Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Qupperneq 10
10 DV MANUDAGUR 5. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Fiskeldi Norðmanna stendur undir þrefóldum ríkisstyrkjum sjávarútvegs þeirra Lax- og silungseldi er á leið með að verða stóriðja í Noregi. r%/' h Fiskeldisstöð í Eresfirði í Noregi, reist í nágrenni viö Grytten-virkjunina. Isiendingar og Norðmenn hafa tekið höndum saman um stofnun fiskeldisstöðvar í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu og þessi mynd er frá byrjunarframkvæmdum þar. Atlantshafslaxinn er oröinn að stóriðju og stórtekjulind hjá fisk- eldisstöðvum í Noregi. Þær fylla nú orðiö mörg hundruð meöfram allri ströndinni frá Norðursjó og allt til Norðurhöfða, staösettar inni í þröng- um f jörðum eða á eyjum. Síöasta ár framleiddu þessar eldis- stöðvar 25 þúsund smálestir af laxi og silungi sem seldar voru á markaði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ut- flutningstekjur af þessu námu um 3000 milljónum króna. En fiskeldi sem framleiðslugrein er í örum uppgangi i Noregi og hagur þess á eftir að vænkast enn. Er búist við 50% tekjuaukningu á þessu ári (miðaö viö í fyrra) og aftur 1985 ann- að eins. Samkvæmt öllum áætlunum ætti ársframleiöslan að vera komin upp í sextíu til sjötíu þúsund smálest- irfyriráriðl990. Lax- og silungseldiö er því alldrjúg búbót fyrir dreifbýliö með strönd- inni, sem áður byggði á sjávarút- vegi, en vegna dvínandi fiskistofna og veiðitakmörkunar til fiskvemdun- ar hefur mjög sorfið að þeim at- vinnuvegi á síðustu árum. Og er þó lengra síðan en elstu menn muna að laxveiðiár í Noregi skiluðu af sér ein- hverju í líkingu við íslenskar lax- veiðiár. Arne Langeland, framkvæmda- stjóri hjá útflutningsráði Noregs, segir aö ótæmandi markaðsmögu- leikar séu fyrir nýjan lax og silung. Meginvanda laxeldisstöðvanna segir hann vera þann aö fullnægja eftir- spurn en tryggja sér jafnframt nóg af ungum laxi til stækkunar og út- þenslu. Alinn upp í ómenguðum sjó þrifst eldislaxinn vel en þegar hann hefur náö hagkvæmri stærð er honum slátrað og hann fluttur á markað í kælibúnaði. Karsten Ellingsen, eigandi stórrar fiskeldisstöövar á Lofoten-eyjum, sagði fréttamanni Reuters, sem þar var á ferð á dögunum, aö það tæki fimm daga að koma laxinum þaðan til Parísar. Flugleiðis er lax úr Norður-Noregi ekki nema tvo daga að berast neyt- endum í Houston í Texas. Nýr lax var raunar stærsta vörueiningin sem flutt var flugleiöis frá Evrópu til Bandaríkjanna á siöasta ári því að á Bandaríkjamarkaö voru sendar um 4000 smálestir. Laxeldi með nútímatækni býður upp á meiri nýtingu sjávarafurða sem fela í sér vonir um arðbæran iðn- að með miklum möguleikum fyrir lönd eins og Island og Noreg. Og um Noreg má segja að þar sé ekki lengur um draumavonir að ræöa. Þar er þetta orðinn áþreifanlegur veruleiki. Arne Jensen, prófessor í lífefna- fræði, starfandi hjá hafrannsókna- stofnun Norðmanna, er meðal þeirra sem mikla trú hafa á hinum ýmsu möguleikum sem þarna þykja fyrir hendi. Bendir hann á að flétta megi saman margþætt fiskeldi við Noregs- strendur þarsemskilyrðintil vaxtar eru hin ákjósanlegustu. Hlýst það af hinum sérstæöu aðstæðum að þar mætast hlýr Golfstraumurinn og ís- kaldur s jórinn