Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Qupperneq 4
4 DV. MANUDAGUR 5. MARS 1984. Bridgehátíð 1984: LAUGARDAGURINN DAGUR ÍSLANDS VAR Það mætti segja aö laugardagur- inn hafi veriö dagur Islands á Bridgehátíö 1984 því er tvær umferö- ir voru eftir af tvímenningskeppn- inni, þá komu aöeins tvö pör til greina sem sigurvegarar, Guðlaugur og Orn, eða Guðmundur og Þórarinn. Bæöi pörin gáfu aöeins eftir í síö- ustu umferöunum en Guölaugur og örn, sem höfðu 34 stiga forskot fyrir síðustu umferö, sigruöu meö 2 stiga mun. Glæsileg frammistaöa hjá þeim félögum og ekki er frammi- staöan lakari hjá Guömundi og Þór- ami sem uröu í öðru sæti annaö árið í röö. Frá Bridgehátíð 1984. örn Amþórs- son og Guðlaugur R. Jóhannsson að spila við Hrólf Hjaltason (fyrir Annars var gangur mótsins sá aö fyrstu umferðirnar leiddu Höröur Arnþórsson og Jón Hjaltason en í 10. umferö tóku sænsku bridgemeistar- amir Gullberg og Göthe forystuna. Var staöa efstu para þá þessi: 1. Tommy Gullberg-Hans Göthe 106 2. Guftm. Péturss.-Sigtryggur Sigurðss. 104 3. Aftalsteinn Jörgens.-Runólfur Pálss. 102 Svíamir héldu síðan forystunni allt miöbik mótsins en í 35. umferð höfðu Guölaugur og öm náö efsta sætinu og staðan var þessi: 1. Guftl. R. Jóhannss.-Örn Arnþórss 298 2. Tommy Gullberg-Hans Göthe 278 3. Guftm.P. Arnars.-Þórarinn Sigþ. 211 Guðmundur og Þórarinn skoruðu síöan látlaust næstu sex umferöir og Stefán Guðjohnsen miðju) og Jónas P. Erlingsson sem snýr baki í ljósmyndarann, Bjamleif Bjarnleifsson. Meðal áhugasamra eftir 41. umferð af 43 var staöan þessi: 1. Þórarinn Sigþ.-Guftm. P. Arnars. 302 2. Guftl. R. Jóhannss.-örn Arnþórss. 298 3. Tommy Gullberg-Hans Göthe 228 4. Alan Sontag-Steve Sion 208 5. Göran Petterson-Leif Svenzon 199 I næstsíðustu umferö áttu Þórar- inn og Guömundur aö spila viö Bandaríkjamennina Molson og Cok- in, en Guölaugur og Öm viö Vilhjálm og Þórð frá Selfossi. Bandaríkjamennirnir gjörsigruðu Þórarin og Guömund á meöan Guö- laugur og Örn lögöu Selfyssingana. Þeir höföu því 34 stiga forskot fyrir síðustu umferö. I síöustu umferöinni spiluðu Guð- mundur og Þórarinn viö Vilhjálm og Þórö og unnu meö 14 stiga mun á meðan Guðlaugur og Öm töpuöu fyr- ir Jóni Páli Sigurjónssyni og Sigfúsi Arnasyni meö 18 stiga mun. Þaö geröu aðeins 32 stig í mismun milli paranna og sigur Guðlaugs og Arnar var staðreynd. Röö og stig tíu efstu para var áhorfenda eru Hjalti Elíasson, Gunn- ar Þorkelsson og Óli Már Guð- mundsson. þannig en þau hlutu öll dollaraverö- laun: 1. Guftl. R. Jóh.-Örn Arnþórss. 289 2. Guðm. P. Amars.-Þórarinn Sigþórss. 287 3. Tommy Gullberg-Hans Göthe 238 4. Alan Sontag-Steve Sion 222 5. Aftalstemu Jörgcnsen-RunólfurPálss. 199 6. GöranPetters.-Leif Svenzon 187 7. Tony Forrester-Guss Calderwood 184 8. Hrólfur Hjaltas-Jónas P. Erlingss 152 9. Hörður Biöndal-Jón Baldurss. 140 10. Stefán Guftjohnsen-Þórir Sigurftss. 