Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Side 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR1. FEBRUAR1984. CÁR RENTAL SERVICE - 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÓMETRAGJALD SÖLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI r' • l MITSUBISHI COLT MITSUBISHI GALANT MITSUBISHI GALANT STATION Leitið upplýsinga. SMIÐJUVECI 44 D - KÓPAVOGI - ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OC HELGARSÍMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS Úsóttir vinningar í LUKKUDAGAHAPPDRÆTTINU 1. jan. nr. 33555 3.jan. nr. 33504 7. jan. nr. 47086 8. jan. nr. 33422 9. jan. nr. 59315 12. jan. nr. 12112 15. jan. nr. 3783 18.jan. nr. 20149 20. jan. nr. 38705 22. jan. nr. 5635 23. jan. nr. 1895 28.jan. nr. 56967 30. jan. nr. 8869 Vinsamlegast hafið samband í síma 20068. Auglýsingtil skattgreiðenda Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt eru gjald- dagar tekjuskatts og eignarskatts tíu á ári hverju, þ.e. fyrsti dagur hvers mánaðar nema janúar og júlí. Dráttarvexti skal greiöa af gjaldfallinni skuld sé skattur ekki greiddur.innan mánaöar frá gjalddaga. Gilda sömu reglur um greiðslu ann- arra þinggjalda. Af tæknilegum ástæðum hefur til þessa ekki verið unnt að miða dráttarvaxtaútreikning við stöðu gjaldenda um hver mánaðamót. Hefur því í framkvæmd verið miðað við stöðuna 10. dag hvers mánaðar sbr. auglýsingu ráðuneytisins dags. 27. apríl 1982. Dráttarvextir hafa því í reynd verið reiknaðir 10 dögum seinna en lög kveða á um. I auglýsingu ráðuneytisins hinn 27. desember sl. var tilkynnt að stefnt yrði að því að stytta þennan frest eins og kostur væri. Verður reynt að stytta frestinn í áföngum. I framhaldi af því hefur verið ákveðið að dráttarvaxtaútreikningur vegna van- goldinna þinggjalda álagðra 1983 og eldri þinggjaldaskulda fari fram hinn 9. febrúar nk. Eru gjaldendur sem enn eiga ógreidd gjöld fyrri ára hvattir til að gera skil fyrir þann tíma. 25; janúar 1984. Fjármálaráðuneytið. Hefurþú tekið skemmtilega mynd 1 vetur? Væri þá ekki ráð að senda hana í ljósmyndakeppni Vikunnar sem fer fram um þessar mundir. Myndin þarf að vera vetrarmynd, það er eina skilyrðið sem sett er. Fólk, landslag, böm, nánast hvað sem er kemur til greina. Verðlaunin era mjög spennandi: Polaroid autoprosessor 35 og slides filmur frá Polaroid sem má framkalla á 60 sekúndum. Þetta er heimsnýjung sem er að koma á markaðinn um þessar mundir. Fihnurnar eru til hvort heldur svart/hvítar eða í lit. Auk þess verða veitt 50 aukaverðlaun, sem eru ókeypis framköllun og kópering á litfilmum frá ^ritSjýn Taktu þátt! Það er aldrei að vita hversu langt einmitt þín mynd nær. Skilafrestur er til 1. mars. Ljósmyndasamkeppni Vikunnar Pósthólf 533 121 Reykjavík Menning Menning Menning Stúdentaieikhúsið: Jakob og meistarínn eftir Miian Kundera. Loikstjórí: Sigurður Páisson. Þýöandi: Fríðrík Rafnsson. Leikmynd og búningar: Guðný B. Richards. Lýsing: Lárus Bjömsson. Tónlist: Eyjólfur B. AHreðsson, Hanna G. Sigurðardóttir. Hvíslari: Hafliði Helgason. Búningasaumur: Halla Helgadóttir, Astrfður Helga Ingólfsdótir. Yfirsmiður: Amar Jónsson. Hárgreiðsla: Guðrún Þorvarðardóttir. Leikarar: Amór