Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Blaðsíða 13
DV; MÁNÚDÁGUR 5. MARS1984.
13
HVER A SÖKINA
— ef ekki sá sem upphaf inu veldur?
Kjallarinn
Ég ætlaöi ekki aö fara aö ræöa
kaup Flensborgarskóla á ritvinnslu-
vél opinberlega og skrif í fréttastíl
voru ekki þess eðlis aö ástæða væri
til. Hins vegar breytir þaö talsveröu
þegar kennari í skólanum fer að
skrifa um máliö því aö þá er hætt við
aö fólk álíti að hiö rétta komi í ljós.
Það er sannarlega leitt til þess aö
vita þegar friðelskandi fólk og sem
ekki má vamm sitt vita lætur hafa
sig í þaö aö skrifa um mál, sem er því
svo ókunnugt aö sannleikurinn
kemur ekki allur fram eöa skolast
verulega til. Þetta hefur hent Ken-
evu Kunz kennara í Flensborgar-
skóla í skrifum sínum í DV 27. febr.
sl. um kaup ritvinnsluvélarinnar.
Slík staöreyndabrenglun getur
valdiö misskilningi og jafnvel kveikt
ófriöarbál.
Skólinn réð tækjakaupum
1983
Áriö 1983 var f járveiting til Flens-
borgarskóla til tækjakaupa kr.
350.000. Skóiinn fór fram á 1050.000
krónur fyrir áriö 1984 en fékk kr.
545.000 viö afgreiðslu fjárhags-
áætlunar, en það er sú upphæö sem
Fræösluráð mælti meö.
Að ritvinnsluvél var ekki keypt á
árinu 1983 var mál skólans. Hann
markaöi liöinn til tækjakaupa og réö
alfarið hvaö keypt var. Aö nemendur
skólans, sem vinna á bókasafni, hafi
lítiö aö gera vegna þess að vélin
fékkst ekki greidd, eru fréttir fyrir
Fræösluráö og hefði átt aö láta ráðiö
vita um þaö í tæka tíö svo aö ekki
hefði verið mælt meö fjárútlátum við
bæjarstjóm í því efni. Hafi skóla-
meistari vitað um slíkt og duliö þaö
fyrir fræösluráði er það ámælisvert.
Erindi um aukafjárveitingu
Erindi um aukafjárveitingu m.a.
vegna vélakaupanna barst Fræðslu-
ráöi 4. okt. 1983 og var tekið fyrir í
Fræðsluráði 12. okt. Ég fór þess á leit
að málið fengi að bíöa afgreiöslu
f járhagsáætlunar, sem þá þegar var
í undirbúningi. Ekki eingöngu vegna
þess aö ég teldi með öllu vonlaust um
aö jákvæð afgreiðsla fengist, heldur
vegna þess aö ég taldi nauösynlegt
aö reyna aö halda geröar áætlanir
svo aö Fræðsluráö nyti fyllsta
trausts bæjarstjórnar sem mark-
tækur og ábyrgur aöili. Um þetta
voru fræösluráðsmenn sammála.
Þótt fram kæmi aö vélin þyrfti aö
hafa forgang á árinu 1984, gaf enginn
fræðsluráðsmanna loforð þar um.
Hins vera kom skýrt fram aö frá
fjárhagsáætlun yröi að ganga.
Veitt heimild til pöntunar á
eðlisfræðitækjum
En á fyrrnefndum fundi Fræðslu-
ráös geröist fleira og villir þaö
mönnum sýn aö ekki sé frá því skýrt.
Skólameistari óskaöi eftir því aö
mega panta eðlisfræðitæki fyrir
næsta ár fyrir 100—150.000 kr. þar
sem reynslan væri sú aö afgreiöslu-
frestur gæti veriö 6—9 mánuöir.
Fræðsluráö mælti meö því viö bæjar-
ráö aö veitt yrði heimild til þess aö
panta tæki fyrir um 100 þús. kr.