138 Uppgjör tveggja efstu paranna var í 16. umferö mótsins og sigruöu Guölaugur og öm meö 4 stiga mun. Guðlaugur og örn tóku hagstæða fórn í eftirfarandi spili og má segja aö þaö hafi verið sigurspilið: Vestur gefur/a-v á hættu VkSti k Norðuk A G876 7? G9862 O DG6 * G Ausrui: * KD10953 A A4 Í7KD5 Á1073 0 107 0 Á94 + D5 * 10972 Sl'IIDI! A 2 4 ; K8532 * AK8643 Meö Guölaug og örn n-s, en Guð- mund og Þórarin a-v gengu sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður 1S pass 1G pass 2S pass 3G 4L pass pass 4S 4G dobl 5L dobl pass pass 5T dobl pass pass pass Vandamál Guömundar í útspilinu stóö einungis um þaö hvort hann ætti aö spila litlu trompi út, trompás og meira trompi. Eins og spilið er skiptir ekki máli hvort hann gerir en hann valdi aö spila litlu. Urspilið var einfalt. Guölaugur drap heima, tók tvo hæstu í laufi og tromp- aði lauf. Gaf síöan einn slag á tromp og einn á hvern hinna litanna, tveir niöur og 300 til a-v í staö 620. Örfá pör tóku fórnina sem samt virðist blasa viö á hagstæöum hætt- um. I gær hófst síðan sveitakeppni 32 sveita eftir Monradfyrirkomulagi og veröur nánar sagt frá henni í blaöinu á morgun. Mótinu lýkur seint í kvöld meö verðlaunaafhendingu. Samningar samþykktir á Eskifirði Félagsfundur í Verkalýösfélaginu Árvakri á Eskifiröi var haldinn á sunnudag og var þar f jallaö um samn- ingana og þeir bornir undir atkvæði. A fundinum voru 12 félagsmenn af 260 sem aöiid eiga aö félaginu og féllu at- kvæði þannig að 6 samþykktu samn- ingana, 1 var á móti og 5 sátu hjá. Samþykkt samninganna mun hafa veriö bundin munnlegu samkomulagi við atvinnurekendur á staönum um að fuliorðinskaup yröi miðað við 16 ára aldur. Formaður Árvakurs, Hrafnkell A. Jónsson, vildi ekki staöfesta eöa neita því að slíkt samkomuiag hefði verið gert en sagöist vænta þess aö at- vinnurekendur litu á þetta mál meö velvilja. Þá var á félagsfundinum samþykkt áskorun til ríkisstjórnarinnar um að bæta hag elli- og örorkulífeyrisþega. Emil Thorarensen Eskifirði Imbrudag- ar Fjöl- brauta Garðaskóla Imbrudagar Fjölbrauta Garðaskóla hefjast í dag, mánudag. Skólinn verður opinn fjögur kvöld vikunnar, á mánu- dagskvöldiö leikur „Jazzbandið”. A þriöjudagskvöld veröur svo árshátíö nemenda haldin í húsakynnum Oðins og Þórs. Valgeir Guöjónsson stuömaö- ur meö meiru veröur á staönum á fimmtudagskvöld, veröur þá einnig létt jazzkynning. „Gómar á vegum Tannlæknafélagsins” og Hvítasunnu- popphljómsveitin þeyta ljúfum tónum um salarkynni skólans á föstudags- kvöld. Hápunktur vikunnar verður frum- sýning óperettunar „Lagsþvæla” eftir Þór Jónsson, forseta nemendafélags- ins, í félagsmiöstööinni Garðalundi, Garöaskóla viö Vífilsstaðaveg laugar- dagskvöldið 10. marskl. 0.00. Að lokum má geta þess að þriðju- daginn 6. mars munu nemendur reyna við heimsmet sem felst í því að troöa eins mörgum persónum og hægt er inn íWartburg. MS í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Harmur kveðinn að þingflokki í þann mund sem Norðurlanda- ráðsfundur stóð sem hæst úti í Stokk- hóimi og Olafur G. Einarsson haföi fundið kjól á konu sína, bárust þau tíðindi heiman frá Islandi að Albert f jármálaráðherra og Guðmundur joð hefðu farið í snjósleðaferð upp í Hveradali og gert vináttusamning fyrir Dagsbrún. Virðulegum