Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Síða 9
ÖV: MÁNUDAGÚR 5. ÍVÍÁRS1984. Útlönd Útlönd Verkamannaflokk- urinn stærri en íhaldsflokkurinn BEINT FLUG I SOLINA Verkamannaflokkurinn breski nýtur nú í fyrsta sinn eftir Falklandseyja- ÍSllllgÉl styrjöldina meiri vinsælda heldur en Ihaldsflokkur Margrétar Thatcher. Þetta kom fram í skoöanakönnun er Sunday Times birti um helgina. Sam- kvæmt henni nýtur Verkamanna- flokkurinn nú stuðnings 41 prósents kjósenda, Ihaldsflokkurinn 38 prósenta og bandalag frjálslyndra og jafnaöar- manna 18prósenta. Falklandseyjastyrjöldin jók mjög á vinsældir stjórnar Thatcher og vann Ihaldsflokkurinn enda mikinn kosn- ingasigur í júnimánuði síðastliönum. En samkvæmt þessari skoðanakönn- un hefur dregið mjög úr vinsældum Thatcher. Margir telja hana vera úr öllum tengslum viö almenna kjós- endur. Vinsældir Verkamannaflokks- ins eiga ekki síst rætur sínar að rekja til Neil Kinnocks, hins nýja leiðtoga Neil Kinnock, hinn vinsæli leiðtogi Verkamannaflokksins. fíokksins, sem leysti Michael Foot af hólmi í október síöastliönum. Höldum áf ram friðar- tilraunum í Líbanon — segir Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna „Bandaríkin munu halda áfram friðarumieitunum sinum í Líbanon,” sagði George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í blaða- vlðtali i gær. Hann sagði þó að eins og málum væri komið nú væri skynsamlegast að flýta sér hægt og sjá til hvernig mál þróuðust. „Síðan munum við sjó hvernig við bregðumst við,” sagði Shultz. ÞUSUND FALLNIR í ÓEIRÐUM í NORÐUR NÍGERÍU Taliö er að allt aö eitt þúsund manns hafi látist í trúarbragöaóeirðum undanfarna daga í borginni Yola í norðurhluta Nígeríu. Dagblöð í Nígeríu skýrðu frá því í gær að 500 lík hefðu verið flutt frá sjúkrahúsinu í Yola og verið grafin í fjöldagröf. Hersveitir skárust í leikinn á föstu- dag í þeim tilgangi að bæla niður óeirðir múslimskra bókstafstrúar- manna sem beittu nýjum og full- komnum vopnum í átökunum. Þetta er í þriðja skiptið á síðastliðn- um þremur árrnn sem kemur til meiri- háttar trúarbragðaóeirða í Nígeríu. Það voru áhangendur trúarleiðtogans Muhammad Marwa Maitatsine sem hófu óeirðirnar nú en hann var myrtur í óeirðum fyrir þremur árum. I þeim átökum sem þá urðu er talið að fjögur þúsund manns hafi látiö lífið. Tékkóslóvakía: Nýir f lóttamenn f vestur-þýska sendiráðinu Vestur-þýska blaðið Bild am Sonn- tag skýrði frá því í gær að 24 f jórir Austur-Þjóðverjar hefðu farið að dæmi ættingja Willi Stoph, forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, og leitað hælis í vestur-þýska sendiráð- inu í Pragh og beðið um að fá að flytj- ast til Vestur-Þýskalands. Ingrid Berg, frænka forsætisráð- herrans, og fjölskylda hennar dvöldu í v-þýska sendiráðinu í Pragh í sex daga nýverið áður en þau sneru heim til A-Þýskalands aftur. Talið var að þau hefðu fengið loforð um aö flytj- ast úr landi innan skamms. V-þýsk stjórnvöld hafa bannað fréttaflutning af málum þessum og segja að hann muni aðeins spilla fyrir tilraunum v-þýskra yfirvalda til aö auðvelda fólki aö flytjast frá A- Þýskalandi eftir löglegum leiðum. ,FERÐA AÆTLUN 1984 FERÐAMIÐSTÖÐIN kynnirferða- áætlun 1984 til BENIDORM, Costa Blanca strandarinnar á Suðausturströnd Spánar. Eins og áður er aðeins flogið leiguflug í góða veðrið. GÓD GISTING Á HÓTELUM EÐA ÍBÚDUM Gististaðir eru allir fyrsta flokks: (búðir með 1-2 svefnherbergjum, Studíó-íbúðir eða hótel með fæði. BENIDORM ferðirnar eru 2ja-3ja vikna og brottfarardagar eru: 18. apríl (2ja vikna páskaferð), 2. maí, 23. maí, 20. júní, 11. júií, 1. ágúst, 22. ágúst, 12. sept. og 3. október. Dæmi: Hjón með 2 börn, 2jatil 11 ára í páskaferð, samtals kr. 61.100, - eða kr. 15.400,- pr. farþega. Verð fyrir hjón í stúdíógistingu kr. 20.300,- pr. mann. FM-FERÐALÁNIN Staðfestingargjald við pöntun kr. 2.500. Síðan mánaðarlegar greiöslur allt frá kr. 1.000 í 3-6 mánuði fyrir brottför og lánar þá Ferðamiðstöðin allt að sömu upphæð í jafn langan tíma, sem greiðist með mánaðar legum afborgunum eftir heimkomu. Verðhækkanir sem verða á sparnaðartímanum af völdum gegnisbreytinga ná ekki til þess hluta heildarverðsins sem greitt hefir verið. Dæmi: 4 mánaðarlegar greiðslur fyrir brottför kr. 2.000, — samtals kr. 8.000, -, lánar þá Ferðamiðstöðin þér allt að sömu fjárhæð kr. 8.000, -, er greiðast til baka með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, eftir heim- komu á jafnlöngum tíma. FM greiðslukjör Staðfestingargjald kr. 2.500, - við pöntun u.þ.b. helmingur af heildarverði greiðist 30 dögum fyrir brottför og eftirstöðvar með jöfnum afborgunum á 3 mánuðum eftir heimkomu. 50% afsl. á innanlandsflugi. Staðgr. afsl. 5%. Þeir, sem hafa dvaliðáBENIDORM ströndinni hrósaveðrinu, verðlaginu, matnum, skemmtistöðunum, skoðunarferðunum og traustri þjónustu FERÐAMIÐSTÖÐVARINNAR. Verðlisti fyrirliggjandi BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN Ifjjj FERDA.. H MIDSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.