Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Page 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR
55. TBL. — 74. & 10. ÁRG. — MÁNUDAGUR 5. MARS 1984.
„Erum ekki eins rík og við höfum haidiö, ”
segir fjármálaráðherra:
Háttíþriggja
milliarda gat
„Þetta er ekki nýtt vandamál
nema aö hluta til en þaö hefur skýrst
og vaxið talsvert síðustu mánuði,
meðal annars vegna þess að það eru
ekki allir tilbúnir til þess aö horfast í
augu viö staðreyndir,” segir Aibert
Guðmundsson fjármálaráöherra. Á
fimmtudaginn mun hann gera grein
fýrir stööu ríkissjóðs eftir nýja
endurskoöun. Gat milli tekna og
gjalda í f járlögunum er nú orðið tals-
vert á annan milljarð króna.
Ráöherrann kvaðst ekki enn hafa
nákvæmari tölu en á milli manna í
kerfinu hefur verið fleygt tölum allt
að 1,8 milljörðum. Halli á afkomu
ríkissjóðs í fyrra varð yfir 1,2 millj-
arðar sem er nú skuld við Seðlabank-
ann. Þótt hluti af hallatölunum
blandist saman virðist gat í afkomu
ríkissjóðs samanborið við fjárlög í
fyrra og nú vera hátt í þrír millj-
arðar króna. Þetta er há tala þegar
þess er gætt að fjárlögin eru upp á
um 18 milljaröa króna.
„Vandamálið er vissulega stórt,”
segir fjármálaráðherra. „Með
nýjum starfsháttum og stöðugri
— íafkomu
ríkissjoðs
samanborið
við
fjárlög f
fyrra og nú
endurskoöun kemur það nú strax í
ljós og ég vil að almenningur geri sér
þetta ljóst nú þegar. Við erum ekki
eins rík og við höfum haldiö. Aður
hefur vanda af þessum toga verið
velt á undan sér í blindni og hann síð-
an leystur seint og síðar meir með
fjáraukalögum og nýjum sköttum.
Þá leið vil ég ekki fara.”
-HERB.
BoÚa, bolla, bolla. Það fer vísast ekki framhjá neinum að í dag er
bolludagurinn. Um allt land mun fólk raða í sig bollum, rétt eins og
því sé borgað fyrir það. Þær Ragna Blöndal og Sigurbjörg
Magnúsdóttir í Nýja kökuhúsinu við Hringbraut voru brosmUdar
með bollurnar i morgun en þeir verða ófáir boUubakkarnir sem þær
fá að bera í dag ef að líkum lætur. DV-mynd S.
Bergþórshvols-
prestakall:
LITLAR
HORFUR
A SÁTTUM
— meðan presturinn
biðurengan
fyrirgefningar
Sóknamefndirnar í Bergþórshvols-
prestakalli mættu ásamt séra Páli
Pálssyni sóknarpresti og séra Sváfni
Sveinbjarnarsyni prófasti á sáttafund
hjá biskupi síðastliðinn föstudag.
Eins og DV hefur skýrt frá hefur
séra Páll átt í útistööum við Eggert
Haukdal og stuðningsmenn hans, sem
eftir sögulegan safnaðarfund fyrir
hálfum mánuði mynda nú meirihluta
sóknarnefndar Vestur-Landeyja.
Nýi sóknamefndarformaðurinn,
Tómas Kristinsson í Miðkoti, var
spurður hvort friðarhugur væri i
mönnum eftir fundinn á biskupsstofu:
„Jú. Þaö er friöarhugur í mönnum
því að við vomm ekki vön ófriði hér
áður. En presturinn hafði ekki neitt
fram að færa á fundinum, bauð ekkert
fram, bað engan fyrirgefningar á
framkomu sinni við sóknarböm sín, á
kærum og blaðaskrifum eða annarri
framkomu sinni. Á meðan em litlar
horfur á sáttum í söfnuðinum,” sagði
Tómas. -KMU.
Grindavíkurskákmótið:
Spenna færist
íleikinn
Hart er barist á alþjóðlega skák-
mótinu í Festi í Grindavík, aðeins einni
skák í 5. umferð lauk með jafntefli. Jón
L. og Christiansen sömdu um jafntefli
er skákin átti að fara í bið, eftir nokkr-
ar sviptingar í Caro-Kann vörn. Onnur
úrslit í 5. umferö urðu þau að Knezevic
vann Jóhann, McCambridge vann
Elvar, Helgi vann Hauk og Gutmann
vann Lombardy. Skák Björgvins og
Ingvarsfóríbið.
13. umferð, sem tefld var á föstudag,
gerði Elvar sér lítiö fyrir og lagði Gut-
man að velli, Helgi vann
McCambridge, Jón L. vann Hauk,
Ingvar tapaði fyrir Christiansen eftir
að sá síðarnefndi fórnaði drottningunni
og Jóhann vann Björgvin. Jafntefli
sömdu Knezevic og Lombardy.
Ingvar missti af vinningsleik gegn
Jóni L. í 4. umferö og tapaði og Haukur
vann Björgvin. öðram skákum úr um-
ferðinni lauk með jafntefli. Jóhann og
Helgi sömdu og fengu sér sundsprett í
Bláa lóninu og skákum McCambridge
við Knezevic, Christiansen við
Gutman, og Lombardy við Elvar lauk
á sama veg.
Eftir 5 umferðir eru Jón L.,
Christiansen og McCambridge efstir
með 3 1/2 v., Helgi, Knezevic og Gut-
man hafa 3 vinninga og 2 1/2 v. hafa
Elvar og Lombardy. Sjötta umferð
hefst i dag kl. 16. -JLÁ.
Dagur íslendinganna
sja bls. 4
Atómstööin frumsýnd
— sjá bls. 2 og gagnrýni bls. 43
Úrsiit f eðlisfræðikeppni
— sjá baksíðu