Bæjarráö varð viö þessari beiöni og
heimilaði pöntun fyrir 80—100 þús.
kr. með 6—° mánaöa afgreiöslu-
fresti, þ.e. aö þau kæmu til greiðslu í
maí/júní 1984.
Reikningur í desember
1983
Eðlisfræöitækin voru pöntuö 9.
nóv. 1983. Reikningur aö upphæð 82
þús. kr. barst strax 23. desember og
viðbótarreikningur seint í janúar og
voru þá tæki komin fyrir 104 þús. kr.
og ætla má aö þaö sem ókomið er af
pöntuninni sé um 30 —40 þús. kr, Er
þá hvorttveggja aö pantað var fyrir
miklu hærri upphæð en leyft var og
aö ekki var farið eftir þeim greiöslu-
tíma, sem viö var miöaö.
Enn skal þess getið aö fræðslu-
stjóri sendi bréf til forstöðumanna
skólanna 2. jan. 1984, þar sem beðið
var um aö gæta varfærni í útgjöldum
á meðan fjárhagsáætlun heföi ekki
verið afgreidd og hann yrði látinn
vita um öll meiri háttar kaup svo að
hægt væri aö tryggja eðlilega
greiöslu.
„Smávægileg mistök"
Þrátt fyrir þetta bréf og þrátt fyrir
þaö aö greiðslukrafa fyrir eölis-
fræöitæki haföi borist mörgum
mánuöum fyrr en leyfi bæjarráös
PÁLL V. DANÍELSSON,
FORM. FRÆÐSLURÁÐS
HAFNARFJARÐAR
miðaðist viö, var ritvinnsluvél keypt
6. janúar fyrir nær 60 þús. kr. og þaö
án þess aö hafa samráö við Fræðslu-
skrifstofuna umkaupin.
E.t.v. hafa þaö verið „smávægileg
mistök” hjá skólanum aö stofna til
annarra tækjakaupa en ritvinnslu-
vélarinnar strax í ársbyrjun og þaö
hærri upphæöar en leyfð var, en þau
kaup eru staöreynd og hefðu þaö ekki
aðeins veriö nauösyrúegt, heldur og
eölileg samskipti, aö skólameistari
heföi rætt um máliö í heild viöbæjar-
stjóra. Því miður fórst þaö fyrir enda
þótt bæði ég og fræöslustjóri legöu
áherslu á að slíkar viöræöur færu
fram og hvöttu skólameistara til
þess aö hafa sjálfur samband viö
bæjarstjóra.
Hafi ritvinnsluvélin átt aö hafa
forgang í sambandi viö áhaldakaup
af hálfu skólans, heföi hann þurft aö
gæta þess aö stofna ekki til stórra út-
gjalda á þeim lið áöur, þar sem óhjá-
kvæmilega verður að dreifa út-
gjöldunumáárið.
Friður betri en ófriður
Bæjarstjóri taldi sig ekki geta
greitt vélina og endursendi reikning-
inn. En þrátt'fyrir mistök skólans,
ekki aðeins ein mistök sé málið
skoöað í heild, reyndi Fræðsluráð aö
leysa úr þessum vanda. Máliö var
rætt á fundi Fræðsluráðs 15. febr. Viö
bæjarstjóra var rætt 17. febr. og gaf
hann ekkert loforð um lausn, þótt
hann vildi aö ég kannaöi hugmynd
um aö Bókasafn Hafnarfjarðar
geröist meöeigandi vélarinnar. Var
bókasafnsstjórn því hlynnt. Hins
vegar leysti þaö ekki máliö.
Það var aldrei hægt aö „telja” að
viðunandi lausn fengist fyrir skólann
í þessu efni, hvað sem menn gátu
gertsérvonirum.
Þaö, að ég baö um aö fenginn yröi
lengri frestur til þess aö skila
vélinni, var vegna þess aö ég vildi fá
nokkurra daga kyrrö á meðan máliö
væri í athugun. Niðurstaðan er kunn.
