Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Page 33
32
DV. MIÐVIKUDAGUR1. FEBRUAR1984
DV. MIÐVKUDAGUR1. FEBRUAR1984.
33
Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið
Snöggur snúningur
Kettir eru snöggir í snúningum. Þurfa ekki nema rétt rúmlega hálían annan
metra til að snúa sér úr rangstöðu í réttstöðu — í lausu lofti.
Flesta ketti munar ekki mikið um að falla ofan af annarrí hœð á húsi. Aftur á
móti eiga þeir það til að brákast ef þeir detta ofan af þriðju hæð og f jórða
hæðin getur verið banvæn.
Það getur verið kalt í Boston þar sem þessi mynd var tekin af
samræðum tveggja manna. Kannski hafa þeir verið að taia um veðrið.
AIDS
Tveir bandarískir læknar sem rann-
sakað hafa sjúkdóminn AIDS, áunna
ónæmisbæklun eins og það er nefnt á
íslensku, og aðallega leggst á kyn-
hverfa menn, segjast óttast faraldur í
Bandaríkjunum áður en langt um
líður. Hafa læknarnir rannsakað 6.500
kynhverfinga í Los Angeles og byggja
skoöun sína á niðurstöðum þeirra
rannsókna.
AIDS lýsir sér í því að sjúklingurinn
tapar mótstöðuafli sínu gegn sjúk-
dómum hversu smávægilegir sem þeir
eru og þrátt fyrir miklar rannsóknir
standa læknar enn ráðþrota gagnvart
fyrirbærinu. Vita h'tið sem ekkert um
tilurð sjúkdómsins né hvernig hann
dreifist. Ýmislegt bendir til að kyn-
Ekkert skegg
íRússlandi
Málgagn sovésku verkalýðs-
hreyfingarinnar, Trud, hvetur nú
félagsmenn sína til að raka af sér
skeggiö og vitna í vísindamenn
sovésku læknaakademíunnar: „Sýklar
og veirur safnast í yfirvaraskegg jafnt
sem alskegg og þaðan sogast þær ofan
í lungun með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum,” segir í blaðinu.
Rússnesku ortodoxprestarnir eru
ekki á því að gefa upp aldagamla hefð
og láta raka af sér þykkt alskegg sitt
en af þeim frátöldum eru vart nema
nokkrir afleguhippar með alskegg í
Sovétríkjunum. Eins og kunnugt er af
myndum er enginn meðhmur Æðsta-
ráðsinsmeðskegg.
hverfir menn sem lifa frjálsu ástarlífi
séu í mestri hættu en einnig koma
löndin Haiti og Zaire við sögu.
Athyglisvert þykir að nær því allir þeir
40 Belgar sem fengið hafa AIDS hafa
átt mök við kynbræður sína frá Zaire.
A sjúkrahúsum í Kinshasa, höfuöborg
Zaire, liggja fjölmargir AIDS-sjúkl-
ingar, bæöi konur og karlar.
S&l
Afráðið mun að söngvaramir Frank
Sinatra og Juho Iglesias opni ólympíu-
leikana í Los Angeles á sumri kom-
anda með svo sem einu léttu lagi.
Varla verður það Jói útherji.
7 börn á
mínútu
I Bandaríkjunum fæðast 7 böm á
mínútu — a.m.k. var það þannig 1982.
Mest var fjölgunin í Kalifomíufylki,
435.019 fæðingar. Á landsmælikvarða
fjölgaöi Bandaríkjamönnum um 3,7
milljónir vegna alls þessa.
Þeir leika knattspyrnu með sinu lagi i Bandarikjunum — eða lýgur myndavélin?
Bandarísk knattspyma:
Byssur og hjálmar
Bandaríkjamenn kunna að skemmta
fólki og eru reiðubúnir til að gera
næstum hvað sem er th að ná því tak-
marki sínu. Sagt er að Alþjóðaknatt-
spyrnusambandið, FIFA, hafi nú
vissar áhyggjur af nýjustu hug-
myndum Bandaríkjamanna um breyt-
ingar á hefðbundnum knattspymu-
reglum. Leggja þeir til að knatt-
spyrnudómarar leggi flautuna á hih-
una og noti startbyssu í hennar stað og
svo vilja þeir að markverðir verði
látnir vera með hjálma.
