Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Qupperneq 44
44
DV. MANUDAGUR 5. MARS1984.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
LEIÐARLJÓS
Veðjum,
m m
vmir
Mikið óskaplega er hægt að:
læra mikiö af útlendingum. Ef
við hefðum ekki lært að lesa í'
fornöld hefðu útlendingar örugg-
lega verið til í að kenna okkur það
fyrir lítið. Hér á síðunni til hiiðar
er lítil og látlaus frétt, sem lætur
ekki mikið yfir sér, en er þó alir-
ar athygli verð. Sérstaklega
vegna þess að hún er lærdómsrík.
Ef hún er lesin með réttu hugar-
fari og hugmyndin gripin á lofti
gæti hún orðið tU þess að auöga
menninguokkar.
Fréttin fjaliar um veðmál i
Englandi vegna væntanlegrar
barnsfæðingar Díönu prinsessu.
Islendingar ættu aö fara að
veðja því að þaö er bæði
skemmtUegt, spennandi og dýrt.
Gallinn er bara sá að það er
bannað að veðja á Islandi. Einu
sinni var að vísu leyft að veðja á
hesta á hvítasunnukappreiðum
Fáks, meðan þær voru og hétu
við Elliðaárnar, og Sigurður
Olafsson hleypti Glettu á skeiö.
Og síöar Hrolli syni hennar.
Þá gengu jafnt börn sem ungl-
ingar með Mackintoshtunnur í
fanginu vegna þess að gróðinn úr
Veðbankanum komst ekki fyrir í
buxnavösunum og aUs ekki í reið-
buxnavösum. Þetta var svo ein-
falt. Það var bara veðjaö á ein-
hvem hest og svo vann hann.
Island er óplægður akur á veð-
málasviðinu ef hvítasunnukapp-
reiðamar eru undanskildar. Hér
á Iandi eru ótal möguleikar í
þessum efnum:
Það er hægt að veöja um veðr-
iö, áætlanir strætisvagna, þak-
leka húsa, slitþol malbUcs, meðal-
aldur þingmanna, hversu mörg-
um tíaurum er hægt aö troða inn í
tannkremstúpu, hvort HeUisheiði
sé opin, hvort ísinn sé búin í Eden
eöa hvort skuttogarinn Ogrí geti
veitt lax.
Einnig má veöja um hvort
páskaroir séu í aprU eða október.
Snúum bökum saman. Stofnum
veðbanka! Þaö er góð tilbreyting
frá bankaveðum.
Þeir sem ekki vilja vera með
geta haldið áfram að heita á
Strandakirkju.
Verður það strákur, stelpa
eðatvíburar:
KONUNGLEG VEÐ-
MÁL í BRETLANDI
Nú, þegar ljóst er að Díana, eiginkona Karls Bretaprins, á von á öðru barni
sínu, stendur ekki á þegnum þeirra að veðja um hvort afkvæmið verði
strákur, stelpa eða tvíburar. Veðmálastofur stórgræða þessa dagana, velta
pundum eins og boltum og nú standa leikar þannig að 11 á móti 10 veðja á
stelpu, 50 á móti 50 að strákur sé á leiðinni og 25 á móti einum að hér séu
konunglegir tvíburar á ferð.
Myndin hér að ofan sýnir verðandi móður á hlaupum um stræti Lundúna-
borgar áður en hún giftist Karli og byrjaði að ala honum böm.
Britt og Slim Jim Phantom, sem er
20 árum yngri en sú sænska: —
Hann hefur kennt mér margt en ég
honum fleira.
Britt með börnin sin: Sú stærri heit-
ir Viktoría og er dóttir Peter Sellers
en sá litli heitir fílikólas og ber ætt-
arnafnið Adler.
Britt er ekkert beibí
Britt Ekland, sænsk kynbomba, sem
starfar í Bandarikjunum og fræg fyrir
að hafa verið gift Peter Sellers, Rod
Stewart og fleirum, er nú orðin 42 ára.
Hún lætur það ekki á sig fá og heldur
í æskuna meö því að hafa unglamb á
heimili sínu, Jim McDonnel, 22 ára,
sem er betur þekktur sem Slim Jim
Phantom, trommuleikari hljomsveit-
arinnarStray Cats.
„Hann hef ur kennt mér margt, en ég
honum fleira,” segir Britt og brosir
sínu fræga, sænska brosi.
Reyndar er Britt metsöluhöfundur
og græddi stórfé á bók sinni Tme Britt
(Hin sanna Britt) þar sem hún lét flest
vaða og nú á að fylg ja velgengninni eft-
ir með annarri bók: Sensual Beauty an
How to Achieve it. Auk þess vinnur
Britt að gerð mini-s jónvarpsþátta fyrir
kapalkerfi Playboy tímaritsins. Nefn-
ast þeir Erotic Images (Kynmyndir)
og f jalla um ósköp venjulega húsmóð-
ur, sem dundar sér við aö skrá niður
kynóra sína, setur þá síðan á bók og
verður milljónamæringur.
Ávarpa átti dómara gyðingalúdósins, herra Eichmann, og hér sést sá eini
og sanni Eichmann, Adolf Eichmann, i réttarhöldum i Jerúsalem 1961 þar
sem hann var dæmdur fyrir striðsglæpi.
GYÐINGALÚDÓ
— sá vinnur sem fyrstur sendir
6 mill jónir gyðinga í gasklefana
Lögreglan í Bonn í V-Þýskalandi hef-
ur handtekið fyrrum yfirlögregluþjón
vegna allsérkennilegs lúdóspils sem
fannst heima hjá honum. Þaö var
nokkurs konar gyðingalúdó, leikið á
eins og um venjulegt lúdó væri að
ræða, gyðingastjama í miöju og
byrjunarreitirnir staðsettir á örmum
hennar. Einn leikmanna var útnefndur
dómari og hann mátti aldrei ávarpa
nema herra Eichmann. Sá varö sigur-
vegari sem fyrstur var búinn að senda
6 mill jónir Gy ðinga í gasklefana.
Sá grunaði, sem er 35 ára og heitir
Hans Gunther Frölich, neitar að vera
höfundur spilsins þó að það hafi f undist
inni í bakarofni heima hjá honum.
„Þetta er athyglisvert spil,” var það
eina sem lögreglan hafði upp úr hon-
um.
Britt Ekland hlustar á útvarp.