Vélin var ekki leyst út. Vika var til
afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Þann
tíma var ekki hægt aö bíða. Skólinn
tók máliö í sínar hendur á
ósmekklegan hátt, aö mínu mati, en
hann telur sig sjálfsagt einfæran um
aö leysa málið og beita þeim
aðferðum, sem hann telur sér sæma.
Vonandi bíöur hann ekki hnekki af.
En sú leið, sem skólinn hefur valiö,
var hvorki með vitund eða vilja
Fræðsluráðs, því að ráöiö hefur veriö
einhuga um aö reyna að leysa hvern
vanda, sem upp kemur í góðri sam-
vinnu og á friösamlegan hátt.
• „Hafi ritvinnsluvélin átt að hafa forgang í
sambandi við áhaldakaup af hálfu skól-
ans, hefði hann þurft að gæta þess að stofna
ekki til stórra útgjalda á þeim lið áður þar sem
óhjákvæmilega verður að dreifa útgjöldunum
á árið.”
ATVINNA
NÝRRAR
ALDAR
„Hverjar eru þessar nýju greinar? Sú þeirra, amm bmat ar þakkt, er ör-
tölvutæknin."
Bismarch sagöi aö framtíðin væri
þeirrar þjóöar sem ætti bestu skól-
ana. Það hefur aldrei veriö sannara
en nú.
Stórkostlegar breytingar ganga
yfir Vesturlönd. Nú er hafin þriöja
iðnbyltingin. Sú fyrsta einkenndist af
tilkomu vélaraflsins, gufuvélarinn-
ar. Sú næsta einkenndist af stóriðju-
rekstri, t.d. í málm- og efnaiðnaöi,
eins og við þekkjum dæmi um frá
Straumsvík og Grundartanga.
En hver eru einkennismerki
þriðju iðnbyltingarinnar? Það eru
nýtæknigreinarnar svokölluðu. Þær
þarfnast ekki ódýrs mannaf la eins og
verksmiðjur fyrstu iönbyltingarinn-
ar. Þær þarfnast ekki orku og fjár-
magns í líkingu viö verksmiðjur ann-
arrar iönbyltingarinnar.
En þessar nýju greinar þarfnast
hugvits og þekkingar framar öllu
ööru. Þar kemur til kasta skólanna.
Hverjar eru þessar nýju greinar?
Sú þeirra, sem best er þekkt, er
örtölvutæknin. Hún hefur bylt efna-
hagslífi, atvinnuháttum og mun hafa
veruleg áhrif á þjóðfélagsgerð.
Undirstaða þessarar tækni er hug-
kvæmni. Einstaklingar geta aflað
sér lífsviðurværis í ódýriun, litlum,
sjálfstæöum einingum.
Onnur grein þriöju iðnbyltingar-
innar er líftæknin. Þaö er talið aö líf-
tæknin muni hafa meira efnahags-
legt gildi en örtölvutæknin hvaö
varðar framleiöslu, atvinnu og af-
komu.
Á Vesturlöndum er stóriöjan aö
veröa stefna gærdagsins.Annarri
iönbyltingunni er aö ljúka þar. Orku-
frekja, umhverfisspjöll og atvinnu-
hættir stóriðjunnar valda því aö
Vesturlönd hafna henni í auknum
mæli svo hún hrekst til þriöja heims-
ins.
Hvað er líftækni?
Líftæknin byggist á því aö sam-
eina kunnáttu í líffræði og verkfræöi
til að virkja framleiðsluaöferðir
náttúrunnar til nýrra verkefna.
Þannig má vinna meltingarhvata úr
innyflum þorska og gefa þeim þau
nýju verkefni áð mýkja nautshúöir
eða verka síld.
Meö aöferðum líftækninnar er líka
hægt aö láta gerla framleiöa hormón
fyrir sykursýkissjúklinga úr ódýr-
um, algengum hráefnum.
En hvaö er merkilegt við þetta?
Eru þetta ekki bara venjuleg dæmi
um framfarir í líffræöi, líkar þeim
sem viö höfum öll orðið vitni að á
undanförnum árum, sbr. hjarta-
flutninga og heilaskurölækningar?
