Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Page 15
W „Hver kannast ekki við þau viðhorf að
hækkun á lágu laununum leiði til aukinn-
ar dýrtíðar.”
eða: hversu lengi þjóöin lifir
á tómum grjónagraut?
dýrtíð. Það hefir um langa hríð verið
nokkurs konar trúarsannfæring að
hækkun á lægstu launum sé megindýr-
tíðarorsökin í íslensku þjóðfélagi. Hins
vegar er sjaldan í sömu andránni
minnst á glórulausar fjárfestingar-
ákvarðanir margra íslenskra stjóm-
málamanna. Það hefir löngum þótt
auðveldara að hengja bakara fyrir
smið enda hæfir slíkt ágætlega mis-
vitrum stjórnmálamönnum
islenskum.
Á þessum tímum grjónavellings og
kjaraskerðinga gengur margt á aftur-
fótunum. Ekki hefir langvinn deila við
álfurstana vegna rafmagnssölu til
þeirra veriö leidd til lykta né sparn-
aöarstefna ráöamanna náð til æðstu
stjómar islenska ríkisins. Þar verður
bruðlstefnan áfram allsráðandi enda
flest í anda stjómarstefnunnar hjá
Lúðvíkunum á Frakklandi. Rikis-
stjórnin ákveður t.d. glórulaust
byggingarævintýri suður á Miðnes-
heiði sem er bæði ótímabært og allt of
stórt fyrirtæki. A sama tíma er stofnað
til afþreyingarútvarps eftir fyrirmynd
amerísks hermannaútvarps. Hins veg-
ar kemur sparnaðarstefnan fram í því
að lægstu laun verða töluvert áfram
undir eðlilegum mörkum þess að geta
þraukaö í nútima þjóðfélagi. Þá hafa
verið áætlanir uppi um aö taka upp
sérstakan sjúklingaskatt sem stuðlar
að miklu ójafnrétti meðal borgaranna.
Og nýjasta nýtt í afrekaskrá íslenskra
ráðamanna er sú óhæfa aö kaup skuli
hækka um sömu prósentutölu gegnum
alla launaflokka. Þannig mun
ráðherra fá nálægt 1/2 mánaðarlaun
verkamanns í veröbætur á mánuöi
meðan verkamaöurinn fær um 1.700
kr. miðað við lægstu taxta.
Verkalýðshreyfingu mis-
tekist
I grein þessari hefir verið tæpt á
launamálum almennt. Fróðlegt er„að
skyggnast og skoða gáttir allar” betur
svo numin séu nokkur orð úr Háva-
málum. Verkalýðshreyfingin á Islandi
hefir að töluverðu leyti mistekist það
hlutverk sem skjólstæðingar hennar
hafa trúað henni fyrir. Orsakir þess
eru að sjálfsögöu f jölmargar og kemur
margt við þá sögu. Á það hefir verið
margbent að verkalýðsforystan hefir
ekki náð að endumýjast á eölilegan
hátt, verkalýðsfélögin mörg hver eru
rekin eins og hver önnur prívatfyrir-
tæki og hagsmunir þeirra sem við
st jórnvölinn eru fara ekki alltaf saman
við hagsmuni fjöldans. Dæmi eru um
að verkalýðsfélög séu notuð af stjórn-
endum sínum eins og hvert annað tæki
til að komast til aukinna áhrifa og
valda. Mun það bíða að sinni að segja
þá sögu enda veröur það bæði saga
niðurlægingar og harma íslenskrar
alþýðu á 20. öld.
ÁSKRIFENDA
ÞJÚNUSTA
AFGREIÐSLA
Þverholti 11 - Sími 27022
ASKRIFENDUR ERU
VINSAMLEGAST BEÐNIR
AÐ HAFA SAMBAND VIÐ
AFGREIÐSLUNA
EF BLAÐIÐ BERST EKKI.
appkz computer
Stórkoslieg verðkekkun!
Nú geta allir fengið sér alvöru tölvu
Nú hafa veriö felldir niöur tollar og söluskattur af tölvubúnaöi.
Þetta gerir islendingum kleift aö tölvuvæöast í samræmi viö
kröfur nútímans. Nú átt þú næsta leik!
Nú getum viö boöiö þér vinsælustu alvöru einkatölvu í heimi,
Apple / / e, en hún hefur nú selst í 1.500.000 eintökum. Meira
en 20.000 forrit eru fáanleg á Apple / / e, en það er mun meira
en nokkur önnur tölva getur státaö af. Mörg íslensk forrit eru
fáanleg á vélina, t.d. fjárhagsbókhald, viöskiptamannabókhald,
lagerbókhald, launabókhald, tollvörugeymsluforrit, veröútreikn-
ingar o.fl. Mundu þaö, aö án forrita er tölva eins og bensínlaus
bíll.
Á Apple / / e er staölaö íslenskt lyklaborö, og hentar hún því
einkar vel til ritvinnslu.
Notendaminni vélarinnar er 64K, en þaö er stækkanlegt í 128K
og ætti þaö að vera nægilegt fyrir flesta.
Apple tölvur eru notaðar hjá skólum, bönkum, opinberum
stofnunum, einkafyrirtækjum, skipafélögum, flugfélögum, verk-
fræöistofum, læknastofum, rannsóknarstofum, lögfræöistof-
um, endurskoöendum, vélsmiöjum, fataframleiöendum, ráö-
gjafarfyrirtækjum, verktökum, útgáfufyrirtækjum, prentsmiöj-
um og þannig mætti lengi telja. Fjölmargir einstaklingar nota
Apple, svo sem kennarar, rithöfundar, vísindamenn, forritarar,
rafeindavirkjar, radioamatörar, stjórnendur fyrirtækja og stofn-
ana, læknar, verkfræöingar, þýöendur og blaöamenn, og eru
þá aöeins tekin örfá dæmi.
Tilboð:
Kr. 63.990,-) nú aðeins kr. 49.990,-
Útborgun kr. 10.000,- og eftirstöðvar á 10
mánuðum!
Skipholti 19, sími 29800.