úr Ishafinu. Þar koma í hugann þörunga- vinnsla, skelfiskseldi og eldi hefð- bundnari nytjafiska eins og til dæmis þorsks. Prófessorinn sér í anda að heilum firði verði skipt upp í eldis- hólf fyrir fiska, skelfisk og þara- yrkju. Þarinn er hráefni til vinnslu ýmissa efna og eitt hólfið ætlað hon- um, en annað hólf fyrir skelfiska, rækjur, humar, öðu, hörpudisk og fleira, og um allt gæti svo eldis- fiskurinn svamlað til þess að gæða sér á næringarefnunum.. Svo er auð- vitað fiskrækt þar sem seyði eru alin upp í eldisstöðvum en sleppt í sjó og veidd síðar þegar þau ganga á miðin aftur í nýtanlegri stærö. I augum þessara manna er málið einfaldlega það að sjávaryrkja hafi lent þúsundum ára á eftir landbúnaði þar sem skepnur og plöntur hafa ver- ið í skipulegri ræktun öldum saman. Þeir sjá með lífefnafræðinni mögu- leika á stórstígri þróun í nýtingu sjávar þar sem fjárfestingin til framfara þyrfti ekki að vera nema brot af því sem landbúnaöurinn þarf. Ein svona fjölhæf eldisstöð mun byrja vinnslu í Noregi á næsta ári. Þar veröur bæöi laxeldi og hörpu- disksrækt og síðar meir ostrurækt. Þegar tölvutæknin, ný næringarefni, betri nýting ylvolgs frárennslisvatns frá hefðbundnari verksmiðjum, kemur til, blasir við að möguleikam- ir til þróunar eru nær óendanlegir. Olíufundinn í Norðursjó og vinnslu olíunnar bar aö á elleftu stundu fyrir Norömenn. Það var at- vinnunýsköpun fyrir 50 þúsund manns á einmitt þeim tíma sem of- nýting fiskimiöanna fór að segja til sín í sjávarútveginum. Utgerð er þó áfram mikilvægur atvinnuvegur í Noregi eins og hjá okkur Islending- um enda eru Norðmenn stærsta fisk- veiðiþjóðin á Vesturlöndum. Um 60 þúsund Norðmenn hafa at- vinnu sína af fiskiönaðinum en með hverju árinu sem h'ður hefur hann þó orðið óaröbærari svo að ríkissjóður hefur orðið að hlaupa undir bagga með honum. Ríkisstyrkir til þess at- vinnuvegar námu nær 5000 milljón- um króna á síðasta ári. Þetta hefur hvatt Norðmenn mjög til þess að heröa sig á sviði fiskeldis. Ljóst er að fiskeldisstöðvarnar stefna hraðbyri í aö skila af sér meiri útflutningstekjum en fiskveiðamar hafa gert. Skelfisksrækt mun auka þar enn á enda svo komið sunnar í álfunni, 1 þar sem skelfiskur hefur meira verið veiddur og nytjaður, að þar er sjávarmengun óðum að spilla fengsælustu skelfisksmiðunum. En sumir þeirra sérfræðinga sem lögðu hönd á plóginn við aö ryðja f iskeldinu braut í Noregi og koma því fósturbami til manns vom fengnir hingað til lands fyrir meira en fimmtán árum af frumherjum fisk- eldis hér á Islandi sem viídu svipast um hvort hér fyndust staðir heppi- legir til fiskeldis. Þessir sérfræðing- ar sögðust þá hvergi hafa fundið í Noregi staöi sem fólu í sér jafngóða möguleika til fiskeldis og þeir rákust á hér. Oft brýnum við róminn Islend- ingar yfir harðræði þess að búa á mörkum hins byggilega heims en í þessu tilliti voru og eru aöstæöur all- ar okkur í hag. Munurinn er óskap- legur. Fiskeldi er á leið með að verða stóriðja í Noregi. Hér er sú fram- leiðslugrein ekki komin úr burðar- liðnum. Getur varla skýrara dæmi um muninn á því, þar sem tregðulög- málið ríkir, eða þar sem framsýnin og framfarasinnaðir menn halda á málum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.