Benónýsson, Helgi Björnsson, Áslaug Thorlacius, Ingilorf Thorlacius, Kjartan Bjargmundsson, Danfel Ingi Pótursson, Arí Matthfasson, Bára Magnúsdóttir, Bjöm Karls- son, Rósa Marta Guönadóttir, Halla Helgadótt- ir, Svanhildur Óskarsdóttir, Erla Ruth Haröar- dóttir, Danfei Ingi Pótursson, Hilmar Jónsson, Hafliði Helgason, Ama Valsdóttir, Sigrfður Ey- þórsdóttir, Mörður Árnason. Þá er Milan Kundera í fyrsta sinn kominn ó fjalimar hérlendis. Hann er í dag meðal kunnustu rithöfunda Evrópu og fer vegur hans sívaxandi. Líkt og Gabríel Marques er hann út lagi, pólitískur flóttamaöur frá Tékkóslóvakíu og býr í París. Þar kennir hann bókmenntir og skrifar fræðigreinar auk þess að fást við skáldskap. Meöal þekktari verka hans er leikritiö sem Stúdentaleik- húsið hefur nú sett á svið: Jakob og meistarinn. Þaö var skrif aö skömmu eftir innrás Rússa i Tékkóslóvakíu en fyrst sett á svið haustið 1980. Siöan hafa leikhús víðs vegar um heim fært þaö upp. Jakob og melstarinn er byggt á Matthías Viðar Sæmundsson skáldsögunni Jakob forlagatrúar eftir Diderot sem uppi var á 18du öld, samtiða Sade og fleiri vondum mönnum. En leikritiö er engin stæl- ing eða yfirfærsla heldur sjálfstæð túlkun, tilbrigði við stef sem leikið hefur verið í bókmenntum flestra alda. Ævinlega tímabært. Uppfærsla Stúdentaleikhússins er um margt hugmyndarík og skemmtileg. Sviðsmyndin er úr tré- verki. Hægra megin á sviðinu rísa tveir timburstrókar en til vinstri hefst stigi og útúr leikrýminu við lofí. Bakgrunnurinn er dimmblár en til hliða framantil falla t jöld aö ofan í bjartari tón. Sviðið sjálft er samsett úr nokkrum sviðum eöa pöllum sem hefjast hver uppaf öðrum og mynda einskonar plön sem leikurinn sveifl- ast á milli. Samleikur þessarar myndar Guðnýjar B. Riehards og smekklegrar lýsingar Lárusar Bjömssonar býður auganu uppá góða veislu. Mikið er um að vera, leikarar á fleygiferð upp og niður, til beggja hliða, fram og aftur — á milli sviða og atburðarása. Hætt við aö áhorf- andinn villist á stundum og króist af í vitlausri sögu því þeim fer fram mörgum í senn. Eining atburða í tima og rúmi er rofin því mörgum sjálfstæðum röddum er slungið saman í margradda verk. Byggingin einna líkust fjölhljóma tónkviðu, þó óskipulegri og frjálslegri. Einingin vex af endurteknum stefjum og til- brigöum, hliðstæðum sjónmyndum, tilsvörum. Hver saga er sjálfstæö en þó snúin saman viö aðrar af sams- konar tilefni, tón, andrúmslofti. Þráðurinn er frjálsleg frásögn af ferðalagi meistarans og Jakobs í gegnum þrjár sögur sem allar snúast með einhverjum hætti um ástina, girndina og tilganginn: meistarinn talar við Jakob, Jakob talar við meistarann, húsfreyjan á Stóra hirtinum talar við þá kump- ána. Sögumar taka á sig ljóslifandi mynd á sviðinu, mynd sem þó verður aldrei að „veruleika” því sögu- mennimir grípa í sífellu frammí fyrir atburðarásinni svo myndin storknar eða leysist uppí annarri mynd. Sögurnar streyma m.