Þessum bandarísku hugmyndum er
Ula tekið í Evrópu og mun Bretum
renna kalt vatn mUh skinns og hömnds
við tUhugsunina eina. Það eitt vakir
fyrir Bandaríkjamönnum að auka
aðsókn að knattspymuleikjum — gera
leikina skemmtilegri og meira spenn-
andi.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Michael Jackson
missti háriö í bruna
— reykbomba í auglýsingamynd sprakk of nærri
Það hefði þótt í frásögur færandi á
sínum tíma ef Bítlamir hefðu misst
hárið. Um síðustu helgi varð það slys
viö töku auglýsingakvikmyndar í Los
Angeles í Bandaríkjunum að reyk-
bomba sem ætlað var aö springa tU
skrauts sprakk of nærri söngvaranum
Michael Jackson með þeim afleið-
ingum að þaö kviknaöi í hári hans og
var hann fluttur á sjúkrahús með
annars stigs bruna. Jackson var ný-
byrjaður að safna hári og varð eldur-
inn því meiri en ella. Fjölmargir vom
viðstaddir upptöku auglýsinga-
myndarinnar sem gekk út á að Jack-
son söng nýjan texta við lag sitt BUly
Jean þar sem ákveöin gosdrykkja-
tegund var dásömuö og þegar söngvar-
inn stóö svo allt í einu í ljósum logum á
miðju sviöinu var honum klappað lof í
lófa. Héldu áhorfendur aö þetta væri
hluti af sýningunni. Þrátt fyrir hár-
missinn telja læknar að Jackson hafi
sloppið vel frá þessu öllu saman, hárið
nái fyrri lengd á 3—4 vikum og ekki
þurfi að kveðja lýtalækna til.
Michael Jackson, sem er 25 ára
gamall og hefur selt nýjustu skífu sína,
ThrUler, í 20 mUljónum eintaka, ráð-
geröi heimsreisu með bræðrum sínum
Tito, Marhn, Jermaine, Jackie og
Randy seinna á þessu ári og vom tón-
leikar fyrirhugaðir í flestum stór-
borgum veraldar. Þeir bræður voru
þekktir hér á árum áöur undir nafninu
Jackson 5.
Michael Jackson er meðhmur í sér-
trúarsÖfnuðinum Vottar Jehóva og býr
einn með móður sinni og fjölmörgum
gæludýmm. I húsi þeirra er einnig
danskur pulsuvagn.
Michael Jackson: Hárið brann en vex á ný.
Sviðsljósið
Skyldi hann vera fuiiur?
Skíéamenn á fullu
- fullir?
„Þaö er ekki rétt aö 40% af slysum
sem verða á skiðafólki í austurrísk-
um skíðabrekkum megi rekja til
áfengisneyslu,” sagði talsmaður
austurrisku stjómarinnar á frétta-
mannafundi fýrir skömmu. Vísaði
hann þar með á bug fullyrðingum dr.
Richard Dirnhoffer sem lét að því
liggja á alþjóðlegri skíðaráðstefnu
fyrir skömmu að nær því helmingur
allra áfalla skiöamanna í Austurriki
væri Bakkusi konungi að kenna.
„Þetta er uppspuni og ekkert
annað,” sagði talsmaður stjómar-
innar, „slysin verða vegna þess að
skíðafólk vanmetur eigin getu áður
en lagt er í erfiðar brekkur. ”
Á siðasta ári slösuðust 35.000 skíða-
menn í Austurríki og það sem af er
þessu ári hafa 20 látist.
Magadans-
mæríkassa
Louise Frevert heitir hún maga-
dansmærin sem skemmtir í Þórskaffi
þessa dagana. Hún er dönsk, þó ótrú-
legt megi virðast miðað við hreyfing-
arnar, og hefur sér til aðstoðar þrjá
danska dansara.
Hún kann líka að dansa gangster-
dans í James Bond stíl og kórónar svo
sköpunarverkið með því að láta
aðstoðarmenn sína pakka sér ofan í
kassa — magakassa?
Svefn-
herbergið
hættulegast
Svefnherbergið er hættulegasta
herbergi heimihsins. Svo segja
vísindamenn. Algengustu slys í
heimahúsum felast í því að fólk
detti, verði fyrir eitmn, kafni eða
þá að það kvikni í. Langmestur
hluti þessara slysa á sér einmitt
stað í svefnherbergjum.
INGOLFUR GUÐBRANDSSON sést hér stjórna félögum í Pólyfónkómum í
veitingahúsinu Broadway fyrir skömmu. Þar kynnti Ingólfur m.a. FRI-
klúbbinn sem starfar á vegum ferðaskrifstofunnar Utsýnar og hefur það að
markmiði að auðvelda Otsýnarfarþegiun sumarleyfisferðir með
hagstæðum lánum hérlendis og afslætti hjá fyrirtækjunum, bæði hér á landi
og erlendis.
„Markmiðið með stofnun FRI-klúbbsins er að gera sumarleyfið bæði
ódýrara og ánægjulegra,” sagði Ingólfur í Broadway fyrir troðfullu húsi.
-DV-myndEÓ.
PRÓFESSOR HiGGiNS sem nú dvelur á Akureyri ásamt Elísu sinni varð 41 árs fyrir skömmu. Þ.e.a.s.
Arnar Jónsson sem leikur Higgíns iMy Fair Lady hjá Leikfóiagi Akureyrar.
Eftir 40. sýningu á söngleiknum, en þann dag varð Arnar 41, bauð forstjóri Sjallans aðstandendum
sýningarinnar i náttverð i Mánasal sínum og við það tækifœri var þessi mynd tekin af afmæiisbarninu og
leikhússtjóra Akureyringa, Signýju Pálsdóttur.
DV-mynd JBH.