Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MANUDAGUR 5. MARS 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kafbátaleitin við Karlskrona heldur áfram: SKOTH) Á FROSKMENN í KAFBÁTALEITINNI Sænski herinn heldur stööugt áfram leit sinni að óþeHctum kaftáti og froskmönnum úr honum í skerja- garðinum úti fyrir Karlskrona. Til nýrra tíðinda dró í gærmorgun er sænskir hermenn skutu á frosk- menn sem reyndu að komast undan í skjóli myrkurs og framhjá sænskum vörðum á eyjunni Almö. En frosk- mennirnir hurf u sporlaust. Svíar eru þess nú fuilvissir aö þeim hafi tekist að króa inni dvergkafbát úti fyrir Karlskrona og aðeins geti verið spurning um tíma hvenær hann finnist. Almö er innan þess svæöis sem sænski herinn girti af fyrir þremur vikum vegna gruns um aö kafbátur héldi sig innan þess svæöis. Síöan er talið að herinn hafi fengið örugga vitneskju oftar en einu sinni um aö kafbáturinn sé þarna innikróaður. „Við höfum vísbendingar um að við eigum í höggi við marga óboöna gesti,” sagði talsmaður hersins í gær en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Sænski herinn hafði í gærmorgun skýrt frá því að kafbátur héldi sig fyrir utan kafbátagirðinguna og hefði djúpsprengjum verið varpað þar til að hrekja hann í burtu. Heimildir innan hersins skýröu frá því að talið væri að þar væri um að ræða „móðurskip” dvergkafbátsins sem talinn er vera innan girðingarinnar og væri „móður- skipið” sennilega að skipuleggja flótta þess sem héldi sig innan girðingarinnar. Eins og flestum er í fersku minni strandaöi sovéskur kafbátur í skerjagarðinum við Karlskrona 1981. Sovétmenn sögðu þá að um hefði verið að kenna mistökum við stjórn bátsins. Voru Svíar lítt trúaðir á þá skýringu og hafa síðan alltaf annað slagið talið sig fá öruggar vísbendingar um aö óþekktir kafbát- ar haldi sig innan sænskrar landhelgi. tbúar Karlskrona fylgjast með er fjarstýrð neðansjávarmyndavél sænska hersins leitar að sporum eftir dvergkafbát inni í Karlskronahöfn. §g | Farið f ram á rannsókn Sameinuðu þjóðanna: Iranir segja að Irakar noti eiturgas í stríði Iran hefur fariö fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að þær rannsaki sem í beiðninni er kallað „notkun Iraks á eiturvopnum” í Persaflóastríðinu og sagði auk þess aö búast mætti viö harönandi bardögum á hinum olíu- auðugu Majnoon eyjum í suöur Irak. Það var Ali Akbar Velayati, ut- anríkisráðherra Irans, sem sendi beiöni til Sameinuöu þjóðanna þar sem « traskir skriðdrekar á vígstöðvunum. Nú eru trakar sakaðir um að nota annað en hin hefðbundnu vopn í styrjöldinni við tran. Farið er fram á að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki það mál. hann fór fram á að Sameinuðu þjóð- imar sendu sérfræðinga sína á vett- vang til aö rannsaka notkun Iraks á eiturvopnum í írönskum borgum og bæjum aö því er íranska fréttastofan Irna skýrði frá í gærkvöldi. Austurrískur læknir skýröi frá því í gær að tíu íranskir hermenn sem komu frá suðurvígstöðvunum í Persaflóa- stríðinu til Vínar síðastliðinn föstudag til meöferðar væru sennilega sýktir af eiturgasi. Irakar hafa staðfastlega neitað því að þeir noti eiturgas í stríöinu við Iran. Talsmaður breska utanríkisráðuneyt- isins neitaði síðastliöinn föstudag og ásökunum um að Bretar heföu sent Irökum eiturvopn. Hann sagði að Bret- ar væru hlutlausir í styrjöld Iraks og Irans. Nýr sigur hjá Gary Hart Gary Hart vann nýjan sigur í baráttu sinni fyrir því að verða útnefndur forsetaframbjóðandi Demó- krataflokksins í forkosningunum í Maineígærkvöldi. Þegar 67 prósent atkvæða höföu veriö talin í morgun hafði Hart hlotiö 50,5 prósent atkvæða en höfuðkeppi- nautur hans, Walter Mondale, haföi hlotið 43,5 prósent. Ljóst þykir nú að baráttan komi einungis til með aö standa á milli þessara frambjóðenda. Hart, sem er öldungadeildarþing- maður frá Colorado, hefur komið gífurlega á óvart. Fyrir aðeins hálfum mánuði var hann talinn nær vonlaus í þessari baráttu en skjótt skipast veöur í lofti og nú telja stjómmálaskýrendur að Mondale megi alvarlega vara sig. Kohl ræðir við Reagan ídag Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, mun í dag hitta Reagan Bandaríkjaforseta aö máli. Kohl lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali í gær að hann óskaöi eftir því aö Reagan myndi fljótlega hitta Konstantin Tsjernenko, hinn nýja leiðtoga Sovétmanna, að máli mjög fljótlega. Kohl sagði ennfremur að hann vonaðist til að afvopnunarviðræður stórveldanna gætu hafist fyrir forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum sem verða í nóvembermánuði næstkom- andi., „Eg er hlynntur því að nota þau tækifæri sem bjóðast og við ættum ekki að bíöa þar til eftir kosningar,” sagði Kohl. Heimildir úr röðum stjómarerind- reka greindu að Kohl myndi sennilega óska eftir því viö Reagan á fundi þeirra í dag að viöræðum stórveldanna um fækkun kjamorkueldflauga í Evrópu yrði haldið áfram hið fyrsta. Glemp ber tilbaka gagnrýni á Walesa Josef Glemp, kardínáli og yfirmaður rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Pól- landi, sagði á laugardag að illkvittinn blaðamaöur bæri ábyrgð á frétt þar sem haft var eftir Glemp að Lech Walesa hefði misst tökin á Einingu, hinni óháöu en ólöglegu pólsku verka- lýðshreyfingu. Glemp sagði í gær að hann hefði aldrei gagnrýnt Walesa opinberlega. „Eg hef samband við Walesa. Hann ver enn réttindi verkamanna en hann er í erfiðri aðstööu vegna þess að hann getur ekki þróað verkalýðsbaráttu sína.” Glemp kardínáli er nú á ferð um Rómönsku Ameríku og áðumefnd ummæli voru höfð eftir honum í brasi- líska dagblaöinu 0 Estado de Sao Paulo. Walesa sagði í gær aö hann liti á Glemp sem æðsta siðræna yfirvald sitt. „Eg veit að tilgangur hans er góður,” sagði Walesa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.