þing- fulltrúum svelgdist á og simalínur urðu rauðglóandi, jafnt frá Stokk- hólmi sem Stykkishólmi þar sem for- maður Sjálfstæöisflokksins hafði flutt skammarræðu um Dagsbrún og lofrullu um stjórnina eins og sönnun blaðafulltrúa sæmir. Islenska heimspressan fór af stað einn ganginn enn í bamslegri kampakæti sinni yfir þeirri ósvifni Alberts að gera vini sinum greiða. Enn á ný æptu menn um allan bæ að Albert hefði leikið síðasta afleik og ætti ekkert annað ógert en að segja af sér. Virðist það vera orðið mesta áhugamál i fjölmiðlum og hinna pólitísku siðameistara að koma Albert úr fjármálaráðuneytinu og er hann jafnvei ofsóttur í fríhöfninni í Keflavík í spuraingakeppni blaða- manna hvort hann hætti eða hætti ekki. Hefði maður þó haldiö að fjöl- miðlar ættu það sameiginlegt hags- munamái að Albert sæti sem lengst i ráðherrasól, slíkur fréttamatur sem hann hefur verið. Maðurinn hefur ekki mátt ropa á almannafæri, hvaö þá að gæla við tikina sina, öðruvísi en að það sá blaðamál um viða veröld. Hitt er annað að það kemur engum á óvart þótt sleðaferð og samkomu- lag Aiberts og jakans hafi þótt nokkur tiðindi fyrir Norður- landaráðsmenn sem í tilbreytingar- leysinu höfðu það sér helst til dundurs að kaupa kjóia á konur sinar, þá loksins ætlast var til að þeir létu sjá sig á fundunum. íslendingar eru aftur á móti sammála um að islenska sendinefnd- in hafi þar ekki annað þarfara að gera, og þakkar raunar fyrir, meðan nefndarmenn kaupa kjóla á konur sínar en ekki einhverjar aðrar. Það breytir aftur á móti ekki því að það var Albert líkt að gauka að vini sínum og verkamanni, Guðmundi joð, einni milljón upp á eigin spýtur meðan heil sendinefnd eyddi sömu upphæð með ærinni fyrir- höfn og miklum timburmönnum úti í Stokkhólmi. Albert hefur áður reynst margra manna maki. Litlir karlar reiðast auðvitað ein- hver ósköp þegar senunni er stoliö frá þeim. Sérstaklega telst það dauðasynd í þeirra augum þegar eitthvað er gert af viti. Það er ekki venja i islenskum stjórnmálum. En Albert er heldur ekki neinn venjulegur stjórnmálamaður. Hann er meira að segja svo óvanaiegur að hann kemst upp með hvaða vitleysu sem er án þess að nokkur maður segi orð en er á hinn bóginn skammaður opinberlega þegar skynsemin ræöur. Þannig hefur þingflokkur sjálf- stæðismanna sameinaðist í harma- gráti yfir því að Albert gerði það sem Ragnar Arnalds mannaði sig aldrei upp í og leiðrétti kjör Dagsbrúnar- verkamanna hjá ríkinu. Verða það að teljast nokkuð sorgleg tiðindi þegar heilir þingflokkar harma viðleitni ráðamanna til að eyða mis- rétti í þjóðfélaginu, ekki sist þegar þingflokksformaðurinn ætti að vera í góðu skapi eftir velheppnaða inn- kaupaferð til Stokkhólms. Sem betur fer var ekki annað að heyra nú um helgina en flokkurinn hefði tekið gleði sina á nýjan leik eftir harmasamþykktina þvi að bæði var Albert ljúfur sem lamb og flokkurinn stóð einhuga i harmi sfnum. Hvorutveggja teist óvanalegt á þeim bæ. Segið svo að vináttu- samningurinn hafi ekki gert sitt gagn. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.