Svarið er nei.
Líftækni felur í sér stórkostlega
möguleika til að fela örverum og
efnakljúfum náttúrunnar fram-
leiðslu á því sem heiminn vanhagar
mest um.
Þar má nefna breytingu á einföld-
um, ódýrum efnum, eins og grasi og
lýsi, yfir í dýrmæt fæðuefni, lyf eöa
eldsneyti.
Meö því aö breyta örverum, þ.e.
sveppum og bakteríum, á viðeigandi
hátt getum viö notað þær til aö fram-
leiöa efni á sama hátt og kýr fram-
leiða mjólk. Munurinn er sá aö
örveruaöferðin er margfalt ódýrari
og afkastameiri en kúabúskapurinn
Kjallarinn
GUÐMUNDUR
EIN ARSSON
ALÞINGISMAÐUR Í
BANDALAGI
JAFNAÐARMANNA
og framleiðslan langtum fjölbreytt-
ari en mjólk, kjöt og húðir.
Tímaritið Economist telur að iíf-
tækni verði jafneinkennandi fyrir
atvinnulíf 21. aldarinnar og stóriöju
efna- og málmiðnarins cinkennir
öldina sem er að líða.
Hverjir eru kostir
líftækninnar?
Meöal kosta þessarar nýju tækni eru
þeir aö hún mengar ekki umhverfi
sitt, hún þarfnast lítillar orku og hún
notar náttúrleg hráefni sem endur-
nýjast og ganga inn í lífkeðjurnar.
Einn dýrmætasti kostur líftækn-
innar er e.t.v. sá aö meö afkasta-
miklum aöferöum hennar er hugsan-
legt aö lina hungur og þjáningu í
þriðja heiminum. Þaö eru verkefni
sem núverandi atvinnuhættir hafa
ekki valdiö.
Hvað er gert á íslandi?
Líftæknin er sú atvinnugreinin
sem spáö er mestum vexti á Vestur-
löndum. Fjármagn streymir aö
henni og möguleikamir virðast
óþrjótandi.
Þetta verður líklega höfuö-
atvinnugrein 21. aldar, aldar sem er
aöeins rúm 15 ár í burtu. Böm, sem fæð-
ast í dag, munu veröa atvinnurekendur
og launþegar þess tima.
En hvaö gerum við í málefnum
framtíðarinnar?
Það er heldur lítið. Viö erum á
kafi í gömlu iðnbyltingunni og erum
að skuldbreyta í landbúnaöi og
sjávarútvegi eina ferðina enn svo
milljónahundruöum skiptir.
Byltingarmenn stóriöjudrauma
okkar eru á ferðalögum um allan
heim til aö laöa hingað atvinnuhætti
gærdagsins. Þeir eru einni byltingu á
eftir.
Ef viö ætlum okkur hlut í framtíö-
inni verðum viö aö kaupa hlutabréf
straxídag.
Við gerum þaö meö því aö segja
námsfólki okkar frá möguleikunum
og hugmyndum okkar um lífshætti
morgundagsins.
Við genun þaö meö því aö styrkja
rannsóknir á íslenskum möguleikum
líftækninnar. Þar myndi stórkost-
lega muna um fjárstyrk þótt ekki
væri meira en sem nemur feröa-
styrkjum og dagpeningum stóriðju-
nefndarinnar.
Viö skulum þurrka móöuna af
framrúðunni áður en 21. öldin rennur
upp. Ef viö horfum einungis í
baksýnisspegilinn gætum við orðið
umheiminum nokkurs konar
Árbæjarsafn í atvinnuháttum.
A „Á Vesturlöndum er stóriðjan að verða
^ stefna gærdagsins. Annarri iðnbylting-
unni er að ljúka þar. Orkufrekja, umhverfis-
spjöll og atvinnuhættir stóriðjunnar valda því,
að Vesturlönd hafna henni í auknum mæli svo
að hún hrekst til þriðja heimsins.”