ö.o. hver inní aðra ellegar þær sogast inní sjálfar sig aö punkti þar sem þær öðlast meðvitund um sjálfar sig oghættaað veratil. Jakob og meistarinn er sjálfs- meðvitað verk þar sem blekking raunsæisins er rofin. Persónumar rjúfa trúnað viö áhorfanda og höfund, afhjúpa sjálfar sig sem skapnaði hugarflugs og rísa gegn þeim örlögum. Og hvílík örlög! Er furða þó persóna sem sköpuð er til lífs, sem er ekkert líf, rísi upp og rífi kjaft við sinn sjálfskipaða diktator, höfundinn? Hver gefur honum rétt til að setja á og slakta að eigin geð- þótta? I raun fjallar þetta leikrit um þversögn alls skáldskapar en jafn- framt ber það vitni um sjálfstortím- ingarhvöt nútimalistar. Það fjallar um eigin veruleika: kynlegan sam- runa fatalisma og frelsis. Likt og nýsagan franska er þaö saga inní annarri sögu o.s.frv.; speglun inná- viö, mynd sem gliðnar. En um leið bendir það á áhorfandann því hvað er líf hans annað en ævintýri á göngufdr, ævintýri ástar og dauða. Einsog persónur leikritsins horfir hann á stundir sínar eyðast, lifir og sér sjálfan sig lifaðan. Jakob og meistarinn er ekki aðeins leikur þverstæðunnar heldur og gamanleikur: óður til lífs og nautn- ar, ævintýris og gimdar. Líktog fyrirmyndin, Jakob forlagatrúar, er leikritið sprengfullt af ósvífnum hlátri, siðlausum ærslum, stjóm- lausu fjöri og sexi. Það er með orðum leikstjórans Sigurðar Pálssonar , hugmynda-fljúgandi-kíminn-skarp- leikur” þar sem sérkennilegum per- sónum er teflt saman í skemmtileg- um uppákomum. Enda mátti ráða af viðbrögðum frumsýningargesta að þeir skemmtu sér konunglega, ófá atvik á sviði ráku upp hlátra hér og þar í salnum. Leikstjórinn leggur verkið upp mjög nálægt farsa einsog efnið gefur tilefni til. Þó er ég ekki frá því að gamansemin f ari á köflum úr böndum og ólukkan sem þama er þrátt fyrir allt drukkni i gauragangi. Veigamestu hlutverkin eru í höndum nýútskrifaðra leikara: Helga Bjömssonar, sem leikur Jakob, og Arnórs Benónýssonar, sem leikur meistarann. Þeir leika húsbóndann og þjóninn, Janusarand- litið tvileita, sem tekiö hefur á sig ýmis form í gegnum tíðina; margir muna eftir Don Kíkóta og sveini hans, Toby Shandy og Trimma, Lúkasi og Svæk. Beckett er sagður hafa kveðið þá niður í Beðið eftir Godot en verk Kunderas sýnir að svo er ekki. Kann það aö koma göngu- lúnu nútímafólki á fýluferð — sem kannski er bið eða missýning — all- mjög á óvart. Meistarinn dapri er klæddur svörtu en þjónninn kjafta- gleiði sundurleitu og skæra; litum sem falla vel aö persónunum því dæmigera andstæður í mannlífinu þótt þær um leið bæti hvor aðra upp. Samleikur Helga og Amórs tekst oft vel enda báðir efnilegir leikarar að mínu viti. En stundum verður ein- lægni og einfeldni þjónsins þó full fáráðlingsleg og skopfærslan gengur út í öfgar. I þeim tilvikum rofnar strengurinn á milli persónanna, andlitin skiljast aö, myndin verður einlit. Leikurinn hefur oft verið veika hliðin á uppfærslum Stúdenta- leikhússins og því er ekki að leyna að hann var misjafn þetta kvöld. Flestir skiluðu þó hlutverkum sínum vel, t.d. Áslaug Thorlacius I rullu hús- freyjunnar og Kjartan Bjargmunds- son í hlutverki riddarans Sankti Venna. En yfir höfuð einkenndist leikurinn af mikilli leikgleði og fjöri. Stúdentaleikhúsið hefur getið sér orð fyrir hugkvæmar og hugmyndarikar uppfærslur og brást þessi sýning ekki hvað það snertir. Leiklist HÚSBÓNDI OG ÞJÓNN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.