í leiknum, NeviUe Southall varði þrívegis mjög vel í marki Everton. Leikmenn GUUngham hættulegastir eftir löng innköst, horn- og auka- spymur. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma, síðan fram- lenging í 30 mín. Leikmenn þó orðnir mjög þreyttir enda grenjandi rigning allan tímann. VöUurinn þó mjög góður. Everton réð feröinni sem áður en þó munaði litlu að iUa færi hjá Uöinu á 114. mín. Everton fékk þá homspyrnu og alUr í sóknina til að reyna að knýja fram úrsUt. GUUngham tókst að hreinsa frá hraustlega og miöherjinn Tony Cascarino hljóp af sér eina vamarmann Everton. Komst frír að markinu en SouthaU varði snUldar- lega. Everton brunaði í sókn, Kevin Sheedy átti skot í þverslá. Knötturinn fór til Andy Gray, sem rétt áður hafði komið inn sem varamaður hjá Everton. Hann spyrnti á markið — bjargað á marklinu í hom. Síðan rann leiktíminn út. Liðin leika að nýju í GUUngham á mánudag. -hsím. 309 milljónir dollara fyrir sjónvarpsréttinn ABC sjónvarpsstöðin bandaríska fékk einkarétt á vetrarleikunum 1988 í Kanada Bandariska sjónvarpsstöðin ABC hefur tryggt sér einkarétt í Norður- Ameríku á sjónvarpsefni frá vetrar- ólympíuleikunum, sem háðir verða í Calgary í Kanada 1988, eftir því sem alþjóðaólympíunefndin skýrði frá í Lausanne í Sviss í gær. I yfirlýsingu ólympíunefndarinnar (IOC) um máUð var sagt að ABC mundi greiða 309 mUljónir dollara fyr- ir einkaréttinn. Samningur hefur þeg- ar verið undirritaður. Það kom fram hjá IOC að þetta sé í tíunda sinn sem ABC fær einkarétt í sambandi við ólympíuleiki. Tvö önnur bandarísk sjónvarps- fyrirtæki, National Broadcasting Company (NCB) og Columbia Broad- casting System (CBS), sóttu einnig um einkarétt á leikunum í Calgery. I Calgary sagði formaður ólympíu- nefndar borgarinnar, Frank King, að þessi risasamningur gerði það að verk- um aö öll áhætta og vafi á að leikarnir mundu standa undir sér væru nú úr sögunni. Hann sagði fréttamönnum að sjónvarpsstöðvarnar þrjár í USA hefðu haft mikinn áhuga á að næla sér í einkaréttinn. Hægt væri að sýna beint frá leikunum því sami tímamunur væri í USA og Kanada. Utsendingarn- ar myndu draga að miklar auglýsing- ar. hsun. Stúlkumar faratil Bandaríkjanna Það er búið að ákveða að ís- lenska landsliðið i handknattleik kvenna fari í keppnisferðalag tii Bandarikjanna í byrjun mars. Leikið verður gegn Bandaríkjun- um og Kanada. Franska kvennalandsliðið kemur hingað til iands 8. april og leikur hér þrjá landsleiki. -SOS Frönsku bikar- meistaramir fenguskell Frönsku bikarmeistararair París St. Germain voru mjög óvænt slegnir út úr frönsku bikar- keppninni um sl. helgi — töpuðu 0—1 fyrir Mulhouse í París. Það var landsliðsmaðurinn Didier Six, fyrrum leikmaður Stuttgart, sem skoraði sigurmarkið. Besti maðurinn á vellinum var Hol- lcndingurinn Cees Kist, sem gcrði sinum gömlu féiögum i Parísarliðinu lífið leitt. -SOS Fleiriutan tilæfinga Islandsmethafinn i stangar- stökki, Sigurður T. Sigurðsson, KR, og Gísli Sigurðsson, IR, stangarstökks- og tugþrautar- maður, halda til Vestur-Þýska- lands á sunnudag til æfinga. Verða skammt frá Köta og dvelja þar fram á vor. Geirlaug Geirlaugsdóttir, Ar- manni, spretthlaupari, heldur til Alabama i Bandaríkjunum á fimmtudag og verður þar við æf- ingar í tvo og hálfan mánuð. Nokkrir tslendingar, þekkt frjálsíþróttafólk, stunda nám og æfingar i Alabama. hsim. CASIO OaSOBOOOQaOBBOBQOSBO ÞEGAR GÆÐIN ERU A GJAFVERÐI. EINS ARS ABYRGÐ OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA. 0QBBBSQBBBBQÐBQ CASIO UMBOÐIÐ BANKASTRÆTI, SÍMI 27510.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.